Morgunblaðið - 08.02.2022, Síða 1
Þ R I Ð J U D A G U R 8. F E B R Ú A R 2 0 2 2
.Stofnað 1913 . 32. tölublað . 110. árgangur .
VANN GULL
Á FIMMTU
LEIKUNUM Í RÖÐ
HJÓN SÓTTU
UM SAMA
EMBÆTTIÐ
EFNISSKRÁIN
INNBLÁSIN AF
SUMRI OG ÁST
EINSDÆMI Í KIRKJUSÖGUNNI 9 TÍBRÁRTÓNLEIKAR 28EINSTAKT ÓLYMPÍUAFREK WÜST 27
_ Heildsölu-
verðbólga í
Þýskalandi hef-
ur, samkvæmt
mælingum þýsku
hagstofunnar,
ekki mælst jafn
há í hálfa öld.
Heildsöluverð-
bólga er mæli-
kvarði á verð-
breytingar á
heildsölustigi og mælir því verð-
breytingar áður en þær ná upp í
gegnum smásölustigið. Hún veitir
því vísbendingu um þróun verðlags.
Allt að 36% verðhækkun
Kári Steinar Lúthersson, fram-
kvæmdastjóri Múrbúðarinnar,
kveðst hafa fengið tilkynningar um
5-36% verðhækkanir frá Þýska-
landi. Þær séu einna mestar í litlum
hlutum úr plasti en þá leggist sam-
an erfiðleikar við að fá hráefni og
tafir á flutningum og aukinn kostn-
aður við að flytja vörur. „Það hefur
til dæmis verið tilkynnt um 16%
hækkanir á sementsbundnum
efnum, á borð við flísalím.“ »12
Verðbólguskriða
í Þýskalandi
Kári Steinar
Lúthersson
Mikill öldugangur og brim var við Vestmannaeyjar í gær þeg-
ar mikið óveður gekk yfir landið, en spáð hafði verið allt að
tíu metra ölduhæð í gær og í dag.
Óvenjuháar tölur sáust á vindmælum á þekktum hviðustöð-
um í gærmorgun, og fór vindhraðinn á Reykjanesbraut í 31,2
m/s, en mesta vindhviðan þar náði 43 m/s. Þá náði vindhviða
við Tíðaskarð upp í 65,1 m/s og ein hviðan við Vatnsskarð fór
upp í 60,7 m/s.
Segir Guðrún Nína Petersen veðurfræðingur í samtali við
blaðið að óveðrið verði í minnum haft meðal veðurfræðinga,
en aftur var farið að hvessa undir kvöld þegar Morgunblaðið
fór í prentun. »4 og 14
Morgunblaðið/Óskar Pétur Friðriksson
Öldur og brim
í óveðurshvelli
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Komið er í ljós að mygla er í húsnæðinu í Skógarhlíð 6 þar
sem félags- og vinnumarkaðsráðuneytið og heilbrigðis-
ráðuneytið eru til húsa. Gissur Pétursson, ráðuneytis-
stjóri í félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu, staðfestir við
Morgunblaðið að komið hafi upp mygla og raki í hluta af
húsnæðinu í Skógarhlíð, sem varðar bæði ráðuneytin.
„Við erum að bregðast við því með því að loka hluta hús-
næðis í kjallara og vinna að viðgerðaráætlun,“ segir Giss-
ur. Um er að ræða skemmdir í kjallara húsnæðisins þar
sem eru bæði skjalageymslur og mötuneyti starfsmanna
beggja ráðuneytanna og auk þess starfsstöðvar frá heil-
brigðisráðuneytinu.
Rétt fimm ár eru liðin síðan ráðuneytin sem þá til-
heyrðu velferðarráðuneytinu fluttu úr Hafnarhúsinu við
Tryggvagötu í núverandi húsnæði í Skógarhlíð þar sem
myglusveppur kom upp í Hafnarhúsinu, sem ekki tókst að
uppræta. Var á þeim tíma greint frá því að með flutning-
unum í Skógarhlíð væri um tímabundið húsnæðisúrræði
að ræða.
Þær upplýsingar fengust í heilbrigðisráðuneytinu í gær
að verið væri að rannsaka málið betur og of snemmt að
segja til um það á þessari stundu hver næstu skref verða.
Myglusveppur í húsi
ráðuneyta í Skógarhlíð
- Hluta hússins lokað - Fluttu 2017 vegna myglu í Hafnarhúsi
Morgunblaðið/Unnur Karen
Ráðuneyti Húsnæði ráðuneytanna í Skógarhlíð.
_ Mikil óánægja hefur verið með
ólíkt mat á virði húsa á Seyðisfirði í
kjölfar aurskriðunnar þar í desem-
ber 2020. Fram kemur í umsögn
stjórnar Náttúruhamfaratrygg-
ingar Íslands um þingsályktunar-
tillögu á Alþingi, að hús sem sóp-
uðust burt með aurskriðunni voru
greidd út á grundvelli brunabóta-
mats, en eigendum húsa sem ekki
má lengur búa í vegna nýs hættu-
mats er boðið markaðsvirði fyrir
sínar eignir á grundvelli laga um
varnir gegn snjóflóðum og skriðu-
föllum. Í sumum tilfellum geti mun-
að tugum milljóna á þessum ólíku
forsendum. »11
Morgunblaðið/Eggert
Skriður Hreinsað til eftir aurskriðurnar á
Seyðisfirði sem féllu í desember 2020.
Óánægja með ólíkt
mat á virði húsa