Morgunblaðið - 04.02.2022, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 04.02.2022, Blaðsíða 26
26 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. FEBRÚAR 2022 Reykjavíkurmót karla B-riðill: Fram – KR ................................................ 1:3 _ Lokastaðan: KR 9, Fram 6, Þróttur R. 3, ÍR 0. _ Valur og KR mætast í úrslitaleik á Hlíð- arenda á sunnudaginn en Víkingur mætir Fram í leik um þriðja sætið á Víkingsvelli. Reykjavíkurmót kvenna Þróttur R. – Víkingur R........................... 2:2 _ Valur 12, Þróttur 10, Víkingur R. 10, Fjölnir 9, KR 3, Fylkir 0, Fram 0. Undankeppni HM karla Úrslit Norður- og Mið-Ameríku: Jamaíka – Kostaríka ................................ 0:1 Bandaríkin – Hondúras ........................... 3:0 El Salvador – Kanada .............................. 0:2 Mexíkó – Panama ..................................... 1:0 _ Kanada 25, Bandaríkin 21, Mexíkó 21, Panama 17, Kostaríka 16, El Salvador 9, Jamaíka 7, Hondúras 3. Ellefu umferðum lokið af fjórtán. Þrjú efstu lið fara beint á HM og fjórða lið fer í umspil. Afríkumót karla Undanúrslit: Kamerún – Egyptaland..... 1:3 (vsp.keppni) _ Egyptaland mætir Senegal í úrslitaleik á sunnudaginn. Spánn Bikarkeppnin, 8-liða úrslit: Valencia – Cádiz ....................................... 2:1 Rayo Vallecano – Mallorca ...................... 1:0 Real Sociedad – Real Betis...................... 0:4 Athletic Bilbao – Real Madrid ................ 1:0 4.$--3795.$ Grill 66-deild karla Valur U – ÍR ......................................... 27:28 Staðan: ÍR 13 12 0 1 458:367 24 Hörður 12 10 0 2 408:342 20 Fjölnir 13 9 0 4 394:365 18 Þór 11 8 0 3 321:299 16 Haukar U 10 6 0 4 288:274 12 Selfoss U 11 6 0 5 340:333 12 Kórdrengir 12 4 1 7 318:331 9 Afturelding U 13 4 1 8 340:380 9 Valur U 11 3 1 7 333:325 7 Vængir J. 13 1 1 11 314:405 3 Berserkir 13 1 0 12 319:412 2 Sviss Kadetten – Pfadi Winterthur............. 30:30 - Aðalsteinn Eyjólfsson þjálfar Kadetten. _ Efstu lið: Kadetten 30, Pfadi Winterthur 24, Wacker Thun 21, Bern 21. %$.62)0-# Subway-deild karla Stjarnan – Þór Ak............................... 112:84 Vestri – Valur........................................ 70:95 Grindavík – Tindastóll ....................... 101:93 Staðan: Njarðvík 14 10 4 1309:1153 20 Þór Þ. 14 10 4 1344:1229 20 Keflavík 14 10 4 1221:1155 20 Valur 13 8 5 1060:1021 16 Grindavík 14 8 6 1177:1157 16 Stjarnan 15 8 7 1355:1311 16 Tindastóll 13 7 6 1119:1156 14 ÍR 14 6 8 1244:1260 12 KR 12 6 6 1077:1136 12 Breiðablik 13 5 8 1394:1351 10 Vestri 14 3 11 1096:1222 6 Þór Ak. 14 1 13 1057:1302 2 1. deild karla Álftanes – Skallagrímur ...................... 97:80 Staðan: Höttur 17 14 3 1718:1429 28 Haukar 15 13 2 1548:1156 26 Álftanes 18 12 6 1704:1528 24 Fjölnir 17 11 6 1557:1553 22 Sindri 18 10 8 1681:1557 20 Selfoss 16 8 8 1388:1399 16 Skallagrímur 19 8 11 1603:1675 16 Hrunamenn 17 6 11 1466:1622 12 Hamar 17 3 14 1330:1627 6 ÍA 18 1 17 1330:1779 2 Subway-deild kvenna Njarðvík – Valur................................... 57:66 Haukar – Fjölnir .................................. 88:77 Staðan: Njarðvík 14 10 4 930:876 20 Fjölnir 14 10 4 1176:1076 20 Valur 14 9 5 1054:1005 18 Haukar 12 8 4 894:826 16 Keflavík 14 6 8 1091:1063 12 Grindavík 16 3 13 1138:1306 6 Breiðablik 14 3 11 1002:1133 6 NBA-deildin Indiana – Orlando............................. 118:119 Philadelphia – Washington.............. 103:106 Boston – Charlotte ........................... 113:107 New York – Memphis ...................... 108:120 Houston – Cleveland ........................ 115:104 Dallas – Oklahoma City........... (frl.) 114:120 Utah – Denver .................................. 108:104 Sacramento – Brooklyn ................... 112:101 LA Lakers – Portland.......................... 99:94 4"5'*2)0-# Portúgal, Tyrkland, Ítalía eða Norður- Makedónía. Afríka 5 Sætin fimm verða útkljáð í fimm umspilseinvígj- um, heima og heiman, 24. til 29. mars: Egyptaland mætir Senegal. Kamerún mætir Alsír. Gana mætir Nígeríu. Lýðveldið Kongó mætir Marokkó. Malí mætir Túnis. Suður-Ameríka 4+1 Þjóðirnar tíu leika tvöfalda umferð, átján leiki á lið, og sextán umferðum er lokið en tvær síðustu eru leiknar í lok mars. Brasilía (39) og Argentína (35) eru komin á HM. Ekvador (25), Úrúgvæ (22), Perú (21), Síle (19), Kólumbía (17) og Bólivía (15) berjast um tvö sæti á HM. Liðið í fimmta sæti fer í tvo umspilsleiki í júní við lið frá Asíu. Asía 4+1 Tólf lið eru í úrslitakeppni um fjögur föst sæti á HM og tveimur umferðum af tíu er ólokið í riðl- unum tveimur. Þær fara fram í lok mars. Íran og Suður-Kórea hafa tryggt sér sæti á HM. HM 2022 Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Suður-Kórea varð í vikunni fimmtánda þjóðin til að tryggja sér keppnisrétt á heimsmeistaramóti karla í fótbolta sem fer fram í Katar dagana 21. nóv- ember til 18. desember. Tíu Evrópuþjóðir, tvær Asíuþjóðir og tvær Suður-Ameríkuþjóðir eru komnar með HM-sæti ásamt gestgjöfunum, Kat- arbúum. Enn er því eftir að útkljá sautján sæti og mörg þeirra munu komast á hreint í lok mars en þau síð- ustu ekki fyrr en í júnímánuði. Sætin 32 skiptast þannig að Evrópa fær 13, Afr- íka 5, Asía 5 (Katar eitt þeirra), Suður-Ameríka 4, Norður- og Mið-Ameríka 3. Þá er leikið um tvö síð- ustu sætin í umspili á milli fjögurra heimsálfa. Evrópa 13 Þýskaland, Danmörk, Frakkland, Belgía, Króat- ía, Spánn, Serbía, England, Sviss og Holland eru komin á HM. Þrjú síðustu sætin verða útkljáð í umspili í lok mars þar sem eitt lið úr hverjum riðli kemst á HM: Wales, Austurríki, Skotland eða Úkraína. Rússland, Pólland, Svíþjóð eða Tékkland. Sádi-Arabía (19), Japan (18) og Ástralía (15) eru í baráttu um hin tvö sætin. Liðin tvö sem enda í þriðja sæti riðlanna mætast í úrslitaleik. Það verður annars vegar Ástralía, Jap- an eða Sádi-Arabía og hins vegar Sameinuðu furstadæmin, Líbanon eða Írak. Sigurliðið fer í umspil og mætir liðinu í fimmta sæti Suður-Ameríku í tveimur leikjum í júní um sæti á HM. Norður- og Mið-Ameríka 3+1 Leiknar hafa verið ellefu umferðir af fjórtán í átta liða úrslitakeppni. Þrjú efstu liðin fara beint á HM. Kanada (25), Bandaríkin (21) og Mexíkó (21) standa best að vígi. Panama (17) og Kostaríka (16) eiga möguleika. Liðið sem endar í fjórða sæti fer í tvo umspils- leiki við sigurlið Eyjaálfu um sæti á HM. Eyjaálfa 0+1 Ekkert lið kemst beint á HM frá Eyjaálfu en sig- urlið undankeppninnar mætir fjórða liði Norður- og Mið-Ameríku. Eftir nokkrar frestanir vegna sóttvarna munu þjóðirnar átta í Eyjaálfu leika til úrslita í Katar í lok mars um sætið í umspilinu. Það eru Nýja- Sjáland, Nýja-Kaledónía, Fídjí, Papúa Nýja-Gínea, Sólómoneyjar, Tahítí, Vanuatu og Cook-eyjar. Sautján HM-sæti enn í boði - Tíu Evrópuþjóðir í hópi fimmtán sem hafa tryggt sér farseðlana til Katar KÖRFUBOLTINN Gunnar Egill Daníelsson gunnaregill@mbl.is Þrír leikir fóru fram í úrvalsdeild karla í körfuknattleik, Subway- deildinni, í gærkvöldi þar sem Grindavík vann sterkan sigur á Tindastóli, Valur vann auðveldan sigur á nýliðum Vestra og Stjarnan vann gífurlega öruggan sigur á botnliði Þórs frá Akureyri. Í Grindavík var talsvert jafnræði með liðunum mestallan leikinn en Grindavík leiddi þó með sjö stig- um, 56:49, í leikhléi. Í síðari hálf- leik þjörmuðu Stólarnir að Grind- víkingum og náðu nokkrum sinnum að minnka muninn niður í aðeins þrjú stig. Nær komust gestirnir hins vegar ekki og tókst Grindavík að lokum að hafa góðan 101:93- sigur. Naor Sharabani var stigahæstur Grindvíkinga í leiknum með 27 stig og skammt á hæla honum kom El- bert Matthews með 26 stig. Stigahæstur í leiknum var hins vegar leikmaður Tindastóls, Javon Biggs, sem skoraði 30 stig. Næst- stigahæstur hjá Stólunum var Taiwo Badmus með 24 stig. Valsmenn of sterkir Valur gerði þá góða ferð til Ísa- fjarðar. Eftir hnífjafnan fyrsta leikhluta þar sem staðan var jöfn, 24:24, stungu gestirnir í Val af í öðrum leikhluta og leiddu með 13 stigum í hálfleik, 49:36. Í síðari hálfleik hertu Valsmenn enn frekar tökin og unnu að lokum þægilegan 95:70-sigur. Pavel Ermolinskij og Kristófer Acox voru báðir öflugir í liði Vals og náðu tvöfaldri tvennu. Pavel tók 21 frákast og gaf 13 stoðsendingar ásamt því að skora átta stig og Kristófer skoraði 10 stig og tók 14 fráköst. Stigahæstir Valsmanna voru Hjálmar Stefánsson og Callum Lawson, báðir með 17 stig. Stigahæstur heimamanna í Vestra og í leiknum var Ken-Jah Bosley með 22 stig. Marko Jurica náði svo tvöfaldri tvennu með því að skora 15 stig og taka 10 fráköst. Botnliðið sá ekki til sólar Stjarnan lenti svo ekki í neinum vandræðum með Þór í Garða- bænum. Magnaður annar leikhluti sá til þess að Stjörnumenn fóru með afar þægilega forystu til leik- hlés þar sem staðan var 61:35. Þrátt fyrir fína spretti Þórsara í síðari hálfleik klykkti Stjarnan út með mjög góðum lokakafla og nið- urstaðan því að lokum auðveldur 112:84-sigur Stjörnunnar. Hilmar Smári Henningsson var stigahæstur Stjörnumanna með 26 stig og skammt á eftir honum var Robert Turner III með 24 stig. Stigahæstur allra í leiknum var hins vegar Dúi Þór Jónsson, sem fór til Þórs frá Stjörnunni fyrir tímabilið. Hann skoraði 28 stig og næststigahæstur hjá Þórsurum var Reginald Keely með 21 stig. Grindavík, Val- ur og Stjarnan með góða sigra - Auðvelt hjá Stjörnunni og Val Ljósmynd/Arnþór Birkisson Drjúgur Hilmar Smári Henningsson var stigahæstur Stjörnumanna í örugg- um sigri liðsins á Þór frá Akureyri í úrvalsdeild karla í gærkvöldi. Í gærkvöldi unnu Haukar góðan 88:77-sigur á Fjölni í úrvalsdeild kvenna í körfuknattleik, Subway- deildinni, í Ólafssal á Ásvöllum. Með sigrinum minntu Haukar á sig í toppbaráttunni enda aðeins fjórum stigum á eftir Njarðvík og Fjölni í efstu tveimur sætunum og með tvo leiki til góða. Stigahæst í leiknum var Aliyah Mazyck hjá Fjölni, en hún skoraði 26 stig. Stigahæst Hauka var Keira Robinson með 25 stig og þá skoraði Dagný Lísa Davíðsdóttir 24 stig fyrir Fjölni. Haukar unnu toppslaginn Ljósmynd/Arnþór Birkisson Öflug Elísabeth Ýr Ægisdóttir lék vel fyrir Hauka í gærkvöldi. KR hafði í gærkvöldi betur gegn Fram í hreinum úrslitaleik í B-riðli Reykjavíkurmóts karla í knatt- spyrnu um sæti í sjálfum úrslitaleik mótsins. Guðmundur Magnússon kom Frömurum yfir snemma leiks áður en Stefán Árni Geirsson jafnaði metin fyrir KR skömmu fyrir leikhlé. Í síðari hálfleik bættu KR- ingar við tveimur mörkum þegar Kristinn Jónsson og Sigurður Bjartur Hallsson skoruðu. 3:1-sigur KR því niðurstaðan, sem mætir Val í úrslitaleik mótsins á sunnudag. KR mætir Val í úrslitaleiknum Ljósmynd/Guðmundur Bjarki Flinkur Stefán Árni Geirsson jafn- aði metin fyrir KR í gærkvöldi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.