Morgunblaðið - 04.02.2022, Page 18
18 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. FEBRÚAR 2022
✝
Gunnlaugur
Geirsson fædd-
ist í Reykjavík 30.
janúar 1940. Hann
lést á Hjúkr-
unarheimilinu
Grund 21. janúar
2022.
Foreldrar hans
voru hjónin Hall-
fríður Kristín
Björnsdóttir hús-
móðir, f. 1900, d.
1978, og Geir Gunnar Gunn-
laugsson, bóndi í Eskihlíð og
síðar í Lundi í Kópavogi, f.
1902, d. 1995.
Systkini Gunnlaugs eru Frið-
rika Gunnlaug, f. 1935, og Geir
Gunnar, f. 1945.
Gunnlaugur kvæntist Rósu
Magnúsdóttur 28. des. 1963, f.
1940, d. 1983.
Börn Gunnlaugs og Rósu eru:
1) Geir Gunnar, f. 1966, synir:
Gunnlaugur, f. 1994, og Bene-
dikt, f. 2003. 2) Björn, f. 1968,
dætur: Rósa, f. 1992, Anna
María, f. 2000, og Amalía, f.
2005. Sonur Rósu: Dagur Björn,
f. 2020. 3) Magnús Gylfi, f. 1969.
4) Aðalsteinn, f. 1973, dætur:
Emilía, f. 1997, Sigrún Helena,
f. 2003, og Rósa Birgitta, f.
2005.
Sambýliskona Gunnlaugs frá
1989 til dánardægurs Gunn-
stúdentsprófi árið 1960. Þá hóf
hann nám í læknadeild Háskóla
Íslands og lauk embættisprófi
frá læknadeild árið 1967. Starf-
aði kandídatsárið og næstu ár á
Íslandi sem unglæknir.
Á námsárum sínum í Banda-
ríkjunum starfaði Gunnlaugur á
þremur spítölum: Medical Col-
lege of Virginia hospitals í Rich-
mond, Virginia, New England
Deaconess Hospital í Boston,
Massachusetts og Strong Mem-
orial Hospital, Rochester, New
York. Þegar til Íslands var
komið hóf Gunnlaugur störf við
Rannsóknarstofu Háskólans við
frumurannsóknir, auk þess að
starfa fyrir Krabbameinsfélag
Íslands sem yfirlæknir árið
1976. Þar starfaði Gunnlaugur
til ársins 1987, en sama ár stóð
hann að stofnun rannsókn-
arstofu í frumumeinafræði og
að rannsóknarstofu í vefja-
meinafræði árið 1991. Árið 1986
tók Gunnlaugur við embætti
sem prófessor í réttarlækn-
isfræði við Háskóla Íslands, þar
sem hann starfaði út sinn starfs-
feril. Meðal annarra verkefna
sem Gunnlaugur tók að sér var
ráðgjöf á vegum WHO á Filipps-
eyjum og störf í Kosovo á veg-
um stríðsglæpadómstólsins í
Haag. Gunnlaugur sinnti ýms-
um trúnaðarstörfum, þ. á m.
sem fulltrúi í læknaráði og sem
formaður Félags norrænna
réttarlækna.
Útför Gunnlaugs fer fram frá
Dómkirkjunni í dag, 4. febrúar
2022, og hefst athöfnin klukkan
13.
laugs er Malín Ör-
lygsdóttir, f. 1950.
Hennar börn og
stjúpbörn Gunn-
laugs eru: 1) Örlyg-
ur Smári, f. 1971,
börn: Malín, f.
1998, Gunnar, f.
2002, og Jakob, f.
2002. Dóttir Mal-
ínar: Emma, f.
2020. 2) Bergþór
Smári, f. 1974, dæt-
ur: Heba, f. 2000, og Hrönn, f.
2009. 3) Unnur Smári, f. 1980,
börn: Tómas, f. 2005, Davíð, f.
2008, og Freyja Malín, f. 2011.
Gunnlaugur ólst upp við
sveitastörf í Eskihlíð í Reykja-
vík, en um 1960 var býlið flutt í
Lund í Kópavogi. Í mennta-
skólanum kynntist Gunnlaugur
Rósu, sem varð konan hans.
Árið 1970 flutti fjölskyldan til
Bandaríkjanna, þar sem Gunn-
laugur hóf sérnám í líffæra-
meinafræði og dvöldu þau þar
til ársins 1974.
Haustið 1984 kynntust Gunn-
laugur og Malín og urðu lífs-
förunautar upp frá því til dán-
ardægurs Gunnlaugs.
Námsferill Gunnlaugs hófst í
Grænuborg, Skóla Ísaks Jóns-
sonar, Austurbæjarskóla og
þaðan í Menntaskólann í
Reykjavík, þar sem hann lauk
Á kveðjustund hugsa ég til
bróður míns með þakklæti og
kærleika.
Hann kom í heiminn þegar ég
var fimm ára og ég man vel þegar
mér var sagt að ég væri orðin
stóra systir. Mér fannst ég vaxa
töluvert, ég átti lítinn bróður sem
ég gat montað mig af. Næstu sex
sumur var ég í sveit og að hausti
sá ég hvað honum hafði farið
fram. Hann var svo duglegur og
skýr, fallegi drengurinn með
dökku augun og þykka mjúka
hárið. Hann var allra yndi. Ég átt-
aði mig á því smátt og smátt að
hann væri mér fremri að mann-
kostum, íhugull, greindur og ró-
legur og fór vel með gullin sín.
Uppáhaldssöguna hans samdi
mamma. Hún hét „Strákurinn
sem mölvaði útvarpið“ og var um
strák sem skemmdi alla hluti til
að gá hvað væri innan í. En strák-
urinn sá að sér, gerði við allt sem
hann hafði skemmt og varð sóma-
maður. Mér þótti þetta ótrúleg
saga, að stráknum tækist að laga
allt sem hann hafði brotið og
bramlað en Gunnlaugur trúði því
að það væri hægt að gera brotna
hluti heila aftur. Hann átti líka
bjartsýni, þessi skynsami maður
sem hafði orð fyrir að vera óþarf-
lega áhyggjufullur.
Bróðir minn átti að baki langa
starfsævi. Hann valdi sér ábyrgð-
armikið ævistarf sem reyndi á
mannkosti, ekki síður en mennt-
un. Í blóma lífsins missti hann
Rósu sína frá fjórum ungum son-
um. Það var þyngsta raunin.
Gunnlaugur og Malín fóru að búa
saman fyrir um 36 árum með
börnum þeirra beggja. Allt mynd-
arfólk sem hefur hlotið góða
menntun og á glæsilega afkom-
endur.
Heilsan sveik illa síðustu árin
og þá hófst barátta við illvígan,
ólæknandi sjúkdóm. Ég bar gæfu
til að vera með bróður mínum í
dagdvöl í Múlabæ síðustu mánuði
og kynnast því góða atlæti sem
þar var. Við fengum tækifæri til
að tala saman í rólegheitum því
hann átti orðið erfitt um mál og
það tók tíma að finna orðin og
röddina. Alla daga var eitthvað
gert til að hressa hugann og finna
viðráðanleg verkefni, allir fengu
athygli, virðingu og vinsemd. Þar
var hjálp sem kom sér vel fyrir
hann og okkur sem vildum stuðla
að velferð hans en höfðum ekki
þekkingu til. Malín hans stóð
lengstu og erfiðustu vaktirnar
gegnum þessi sjö þungbæru ár og
fyrir það var hann innilega þakk-
látur. Þegar hann fór í hvíldarinn-
lögn á Grund stuttu eftir nýár
komu vinir úr Múlabæ með það
sem hann hafði ánægju af til
dægradvalar og heimsóttu hann
fram á síðasta dag. Þegar við
systkinin vorum saman í skötu-
veislu í Múlabæ á Þorláksmessu
vorum við aldeilis að njóta dags-
ins. Og ég hefði viljað sjá hann
bróður minn á ballinu í vetur þeg-
ar hann dansaði glaður við döm-
urnar sem buðu honum upp hver
af annarri. En við vissum að
hverju dró. Við vorum þó ekki
viðbúin, aðeins farin að hugsa
fram á afmælið hans þegar hann
sofnaði frá okkur.
Ég dáðist að þér alla tíð, bróðir
minn. Þú varst afburðamaðurinn
hógværi. Þú sýndir mér bróður-
kærleik og virðingu alla tíð, þú
stækkaðir mig. Ég elska kveðj-
una þína: „Sæl, systir“ og sakna
þín til æviloka.
Öllum ástvinum þínum sendi
ég samúðarkveðjur og blessunar-
óskir og þeim sem studdu þig í
baráttunni.
Þín systir,
Friðrika (Rikka).
Elsku besti bróðir minn.
Heimili okkar í æsku var í
Eskihlíð A þar sem nú er Konu-
kot og veitir þeim skjól er á þurfa
að halda.
Við nutum líka skjóls í Eskihlíð
A þrátt fyrir að þröngt væri um
okkur, því margt var um mann-
inn. Þar voru líka stríðshrjáðir
einstaklingar sem að stríði loknu
komu til landsins til að lifa og
starfa fjarri rústum og eymd.
Þrátt fyrir þrengsli var yfrið
nóg væntumþykja sem við nutum,
þótt ekki væri kósíkvöld í boði
enda þau þá ekki fundin upp.
Þú varst ötull í störfum við bú-
skapinn og stundir milli stríða
fóru í að læra fyrir skólann.
Námsárangur þinn bar þess
ekki merki að hafa liðið fyrir bú-
skaparannir, þvert á móti varstu
alltaf í fremstu röð.
Það verður tæpast sagt að lífið
hafi farið um þig mjúkum hönd-
um, 43 ára misstir þú konu þína,
Rósu Magnúsdóttur, frá fjórum
sonum.
Það var ekki siður í þann tíð að
flíka tilfinningum sínum, bera
sorgir sínar á torg, heldur byrgja
þær með sér í hljóði. Þetta var
erfitt.
Sólargeisli í líf þitt var Malín
Örlygsdóttir sem í 36 ár hefur
verið þín stoð og stytta og nú síð-
ustu ár borið með þér þungann af
þessum illvíga sjúkdómi sem
hrjáði þig hin síðustu ár.
Við Hjördís áttum oft góðar
stundir saman í kaffi á Öldugöt-
unni, hefðu mátt vera miklu fleiri.
Það er því miður meinloka
margra að vera fullvissir um að
vera eilífir, að það gefist nægur
tími til að rækta vina- og ættar-
tengsl seinna í „eilífðinni“ og
gleyma sér svo við daglegt verald-
legt amstur. Og verða svo á
stundum sem þessum harkalega
varir við að öllu er skammtaður
tími, stundum án uppsagnar-
frests.
Þessi hræðilegi sjúkdómur,
sem smám saman hefti tjáningar-
hæfni þína og fjarlægði þig frá
öðrum, skildi þig eftir einan með
sjálfum þér vanmegnugum til að
taka þátt í samskiptum við þína
nánustu, svipti þig lífsgæðum sem
þú vissulega áttir skilið að fá að
njóta eftir að hafa skilað farsælu
ævistarfi.
Það var þér unun að leita á náð-
ir J.S. Bach. Ég minnist dýrð-
legra stunda með þér í Flórens
þegar við gengum inn í kirkju þar
sem orgeltónlist Bachs var leikin.
Í þessari fornu kirkju gaf upplif-
unin, hvelfingin, hljómburðurinn,
líkneski dýrlinganna og snilli alls
handbragðs þar sterklega í skyn
að nær komast dauðlegir menn
ekki almættinu.
Á þessari kveðjustund velkjast
í huga mér annars vegar léttir
vegna lausnar sem þú hefur hlotið
frá þeirri kvöl sem þessi illi sjúk-
dómur lagði á þig og svo sorgin
yfir því að þurfa að sjá á eftir þér
hverfa inn í þessa miklu óræðu
móðu, sem skilar engum aftur.
Kæru bróðursynir, stjúpbörn
og Malín, hér að neðan eru nokkr-
ar línur um sorgina eftir föður
okkar Geir G. Gunnlaugsson sem
var okkur alltumlykjandi kær-
leikur.
Sorgin
Hún byrgir lífsins björtu hlið
það blæðir úr hjartasárum.
Er fækkar vina- og frændalið
þá fyllast augun tárum.
Gunnar bróðir og
fjölskylda, Vallá.
Góður vinur og samstarfsfélagi
til margra ára, Gunnlaugur Geirs-
son, er látinn. Fregnin kom óvænt
þótt ég hafi vitað að heilsu Gunn-
laugs hafði hrakað síðustu ár.
Gunnlaugur var mikils metinn
læknir, hann var brautryðjandi í
frumumeinafræðirannsóknum á
Íslandi og starfaði við það lengi
vel hjá Krabbameinsfélagi Ís-
lands og einnig í sjálfstæðum
rekstri í mörg ár. Hann var árið
1991 einn stofnenda Vefjarann-
sóknarstofunnar, sem er rann-
sóknarstofa sjálfstætt starfandi
meinafræðinga og hefur starfað í
yfir 30 ár. Gunnlaugur vann þar
að vefjarannsóknum í rúman ára-
tug frá stofnun stofunnar.
Rannsóknarstofa Háskólans í
meinafræði sem síðar varð meina-
fræðideild Landspítalans varð
samt sem áður meginstarfsvett-
vangur Gunnlaugs. Eftir sér-
fræðinám í meinafræði á virtum
sjúkrahúsum í Bandaríkjunum
starfaði hann á Landspítalanum
frá árinu 1974 í hlutastarfi ásamt
því að verða svo yfirlæknir
Frumurannsóknarstofu Krabba-
meinsfélagsins frá upphafi árs
1976. Í starfi sínu á Landspítalan-
um sá hann m.a. um að greina
vefjasýni sem send voru frá tann-
læknum og hann varð dósent við
tannlæknadeild Háskóla Íslands.
Gunnlaugur var skipaður pró-
fessor í réttarlæknisfræði við Há-
skóla Íslands í ársbyrjun 1986 og
varð jafnframt réttarmeinafræð-
ingur á Landspítalanum. Í því
starfi sinnti hann margvíslegum
verkefnum fyrir lögregluyfirvöld
í landinu og var virkur í norrænu
samstarfi réttarmeinafræðinga.
Hann var „réttarmeinafræðingur
Íslands“ í tæplega 20 ár, á þeim
tíma þegar réttarmeinafræðin
þróaðist frá því að vera hliðar-
grein við almenna meinafræði yfir
í að vera alveg sjálfstæð sérgrein
innan læknisfræðinnar. Mikið
mæddi á Gunnlaugi í þessu starfi.
Hann sá m.a. um að þróa starfs-
greinina innanlands og kom að
samningu laga og reglugerða á
sviði réttarmeinafræði. Að vera í
forsvari fyrir réttarmeinafræði í
heilu landi er krefjandi starf fyrir
einn mann.
Ég minnist Gunnlaugs sem
skemmtilegs og mjög viðkunnan-
legs starfsfélaga. Hann var fjöl-
fróður, með áhuga á mörgu í okk-
ar samfélagi og einnig af
erlendum vettvangi. Hann hafði
áhuga á bókmenntum og var mik-
ill tungumálamaður. Hann lagði
t.d. áherslu á að læra ítölsku, sem
nýtt tungumál, á efri árum.
Það er mikill söknuður að
elskulegum og góðum manni,
Gunnlaugi Geirssyni, og votta ég
aðstandendum hans innilega sam-
úð.
Með kveðju frá meinafræði-
deild Landspítalans.
Jón Gunnlaugur
Jónasson yfirlæknir.
Gunnlaugur B.
Geirsson
✝
Óskar Kon-
ráðsson raf-
virkjameistari
fæddist 12. apríl ár-
ið 1945 í Skerja-
firðinum. Hann lést
á Deild 2 á Heil-
brigðisstofnun
Norðurlands vestra
á Sauðárkróki 25.
janúar 2022.
Foreldrar hans
voru Konráð Jóns-
son frá Kagaðarhóli í Austur-
Húnavatnssýslu, f. 13.10. 1891, d.
19.8. 1974 og Sigurbjörg Jóhanna
Sigurjónsdóttir frá Rútsstöðum í
Svínadal, f. 27.9. 1917, d. 8.5.
2010.
Systkini Óskars samfeðra voru
Ingólfur, f. 1914, d. 1978, Eggert,
f. 1920, d. 2008, Jón, f. 1923, d.
2001, Lárus, f. 1928, d. 2008 og
Ragnheiður, f. 1932, d. 1997.
Sigurjónssyni og eiga þau 3
börn, b) Konráð Jónas, f. 1980, í
sambúð með Berglindi Rós Ein-
arsdóttur og eiga þau 2 syni, c)
Albert Sölva, f. 1985, giftur Ósk
Hilmarsdóttur og eiga þau 3
börn.
Óskar lærði rafvirkjun og
starfaði sem rafvirkjameistari
alla sína ævi. Hann starfaði m.a.
á Keflavíkurflugvelli, sjálfstætt,
hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur
en lengst af hjá Hampiðjunni.
Óskar gekk í Oddfellowregl-
una árið 1982 og tók virkan þátt
í starfi hennar.
Árið 1992 greinist Óskar með
parkinsonsjúkdóminn og var á
tímabili mjög virkur í Park-
insonsamtökunum og var for-
maður félagsins um árabil.
Útför hans fer fram frá Sauð-
árkrókskirkju í dag, 4. febrúar
2022, klukkan 14 en verður
einnig streymt á youtube-síðu
kirkjunnar. Hlekkir á streymi:
https://tinyurl.com/2p8uebhz
https://www.mbl.is/andlat
Albræður Ósk-
ars eru þeir Gunn-
ar, f. 1943, Haukur,
f. 1949, og Kjartan,
f. 1955.
Óskar giftist
Jónínu Ósk Jóns-
dóttur 1965 og eiga
þau saman 3 börn,
þau eru: a) Kristín
Björg Baldys, f.
14.12. 1963, gift
Oleksandr Baldys.
Kristín á 3 börn og 4 barnabörn.
b) Dagbjört Ósk Óskarsdóttir, f.
13.8. 1965. Dagbjört á 2 dætur
og 1 barnabarn. c) Arnar Þór
Óskarsson, f. 16.5. 1972. Arnar á
2 börn. Leiðir þeirra skildi.
Árið 1975 giftist Óskar eft-
irlifandi eiginkonu sinni, Jó-
hönnu Jónasdóttur, f. 26.3. 1955.
Saman eiga þau: a) Jóhönnu
Marín, f. 1977, gift Vigni Má
Elsku Óskar, það er sárt að
kveðja þig. Þakklæti er mér efst
í huga. Takk fyrir að bjóða mig
svona hjartanlega velkomna í
hópinn, mér þótti svo vænt um
að þegar við hittumst fyrst sagð-
ir þú að ykkur hefði einmitt vant-
að fleiri óskir. Takk fyrir að
hleypa mér í hugarfylgsni þín og
sýna mér allar bækurnar, allar
plöturnar, allar myndirnar og
allar skrýtlurnar. Takk fyrir að
treysta mér fyrir stráknum þín-
um sem ég sá hvað þú varst stolt-
ur af.
Takk fyrir rúntana, mér
fannst þeir æðislegir. Ég dýrk-
aði svarta laumuhúmorinn þinn
sem minnti mig á afa Silla.
Það var svo gaman að skoða
vísur með þér að mig langar að
kveðja þig með þessum orðum
sem minna mig á ríkidæmi þitt
og örlæti. Þín verður saknað.
Gulli og perlum að safna sér
sumir endalaust reyna.
Vita ekki að vináttan er
verðmætust eðalsteina.
Gull á ég ekki að gefa þér
og gimsteina ekki neina.
En viltu muna að vináttan er
verðmætust eðalsteina.
(Hjálmar Freysteinsson)
Ósk Hilmarsdóttir.
Okkur langar að minnast Ósk-
ars með nokkrum orðum.
Hann fæddist í Reykjavík
laust fyrir miðja síðustu öld í
Reykjavík og ólst þar upp hjá for-
eldrum sínum ásamt þremur al-
bræðrum en Óskar var næstelst-
ur. Það var stór frændgarður sem
bjó að mestu norður í Húnavatns-
sýslum og voru þeir bræður send-
ir þangað í sveit eins og títt var
um borgarbörn eftirstríðsáranna.
Þeir fóru allir snemma að vinna
fyrir sér og leggja til heimilisins.
Óskar lærði rafvirkjun og vann
við það alla sína starfsævi.
Tvítugur var Óskar kvæntur
2ja barna faðir. Hjónabandið ent-
ist ekki lengi enda bæði kornung
og skildi leiðir um líkt leyti og
þriðja barn þeirra fæddist. Óskar
kvæntist aftur þrítugur að aldri
og lifir seinni konan mann sinn.
Þau eiga þrjú börn sem öll voru
undir sjálfræðisaldri þegar Ósk-
ar varð fyrir því áfalli að greinast
með parkinson fyrir 30 árum. Til
að byrja með háðu veikindin hon-
um ekki mikið og hann gat stund-
að sína vinnu næstu 10 árin.
Upp úr síðustu aldamótum
þegar Óskar hætti að vinna tóku
hjónin sig upp og fluttu af mölinni
norður á Sauðárkrók þar sem
konan hans á rætur. Börnin voru
þá að mestu flutt að heiman en
voru þó eitthvað hjá foreldrum
sínum með annan fótinn fyrstu
árin fyrir norðan. Smám saman
tók að halla á Óskar vegna veik-
inda hans en lengi vel gat hann þó
sinnt sínum hugðarefnum og
grúski s.s. ættfræði, tónlist o.fl.
Sem dæmi þá minnist dóttir
okkar hjóna þess að Óskar hafi
dregið sig inn í vinnuherbergi
sitt þegar við mættum í heim-
sóknir til að sýna henni eitthvað
áhugavert og minnist hún sér-
staklega tónlistaráhuga hans.
Þar kom fyrir fjórum árum að
Óskar fór á Dvalarheimili á
Króknum þar sem hann þurfti
orðið sólarhringsumönnun og
mikla aðstoð vegna sinna veik-
inda. Hann var ekki sáttur við
hlutskipti sitt og skapið var á
stundum stórt. Honum sveið að
geta ekki fylgt sinni nánustu
fjölskyldu eftir í leik og starfi
síðustu misserin.
Á ferðum okkar hjóna um
landið komum við gjarna við á
Króknum og kíktum til Óskars.
Honum leiddist tilbreytingar-
laust lífið á dvalarheimilinu og
var minnsta félagsskap feginn.
Hvítt súkkulaði var í miklu
uppáhaldi hjá honum og fylltum
við því alltaf á birgðir hans þeg-
ar við komum á staðinn, síðast í
des. sl.
Síðasta árið var honum erfitt,
síendurteknar lungnasýkingar
því vökvi hrökk gjarna ofan í
lungu í stað þess að fara niður
vélindað, afleiðing af parkinson.
Nánasta fjölskylda vakti yfir
honum síðustu vikuna uns hann
fékk loks langþráðan frið.
Farðu í friði, kæri vin, og frið-
ur guðs þig blessi.
Þess óska þinn bróðir og mág-
kona,
Ólafía og Haukur.
Margar á ég minningar um þig
og gæti ég skrifað nokkrar blað-
síður um þær allar en nokkrar af
þeim standa upp úr hjá mér og
langar mig að segja frá þeim.
Á Kárastígnum bakaði
mamma oft skúffuköku og á
kvöldin eftir erfiðan vinnudag
eða skóladag, rétt áður en við fór-
um að sofa, fengum við okkur
köku. Oftast nær voru það ég,
Konni bróðir og þú sem stóðum
við eldavélina með köku í annarri
og ískalda mjólk í hinni og rædd-
um um daginn og veginn.
Ég byrjaði að æfa fótbolta 12
ára og man ég eftir að hafa verið
að spila á Hlíðarenda með Val og
þar stóðst þú og hvattir mig
áfram með hrópum eins og
„dúndraðu nú í boltann“. Þú
studdir mig í boltanum þó að þér
hafi leiðst tuðruþrældómurinn,
eins og þú orðaðir það, í sjónvarp-
inu. Eins studdir þú mig í tónlist-
inni en eitt lag stóð þar upp úr
sem þú baðst alltaf um þegar ég
æfði mig og baðst mig að spila
fyrir alla gesti sem komu í heim-
sókn, lagið sem í raun mótaði tón-
listarstefnu mína: Take Five með
Brubeck-kvartettinum. Tónlistin
var þér kær og kynntist ég alls
konar tónlistarstefnum í gegnum
þig, hvort sem það var Ríó Tríó
eða Smokie yfir í James Last,
Óskar Konráðsson