Vegna viðhaldsvinnu geti verið truflanir á þjónustu Tímarit.is frá 18:00 og fram eftir kvöldi.

Morgunblaðið - 04.02.2022, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 04.02.2022, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. FEBRÚAR 2022 Ilmur er ný litalína Slippfélagsins hönnuð í samstarfi við Sæju innanhúshönnuð. Línan er innblásin af jarðlitum, dempaðir tónar með gulum og rauðum undirtónum. Opið: 8-18 virka daga 10-14 laugardaga slippfelagid.is slippfelagid.is/ilmur Hör Leir Truffla Börkur Myrra Krydd Lyng Kandís Lakkrís Innblástur og nýir litir á slippfelagid.is Tölur benda ekki til þess að átt hafi sér stað fjölgun þungunarrofa síðar á meðgöngu í kjölfar þess að lögum um þungunarrof var breytt og konur fengu fullt ákvörðunarvald um að óska eftir þungunarrofi fram að lok- um 22. viku þungunar. Þetta kemur fram í umfjöllun um þungunarrof á árinu 2020 í Talna- brunni embættis landlæknis. „Þrátt fyrir að löggjöf um þungunarrof hafi verið rýmkuð til muna þá gefa tölur fyrir árið 2020 ekki vísbendingar um að fjölgun hafi orðið á þungunarrof- um sem framkvæmd eru síðar á meðgöngu. Þvert á móti var mikill meirihluti þeirra kvenna sem undir- gengust þungunarrof árið 2020 genginn skemur en 9 vikur eða lið- lega 83% […],“ segir í greininni. Bent er á að til samanburðar var meðgöngulengd við þungunarrof minni en níu vikur hjá um 80% kvenna árin 2017 og 2018. „Þá var þungun rofin fyrir lok 12. viku með- göngu í rúmlega 95% tilvika árið 2020. Er það svipað og undanfarin ár. Innan við tíu þungunarrof voru framkvæmd eftir meira en 20 vikna meðgöngu árið 2020 eða 0,8% af heildarfjölda allra þungunarrofa. Það hlutfall hefur lítið breyst undan- farin ár.“ Í greininni segir að hafa beri í huga við samanburð að upp- runi gagna í nýrri ópersónugreinan- legri þungunarrofsskrá sé ekki sá sami og fyrir lagabreytingu. Þungunarrof hér á landi voru 962 á árinu 2020 eða 11,3 á hverjar þús- und konur á frjósemisaldri (15-49 ára). Þá var tíðni þungunarrofa hæst hjá 25-29 ára konum eða 19,3 á hverjar þúsund konur á þeim aldri. Ekki fjölgað þrátt fyrir rýmkun - Fá þungunarrof síðar á meðgöngu Þungunarrof eftir meðgöngulengd H ei m ild :E m bæ tt il an dl æ kn is < 9 vikur: 83,4% 9-12 vikur: 11,9% 13-16 vikur: 2,9% 17-20 vikur: 1,0% 20+ vikur:0,8% Árið 2020 „Hlutfallslega færri börn eru með tannskemmdir og fyllingar en á árum áður. Við sjáum þessa þróun hjá eiginlega öllum aldurshópum barna. Þetta endurspeglar batn- andi tannheilsu og betra aðgengi að tannlæknaþjónustu,“ segir Hólm- fríður Guðmundsdóttir, tannlæknir hjá embætti landlæknis, um niður- stöður sem lesa má úr nýju mæla- borði tannheilsu á vefnum land- laeknir.is. Það var opnað í tilefni af tannverndarviku sem embætti land- læknis og Tannlæknafélag Íslands efndu til 31. janúar til 4. febrúar. Á mælaborðinu er hægt að sjá tölulegar upplýsingar um tann- heilsu íslenskra barna. Byggt er á gögnum frá Sjúkratryggingum Ís- lands á árabilinu 2005-2020. Stefnt er að því að uppfæra mælaborðið árlega. Þar sést m.a. að hlutfall 13 ára barna með tannfyllingar hefur lækkað og var lægra árið 2020 en nokkru sinni áður frá 2005. Í alþjóð- legum samanburði er oft miðað við 12 og 13 ára börn og hvað hefur þurft að fylla margar tennur í þeim. „Alþjóðleg viðmið segja að við viljum sjá í mesta lagi eina fullorð- instönn skemmda eða fyllta hjá tólf ára barni,“ sagði Hólmfríður. Hún segir að gjaldfrjálsar tann- lækningar fyrir börn sem voru inn- leiddar í áföngum á árunum 2013 til 2018 hafi skilað batnandi tann- heilsu. Foreldrum og forráðamönn- um er bent á að kostnaður vegna al- mennra tannlækninga barna er greiddur af Sjúkratryggingum, fyr- ir utan 2.500 kr. árlegt komugjald sem greitt er einu sinni á tólf mán- aða tímabili. Forsendan er að börn- in hafi heimilistannlækni. For- eldrar og forráðamenn bera ábyrgð á að panta tíma hjá tannlækni sem getur annast skráningu í réttinda- gátt Sjúkratrygginga. „Við erum enn með of mörg börn með fyllingar í tönnum,“ segir Hólmfríður. „Ef við skoðum árið 2020 í mælaborðinu voru 2% sex ára barna með fyllingu í einhverri full- orðinstönn. Hjá hópnum sem var að klára grunnskólann það sama ár höfðu tennur skemmst hjá 66% þeirra og þau því komin með tann- fyllingar í fullorðinstennur. Tennur eru enn að skemmast of mikið og of hratt hjá börnum hér á landi. Við þurfum öll að vera vak- andi fyrir daglegri tannhirðu, að bursta tennur að lágmarki tvisvar á dag í tvær mínútur í senn, nota flú- ortannkrem og tannþráð. Mataræði skiptir líka mjög miklu máli við að halda tönnunum heilum. Sætindi og súrir drykkir ættu ekki að vera á matseðlinum.“ gudni@mbl.is Hlutfall 13 ára barna með tannfyllingar 2005-2020 75% 65% 55% 45% 35% 25% '05 '06 '07 '08 '09 '10 '11 '12 '13 '14 '15 '16 '17 '18 '19 '20 52% 66% 47% 55% 59% Heimild: Embætti landlæknis Tannheilsa barna hefur batnað - Mælaborð tannheilsu sýnir þróunina Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Tröllasmiður er meðal fágætustu skordýra á landinu, en hefur að öllum líkindum búið hér lengi. Afbrigðið sem finnst hér á landi ber aukanafnið islandicus á latínu og það er við hæfi, þar sem þessa undirtegund er hvergi annars staðar að finna. Búseta bjöll- unnar stóru er bundin við svæði í Nesjum í Hornafirði, frá Hoffelli suð- ur og austur fyrir Almannaskarð. Í lok síðasta sumars hóf Náttúru- stofa Suðausturlands fyrstu skref í verkefni sem snýr að kortlagningu á útbreiðslu trölla- smiðs. Meðal ann- ars var leitað til almennings og óskað eftir upp- lýsingum ef fólk hefði orðið hans vart. Að sögn Lilju Jóhann- esdóttur vistfræð- ings bárust svör frá 17 ein- staklingum um 19 tröllasmiði. Áfram verði unnið að því að kanna útbreiðsluna og ástand stofnsins. Lagði til friðun heimkynna Erling Ólafsson skordýrafræð- ingur segir að ekki sé annað vitað en að tröllasmiður þrífist vel í Horna- firði. Hann segir að smiðurinn sé ein- angraður í nágrenni Hafnar, en seg- ist lengi hafa átt von á hann fyndist í Lóni og gæti þá hafa farið frá Bjarn- arnesi um Endalausadal. Erfiðara sé með ferðalög fyrir hann í aðrar áttir, til dæmis vestur yfir Hornafjarðar- fljót. Fyrir nokkrum árum lagði Erling til að heimkynni tröllasmiðs yrðu frið- uð. Þannig mætti koma í veg fyrir að farið yrði með gröfur, jarðýtur og önnur tæki um heimkynni hans. „Tröllasmiður er búinn að vera lengi í landinu,“ segir Erling. „Læri- faðir minn í Lundi, Íslandsvinurinn Carl H. Lindroth, kom nokkrum sinnum hingað og rannsakaði meðal annars tröllasmið í Hornafirði og bar hann saman við tröllasmiði í ná- grannalöndum. Lindroth komst að því að hann væri töluvert frábrugðinn hinum og hefði þróast lengi í landinu. Tröllasmiðurinn verðskuldaði því að vera skilgreindur sem undirtegund og þannig fékk hann heitið islandicus. Ekki er gott að segja hversu lengi hann hefur verið hér, en því hefur meðal annars verið haldið fram að hann hafi verið hér síðan fyrir land- nám. Hafi jafnvel lifað af síðustu ís- öld.“ Að stærð er tröllasmiðurinn áþekkur varmasmið sem fannst fyrst í Hveragerði um aldamót. Í Horna- firði hefur tröllasmiður löngum geng- ið undir heitinu tordýflamóðir. Ekki er vitað hversu gamalt heitið er en elstu menn í sveitinni ólust upp við það. Í Skaftafellssýslunni er tordýfill staðbundið heiti á járnsmið sem er náinn ættingi, áþekkur að sköpulagi en miklu minni. Það skýrir tilvísunina til móður hans, segir á pödduvefnum. Til vandræða? Á latínu heitir tröllasmiður Cara- bus problematicus og undirtegundin islandicus til viðbótar. Um miðnafnið segir Erling að hann geti ímyndað sér að tröllasmiðurinn hafi valdið þeim hugarangri eða vandræðum sem lýsti tegundinni upphaflega. Þannig gæti heitið hafa komið til. Kortleggja útbreiðslu tröllasmiðs í Hornafirði - Meðal fágætustu skordýra hér - Kenndur við Ísland Fundarstaðir tröllasmiðs á SA-landi 2021 Höfn Tröllasmiður er eitt stærsta skordýrið á landinu og er talinn hafa lifað hér frá fornu fari. Búsvæði tröllasmiðs er í gras- og mólendi og grýttu landi. Hann leynist að mestu undir steinum að degi til og fer á stjá á nóttunni. Þá veiðir hann önnur smádýr af ýmsu tagi, m.a. snigla. Heimild: Náttúrufræðistofnun Íslands/Erling Ólafsson Mynd: Erling Ólafsson Hornafjörður Lónsvík 1 Bjalla Trölla- smiður er stór.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.