Morgunblaðið - 04.02.2022, Page 4

Morgunblaðið - 04.02.2022, Page 4
4 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. FEBRÚAR 2022 IB ehf | Fossnes A | 800 Selfoss | ib.is Nánari upplýsingar ib.is Ábyrgð og þjónusta fylgir öllum nýjum bílum frá IB Sími 4 80 80 80 25 ára reynsla INNFLUTNINGUR AF NÝJUM OG NOTUÐUM BÍLUM VERKSTÆÐI VARAHLUTIR Ragnheiður Birgisdóttir ragnheidurb@mbl.is Skólameistari Hússtjórnarskóla Reykjavíkur, Margrét Dóróthea Sig- fúsdóttir, lætur af störfum í byrjun sumars og hefur staða skólameist- ara því verið auglýst laus til um- sóknar. Margrét hefur stýrt skól- anum síðan árið 1998 og því verða viðbrigði fyrir hana að segja skilið við skólann. „Þetta er óskaplega skrýtið en það er kominn tími á að hætta að vinna. Ég verð 75 ára núna í ár,“ segir skólameistarinn. Hún segir að árin í Hússtjórnar- skólanum hafi verið skemmtileg og gefandi. „Það er líka svo gott að vakna á hverjum morgni og hlakka til að fara í vinnuna. Það er óskap- lega gaman að vera með ungu og áhugasömu fólki. Það er bara ynd- islegt. Húsið er líka svo fallegt og það er svo góður andi í því.“ Skólinn er til húsa á Sólvallagötu 12. Námið við Hússtjórnarskólann segir Margrét að geti nýst mörgum. „Þetta er ekki bara til þess að verða húsmóðir, þetta er til þess að geta séð um sjálfan sig og vera sjálfum sér nægur. Allir þurfa að borða hollan mat en hvar eiga þeir að læra það? Maður þarf líka að læra að hugsa um fötin sín. Svo lærir maður að sauma, vefa og prjóna,“ segir hún. „Ég vona að við fáum góðan skólastjóra sem er með áhugann og ákveðna sýn á þetta nám og þróun þess. Það verða náttúrulega alltaf breytingar með nýju fólki. Ég vona líka að skólinn fái pening til þess að endurnýja og laga húsið. Það er orð- ið illa farið.“ Skólinn hefur starfað óslitið frá 7. febrúar 1942 og á skólinn því 80 ára starfsafmæli á mánudag, 7. febrúar 2022. Margrét segist á þessum tímamót- um þurfa að læra að vera löt. „Mað- ur er búinn að vinna fulla vinnu síð- an 1967 og þá er skrýtið að hætta allt í einu að vinna.“ Hún lýkur störf- um 1. júní og þá er förinni heitið í sumarbústað. „Ég ætla að njóta þess að vera til. Svo hef ég gaman af því að prjóna og lesa svo núna fer mað- ur bara að gera meira af því. Mér finnst það hljóma vel.“ Þarf að læra að vera löt Morgunblaðið/Ásdís Skólameistarinn Margrét hefur stjórnað Hússtjórnarskólanum síðan 1998 en hyggst njóta lífsins í sumarbústað sínum þegar hún lætur af störfum. - Skólameistari lætur af störfum Alls voru ríflega 141 þúsund úti- standandi fasteignalán hjá heimilum landsins í september síðastliðnum, samtals 2.127 milljarðar kr., og voru rúmlega 38 þúsund þessara lána, að fjárhæð 531 milljarður kr., verð- tryggð með jöfnum greiðslum og föstum vöxtum. Heldur færri fasteignalán neyt- enda, eða um 35.501 (605 milljarðar kr.), voru á sama tíma óverðtryggð á jöfnum greiðslum en með breytileg- um vöxtum. Þessar upplýsingar koma fram í svari fjármála- og efnahagsráðherra á Alþingi við fyrirspurn Ásthildar Lóu Þórsdóttur, þingmanns Flokks fólksins, um skuldir heimila við fjár- málafyrirtæki. Svörin eru byggð á upplýsingum Seðlabankans og ná til útistandandi fasteignalána Arion banka, Íslands- banka, Landsbanka, Íbúðalánasjóðs og níu lífeyrissjóða, sem eru með vel yfir 95% allra fasteignlána á landinu. Skipting fasteignalána lands- manna eftir tegunum leiðir einnig í ljós að ríflega 20 þúsund lán eru verð- tryggð með jöfnum greiðslum og á breytilegum vöxtum (samtals 356 milljarðar kr.) og tæplega 19 þúsund fasteignalán eru óverðtryggð lán með jafnar greiðslur og fasta vexti (sam- tals 382 milljarðar kr.). Þegar heildarskuldir heimilanna við fjármálafyrirtæki og lífeyrissjóði eru sundurgreind kemur í ljós að skuldir með veði í íbúðarhúsnæði voru alls um 2.159 milljarðar í sept- ember sl., þar af voru rúmlega 1.117 milljarðar óverðtryggð lán en 1.041 milljarður verðtryggð. Verðtryggð fasteignalán með fasta vexti eru algengust - Fasteignalán heimilanna ríflega 141 þúsund talsins Vetrarhátíð 2022 hófst í Reykjavík í gærkvöldi og stendur fram á sunnudag. Áhersla er lögð á ljóslistaverk utandyra og á útilistaverk. Svo- nefnd Ljósaslóð verður í lykilhlutverki en það er slóð rúmlega 20 ljóslistaverka sem liggur um miðborgina frá Hallgrímskirkju til Ráðhússins á kvöldin frá klukkan 18.30 til 22 meðan hátíðin stendur yfir. Er ljósaslóðin unnin í samvinnu við hina seyðfirsku hátíð List í ljósi. Vetrarhátíð hafin í Reykjavík Morgunblaðið/Arnþór Dylan, Óríon, Lucy og Telekía eru á meðal þeirra eiginnafna sem hafa fengið grænt ljós hjá mannanafna- nefnd. Sömuleiðis hafa kynhlutlausu nöfnin Norður og Ragn fengið sam- þykki. Karlmenn mega núna heita Dylan, Óríon og Matheo og konur mega heita Telekía, Ástmarý og Lucy. Beiðni um kvenkyns eiginnafnið Ýda var aftur á móti hafnað, en úrskurðir nefndarinnar voru nýlega birtir. Í ákvörðuninni vegna nafnsins Dyl- an reyndi á skilyrði nefndarinnar, miðað við að nafnið sé borið fram með enskum hætti, og væri þá „eðlileg ís- lensk stafsetning“ Dillan. Manna- nafnanefnd taldi þó ekki hægt að gefa sér þær forsendur að framburður nafnsins yrði þannig. Var nafnið því samþykkt og fært á mannanafnaskrá. Einnig var tekin fyrir endur- upptökubeiðni vegna karlkyns eig- innafnsins Eldhamars. Ástæða beiðn- innar var sú að í upphaflegri umsókn sinni hafði úrskurðarbeiðandi óskað eftir að taka upp nafnið Eldhamar sem millinafn. Síðar kom í ljós að hann gat ekki borið það sem milli- nafn. Því var óskað eftir því að mannanafnanefnd tæki málið upp aft- ur og fjallaði um nafnið Eldhamar sem eiginnafn. Samþykkti nefndin beiðnina. Millinafnið Eldhamar var jafnframt tekið af mannanafnaskrá. Nöfn fá grænt ljós - Óríon, Matheo, Telekía og Ástmarý

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.