Morgunblaðið - 08.02.2022, Síða 8
8 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. FEBRÚAR 2022
Björn Bjarnason skrifar á vef
sinn að tveimur samsæriskenn-
ingum sé haldið fram af vinstri
mönnum í Reykjavík.
Önnur snúi að Sunda-
braut: „Á 20 ára ferli
Dags B. Eggerts-
sonar í borgarstjórn
Reykjavíkur hefur
ekkert miðað varð-
andi lagningu Sunda-
brautar þótt áform
um hana bæri hátt
fyrir kosningarnar
2002. Dagur B. hann-
aði þá kenningu sér
til afsökunar í bók
sinni Nýja Reykjavík
að í stað þess að
gagnrýna sig væri
nærtækara að líta til
gjaldþrots seðlabank-
ans og „hvarfs“ símapeninganna!
- - -
Þetta er dæmigerð samsæris-
kenning sem samfylkingarfólk
endurtekur í útvarpsþáttum og
annars staðar þar sem það tekur til
varna fyrir aðgerðarleysið frá því
að vinstri menn náðu undirtök-
unum í borgarstjórn fyrir 28 árum.
- - -
Sturla Böðvarsson var sam-
gönguráðherra frá 1999 til
2007. Hann sagði á Facebook 27.
janúar 2022:
„Alþingi samþykkti 13. mars 2003
Samgönguáætlun fyrir tímabilið
2003-2014. Þar var gert ráð fyrir
lagningu Sundabrautar. Dagur B.
Eggertsson og hans fólk í borgar-
stjórn hefur allar götur síðan komið
í veg fyrir lagningu Sundabrautar.
Vonandi átta borgarbúar sig á þess-
ari ótrúlegu framgöngu borgar-
stjórans sem ber ábyrgð á því ófor-
svaranlega ástandi sem ríkir í
umferðarmálum borgarinnar sem á
rætur að rekja til þess að Sunda-
braut hefur ekki verið lögð.“
Skýrara verður það ekki.“
- - -
Óhætt er að taka undir að það er
býsna skýrt hvar ábyrgðin á
Sundabrautarskortinum liggur.
Björn
Bjarnason
Ábyrgð Dags
STAKSTEINAR
Dagur B.
Eggertsson
Á annað hundrað skjálfta mældust í gær á
undangengnum sólarhring og voru kraftmestu
skjálftarnir rúm tvö stig að stærð. Var aukin
virkni á Reykjanesskaga og við Grímsey, en auk
þess hefur skjálftahrina vestan við Ok á Vestur-
landi einnig verið nokkuð stöðug síðustu daga.
Einar Bessi Gestsson, náttúruvársérfræðing-
ur hjá Veðurstofu Íslands, sagði við mbl.is að
skjálftarnir á Reykjanesskaga væru merki um
aukna virkni í skamman tíma, en ekki væri
óeðlilegt að jörð skylfi við Fagradalsfjall. Sagði
Einar Bessi ótímabært að segja til um hvort
þetta væri merki um upphaf nýrrar skjálfta-
hrinu og engin merki væru um gosóróa.
Skjálfti að stærð 2,9 mældist vestan við Ok
fyrir hádegi í gær, þar sem skjálftahrina hefur
staðið yfir frá því í desember. Hafa mælst fimm
skjálftar síðan þá sem voru þrír að stærð eða
stærri en stórir innflekaskjálftar eru nokkuð
sjaldgæfir. Töldu sérfræðingar Veðurstofunnar
að mögulega mætti tengja þá skjálfta við
spennubreytingar á skjálftasprungum.
hmr@mbl.is
Á annað hundrað skjálfta í gær
- Aukin virkni á Reykja-
nesskaga og við Grímsey
Morgunblaðið/Eggert
Skjálftavirkni Mikil skjálftavirkni var í gær við
Fagradalsfjall, en engin merki eru um gosóróa.
Ragnheiður Birgisdóttir
ragnheidurb@mbl.is
Ostur glatar ekki eiginleikum sínum
þrátt fyrir brauðmylsnuhjúp og er
mönnum því skylt að skilgreina hann
sem ost þrátt fyrir útlitsbreytinguna.
Þetta kemur fram í úrskurði yfir-
skattanefndar í máli þar sem deilt
var um afturköllun tollgæslustjóra á
bindandi álitum um tollflokkun fjög-
urra tegunda brauðhjúpaðra osta.
Kærandi krafðist þess að ákvörðun
tollgæslustjóra um afturköllun
álitanna yrði felld úr gildi en þeirri
kröfu var hafnað.
Í upphaflegri niðurstöðu tollgæslu-
stjóra höfðu umræddar vörur verið
felldar undir vörulið 2106 í tollskrá
sem „unnin matvæli“. Álitin voru
hins vegar afturkölluð á grundvelli
þess að flokkun varanna hefði verið
röng og að vörurnar féllu undir vöru-
lið 0406, „Ostur og ystingur“.
Ostar falla almennt undir 4. kafla
tollskrár og ólíkt flestum öðrum
vörum í þeim kafla hefur viðbót ann-
ars konar matvæla, t.d. kjöts, fisks,
grænmetis eða ávaxta, við ost ekki
áhrif á flokkun hans svo lengi sem
viðkomandi afurð heldur eiginleikum
osts. Það á líka við um brauðhjúp
hvers konar.
Í úrskurði yfirskattanefndar er
vísað til athugasemda í tollskrá þar
sem fram kemur að einum eða fleiri
náttúrulegum þáttum osts verði að
vera skipt út í heild sinni fyrir aðra
þætti svo unnt sé að fallast á að varan
falli utan vöruflokks 0406, „Ostur og
ystingur“.
Í ákvörðun tollgæslustjóra kom
fram að umræddar vörur væru 52-
66% hreinir ostar sem húðaðir væru
með brauðraspi og foreldaðir upp úr
olíu. Eiginleikum hefðbundins osts,
sem gerður er úr kúamjólk, yrði ekki
haggað með því að hjúpa hann
mylsnu og steikja upp úr jurtaolíu.
Ostar í brauð-
hjúp eru ostar
- Úrskurður yfirskattanefndar
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Feluleikur Þessi ostur væri enn ost-
ur þó að hann hyldi sig með mylsnu.
Stjórn Varðar boðar til fulltrúaráðsfundar í Valhöll
fimmtudaginn 10. febrúar nk. kl. 17:00.
Dagskrá: Tillaga stjórnar um að boða til almenns
prófkjörs hinn 12. mars nk., þar sem kjörskrá verður
afmörkuð við flokksskrá tveimur vikum fyrir kjördag.
Seturétt eiga fulltrúar í Verði. Hægt er að kanna aðild
á xd.is/minar-sidur/
Stjórn Varðar
Fundur í Verði, fulltrúaráði
sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/