Morgunblaðið - 15.01.2022, Qupperneq 43
TÓNLIST
Arnar Eggert Thoroddsen
arnareggert@arnareggert.is
Íslenskt hipphopp þrífst alla
jafna vel í dag og meg-
instraumsrapparar starfa ár-
ið um kring. Tónlistin er alls ekki
jafn viðkvæm fyrir duttlungum
tískunnar og áður en þegar fyrstu
íslensku rappbylgjunni lauk ca.
2003 tók við sæmilegasta þurr-
katíð árin á eftir. Nöfn og nöfn en
engin heildstæð sena. Hipphoppið
er hins vegar orðið það stórt á
heimsvísu að ekki er hægt að tala
lengur um senu sem er hverf-
ulleika undirorpin. Líkt og er-
lendis er hipphoppheimurinn
óhagganlegur
þó að vissu-
lega sé hægt
að greina
nokkrar og
ólíkar senur
innan hans.
Og þegar
maður horfir
yfir íslenska sviðið sjáum við
popprappara, gáfnarappara,
„Soundcloud“-rappara og svo
framvegis. Tveir af helstu
neðanjarðarröppurunum okkar
gáfu þannig út nýtt efni fyrir
stuttu og ég ætla að gera það að
sérstöku umtalsefni hér.
Fyrst ber að nefna nýja plötu
frá Countess Malaise, Maldita.
Eftir að hafa komið frá sér stök-
um lögum lengi vel í gegnum
Soundcloud og álíka efnisveitur
gaf hún út breiðskífu í fullri lengd
haustið 2019. Stemningin á þeirri
plötu er myrk, erfið, grimm og út-
gangspunkturinn í senn hetju-
legur og afdráttarlaus. Textar um
geðveilu, kynjausla, ofbeldi og
femínisma. Valdeflandi verk á
marga vegu og það vel heppnað
að platan var tilnefnd til Norrænu
tónlistarverðlaunanna árið eftir
(by:Larm).
Nýja platan, Maldita, kom út
síðasta haust og þar er höggvið í
svipaðan knérunn. Hart og hrátt
yfirbragð, kraftur og ástríða en
líka mýkt og fegurð, sjá hið dá-
yndislega „Anticipation pt. 2“ og
líka „All by myself“ þar sem
Countess gengur ansi nærri sér
og setur hlutina skammlaust upp
á borðið. Víst að greifynjan lætur
ekki setja sig í einfalt box og fjöl-
breytt flæðið er styrkur.
Upptökustjórnandi Maldita er
Lord Pusswhip en hann læddi og
út frá sér nýju efni á dögunum.
Pusswhip hefur lengi verið virkur
í neðanjarðarsenunni og gefur
reglubundið út efni. Þessi plata,
Lord Pusswhip Is Rich, kom út
síðasta nóvember en hefur verið í
vinnslu síðan árið 2015. Platan er
lokahluti af þríleik sem byrjaði
með fyrstu plötu hans, Lord
Pusswhip is Wack, árið 2015 og
var fylgt eftir með safnplötunni
Lord Pusswhip is Dead árið 2017.
Platan var
samin á
ferðalögum
Pusswhips í
gegnum Evr-
ópu og
Bandaríkin á
seinustu ár-
um – nánar tiltekið í Reykjavík,
Berlín, Lundúnum, Amsterdam,
Los Angeles og New York. Ekki
amalegt að hafa haft færi á að
dýfa sér í svona sköpunarglöð
svæði enda bera útgáfurnar og
samstarfsmenn því vitni, al-
þjóðlegt samstarf rennur í gegn-
um verkin þar sem góð netteng-
ing nægir oft til að búa til
einhverja snilld í sameiningu.
Meðal gesta á plötunni eru Ís-
landsvinurinn Left Brain sem
gerði garðinn frægan með hljóm-
sveitinni Odd Future, rapparinn
Trippjones frá New York, söng-
konan Avice Caro frá Lundúnum
og tónlistarmaðurinn Dviance frá
Frakklandi.
Platan fer líka efnislega yfir
víðan völl – allt frá rappi og dans-
tónlist yfir í hávaða og sveimtón-
list. Þægilegar, ósungnar stemm-
ur þar sem vírað andrúmsloftið
gefur eiginlega aldrei neitt öryggi
til kynna, maður veit aldrei hvert
farið verður með mann næst
hljóðrænt séð. Er það vel.
Platan er fyrsta útgáfan í
nýrri plötuútgáfu Lord Pusswhip
sem ber heitið Heavy Knife
Records og „mun leggja áherslu á
framúrskarandi íslenska tónlist“,
eins og segir í tilkynningu.
Snúið, skælt og skrítið
Greifynjan Countess Malaise lætur ekki setja sig í einfalt box. Ljósmynd/Anna Maggý
»
Víst að greifynjan
lætur ekki setja sig í
einfalt box og fjölbreytt
flæðið er styrkur
Countess Malaise og
Lord Pusswhip gáfu út
plötur í fyrra en bæði
hafa verið áberandi í
íslensku neðanjarðar-
rappi.
Þríleikur Nýjasta plata
Lord Pusswhip er
lokahluti þríleiks.
MENNING 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. JANÚAR 2022
Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is
TRYGGÐU ÞÉR
MIÐA INNÁ
95%
BESTA SPIDER-MAN MYNDIN TIL ÞESSA !
SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI
EIN ALLRA BESTA MYND STEVEN SPIELBERG
OBSERVER
THE GUARDIAN
93%
NÝÁRSMYNDIN 2022
RALPH FIENNES GEMMA ARTERTON RHYS IFANS
HARRIS DICKINSON DJMON HOUNSOU
TOTAL F ILM
T H E K I L L E R I S O N T H I S P O S T E R
CHICACO SUN-TIMES
TOTAL F ILM
THE WRAP
SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI