Morgunblaðið - 15.01.2022, Qupperneq 34
34 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. JANÚAR 2022
Hefurðu áhuga á nýsköpun?
Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) leita að öflugum aðila til að
vinna að nýsköpunarmálum í landshlutanum.
Helstu verkefni eru aðstoð við gerð rekstrar- og markaðsáætlana, gerð
styrkja- og lánaumsókna, aðstoð við fjármögnun og stofnun fyrirtækja, miðlun
upplýsinga um nýsköpun, skipulagning viðburða, umsjón samstarfsverkefna
o.s.frv. Sérstök áhersla verður lögð á stuðning við nýsköpunarfyrirtæki á
Norðurlandi vestra, eflingu þeirra og fjölgun.
Háskólamenntun sem nýtist í starfi.
Haldbær þekking/reynsla af rekstri/verkefnastjórnun.
Reynsla af áætlanagerð.
Áhugi á nýsköpun. Þekking á styrkja- og nýsköpunarumhverfinu er
kostur.
Reynsla af störfum sem kalla á tengslamyndun er æskileg.
Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum, frumkvæði og
sjálfstæði í vinnubrögðum.
Góð almenn tölvukunnátta auk þekkingar á helstu stafrænum
miðlunarleiðum, svo sem í gegnum heimasíður og samfélagsmiðla.
Framúrskarandi hæfni til að tjá sig í ræðu og riti er nauðsyn.
Menntunar og hæfniskröfur:
Tekið er á móti umsóknum á ráðningarvefnum alfred.is - Umsóknarfrestur er til 30. janúar 2022
Starfssvæði SSNV nær yfir 7
sveitarfélög frá Hrútafirði í
vestri yfir í Skagafjörð í austri.
Hjá samtökunum starfa 7
starfsmenn. Samtökin vinna
að framkvæmd
Sóknaráætlunar Norðurlands
vestra, atvinnuþróun og
öðrum verkefnum fyrir
sveitarfélögin. Á Norðurlandi
vestra búa um 7400 manns í
fjölskylduvænum samfélögum
í nálægð við stórbrotna
náttúru. Tómstundastarf er
fjölbreytt og menningarlíf
gróskumikið.
Við viljum endilega fá nýjan
starfsmann til starfa sem
fyrst. Gert er ráð fyrir að
hann sé staðsettur á einni
af fjórum starfsstöðvum
SSNV, á Hvammstanga,
Blönduósi, Skagaströnd eða
Sauðárkróki.
Málari/umsjónarmaður
fasteigna
Helstu verkefni:
• Málun íbúða félagsins, bæði heilmálun og viðgerðir
• Eftirlit með íbúðum og fasteignum
• Samskipti við leigutaka og úttektir íbúða við skil
• þrif og frágangur íbúða til afhendingar fyrir nýja
leigjendur
Kröfur:
• Menntun og reynsla á sviði húsamálunar
• Jákvætt hugarfar og góðir samskiptahæfileikar
• Rík þjónustulund
• Haldgóð íslenskukunnátta
• Hreint sakavottorð
• Ökuréttindi
Byggingafélag námsmanna á og leigir út til námsmanna
um 600 íbúðir á höfuðborgarsvæðinu. Félagið er með
um 100 íbúðir í byggingu og áformar að byggja um 150
íbúðir til viðbótar á næstu 5 árum. Ennfremur sér félagið
um rekstur stúdentagarða Háskólans í Reykjavík þar sem
eru yfir 250 íbúðir.
Störfin henta bæði konum og körlum og eru bæði kyn
hvött til að sækja um.
Nú !##u"
þú það sem
þú $ei%a" að
á FINNA.is
IÐNAÐARMENN
VERSLANIR
VEITINGAR
VERKSTÆÐI
BÓKHALDSÞJÓNUSTA
OG FLEIRA
Intellecta ehf. Síðumúla 5 108 Reykjavík 511 1225 intellecta.is
Árangur fyrirtækja ræðst af þekkingu, getu og reynslu
starfsmanna. Hver einstök ráðning er mikilvæg fjárfesting
og er hagur bæði fyrirtækis og viðkomandi einstaklings
að vel takist til.
Sérfræðingur óskast í stafvæðingu og endurgerð
kvikmynda á Kvikmyndasafni Íslands.
Kvikmyndasafn Íslands auglýsir laust til umsóknar starf
sérfræðings á Kvikmyndasafni Íslands. Starfið felst í
stafvæðingu og endurgerð kvikmynda af hinum ýmsu
miðlunarformum. Sérfræðingurinn skal hafa víðtæka
sérþekkingu á sínu sviði og tekur jafnframt þátt í
stefnumótun stafvæðingar í samræmi við stafvæðing-
aráætlun safnsins. Sérfræðingur aðstoðar við val og
miðlun stafræns efnis á vef safnsins.
Hæfnikröfur
• Háskólagráða BA, BS að lágmarki á sviði kvikmynda-
vinnslu eða kvikmyndagerðar sem nýtist í starfi.
• Þekking af vinnslu kvikmynda og meðhöndlun
upplýsinga á hliðrænu og stafrænu formi.
• Gott skynbragð á helstu vinnsluforrit kvikmynda og
almennt góð tölvuþekking.
• Áhugi og þekking á sögu kvikmyndagerðar.
• Framúrskarandi samskiptahæfni og lausnamiðuð
hugsun.
• Metnaður til að ná árangri í starfi með því að sýna
nákvæm og vöndum vinnubrögð, lausnamiðaða hugsun
og þjónustulund.
Kvikmyndasafn Íslands er ríkisstofnun sem heyrir undir
Mennta- og menningarmálaráðuneytið. Safnið starfar skv.
Kvikmyndalögum nr. 137/2001. Hlutverk safnsins er að
safna, skrásetja og varðveita íslenskar kvikmyndir, standa
fyrir sýningum á kvikmyndalist, sjá um viðhald á myndum
og skapa aðstæður til rannsókna. Safnið varðveitir
skilaskylt efni samkvæmt lögum um skylduskil til safna
nr. 20/2002.
Frekari upplýsingar um starfið
Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi viðkomandi
stéttarfélags um ríkið.
Umsóknum ásamt ferilskrá má skila á netfangið
kvsi@kvsi.is. Öllum umsóknum verður svarað.
Umsóknir um starfið gilda í 6 mánuði
Starfshlutfall er 100%
Ráðning er frá 1. mars 2022 eða skv. samkomulagi.
Umsóknarfrestur er til og með 28.01.2022
Nánari upplýsingar veitir
Þóra Ingólfsdóttir – thora@kvikmyndasafn.is
Sérfræðingur í stafvæðingu og endurgerð
kvikmynda á Kvikmyndasafni Íslands