Morgunblaðið - 04.02.2022, Qupperneq 28
28 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. FEBRÚAR 2022
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Tónlistarmaðurinn Friðrik Dór gaf
út sína þriðju plötu fyrir tæpum
tveimur vikum og nefnist hún Dæt-
ur. Síðasta plata Friðriks, Segir
ekki neitt, kom út fyrir fjórum ár-
um og hafði að geyma samsafn áð-
ur útgefinna laga en á nýju plöt-
unni eru öll lög ný af nálinni, níu
talsins. Vann Friðrik þau með
fimm upptökustjórum, þeim Magn-
úsi Jóhanni Ragnarssyni, Arnari
Inga Ingasyni, Pálma Ragnari Ás-
geirssyni, Ásgeiri Orra Ásgeirs-
syni og Þormóði Eiríkssyni. Flest
laganna samdi Friðrik í samstarfi
við aðra en annað gildir um laga-
textana því hann er höfundur nær
allra.
Það sem var efst í huga
Sem fyrr segir heitir platan
Dætur og leikur blaðamanni for-
vitni á að vita hvort þar sé eitt-
hvert þema á ferð og hvort þetta
sé jafnvel konseptplata. „Nei, í
raun alls ekki,“ svarar Friðrik
sposkur. Hann hafi einfaldlega
þurft að finna plötunni eitthvert
nafn rétt áður en hún kom út.
Hann segir dætur sínar þrjár
líklega hafa verið sér efst í huga
þegar hann var að velta fyrir sér
titli en sú þriðja fæddist í byrjun
árs. „Þetta er allt um einhverjar
ástir, örlög og dætur úti í hinum
stóra heimi,“ segir Friðrik um
plötuna og á þar við yrkisefnin.
„Ég er einfaldur maður og setti
bara á plötuna titil sem kom upp í
hugann á þessum tíma,“ bætir
hann við kíminn og segir það
skemmtilegasta við titilinn að elsta
dóttir hans hafi skrifað hann á
plötuumslagið.
Yljar með ýmsum hætti
– Platan er í hlýlegum brúngul-
um tónum, er þetta plata sem
yljar?
„Ég held að hún ylji á ýmsan
hátt. Ég held hún geti yljað þeim
sem eru að verða ástfangnir, þeim
sem eru í hjartasorg og þeim sem
langar bara að fara út og dansa,“
svarar Friðrik.
– Kemur þetta þrennt við sögu í
lagatextunum?
„Já, í raun.“
– Eitt lagið heitir „Týpan“.
Hvaða týpa er það?
„Þetta er reyndar bara frasa-
súpa sem mér finnst skemmtileg,“
segir Friðrik um texta lagsins og
að týpan sé samansett úr ýmsum
týpum sem hann þekki vel og
sannleikurinn síðan skreyttur með
skemmtilegum frösum. „Einhver
vildi meina, sá ég á netinu, að eftir
að þetta lag kom út myndi sala á
hortensíum aukast gríðarlega því í
textanum syngur sögumaður um
að hann hafi fært þessari miklu
týpu afskornar hortensíur. Fólki
finnst það skemmtilegt, sem er
mjög gaman að sjá. Af textunum á
plötunni hefur þessi kannski fengið
mestu viðbrögðin, af því sem ég
hef séð alla vega. Fólki finnst hann
eitthvað sniðugur.“
Hreinræktað popp
– En tónlistin, er þetta einfald-
lega popp eða hvernig myndirðu
skilgreina hana?
„Já, ég held að við getum ekkert
farið í felur með það að þetta er
bara mjög hreinræktað popp en
samt sem áður er þetta, að mínu
mati, nokkuð fjölbreytt plata af því
að hún er gerð yfir svo langan
tíma. Þetta er í rauninni allt
Covid-ruglið, tvö ár sem hún hefur
fengið að malla og þar af leiðandi
finnst mér hún ólík innbyrðis,“
svarar Friðrik. Hann hafi ekki náð
löngum, samfelldum tíma í stúdíói
heldur farið í stúdíó þegar hann
var í góðum gír. Því telji hann lög-
in fjölbreytt þó hljóðheimurinn sé
innan ákveðinna marka og ekki út
um allt. „En besta lýsingin er nú
samt alltaf hreinræktað popp,“
undirstrikar Friðrik.
Mikilvægt að hvíla lögin
– Heldurðu að það hafi verið
gott fyrir plötuna að þú hafir feng-
ið þetta langan tíma í að vinna
hana?
„Já, ég held það, ég held að á
endanum hafi þetta komið sér vel
og þá líka að eftir að platan var
tilbúin – eða komin alla vega 90%
inn – fengum við góðan tíma í að
hlusta og klára síðustu prósentin.
Á seinustu tveimur mánuðunum
eða svo sem hún var í vinnslu
fannst mér hún koma mjög vel
saman. Þá var maður búinn að hafa
langan tíma til að hlusta á lögin og
hvíla þau, sem mér finnst líka mik-
ilvægt, taka þau svo aftur fram og
hlusta og taka þá síðustu skrefin.
Mér finnst það alla vega gott þann-
ig að já, ég held að á endanum hafi
það verið jákvætt að fá nægan
tíma til að hræra þetta saman.“
– Þú ert oftast einn í textasmíð-
inni en fleiri eru jafnan með þér í
lagasmíðinni. Finnst þér best að
vinna með öðrum við lagagerðina?
„Já, mér finnst það bara nauð-
synlegt því sjálfur fer ég takmark-
að langt í lagaútsetningum og er
alls ófeiminn við að viðurkenna að
ég hreinlega þarf að fá fólk með
mér til að koma lögunum heim og
saman. Svo er líka bara fullt af
ótrúlega hæfileikaríkum lagahöf-
undum sem er gaman að vinna með
hérna á Íslandi. Mér finnst bara
langskemmtilegast og best að
vinna þetta í einhverjum hópi.“
Mætast á miðri leið
– Þú ert með nokkra upptöku-
stjóra þér til aðstoðar, þeir hafa
væntanlega haft ólíka sýn á lögin?
„Já, það er klárlega ólík sýn
þeirra á milli en samt, einhvern
veginn, eru þetta allt strákar sem
hafa verið að hrærast í þessu poppi
undanfarin ár og vita líka hvað ég
stend fyrir. Þeir eru með ólíka sýn
en vita samt hvar ég stend og það
er mikilvægt að mætast á miðri
leið og fá inngjöf frá nýjum mönn-
um.“
– Þú getur vonandi fylgt plöt-
unni eftir með væntanlegum til-
slökunum á sóttvarnareglum og
samkomutakmörkunum. Ertu bú-
inn að plana eitthvert tónleikahald
eða ætlarðu að bíða og sjá til?
„Eigum við ekki að segja að ég
sé að plana það, maður verður að-
eins að sjá hvernig landið liggur.
Mér finnst ekki alltaf verða það
sem sagt hefur verið að verði en
eigum við ekki að treysta því samt
að við séum á leiðinni út úr þessu?
Jú, ég er að plana tónleikahald,
fyrr en síðar,“ svarar Friðrik og
segist líklega byrja á einum
útgáfutónleikum og sjá svo til.
Mun sala á hortensíum aukast?
- Þriðja hljómplata Friðriks Dórs, Dætur, komin út - Unnin í kófinu - „Ég held að á endanum hafi
það verið jákvætt að fá nægan tíma til að hræra þetta saman,“ segir Friðrik um það langa ferli
Ljósmynd/Anna Maggý
Hlýleg Ljósmyndin sem prýðir
umslag Dætra er í heitum litum.
Gísli Örn Garðarsson, Björn Hlyn-
ur Haraldsson og Mikael Torfason,
handritshöfundar sjónvarpsþátta-
raðarinnar Verbúðin, hlutu í fyrra-
dag verðlaun Norræna kvikmynda-
og sjónvarpssjóðsins fyrir handrit
sitt að þáttaröðinni. Verðlaunin
voru veitt í sjötta sinn á kvikmynda-
hátíðinni í Gautaborg er er verð-
launafé 200.000 norskar krónur,
jafnvirði um þriggja milljóna
króna.
Verðlaunin eru veitt fyrir fram-
úrskarandi handrit að norrænni
dramaþáttaröð en eins og flestir
landsmenn ættu nú að vita fjalla
þættirnir um lífið í litlu sjávarþorpi
úti á landi á níunda áratug síðustu
aldar, tilkomu kvótakerfisins um-
deilda og ástir og örlög nokkurra
aðalpersóna. Þættirnir eru nú sýnd-
ir á RÚV og hafa notið mikilla vin-
sælda og hlotið mikið lof.
Dramatískir, fyndnir
og ófyrirsjáanlegir
Í umsögn dómnefndar verðlaun-
anna segir að þættirnir séu allt í
senn dramatískir, fyndnir og ófyrir-
sjáanlegir og haldi sínum upphafs-
tóni. Í þáttaröðinni séu miklar til-
finningar í spilinu og mikið í húfi og
ein aðalpersónan, Harpa, sem rek-
ur sjávarútvegsfyrirtæki í þorpinu,
á undan sinni samtíð. Einnig segir
að höfundar séu óhræddir við að
reyna á mörk frásagnarlistarinnar
en eins og þeir vita sem séð hafa
þættina eru þeir bæði hádramatísk-
ir og spaugilegir í bland.
Í dómnefnd sátu finnska leik-
konan Alma Pöysti, ungverski rit-
höfundurinn og framleiðandinn
Gábor Krigler, norski handrits-
höfundurinn og leikstjórinn Julie
Andem og sænski blaðamaðurinn
og sjónvarpsrýnirinn Mattias
Bergqvist. helgisnaer@mbl.is
Handrit Verbúðar það besta
- Þáttaröðin hlaut verðlaun Norræna kvikmynda- og
sjónvarpssjóðsins fyrir besta handrit að dramatískri seríu
Ljósmynd/Torleif Hauge, nordiskfilmogtvfond.com
Í Gautaborg Mikael Torfason, Nina Dögg Filippusdóttir og Gísli Örn Garðarsson tóku við verðlaununum í fyrradag.
Ítalska leikkonan Monica Vitti er
látin níræð að aldri. „Vertu sæl Mon-
ica Vitti, vertu sæl drottning ítalskr-
ar kvikmyndagerðar. Í dag er sann-
arlega sorgardagur, við höfum misst
mikinn listamanna og mikilvægan
Ítala,“ er haft eftir Dario Francesch-
ini, menningarmálaráðherra Ítalíu, í
yfirlýsingu sem send var út á mið-
vikudag og breska dagblaðið The
Guardian greinir frá.
Vitti öðlaðist heimsfrægð fyrir
frammistöðu sína í kvikmyndinni
L’Avventura í leikstjórn Michelang-
elos Antonionis sem frumsýnd var
árið 1960. Í myndinni leikur hún
sálarkvalda konu sem daðrar við
elskhuga týndrar vinkonu sinnar.
Monica Vitti, sem hét í raun Maria
Luisa Ceciarelli, fæddist í Róm 3.
nóvember 1931. Hún uppgötvaði ást
sína á leikhúsinu í seinni heimsstyrj-
öld þegar hún skemmti fjölskyldu
sinni með brúðuleikhúsi til að létta
þeim stundirnar á erfiðum tímum.
„Þegar sprengjurnar féllu, þegar
við urðum að leita skjóls í skýlum
vorum við litli bróðir minn vön að
spinna stutt leikrit til að skemmta
öðrum í kringum okkur,“ rifjaði Vitti
upp löngu síðar.
Vitti útskrifaðist úr Þjóðarleik-
listarskólanum í Róm 1953 og hóf
feril sinn í leikhúsinu, þar sem hún
vakti mikla athygli fyrir kómíska
hæfileika sín. Þar sá leikstjórinn
Michelangelo Antonioni hana og
fóru þau fljótt að vinna saman. „Ég
var svo lánsöm að hefja snemma á
ferlinum samstarf við mikinn lista-
mann, sem var líka andlegur, fullur
af lífi og eldmóði,“ sagði Vitti í viðtali
í ítalska sjónvarpinu 1982.
Walter Veltroni, fyrrverandi
menningarmálaráðherra Ítalíu, upp-
lýsti fyrst um andlát Vitti í tísti á
Twitter og sagði það gert að ósk
Robertos Russos, eiginmanns Vitti.
Nokkur ár eru síðan Vitti dró sig
alfarið úr sviðsljósinu, en hún glímdi
við hrörnunarsjúkdóm.
Monica Vitti látin
90 ára að aldri
- Drottning ítalskrar kvikmyndagerðar
AFP
Ítalska leikkonan Monica Vitti er
þekktust fyrir hlutverk sín í kvik-
myndum Michelangelos Antonionis.