Vegna viðhaldsvinnu geti verið truflanir á þjónustu Tímarit.is frá 18:00 og fram eftir kvöldi.

Morgunblaðið - 04.02.2022, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 04.02.2022, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. FEBRÚAR 2022 Funahöfði 1 | 110 Reykjavík | Sími 567 4840 | www.bilo.is | bilo@bilo.is Komdu í BÍLÓ! M.BENZ EQC 400 4MATIC POWER 2021 Nýskráður 12/2020, ekinn aðeins 10 Þ.km, rafmagn (408 km drægni), sjálfskiptur, fjórhjóladrifinn. Alveg hlaðinn aukabúnaði s.s. AMG-line bæði innan og utan. Sjónlínuskjár, 20“ álfelgur, rafdrifin framsæti, skynvæddur hraðastillir, 360° bakkmyndavél. BURMESTER hljómkerfi o.fl. Raðnúmer 253703 VERÐ11.790.000 Laugavegi 178, 105 Reykjavík | Sími 551 3366 | misty.is Opið virka daga kl. 11-18, laugardaga kl.11-15 NÝ SENDING AF BRA30 Toppar og bolir úr þéttu supima bómull. Efnið virkar þannig að óþarfi er að vera í haldara undir. 4 snið í boði Verð frá: 6.950,- Samráðsnefnd Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps kom saman til fundar í vikunni þar sem álykt- að var um samgöngur á svæðinu. „Á sama tíma og Vestfirðir eru auglýstir sem einn af eftirsóknar- verðustu áfangastöðum heimsins sumarið 2022, þá eru samgöngu- innviðir á sunnanverðum Vest- fjörðum ónýtir og að helstu nátt- úruperlum Vestfjarða, eins og Látrabjargi og Rauðasandi, liggja úr sér gengnir malarvegir,“ segir m.a. í ályktuninni. Samráðsnefndin er vettvangur sveitarfélaganna tveggja til að fjalla um ýmis mál og hagsmuni sem sveitarfélögin tvö eiga sam- eiginleg. Í nefndinni sitja þrír kjörnir fulltrúar úr bæjarstjórn Vesturbyggðar og tveir úr sveit- arstjórn Tálknafjarðarhrepps. Leggur nefndin áherslu á að við endurskoðun samgönguáætlunar verði samgönguinnviðir á sunn- anverðum Vestfjörðum bættir. Svæðið hafi setið á hakanum um áratugaskeið þegar kemur að vegaframkvæmdum. Þrátt fyrir að framlög til vegaframkvæmda á Vestfjörðum í heild sinni hafi auk- ist hafi sunnanverðir Vestfirðir setið eftir. Tekið er dæmi um veginn um Mikladal, hann sé ónýtur, siginn og vegaxlir illa farnar. Bent er á að síðustu þrjá mánuði hafi orðið þarna fjórar bílveltur en þessi kafli sé fjölfarnasti vegur Vestfjarða. Hefja þurfi undirbúning að jarð- göngum undir Mikladal og Hálf- dán. Samgönguinnviðir ónýtir - Samráðsnefnd Vesturbyggðar og Tálknafjarðar ályktar Elín Björk Jónas- dóttir, formaður Reykjavíkur- félags Vinstri- grænna og hóp- stjóri veður- þjónustu Veður- stofu Íslands, býður sig fram í fyrsta sæti í for- vali VG í Reykja- vík fyrir kom- andi kosningar. Líf Magneudóttir, oddviti VG í Reykjavík, og Elín Oddný Sigurðardóttir varaborgar- fulltrúi sækjast einnig eftir því að leiða listann. Ljóst er því að bar- áttan um oddvitasætið gæti orðið spennandi. Meðan á forvali stendur mun Elín stíga til hliðar sem for- maður Reykjavíkurfélags Vinstri- grænna. Elín Björk í slaginn hjá VG í Reykjavík Elín Björk Jónasdóttir Róbert Zakarías- son, 45 ára sjálf- stætt starfandi listamaður, fæddur í Pól- landi, gefur kost á sér í 3. sæti í forvali Samfylk- ingarinnar í Kópavogi. Hann hefur unnið ýmis störf síðan hann fluttist til Íslands 19 ára að aldri. Róbert hefur búið í Kópa- vogi sl. 14 ár ásamt dóttur sinni. Hann segir að vistfræði og um- hverfisvernd séu sér afar mikilvæg, einnig málefni ungs fólks. Hlusta þurfi á raddir ungra borgara við uppbyggingu Kópavogs. Þá þurfi að heyrast raddir frá fleiri menn- ingarsvæðum og fulltrúum þeirra. Róbert sækist eftir 3. sæti í Kópavogi Róbert Zakaríasson 2022 Sólrún Lilja Ragnarsdóttir solrun@mbl.is Sú útreið sem starfsfólk Eflingar fékk í fjölmiðlum af hálfu fyrrver- andi formanns og framkvæmda- stjóra félagsins eftir starfsmanna- fund í lok október síðastliðins hefur haft alvarleg áhrif á líðan þess. Mikil vinna er fram undan við að byggja upp öryggi og traust gagnvart stjórnendum og samstarfsfólki. Þetta er meðal þess sem kemur fram í niðurstöðum vinnustaðagrein- ingar sem sálfræði- og ráðgjafarstof- an Líf og sál vann fyrir Eflingu. Þar lýsa 90 prósent starfsfólks á skrif- stofu Eflingar vanlíðan vegna fram- komu fyrrverandi stjórnenda. Skýrslan var kynnt á starfsmanna- fundi í gærmorgun. Í niðurstöðum og samantekt skýrslunnar er tekið fram að jákvæð samskipti og almenn kurteisi þurfi á vinnustað til að tryggja jákvætt sál- rænt öryggi og góðan starfsanda. Stjórnendur þurfi að vera til fyrir- myndar þar og stíga inn í og leysa samskiptavanda eða leita utanað- komandi aðstoðar. Fyrrverandi for- maður og framkvæmdastjóri hafi hins vegar brugðist þeim skyldum. „Notaðar voru ógagnlegar og nei- kvæðar aðferðir til að mæta kvört- unum og vanlíðan starfsfólks. Jók það á vandann og endaði með algjöru rofi á trausti á fundi í okt. sl. og vegna umfjöllunar fyrrverandi stjórnenda í kjölfar hans,“ segir í niðurstöðum skýrslunnar. Þá kemur fram að Viðar Þor- steinsson, fyrrverandi fram- kvæmdastjóri, hafi brugðist í hlut- verki sínu sem stjórnandi á skrif- stofunni. Flestir hafi lýst honum sem hvössum og ósveigjanlegum og nokkrar konur lýstu upplifun sinni af kvenfyrirlitningu. Þá hafi einhverjir upplifað eða orðið vitni að kynbund- inni áreitni og mismunun af hálfu Viðars. Nokkrir töldu einnig, að því er fram kemur í skýrslunni, að bæði Viðar og Sólveig Anna Jónsdóttir, fyrrverandi formaður Eflingar, hefðu lagt einhverja á vinnustaðnum í einelti og beitt andlegu ofbeldi með misbeitingu valds og stöðu. Viðar hefði þó verið oftar nefndur í þessu samhengi en gjarnan hefði verið tal- að um að hann hefði verið í skjóli for- manns. Þá kemur fram í skýrslunni að ánægja sé með hvernig leyst var úr þeim stjórnunarvanda sem kom upp í október. Flestir lýsa betri líðan en áður og segja hópinn þéttari og sterkari. Jafnframt er ánægja með samskipti við núverandi formann og varaformann, sem séu skilningsrík- ari og njóti því meira trausts. Segir ásakanir ósannar Viðar Þorsteinsson sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem hann segir að ásakanir um einelti og kven- fyrirlitningu af hans hálfu séu ósann- ar. „Hið rétta er að ég axlaði ábyrgð á því hlutverki mínu sem fram- kvæmdastjóri að gera eðlilegar kröf- ur til stjórnenda, með hagsmuni starfseminnar og félagsmanna Efl- ingar í huga. Ég harma það að þessir einstaklingar notfæri sér vanlíðan þeirra sem upplifað hafa raunveru- legt einelti og kvenfyrirlitningu til að koma höggi á mig vegna ósættis sem snýst um frammistöðu og vinnu- brögð í starfi,“ segir meðal annars í yfirlýsingu Viðars, sem má lesa á mbl.is. auk fleiri frétta um málið. Morgunblaðið/Eggert Gagnrýnd Sólveig Anna Jónsdóttir og Viðar Þorsteinsson, fyrrverandi stjórnendur Eflingar, eru gagnrýnd í vinnustaðagreiningu sem birt var í gær. Stjórnendur brugð- ust skyldum sínum - Vinnustaðagreining á skrifstofu Eflingar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.