Morgunblaðið - 08.02.2022, Page 9
FRÉTTIR 9Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. FEBRÚAR 2022
Löggiltur heyrnarfræðingur
Hlíðasmára 19 • 201 Kópavogur • Sími 534 9600 • heyrn.is
Gríptu til þinna ráða
Pantaðu tíma í
HEYRNAR
GREININGU
Nánari upplýsingar í síma 534 9600 eða á heyrn.is
Allar helstu rekstrarvörur og
aukahlutir fyrir heyrnartæki
fást í vefverslun heyrn.is
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Nöfn umsækjenda um störf sóknar-
presta í Víkurprestakalli í Mýrdal
og Skálholtsprestakalli voru birt á
vef þjóðkirkjunnar um miðja síð-
ustu viku.
Um starf sókn-
arprests í Skál-
holtsprestakalli
sóttu fimm: Séra
Arnaldur Arnold
Bárðarson, Árni
Þór Þórsson guð-
fræðingur, Bryn-
dís Böðvarsdóttir
guðfræðingur,
séra Dagur
Fannar Magn-
ússon og séra Ingibjörg Jóhanns-
dóttir.
Séra Arnaldur Arnold, prestur á
Eyrarbakka, og séra Ingibjörg eru
hjón og segja þeir sem best þekkja
til að það sé einsdæmi í kirkjusögu
Íslands að hjón sæki um sama
prestsembættið.
Valnefnd í prestakallinu var
snögg til og ákvað að kalla séra Dag
Fannar til starfa í Skálholti.
Biskup Íslands hefur staðfest
ráðningu hans. Dagur Fannar
fæddist 10. júlí 1992 og er því 29 ára
að aldri. Hann hefur verið prestur í
Heydölum í Breiðdal í rúm tvö ár.
Eiginkona hans er Þóra Gréta
Pálmarsdóttir, foreldrafræðingur
og uppeldisráðgjafi að mennt, og
eiga þau þrjú börn.
Skálholtsprestakall í Suður-
prófastsdæmi er á samstarfssvæði
með Hrunaprestakalli. Það saman-
stendur af átta sóknum þar sem eru
12 kirkjur.
Í fésbókarfærslu þakkar Dagur
Fannar sóknarbörnum sínum í Hey-
dalasókn góðar móttökur og ein-
stakan stuðning. Hann kveðst hafa
bundist staðnum og sóknarbörnum
sterkum böndum sem aldrei muni
bresta.
Um starf sóknarprests í Víkur-
prestakalli sóttu fimm: Árni Þór
Þórsson guðfræðingur, Bryndís
Böðvarsdóttir guðfræðingur, Edda
Hlíf Hlífarsdóttir guðfræðingur og
séra Ingibjörg Jóhannsdóttir. Einn
umsækjandi óskar nafnleyndar.
Biskup Íslands, sr. Agnes M. Sig-
urðardóttir, auglýsti fyrir nokkru
eftir prestum í fjögur störf og rann
umsóknarfrestur um þau út á mið-
nætti 24. janúar sl.
Áður hefur verið greint frá því
hverjir sóttu um prestsstarf í Egils-
staðaprestakalli, og sóknarprests-
starf í Þingeyraklaustursprestakalli
en töf varð á afgreiðslu mála í
seinni tveimur prestaköllunum. Val-
ferli mun á næstunni fara fram sam-
kvæmt starfsreglum um ráðningu í
prestsstörf. Valnefnd prestakalls
velur presta og biskup ræður þann
umsækjanda í starfið sem valnefnd
hefur náð samstöðu um.
Hjón sóttu um sama
embættið í Skálholti
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Skálholt Einn mesti sögustaður Íslands og biskupssetur síðan árið 1056.
- Séra Dagur Fannar Magnússon
prestur í Heydölum var valinn
Dagur Fannar
Magnússon
Alls greindust 1.367 kórónuveiru-
smit innanlands sl. sunnudag sam-
kvæmt bráðabirgðatölum sem birt-
ust á vefnum covid.is. Voru 42
prósent í sóttkví við greiningu.
Í gær lágu 30 sjúklingar með Co-
vid-19 á Landspítala. Þar af voru 28
með virkt smit og í einangrun. Á
gjörgæslu voru 2 sjúklingar sem
eru báðir lausir úr einangrun. Ann-
ar þeirra var í öndunarvél og
hjarta- og lungnavél.
Um helgina bættust 20 nýir sjúk-
lingar í Covid-hópinn; inniliggj-
andi, greindir við innlögn og vegna
Covid frá göngudeildinni.
Nú eru Covid-sjúklingar á hjarta-
deild, meltingar- og nýrnadeild,
Vífilsstöðum, fæðingarvakt, bækl-
unarskurðdeild, barnadeild, geð-
deild, lungnadeild, smitsjúkdóma-
deild og gjörgæsludeildinni við
Hringbraut.
Nýjar reglur
Í gær tóku gildi nýjar reglur um
einangrun einkennalausra og
þeirra sem hafa mjög væg einkenni
Covid-sýkingar en þeir eru nú í 5
daga einangrun ef framangreind
skilyrði eru uppfyllt. Starfsmenn
Landspítala sem snúa aftur til
vinnu eftir Covid mega koma eftir 7
daga ef þeir eru hitalausir.
1.367 greindust með kórónuveiru
Utanríkisráðuneytið mun verja 250
milljónum króna til að styðja við
starfsemi Barnahjálpar Sameinuðu
þjóðanna (UNICEF) til að hraða
dreifingu og aðgengi að bóluefnum
gegn Covid-19 í þróunarríkjum.
Fram kemur á heimasíðu ráðu-
neytisins að Ísland hafi tekið virkan
þátt í alþjóðlegum aðgerðum til
stuðnings baráttu þróunarríkja gegn
heimsfaraldrinum og áhrifum hans
en auk framlagisins til UNICEF
hafi stjórnvöld varið rúmum millj-
arði króna til COVAX-bóluefnasam-
starfsins.
Framlag Íslands til UNICEF er
undir formerkjum alþjóðlega bólu-
efnasamstarfsins ACT-A en þar
gegnir stofnunin lykilhlutverki í því
að tryggja að bóluefni sem fjár-
mögnuð eru í gegnum samstarfið
komist á leiðarenda. Stofnunin sér
um flutning á bóluefnum innan þró-
unarríkja, tæknilega aðstoð við
framkvæmd bólusetninga, stuðning
við heilbrigðisstarfsfólk og stofnan-
ir, ásamt almenningsfræðslu.
UNICEF fær stuðning til
að hraða dreifingu bóluefna
Ljósmynd/UNICEF
Bólusetning UNICEF gegnir lykilhlutverki í því að tryggja að bóluefni sem
fjármögnuð eru í gegnum alþjóðlegt samstarf komist á leiðarenda.
- Utanríkisráðuneytið veitir 250 milljónir króna til verkefnisins