Morgunblaðið - 04.02.2022, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. FEBRÚAR 2022
Vefverslun: www.donna.is
Erum nú á Facebook: donna ehf
Sími 555 3100 www.donna.is
Honeywell keramik hitarar
Verð kr.13.940
Verð kr. 3.970
Verð kr.7.412
Fæst svartur eða hvítur
Fæst rauður eða hvítur
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Winkel Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Með hækkandi sól og frekari afléttingum á sam-
komutakmörkunum fer að færast líf í menning-
ar- og listageirann. Fyrstu tónleikar ársins hjá
Sinfóníuhljómsveit Íslands fóru fram í hádeginu
í gær, fimmtudag, í Eldborgarsal Hörpu. Hljóm-
sveitin flutti verk eftir Wagner og Mozart undir
stjórn Daníels Bjarnasonar. Næsta fimmtudag
verða haldnir aðrir hádegistónleikar þar sem
flutt verða verk Beethovens og Mozarts.
Hádegistónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands
Morgunblaðið/Eggert
Tónlistin fær loks að óma á ný í Eldborg
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
„Einfalda svarið er nei,“ segir Willum
Þór Þórsson heilbrigðisráðherra þeg-
ar hann er spurður hvort hægt sé að
una því ástandi
sem löng bið eftir
liðskiptaaðgerð-
um hefur skapað.
Fólk sem bíður
lengur en í 90
daga hefur getað
fengið að fara í að-
gerð í öðru EES-
landi á kostnað
ríkisins en ekki á
einkarekinni
skurðstofu hér vegna skorts á samn-
ingi við sérgreinalækna.
„Það þarf ýmislegt að ganga upp til
þess að við getum komið þessu í betri
farveg. Það þarf að ná samningum við
sérgreinalækna og við erum byrjuð
að vinna í því í ráðuneytinu,“ segir
Willum. Hann segir að fram þurfi að
fara samtal milli Sjúkratrygginga,
lækna og ráðuneytisins. Skoða þurfi
málin með þeim sem geta veitt þessa
þjónustu. Sjúklingar þurfi að fá hana
á réttum stað og réttum tíma.
„Kannski þurfum við að taka þetta í
einhverjum skrefum. Ná samningum
fyrst. Við erum byrjuð að vinna hér í
ráðuneytinu og svo með Sjúkratrygg-
ingum að því að setja fram samnings-
markmið. Það þarf að vera ávinning-
ur í þessu fyrir alla aðila, ekki síst
fyrir samfélagið. Að við nýtum tak-
markaða fjármuni sem best.“
Willum segir að kerfið þurfi allt að
spila saman. „Verkefnið er að hætta
að horfa á hver gerir aðgerðina held-
ur hvar skynsamlegast er að gera
hana til þess að sjúklingurinn fái
þjónustuna, sem er jafndýr fyrir sam-
félagið hver sem veitir hana,“ sagði
Willum.
Einnig þarf skilgreindur biðtími
eftir aðgerð að vera ásættanlegur og
biðlistinn gagnsær og skýr. Willum
telur að sú staða að fólk bíði í meira
en 90 daga eftir aðgerð eigi ekki að
þurfa að koma upp ef við erum með
nægilega góða samvinnu í okkar
kerfi, vitum hverjir eru á biðlista og
hvenær þeir þurfa að fara í aðgerð.
Sjúklingurinn geti þá leitað þangað
sem hann fær þjónustu á réttum
tíma.
„Þetta er verkefnið. Mér finnst
blasa við að við þurfum að hætta að
hafa þetta bitbein sem snýr að utan-
landsferðum til að fá bót sinna meina.
Við eigum fólkið sem getur gert
þetta,“ segir Willum.
Hann segir að í þessu sambandi
þurfi einnig að skoða þá þjónustu sem
heilsugæslan getur veitt. Einnig
hvernig skynsamlegast sé að ráðstafa
takmörkuðum mannauði Landspítal-
ans, sem gerir flóknustu aðgerðirnar,
með sem skilvirkustum hætti. Mik-
ilvægt sé að vera með miðlægan bið-
lista eftir aðgerðum.
„Þá eigum við að horfa á allt kerfið
óháð rekstrarformum. Aðgerðin er
alltaf jafn dýr fyrir samfélagið, sama
hvar hún er gerð,“ segir Willum.
Hann kveðst koma vel nestaður í
þessa vegferð og vísar í stjórnarsátt-
mála ríkisstjórnarinnar. Willum seg-
ist vona að fyrstu skrefin verði stigin
sem fyrst. Það sé alltaf verið að horfa
á takmarkaða fjármuni en það þurfi
að horfa á sjúklinginn fyrst.
Vill kippa málunum í liðinn
- Heilbrigðisráðherra segir ástand í liðskiptaaðgerðum óviðunandi - Undirbúningur að gerð samnings
við sérgreinalækna er hafinn - Horfa þarf fyrst á sjúklinginn í stað þess að horfa alltaf á fjármunina
Willum Þór
Þórsson
Morgunblaðið/Kristján
Gerviliður Hér hefur nýr mjaðmar-
liður verið settur í sjúkling.
„Það var æðislega gaman í gær og bingóraðirnar voru
ekki feimnar við að láta sjá sig,“ segir Sigurður Þorri
Gunnarsson, Siggi Gunnars, útvarpsmaður á K100, en
hann, ásamt Evu Ruzu, stýrði fjölskyldubingói K100 og
mbl.is í gærkvöldi. Það var í þriðja sinn á þessu ári en
bingóið fór aftur af stað í janúar eftir nokkurra mán-
aða hlé. Hér eftir verður fjölskyldubingóið haldið viku-
lega og eins og áður munu Siggi og Eva sjá um að færa
landsmönnum bingótölurnar beint heim í stofu. Fjöldi
vinninga er í boði í hvert sinn og allir sem fá BINGÓ fá
vinning.
Siggi sagði að frábær þátttaka hefði verið í bingóinu
og þau Eva væru mjög þakklát fyrir þær viðtökur sem
þau hefðu fengið.
Útsendinguna má nálgast á mbl.is og á Sjónvarpi
Símans. Þekktir íslenskir tónlistarmenn verða sér-
stakir gestir í bingóþáttunum og flytja ósvikin tónlist-
aratriði sem hægt er að dilla sér við á milli bingóraða.
Gestur gærkvöldsins var söngkonan og skemmtikraft-
urinn Þórunn Antonía.
Mikil ánægja með vikulegt bingó
- Þriðja fjölskyldubingó
ársins - Fleiri fram undan
Morgunblaði/Arnþór Birkisson
Bingó Siggi og Þórunn Antonía glöð í gærkvöldi.
Katrín Jakobs-
dóttir forsætis-
ráðherra segir
stjórnvöld vilja
vera varfærin í
afléttingu sótt-
varnaaðgerða en
kveðst vonast til
að hægt verði að
aflétta fyrr en
þegar hefur ver-
ið tilkynnt.
„Okkar lína í þessu er óbreytt.
Við viljum áfram vera varfærin og
taka stöðuna alltaf út frá nýjustu
mögulegu gögnum. Þetta er í stöð-
ugu mati,“ sagði Katrín í gær.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins er ólíklegt að afléttingar
sóttvarnatakmarkana verði kynnt-
ar í dag.
Ólíklegt að tilkynnt
verði um afléttingar
Katrín
Jakobsdóttir
Stjórn Varðar, fulltúaráðs sjálf-
stæðisfélaganna í Reykjavík, ákvað
á fundi sínum í gærkvöldi að leggja
til við fulltrúaráðið að haldið verði
prófkjör fyrir komandi borgar-
stjórnarkosningar.
Enn fremur var lagt til að það
verði haldið um miðjan mars, og að
kjörskrá verði lokað tveimur vikum
fyrr. Ákvað stjórnin að boða til full-
trúaráðsfundar í Valhöll fimmtu-
daginn 10. febrúar. Verður þessi
ákvörðun stjórnarinnar þar borin
undir fulltrúaráðið.
Sjálfstæðismenn
stefna á prófkjör