Morgunblaðið - 15.01.2022, Blaðsíða 29
daga á Framnesi þar sem amma
saumaði búninga eða föt fyrir
alls konar tækifæri, prinsessuk-
jóla, álfabúninga eða hvað það
sem vantaði þann daginn. Minn-
ingar um fjöruferðir þar sem
alltaf fannst ógrynni af fallegum
steinum sem fylltu alla vasa.
Minningar um ferðir upp í króa-
brot í berjamó með nesti eða tína
lyng til eða gera skreytingar.
Minningar úr eldhúsinu, ylurinn
frá ofninum og lyktin af nýbök-
uðum lummum. Minningar úr
gullabúinu við Torflækinn.
Amma Stína talaði svo fallegt
mál og hún kunni að fara svo vel
með það, samdi ljóð og vísur og
söng og spilaði á orgelið eða
harmonikkuna.
Það var erfitt að sjá á eftir
ömmu Stínu, þessari skemmti-
legu, fróðu og flinku konu hverfa
inn í annan heim síðustu árin en
nú hefur hún fengið hvíldina sem
hún þráði og það veit ég að hann
afi Skúli hefur tekið vel á móti
sinni konu með rembingskossi.
Í firðinum heima skærast þér sólin
fannst skína,
þar skjól veita fjöllin um hjartkæru
byggðina þína.
Og myndin þín skýr hún mun fylgja
mér ókomnu árin,
ég aftur fæ brosað í gegnum sakn-
aðartárin.
(KSE)
Takk fyrir allt, elsku amma
Stína.
Þín
Harpa Rún Björnsdóttir.
Margar eru minningarnar um
ömmu Stínu á Framnesi. Elsku
amma Stína sem sinnti barna-
börnum og barnabarnabörnum
af mikilli alúð, þótt við værum
oft hin mestu óargadýr þegar við
komum mörg saman. Amma
Stína var mikil listakona og
mörgum hæfileikum gædd. Ég
er svo heppin að elska handverk
eins og amma. Við áttum saman
ótal stundir þar sem hún kenndi
mér að sauma út, hekla, prjóna,
skapa steinalistaverk, mála á
textíl og svo ótalmargt fleira.
Ég var þó misgóð og misþol-
inmóð, sérstaklega við að læra
að hekla og prjóna. Amma sat
róleg með mér, hún var með
endalausa þolinmæði og leyfði
mér ekki að gefast upp. Þetta
eru stundir sem hafa nýst mér
vel og minningarnar munu ylja
mér það sem eftir er ævinnar.
Því miður erfði ég ekki lagni
hennar ömmu við að semja
texta. En þegar kom að því að
skrifa um ömmu Stínu, skáldið
sjálft, fannst mér ekki annað við
hæfi en að reyna að hnoða sam-
an litlu kvæði. Kvæðið um ömmu
Stínu:
Þín hlýja sál gaf faðmlög mörg,
þolinmæðin endalaus.
Frá textasmíð til handverka,
þú skapaðir það sem enginn gat.
Fallega frúin,
frá Framnesi,
fallin ert frá.
Amma mín,
þú kenndir mér margt.
Takk fyrir allt.
Takk fyrir gullabúið,
sönginn, kleinurnar og þolinmæðina,
besta hrísgrjónagrautinn
og þolinmæðina,
ullarfötin, fjöruferðirnar, berjamóana
og þolinmæðina,
lagkökurnar, kakóið, sögurnar
og þolinmæðina,
faðmlögin, hlýjuna og þolinmæðina,
öll skiptin sem þú bjóst um mig,
takk fyrir þolinmæðina.
Þolinmæði þín var engri lík,
takk fyrir allt.
Takk fyrir að skapa okkur,
afkomendum þínum,
heimili þar sem okkur líður vel
og elskum að koma saman.
Enn og aftur,
takk fyrir allt.
Sofðu rótt, elsku amma Stína.
Þín
Maríanna.
MINNINGAR 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. JANÚAR 2022
✝
Andrés Pétur
Jónsson fædd-
ist á Hellissandi 4.
janúar 1938. Hann
lést á Heilbrigð-
iststofnun Vest-
urlands, Akranesi,
10. desember 2021.
Andrés var son-
ur hjónanna Jóns
Bjarnasonar Odds-
sonar, f. 6.6. 1905,
d. 7.7. 1972, og Sól-
veigar Andrésdóttur, f. 2.5.
1905, d. 25.12. 1990. Hann var
fjórði í röðini af sjö börnum
þeirra hjóna.
Jenný, f. 22.9. 1926, d. 15.1.
2004. Aðalsteinn Elías, f. 27.9.
1928, d. 30.11. 2012. Ingibjörg
Benedikta, f. 29.3. 1930, d. 6.10.
2018. Andrés Pétur. Kristín
Jóna, f. 4.10. 1939. Jóhann
Gunnar, f. 13.3. 1942, d. 16.1.
1947. Jóhann Gunnar, f. 8.9.
1947.
Fyrri kona Andrésar var
Lilja Hrafndís Halldórsdóttir, f.
21.10. 1940, d. 31.3. 1977. En
saman áttu saman fimm börn.
ir, eiga þau þrjá drengi. Alda, f.
25.8. 1984, í sambúð með Gunn-
ari Hjálmarssyni og eiga þau
saman fimm börn og eitt barna-
barn.
Alls eru því afkomendur
Andrésar orðnir 63 talsins.
Andrés vann mörg störf um
ævina. Var sjómaður, vann við
beitningar, vann á Keflavík-
urflugvelli á uppbyggingartíma
og við byggingu á Gufuskálum
á Snæfellsnesi en lengst af var
hann við vinnu hjá Hraðfrysti-
húsi Hellissands eða frá 13 ára
aldri til rúmlega sjötugs eða í
tæp 60 ár. Starfaði hann þar
sem vélstjóri og verkstjóri,
hafði umsjón með löndunum, ók
vörubíl hjá frystihúsinu að auki
var Andrés mjög handlaginn og
gekk hann til margra starfa
innan sem utan frystihússinns.
Hann var mikill hestamaður
og hélt hross og fé ásamt konu
sinni Jensínu við Hellissand og
ræktaði þar góðan stofn sem
enn er ræktaður af syni hans
Jóni Bjarna.
Mörgum gæðastundum eyddi
Andrés við ferðamennsku með
Jensínu.
Útför Andrésar fer fram frá
Ingjaldshólskirkju í dag, 15.
janúar 2022, klukkan 14.
Hlekkur á streymi:
https://www.mbl.is/andlat
Halldór Pétur, f.
30.11. 1958, og á
hann fjögur börn,
sjö barnabörn og
eitt langafabarn.
Sólveig, f. 28.5.
1961, d. 8.8. 2009,
átti hún eina dótt-
ur og þrjú barna-
börn. Jón Bjarni, f.
6.5. 1962, og á
hann á þrjú börn
og fimm barna-
börn. Páll, f. 5.11. 1963, maki
Hekla Nordstrand og eiga þau
saman níu börn og fimm barna-
börn. Halldóra Kristín, f. 5.3.
1965, á hún fimm börn og átta
barnabörn.
Eftirlifandi kona hans er
Jensína Guðmundsdóttir, f.
22.2. 1957, frá Magnússkógum í
Dalabyggð. Dóttir hjónana Guð-
mundar Halldórssonar, f. 16.8.
1905, d. 4.5. 1993, og Ólafar
Jónasdóttur, f. 16.7. 1921, d.
19.8. 2006.
Andrés og Jensína eiga sam-
an tvö börn. Atli, f. 27.11. 1981,
maki Marta Joy Hermannsdótt-
Addi mágur minn er fallinn
frá. Jensína systir mín fann hann
á Hellissandi fyrir 42 árum. Þá
var hann ekkjumaður og átti 5
börn. Aldursmunurinn var 19 ár
og þótti mér hann mikill. Ekki
spurði litla systir mín mig neinna
ráða um val á mannsefni enda
ákveðin kona sem vissi hvað hún
vildi.
Addi var harðduglegur maður
með mikla seiglu. Hann glímdi
við hjartveiki í áratugi en lét það
ekki aftra sér í erfiðisvinnu eða
tómstundum. Aldrei sá ég Adda
skipta skapi, brosið var einlægt
og hlýtt. Áhugamál þeirra hjóna
voru mörg. Þau áttu hesta og
kindur allt fram á síðasta ár. Þau
höfðu gaman af ferðalögum bæði
erlendis og innanlands, þar sem
veiðigræjurnar voru alltaf með í
för. Við hittumst oft á æskuheim-
ili okkar systra í Magnússkógum
og var þá stundum farið í vötnin á
Ljárskógafjalli að veiða silung.
Eftir eina slíka ferð kenndi Addi
mér að flaka fisk. Honum leist
ekkert á aðfarir mínar við verkið.
Á því hafði hann örugg og góð tök
og bý ég að þeirri kennslustund
enn í dag.
Addi varð fyrir mörgum áföll-
um á lífsins leið en samleið hans
með systur minni varð þeim báð-
um til mikillar gæfu.
Ég kveð mág minn með trega í
hjarta og votta Jensínu, börnum
hans og öllum afkomendum sam-
úð mína.
Ingibjörg S. Guðmundsdóttir.
Í dag er jarðsunginn frá Ingj-
aldshólskirkju Andrés Jónsson.
Það má með sanni segja að Andr-
és Jónsson sé samofinn sögu
Hraðfrystihúss Hellissands þar
sem frystihúsið var stofnað um
svipað leyti og Andrés fæddist.
Hann starfaði mestan sinn aldur
hjá hraðfrystihúsinu, að undan-
skildum nokkrum árum á sjó.
Hann gegndi mörgum störfum í
þágu fyrirtækisins, lengst af var
hann vélgæslumaður, verkstjóri
og einnig keyrði hann vörubíl
fyrirtækisins, hann sá um að
landa úr bátunum okkar og var
einnig á lyftara fyrirtækisins.
Reynsla mín af honum var afar
góð, hann var húsbóndahollur og
var alveg sama hvað hann var
beðinn um, hann gekk til allra
starfa strax, enda var leti ekki til
í hans orðabók.
Það var mikið áfall fyrir Andr-
és þegar hann missti fyrri konu
sína Dídí rétt rúmlega fertuga frá
fimm börnum. Um 1980 var ver-
tíð í fullum gangi, mikið um að
vera og aflabrögð góð. Þá hringdi
ég í Andrés og sagði honum að nú
væri ekki gott, miðstöðvarlögnin
í verbúðinni á Bárðarásnum væri
biluð og kalt væri í húsinu, hvort
hann gæti ekki komið og lagað
þetta fyrir mig. Öll herbergin
voru full af vertíðarfólki, meðal
íbúa voru tvær blómarósir úr
Dölum, önnur þeirra var Jensína
Guðmundsdóttir frá Magnúsar-
skógum sem var mjög ákveðin að
láta laga hitann strax. Andrés
kom við annan mann og byrjuðu
þeir að brjóta upp gólfin, þetta
tók nokkra daga, en Jensínu varð
ekki kalt. Upp frá þessari heim-
sókn í Bárðarásinn náði hann í
Jensínu og bjó með henni þangað
til yfir lauk.
Andrés var mjög passasamur
með það sem honum var treyst
fyrir. Síðustu árin sá hann um
gömlu húsin á Sandi. Það kom
fyrir að ég fyndi ekki lyklana
mína að gömlu húsunum, ég kom
þá til hans og bað um lyklana;
ekki að ræða það að ég fengi þá,
hann bæri ábyrgð á öllu draslinu
sem var þar inni.
Hann hafði gaman af rollu-
stússi og var með rollur alveg
undir það síðasta. Oft á tíðum,
þegar annirnar voru miklar, var
hver tími nýttur til að sinna roll-
unum, kom hann beint úr fjár-
húsunum niður í salthús og mátti
rekja slóðann eftir hann.
Nú á haustdögum var ég í
göngutúr, þá kom ég við hjá hon-
um. Karlinn var orðin fótafúinn
og slæmur fyrir hjarta, en haus-
inn í lagi. Þá sagði hann við mig
„ég get enn rifið kjaft“ og ef hon-
um mislíkaði eitthvað við mínar
gjörðir fékk ég að heyra það um-
búðalaust.
Að lokum vil ég þakka Andrési
fyrir vel unnin störf og tryggð við
fyrirtækið síðastliðin 70 ár og
votta ég Jensínu og fjölskyldu
dýpstu samúð.
Hvíl í friði kæri vinur.
Ólafur Rögnvaldsson.
Andrés Pétur
Jónsson
Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is
VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN
Útfararþjónusta
í yfir 70 ár
HJARTAVERND
Minningarkort
535 1800
www.hjarta.is
Sálm. 6.3
biblian.is
Líkna mér, Drottinn,
því að ég er
magnþrota,
lækna mig, Drottinn,
því að bein mín
tærast af ótta.
Minningarkort á
hjartaheill.is
eða í síma 552 5744
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð
vegna andláts og útfarar okkar ástkæru
ÞORGERÐAR MARÍU GÍSLADÓTTUR
íþróttakennara.
Starfsfólki Báruhrauns þökkum við hlýlega
umönnun. Einstakar þakkir fær
Fimleikafélagið Björk fyrir alla vinsemd og virðingu.
Fyrir hönd aðstandenda,
Sigríður Jónsdóttir
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug við andlát og útför elsku mannsins
míns, pabba okkar, tengdapabba og afa,
JÓHANNS GUNNARS
JÓHANNESSONAR,
Herjólfsgötu 38.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki
taugalækningadeildar Landspítala (B2) fyrir hlýhug
og einstaka umönnun.
Sóley Guðrún Sveinsdóttir
Jóhannes R. Jóhannsson Vilborg Ólöf Sigurðardóttir
Sveinn Líndal Jóhannsson Þórhildur Rún Guðjónsdóttir
Alda Hrönn Jóhannsdóttir Gestur K. Pálmason
Bára Hildur Jóhannsdóttir Arnar Ægisson
og barnabörn
Innilegar þakkir til allra þeirra sem
auðsýndu okkur samúð og hlýhug við
andlát og útför ástkærs eiginmanns míns,
föður okkar, tengdaföður og afa,
BJÖRNS STEINDÓRS
HARALDSSONAR,
löggilts endurskoðanda,
frá Húsavík.
Margrét Auður Pálsdóttir
Haraldur Orri Björnsson Sigríður Ósk Benediktsdóttir
Helga Bryndís Björnsdóttir Henrý Örn Magnússon
Björn Steindór, Benedikt Arnar, Steinþór Örn, María Birta,
Hafsteinn Björn og Sylvía Lind
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við fráfall og útför okkar
ástkæra eiginmanns, föður, tengdaföður
og afa,
ÁSGEIRS RAFNSSONAR
húsasmíðameistara
frá Grenihlíð 3,
Varmalandi í Borgarfirði.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Hjúkrunar- og dvalarheimilisins
Brákarhlíðar í Borgarnesi fyrir einstaka hlýju, alúð og góða
umönnun á erfiðum tíma. Eins færum við lögreglumönnunum
sem heiðruðu minningu hins látna með nærveru sinni í fullum
skrúða, sem og björgunarsveitarmeðlimum, okkar innilegustu
þakkir. Þetta framtak hlýjaði.
Rebekka Guðnadóttir
Guðni Rafn Ásgeirsson Freyja Guðjónsdóttir
Jóhanna Ásgeirsdóttir Ásgeir H. Reykfjörð Gylfason
Ásgeir Yngvi Ásgeirsson Linda Rún Pétursdóttir
Davíð Ásgeirsson Íris Gunnarsdóttir
og barnabörn
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
EGGERT JÓN JÓNSSON,
Gullsmára 8, Kópavogi,
lést á Landspítalanum miðvikudaginn
5. janúar. Útförin fer fram frá Kópavogs-
kirkju þriðjudaginn 18. janúar klukkan 13.
Streymi verður frá athöfninni á hlekknum streyma.is.
Laufey Guðbjartsdóttir
Kristín Ágústsdóttir Brad Egan
Magnús Einarsson Denise Einarsson
Magnús G. Eggertsson K. Sunna Reynisdóttir
Guðrún S. Eggertsdóttir
Ómar I. Eggertsson Íris E. Thompson
Helga Ó. Eggertsdóttir Pétur Þ. Hafþórsson
barnabörn og barnabarnabörn