Morgunblaðið - 15.01.2022, Page 41
ÍÞRÓTTIR 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. JANÚAR 2022
Einhverra hluta vegna voru
Hollendingar afskaplega lítið
nefndir til sögunnar áður en Evr-
ópukeppnin í handbolta fór af
stað í fyrradag.
Flestir reiknuðu með því að
þeir myndu lítið skipta sér af
baráttu Íslands, Ungverjalands
og Portúgals um tvö sæti í milli-
riðlinum.
Enda hafa Hollendingar aldrei
gert vart við sig á stórmótum og
voru í fyrsta skipti á EM fyrir
tveimur árum.
En það snarbreyttist í fyrra-
kvöld þegar lærisveinar Eyja-
mannsins yfirvegaða Erlings
Richardssonar skelltu heima-
mönnum í fyrsta leik.
Eftir glæsilegan sigur á
Portúgal í gærkvöld er íslenska
liðið vissulega sigurstranglegt
fyrir viðureigina gegn Hollandi
annað kvöld.
Það er ómögulegt að átta sig á
því hvort Hollendingar séu orðnir
eins góðir og úrslitin gegn Ung-
verjum gefa til kynna eða hvort
þetta var bara þeirra besti dagur
á meðan þeir ungversku fóru á
taugum á heimavelli.
En eftir fyrstu umferðina í
riðlinum eru þau tvö lið sem voru
fyrir ofan samkvæmt styrkleika-
lista stigalaus í tveimur neðri
sætunum.
Það örugga varðandi leikinn
gegn Hollandi er að Guðmundur
Guðmundsson vanmetur ekki
Erling og hans menn. Gummi
vinnur alltaf sína heimavinnu og
er varkár að eðlisfari. Og er van-
ur að benda okkur fréttamönn-
um á þegar „auðveldir“ mótherj-
ar eru á næstu grösum að um
mjög góða og erfiða andstæð-
inga sé að ræða. Eftir sigur Hol-
lands á Ungverjalandi trúi ég því
ekki að neinn af lærisveinum
Guðmundar geri sig sekan um
hið minnsta vanmat annað kvöld.
BAKVÖRÐUR
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
EM 2022
Kristján Jónsson
Víðir Sigurðsson
Undanfarnar vikur og mánuði hefur
verið rætt um og ritað með sívaxandi
þunga að leikur Íslands og Portú-
gals í fyrstu umferð riðlakeppni
Evrópumótsins í Búdapest myndi
nánast ráða úrslitum fyrir íslenska
liðið í riðlinum.
Ísland vann sannfærandi sigur,
28:24, sem var í raun aldrei í teljandi
hættu eftir að liðið náði að komast í
14:10 undir lok fyrri hálfleiksins. Í
raun var það vel gert hjá Portúgöl-
um að ná að lágmarka tapið við fjög-
ur mörk eins og leikurinn þróaðist á
lokakafla leiksins þegar Ísland hefði
getað bætt við sex marka forskot
sem af og til var komið á markatöfl-
una þegar leið á leikinn.
Góður leikur í vörn og sókn gefur
vissulega fyrirheit um að nú eigi Ís-
land alla möguleika á að komast
áfram og í milliriðil. Jöfn og þétt
frammistaða liðsheildar, þar sem
Gísli Þorgeir Kristjánsson og Sig-
valdi Björn Guðjónsson voru einna
fremstir meðal jafningja og þeir
Aron Pálmarsson og Ómar Ingi
Magnússon afar drjúgir, lofar góðu
fyrir framhaldið.
Að byrja Evrópumótið á þennan
hátt er sannarlega glæsilegt og ljóst
að miðað við þennan leik stóðust
Guðmundur Guðmundsson og hans
menn þær sívaxandi væntingar sem
til þeirra hafa verið gerðar á loka-
sprettinum fyrir mótið.
En þetta eru samt „bara“ tvö stig
og sigur Hollendinga á Ungverjum í
fyrrakvöld sýnir að íslenska liðið á
fyrir höndum tvo úrslitaleiki í viðbót
um að komast áfram úr riðlinum.
Sem er bókstaflega galopinn eftir
þessa fyrstu umferð. Eins og staðan
er núna virðast allir geta unnið alla
og það eru mikil slagsmál fram und-
an um stigin í þeim fjórum leikjum
sem eftir eru í B-riðli annað kvöld og
á þriðjudagskvöldið. Hvert einasta
mark gæti þar ráðið úrslitum ef liðin
taka upp á því að vinna hvert annað
á víxl.
Þurfti mikla þolinmæði
Íslensku leikmennirnir þurftu að
halda einbeitingu í vörninni í Búda-
pest í gærkvöld. Portúgalar tóku sér
góðan tíma í sóknarloturnar og biðu
eftir því að geta komið boltanum inn
á líkamlega sterka línumennina.
Vörnin kallaði því á þolinmæðis-
vinnu. Þolinmæðin var fyrir hendi og
Portúgal tapaði boltanum átta sinn-
um í fyrri hálfleik án þess að ljúka
sóknum með skoti á markið. Björg-
vin Páll Gústavsson var aðeins með
skráð þrjú varin skot í fyrri hálfleik
þrátt fyrir að hann fengi ekki nema
tíu mörk á sig.
Svo virtist sem baráttuandinn
væri lítill hjá leikmönnum Portúgals
í síðari hálfleik. Eftir að Ísland náði
fjögurra marka forskoti, sem svo
varð að sex marka forskoti í upphafi
síðari hálfleiks, var sem Portúgalar
hefðu ekki trú á að þeir gætu unnið.
Forföllin í þeirra liði spila þar sjálf-
sagt inn í.
En Evrópumótið fer af stað á
besta mögulega hátt. Nú er næsta
mál á dagskrá að fylgja fyrirheit-
unum eftir.
Stóðust væntingar og
vel það í fyrsta leik
- Sannfærandi byrjun Íslands á Evrópumótinu í Búdapest og sigur á Portúgal
Ljósmynd/Szilvia Micheller
Snöggur Gísli Þorgeir Kristjánsson fór oft illa með portúgölsku vörnina í Búdapest í gærkvöld og hér stingur hann
sér fram hjá Gilberto Duarte og skorar eitt fjögurra marka sinna í leiknum.
MVM Dome, Búdapest, EM karla, B-
riðill, 14. janúar 2022.
Gangur leiksins: 1:0, 4:3, 6:7, 7:8,
8:10, 10:14, 12:16, 15:20, 17:23,
19:23, 21:27, 24:28.
Mörk Portúgals: Rui Silva 4, Victor
Iturriza 4, António Areia 3, Fábio Ma-
galhaes 3, Leonel Fernandes 3, Da-
ymaro Salina 2, Diogo Branquinho 2,
Alexandre Cavalcanti 1, Miguel Alves
1, Salvador Salvador 1.
Varin skot: Gustavo Capdeville 9,
Manuel Gaspar 1.
PORTÚGAL – ÍSLAND 24:28
Utan vallar: 8 mínútur.
Mörk Íslands: Sigvaldi Björn Guð-
jónsson 5, Bjarki Már Elísson 4, Gísli
Þorgeir Kristjánsson 4, Aron Pálm-
arsson 4, Ómar Ingi Magnússon 3/1,
Ýmir Örn Gíslason 2, Viggó Krist-
jánsson 2, Elvar Örn Jónsson 2, Ólaf-
ur Guðmundsson 2.
Varin skot: Viktor Gísli Hallgrímsson
3, Björgvin Páll Gústavsson 3.
Utan vallar: 8 mínútur.
Áhorfendur: 6.025.
Í BÚDAPEST
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Landsliðsfyrirliðinn Aron Pálmars-
son sagði góða tilfinningu fylgja því
að ná í tvö stig í fyrsta leik á EM í
handknattleik eftir að hafa beðið
lengi eftir að spila.
„Jú einmitt. Maður iðaði í skinn-
inu að fá að byrja eftir að hafa
horft á fyrstu leikina í keppninni í
gær. Ég er einnig ánægður með
hvernig við unnum leikinn. Þetta
var liðsheild og við fengum framlag
frá mörgum leikmönnum. Ég held
að við höfum gert nokkurn veginn
það sem við áttum að gera,“ sagði
Aron þegar Morgunblaðið náði tali
af honum í MVM Dome í Búdapest.
Aron segir að þótt nokkuð marg-
ir íslensku leikmannanna séu á
aldrinum 22-25 ára þá segi það
ekki allt því þeir hafi öðlast reynslu
með landsliðinu og sterkum fé-
lagsliðum.
„Við höfum verið með nánast
svipað lið í þrjú til fjögur ár. Þessir
yngri leikmenn í þessu liði eru eng-
ir kjúklingar lengur. Þetta eru
menn í toppliðum í Evrópu. Þeir
hafa spilað þar í ágætan tíma og
eru að ná árangri. Þótt þeir séu
ungir þá þurfum við einnig að horfa
á reynsluna hjá þessum gæjum og
hvað þeir geta. Þeir eru hrikalega
góðir en við megum heldur ekki
fara fram úr okkur.
Engin flugeldasýning
Þetta var engin flugeldasýning
hjá okkur en mér fannst við gera
flestallt rétt, fyrir utan að hraða-
upphlaupin vantaði. Við vorum ekki
í veseni í vörninni, hvorki sex á
móti sex né sjö á móti sex. Í sókn-
inni fannst mér við vera agaðir og
flottir og komum okkur í góð færi,“
sagði Aron Pálmarsson, sem skor-
aði fjögur mörk og var traustur í
vörn og sókn.
_ Fleiri viðtöl er að finna á EM-
vefnum, mbl.is/sport/em_handbolta.
Ljósmynd/Szilvia Micheller
Fimm Sigvaldi Björn Guðjónsson var markahæstur í íslenska liðinu og var
valinn maður leiksins í leikslok. Hér skorar hann eitt markanna.
Engir kjúklingar lengur
- Aron segir að íslensku leikmennirnir megi ekki fara fram úr sér
HANDKNATTLEIKUR
Úrvalsdeild kvenna, Olísdeildin:
TM-höllin: Stjarnan – ÍBV .................... L14
Ásvellir: Haukar – Valur........................ L16
1. deild kvenna, Grill 66-deildin:
Víkin: Víkingur – ÍBV ....................... L16.30
TM-höllin: Stjarnan U – FH.................. S14
Origo-höllin: Valur U – Grótta.......... S17.30
Sethöllin: Selfoss – Fjölnir/Fylkir.... S17.30
1. deild karla, Grill 66-deildin:
Ísafjörður: Hörður – Vængir J......... L17.30
Digranes: Kórdrengir – Afture.U......... L18
UM HELGINA!