Morgunblaðið - 15.01.2022, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 15.01.2022, Qupperneq 39
er oftast gott veður, en stundum bærist aðeins hár á höfði og hef ég kallað mig blíðviðrisbónda. Ég hef kynnst því að skógræktin er ekki spretthlaup heldur langhlaup sem gefur mikla gleði.“ Fjölskylda Sambýliskona Sævars er Svan- hildur Edda Thorstensen, f. 23.8. 1951, hjúkrunarfræðingur. Þau búa í Kópavogi. Foreldrar Svanhildar voru hjónin Vilmar Thorstensen, f. 26.9. 1913, d. 25.5. 1992, verkamaður, og Hulda Svanlaugsdóttir, f. 12.10. 1914, d. 12.5. 2011, hjúkrunarfræð- ingur. Þau bjuggu í Reykjavík. Fyrr- verandi kona Sævars er Hafdís Björnsdóttir, ættuð úr Þykkvabæ í Rangárvallasýslu, f. 26.11. 1949, ljós- móðir. Synir Sævars og Hafdísar eru 1) Geir, f. 17.1. 1974, forstjóri í Reykja- nesbæ. Maki: Jing Qin, f. 27.6. 1976, framkvæmdastjóri; 2) dr. Styrmir, f. 20.4. 1976, sálfræðingur í Þýska- landi. Maki: Aurélie Kley, f. 13.4. 1982, kennari; 3) Hafliði, f. 20.4. 1980, hagfræðingur í Reykjavík. Maki: M. Beatriz Garcia Martinez, f. 14.5. 1982, samskiptastjóri og þjálf- ari; 4) Atli, f. 8.3. 1985, viðskipta- fræðingur í Reykjavík. Maki: Svein- borg Hafliðadóttir, f. 17.4. 1986, mannauðsstjóri. Barnabörnin eru níu. Systkini Sævars eru Gylfi Sig- urður Geirsson, f. 8.4. 1953, bifvéla- vikjameistari, búsettur í Kópavogi; Jóhanna Geirsdóttir, f. 28.2. 1956, bókari, búsett í Kópavogi, og Ingi- björg Geirsdóttir, f. 22.12. 1958, for- stjóri, búsett í Bláskógabyggð. Foreldrar Sævars voru hjónin Geir Runólfsson, f. 2.10. 1926, d. 2.8. 2014, útibússtjóri Landsbanka Ís- lands, síðast búsettur í Gnípuheiði í Kópavogi, og Guðrún Sigurðardóttir, f. 27.11. 1927, d. 9.6. 1976, húsfreyja í Reykjavík. í Sævar Geirsson Ásgeir Jónsson bóndi á Eiði í Hestfirði í Ísafjarðardjúpi Sigríður Kristín Jónsdóttir húsfreyja á Eiði Ingibjörg Ásgeirsdóttir bústýra í Rekavík bak Höfn Sigurður Hjálmarsson skipstjóri í Rekavík bak Höfn á Hornströndum Guðrún Hjálmfríður Sigurðardóttir húsmóðir í Reykjavík Guðrún Ebenesardóttir húsfreyja í Rekavík bak Höfn Hjálmar Jóhannesson skipstjóri í Rekavík bak Höfn GuðrúnÞorsteinsdóttir húsfreyja í Neðra-Hreppi Jón Jónsson bóndi í Neðra-Hreppi í Skorradal Elka Jónsdóttir ljósmóðir og fjárfestir í Reykjavík Runólfur Jónsson sjómaður í Reykjavík Margrét Runólfsdóttir húsfreyja í Reykjavík Jón Þorsteinsson sjómaður í Reykjavík Ætt Sævars Geirssonar Geir Runólfsson bankamaður í Reykjavík DÆGRADVÖL 39 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. JANÚAR 2022 STOFNAÐ 1953 Við hreinsum sparifötin Háaleitisbraut 58–60 • 108 Reykjavík • Sími: 553 1380 „HAFIÐ Í HUGA AÐ ÞAÐ SELST „Í ÞVÍ ÁSTANDI SEM ÞAÐ ER“ EN EKKI „Í ÞVÍ ÁSTANDI SEM ÞIÐ VILDUÐ ÓSKA AÐ ÞAÐ VÆRI“.“ „ÞÚ HLÝTUR AÐ VERA NÝI LÖGREGLUSTJÓRINN.“ Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að hugsa vel um mömmu sína. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann GRETTIR, HVAÐ LANGAR ÞIG Í Í AFMÆLISGJÖF? HUGSAÐU STÓRT! AURAR ERU EKKI VANDAMÁL! KLÓRI KLÓRI KLÓRI KLÓR ÞAÐ ER BARA EINN KLEINU- HRINGUR EFTIR! EIGUM VIÐ AÐ KASTA UPP UM HANN? TIL SÖLU Gátan er sem endranær eftir Guðmund Arnfinnsson: Kátur mjög er karlinn sá. Kvað hann bragi snjalla. Krásum lumar einatt á. Aldurhniginn valla. „Hér kemur lausnin eftir smá heilabrot,“ segir Helgi R. Ein- arsson. Jólasveinn um sveitir fer. Sveinn Víkingur orti. Matsveinninn í eldhúsi’ er og yngissveinn í sporti. Sjálfur skýrir Guðmundur gát- una svona: Jólasveinn er kátur kall. Kvað Sveinn Elivoga snjall. Matsveinn eldar ýmsa krás. Ungur sveinn er Níkulás. Þá er limra: Níels á Neðri-Rangá nótt eina gisti á Langá, hann illa sá og sængaði hjá Sveindísi gömlu af vangá. Síðan er ný gáta eftir Guðmund: Árla morguns mengið káta mun víst komið flest á stjá. Hér er létt og lítil gáta laugardegi þessum á: Líkamspartar kvenna og kalla. Köllum þessi fól ódó. Styrkja þau og styðja alla. Stundum líka fást úr sjó. Lausn Helga fylgdu þessar limr- ur til umhugsunar: Náungakærleikur Ef maður þekkir mann sem margt getur og kann sjálfsagt er sýnist mér í neyð að nýta hann. En ef hann ekkert kann, ég á við sama mann, sérhver sér þá sjálfsagt er að hunsa alveg hann. Nú í svartasta skammdeginu finnst mér við hæfi að rifja upp Kristján Fjallaskáld. Fyrst er Haust: Fölnar rós og bliknar blað á birkigreinum; húmar eins og haustar að í hjartans leynum. Myrkur Myrkur hylur marar-ál, myrk sig skýin hringa; myrkur er í minni sál myrkra hugrenninga. Kveðið á Sandi Yfir kaldan eyðisand einn um nótt ég sveima; nú er horfið Norðurland, nú á ég hvergi heima. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Veit ég það Sveinki

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.