Morgunblaðið - 04.02.2022, Síða 25
DÆGRADVÖL 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. FEBRÚAR 2022
„ÞETTA ER GAURINN SEM VILLIR Á SÉR
HEIMILDIR. “
„BARNAPÍAN SOFNAÐI OG EINHVERJIR
BÓFAR BRUTUST INN OG ÁTU RESTINA AF
SÚKKULAÐIKÖKUNNI.“
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að kæta hann þegar
hann er í fýlu.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
PEPPERÓNÍ-
PÍTSA TÍST!ROP!
KÓTELETTUR-
TÍSTUDÚKKA
SAGAN SEGIR AÐ HÉR RÁÐI
ÞJÓFAPAKK RÍKJUM!
OG ÞÚ
TRÚIR ÞVÍ? JÁ!
EFTIRLÝ
STUR EFTIRLÝ
STUR
PÓSTHÚS
barnabörn, en í hópnum eru einungis
tveir strákar.“
Fjölskylda
Eiginkona Hafliða er Heiða Sig-
urbergsdóttir tanntæknir, f. 1.7.
1976, og þau búa í Leirvogstungu-
hverfi í Mosfellsbæ. Foreldrar henn-
ar eru hjónin Sigurbergur Sig-
steinsson íþróttakennari, f. 10.2.
1948, d. 29.1. 2020 og Guðrún Hauks-
dóttir verslunarmaður, f. 30.3. 1952,
búsett í Garðabæ. Áður var Hafliði í
sambúð með Sólrúnu M. Stef-
ánsdóttur naglasnyrti, f. 8.8. 1972 og
þau eiga saman Thelmu Rut og
Steinunni Tinnu.
Börn Hafliða eru: 1) Thelma Rut,
f. 10.4. 1989, tanntæknir á Akureyri,
gift Adam Snæ Atlasyni stálsmið.
Þau eiga börnin: Iðunni Viðju, f.
2010, Freyju Líf, f. 2013 og Urði
Petru, f. 2015. 2) Steinunn Tinna, f.
22.8. 1990, í fæðingarorlofi í Nøtter-
øy Noregi. Hún er gift Simen Bullen
Nilsen rennismið. Þeirra börn eru
Aria Evelyn, f. 2016 og Ýmir Eitrigg,
f. 2021. 3) Halldór matreiðslunemi, f.
15.8. 2001 og kærasta hans er Selma
Katrín Ragnarsdóttir; 4) Guðrún
Helga leiðbeinandi, f. 12.7. 2003 og
hennar kærasti er Axel Máni
Bjarnason.
Systkini Hafliða eru: 1) Ámundi
(samfeðra), pípulagningameistari í
Rvk., f. 1957; 2) Halldór, forstjóri í
Rvk.; 3) Leifur, rannsóknarlög-
reglumaður í Garðabæ; 4) Harpa,
verkefnastjóri í Kolding í Danmörku,
f. 1973; 5) Guðmundur, fram-
kvæmdastjóri í Rvk., f. 1977 og 6)
Halla María, náms- og starfsráðgjafi
í Rvk., f. 1981.
Foreldrar Hafliða eru hjónin Hall-
dór Halldórsson, f. 22.1. 1933, d. 4.11.
2009 og María Sigríður Guðröð-
ardóttir, f. 15.11. 1942, d. 18.6. 2012.
Þau voru bændur í Ögri.
Hafliði
Halldórsson
Auðbjörg Valgerður Árnadóttir
húsfreyja á Seyðisfirði og síðar ekkjufrú í Neskaupstað
Guðmundur Jónsson
sjómaður og sótari á
Seyðisfirði
Guðrún Þorgerður Guðmundsdóttir
húsfreyja í Kálfavík, síðar í Hafnarfirði
Guðröður Jónsson
bóndi í Kálfavík, N.-Ís., síðast bús. í Grindavík
María Sigríður
Guðröðsdóttir
bóndi og húsfreyja í Ögri
María Sigurborg
Örnólfsdóttir
húsfreyja í Kálfavík, N.-Ís.
Jón Hjaltason
bóndi á Brandsstöðum í
A.-Barð. og í Kálfavík í N-Ís.
Guðbjörg Ólafsdóttir
húsfreyja á Ísafirði
Árni Jakobsson
ráðsmaður í Ögri, N-Ís.
Líneik Árnadóttir
húsfreyja á Garðsstöðum og í Ögri
Hafliði Ólafsson
bóndi á Garðsstöðum og í Ögri, N-Ís.,
síðar oddviti og símstöðvarstjóri
Guðríður Hafliðadóttir
húsfreyja á Strandseljum
Ólafur Kristján Þórðarson
útvegsbóndi á Strandseljum í Ögurhr., N-Ís.
Ætt Hafliða Halldórssonar
Halldór Hafliðason
bóndi, hreppstjóri og
síðar oddviti í Ögri
Ég fékk gott bréf frá Gunnari
Erni Ólafssyni þar sem hann
segir að Vísnahornið sé hressandi
lesning með morgunteinu. Hann lét
þessar stökur fylgja en þekkti ekki
höfundana:
Veðurvísa:
Veðráttan er hagstæð, vindurinn er
logn,
og vorið er að koma bak við skýin,
þeir segja mér í Grindavík að hundar éti
hrogn
og hamingjan sé fallin ofan í dýin.
Leiðindamál kom upp á Selfossi
hér um árið, þá varð þessi til:
Selfyssinga er sinnið heitt
sundurlyndi af því vex
í þessu tafli er brögðum beitt
Bxg6
Hér er tvær stökur sem Gunnar
Örn lærði á Eiríksstöðum 1962 af
Ólafi sáluga Jóhannssyni lækni.
Þær eru báðar eftir Gísla Ólafsson
frá Eiríksstöðum. Sú fyrri er fyrri
vísan úr smáljóðinu „Neistinn“:
Í veðri geystu riðar reyr
rós fær breyst á kvisti.
En þú veist að aldrei deyr
ástarneistinn fyrsti.
Draums í þrá við þankans djúp
þroska háum nær hann.
Þótt yfir slái öskuhjúp
aldrei dáið fær hann.
Hér kemur seinni stakan eftir
Gísla:
Oft hjá sprundum uni eg mér
armi bundinn ljósum
en þar hef ég fundið því er ver
þyrna undir rósum.
Ég get ekki stillt mig um að láta
þessa stöku Gísla fylgja:
Yfir harma sollinn sjá
sé ég bjarma af vonum
meðan varmann finn ég frá
fyrstu armlögonum.
Stefnir Þorfinnsson yrkir „Eina
allsherjar afmælisvísu“:
Við elli reynist erfið glíman,
enn hún ríður þér á slig.
Þó daglega þú drepir tímann,
drepur hann að lokum þig.
Hólmfríður Bjartmarsdóttir
svaraði:
Ævin líður alltof fljótt
það er á hreinu
Tíminn drepur dag og nótt
dálítið í einu.
Baldvin Halldórsson orti:
Ellin herðir átök sín,
enda sérðu litinn.
Ævi-ferðafötin mín
fara að verða slitin.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Gott að rifja upp
gamlar stökur