Morgunblaðið - 08.02.2022, Page 17
MINNINGAR 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. FEBRÚAR 2022
✝
Hjördís Björns-
dóttir fæddist
3. febrúar 1978 í
Reykjavík. Hún
lést 28. janúar á
heimili sínu, Vall-
holti 19, Ólafsvík.
Foreldrar henn-
ar eru þau Hulda
Erla Ólafsdóttir, f.
9.12. 1941, d. 18.3.
1997, og Björn Sig-
urðsson, f. 6.4.
1954, búsettur í Reykjavík.
Fósturbróðir Hjördísar er Bald-
ur Baldursson, f. 6.6. 1968.
Hálfsystkini hennar samfeðra
eru Agnes Björk, f. 21. janúar
1981, Örvar Ingi, f. 20.1. 1983,
hennar. Fljótlega fór Hjördís að
búa ein og gerði alla tíð þar til
einkasonur hennar, Hilmar
Bjarni Gunnarsson, fæddist
hinn 15. maí 2013.
Barnsfaðir Hjördísar er
Gunnar B. Sigurðsson, f. 31.
desember 1980.
Á grunnskólaaldri hóf Hjör-
dís að vinna í rækju- og fisk-
vinnslu á sumrin. Hún starfaði
svo við afgreiðslustörf og lengi
vann hún í Söluskála Ó.K.
Lengst starfaði hún á Tann-
læknastofu Ara Bjarnasonar
fram að því að hún gat ekki
unnið lengur vegna veikinda
sinna í nóvember 2021.
Útför Hjördísar verður gerð
frá Ólafsvíkurkirkju í dag, 8.
febrúar 2022, og hefst athöfnin
klukkan 14.
Útförinni verður streymt:
https://youtu.be/AVub5yB_Vgo
Hlekk á streymi má nálgast á
www.mbl.is/andlat
og Viktor Stefán, f.
9.8. 1993. Hálf-
systir sammæðra
er Kristín Val-
gerður, f. 4.11.
1982.
Hjördís bjó alla
sína ævi í Ólafsvík
fyrir utan stuttan
tíma er hún flutti
og prófaði að búa í
Reykjavík. Hún bjó
ein með móður
sinni þar til móðir hennar lést
er Hjördís var 19 ára. Eftir
andlát móður sinnar bjó hún í
skamman tíma hjá móðursystur
sinni Sigrúnu M. Ólafsdóttur og
Ragnari Ágústssyni manni
Í lífi okkar er vonin oft okkar
sterkasta afl. Það var okkur öll-
um sem þekktu Hjördísi Björns-
dóttur mikið reiðarslag þegar
hún, fyrir fjórum árum, greindist
með þann illvíga sjúkdóm sem
lagði hana að velli að lokum. Ung
kona í blóma lífsins með ungan
son og framtíðin virtist ætla að
taka fagnandi á móti henni. Við
tóku ár þar sem Hjördís tókst á
við þennan vágest og neitaði að
gefast upp, neitaði honum um að
taka yfir hversdagsleikann sem
okkur er svo mikilvægur. Við
sem stóðum hjá og fylgdumst
með baráttu hennar fögnuðum
hverju ári þar sem hún hafði bet-
ur. Lífshlaup hennar var ekki án
hindrana, það vita allir þeir sem
hana þekktu, en hún fann sér leið
til að fara fram hjá þeim og lifa í
sátt við guð og menn. Hjördís
ólst upp hjá móður sinni, sem
vegna eigin erfiðleika þurfti
stuðning annarra til þess að feta
veginn. Þar er helst að nefna
móðursystur hennar sem gerðu
sitt til þess að auðvelda þeim
mæðgum lífið og skilur það eftir
fallega mynd af einlægum kær-
leika þeirra sem og afkomenda til
Hjördísar. Síðustu ár gekk Hjör-
dís, ásamt syni sínum, samhliða
mér og fjölskyldu minni og í
minningum okkar sem fjölskyldu
er myndin af þeim mæðginum
samofin okkar – þau voru og eru
hluti af okkar fjölskyldu. Það
voru ekki einungis við sem
tengdumst henni fjölskyldubönd-
um sem gengu veginn með henni
heldur hefur Hjördís átt ótrúleg-
an stuðning samfélagsins alls.
Þegar Hjördís eignaðist sinn son
varð ég amma og Þórður varð afi.
Stolt tókum við á móti hamingju-
óskum og varð einni samstarfs-
konu Hjördísar það á orði að hún
hefði aldrei upplifað það að heilt
bæjarfélag hefði eignast barn en
það voru orð að sönnu og segja
meira en mörg orð um hug bæj-
arbúa til Hjördísar. Að rekja lífs-
sögu Hjördísar væri of langt mál
hér en þó er eitt að nefna sem var
Hjördísi mikilvægast hér á jörð –
soninn Hilmar Bjarna. Hann var
ljósið í lífi hennar og sinnti hún
honum af einstakri alúð. Að vera
átta ára drengur í þessum spor-
um er flestum okkar ókunn
staða. Allt það sem fylgir því að
vera alinn upp í skugga þessa
óvelkomna gests mun setja mark
sitt á hann en hann á því láni að
fagna að mamma hans var hin
fallega og ljúfa Hjördís. Hann er
umvafinn kærleik allra sem til
þeirra þekktu og ég veit í hjarta
mínu að björt framtíðin mun taka
á móti honum og margir ganga
við hans hlið. Ég, Þórður, Þórdís
og Marsibil þökkum af heilum
hug allt það sem Hjördís var okk-
ur og kveðjum hana með virðingu
og þökkum öllum þeim sem réttu
henni og Hilmari Bjarna hjálp-
arhönd þegar mest á reyndi.
Megi blessuð minning Hjördísar
lifa.
Ólína Björk Kristinsdóttir.
Í dag kveð ég mína bestu vin-
konu og frænku. Hjördís var ein-
stök perla sem öllum þótti svo
ótrúlega vænt um. Hún var
glæsileg, sjálfstæð, félagslynd,
umhyggjusöm, nægjusöm og
ótrúlega sterk þrátt fyrir áföll í
lífinu.
Hún bjó ein með móður sinni
en Hjördís var 19 ára þegar móð-
ir hennar dó og stóð hún þá eftir
ein. Hún var sem betur fer rík af
stórri móðurfjölskyldu, föður-
ömmu og öðru góðu fólki sem
studdi við bakið á henni. Hún var
þakklát fyrir það þótt hún hafi nú
ekki alltaf þegið það sem að
henni var rétt. Henni fannst oft
eins og það væri örugglega ein-
hver annar sem þyrfti meira á
hlutunum að halda en hún. Sjálf-
stæð var hún og ákveðin í að
standa sig vel í lífinu.
Best fannst henni að vera í
Ólafsvík og þótti henni mjög
vænt um bæjarfélagið sitt enda
Ólafsvík nafli alheimsins að
hennar sögn.
Við Hjördís eigum ótal
skemmtilegar minningar saman,
hvort sem það voru göngutúrar,
matarboð, verslunarferð erlend-
is, ferðalög innanlands, sauma-
klúbbar, partí, böll með Sálinni
eða Stjórninni sem voru í miklu
uppáhaldi eða bara rúntur um
plássið. Hún var alltaf til í hitting
enda var samvera með fólki
henni mjög mikilvæg.
Stærsta hlutverk Hjördísar í
lífinu var móðurhlutverkið og
man ég svo vel þegar hún sagði
mér frá því að hún væri ólétt, það
voru heldur óvæntar fréttir en
jafnframt svo gleðilegar. Ég held
hreinlega að allt bæjarfélagið
hafi farið í gleðivímu þegar sú
frétt fór að berast, hvað þá þegar
drengurinn hennar, Hilmar
Bjarni, fæddist hinn 15. maí 2013.
Það var svo enn ánægjulegra
þegar við tvær ásamt Mörtu vin-
konu okkar áttum allar stráka á
sama árinu. Okkur leiddist því
aldrei í fæðingarorlofinu, nóg var
að gera í göngutúrum og hitting-
um hjá okkur með strákana.
Það er svo ótrúlega sárt og
erfitt að hugsa til þess að Hjördís
og Hilmar fái ekki meiri tíma
saman. Hann er svo dýrmætur
demantur sem veitti henni og
okkur öllum mikla ást og gleði.
Enda góður og duglegur strákur
eins og mamma hans. Við sem
eftir stöndum munum gera okkar
besta við að halda utan um og
passa upp á litla draumaprinsinn
hennar. Við munum halda uppi
minningunni um dásamlega móð-
ur sem var tekin burtu frá okkur
alltof snemma.
Það var fyrir nærri fjórum ár-
um sem Hjördís greindist með
illvígt krabbamein, sem var mik-
ið áfall fyrir alla. Útlitið var ekki
bjart en áfram veginn fór hún á
hörkunni einni saman. Aldrei
kvartaði hún yfir örlögum sínum.
Það var ekkert gefið eftir og
stundum erfitt að sjá hversu hörð
hún gat verið við sjálfa sig. Ég
veit að það hefur verið henni erf-
itt að þiggja þá aðstoð sem hún
þurfti undir það síðasta en hún
hafði gott fólk í kringum sig og
gat fengið að deyja heima.
Nú er hins vegar komið að
leiðarlokum og stórt skarð
höggvið í hjörtu okkar sem eftir
stöndum. Sár söknuður og tóm-
leiki blasir við en ég veit að hún
Hjördís okkar myndi segja okk-
ur að horfa fram á veginn og taka
þetta á hörkunni.
Ég enda þetta á setningu úr
laginu hennar Whitney Houston
sem var í svo miklu uppáhaldi hjá
henni:
„I will always love you.“
Þín vinkona,
Elva Ösp Magnúsdóttir.
Elsku hjartans Hjördís mín.
Svo erfitt að setjast niður og
skrifa en mig langar að minnast
þín í nokkrum orðum. Þetta er
svo óraunverulegt að þú sért far-
in elsku vinkona mín, ég bíð alltaf
eftir að fá snapp frá þér eða ein-
hver skilaboð eða hringja í þig,
það er skrýtið að geta það ekki.
Við höfum brallað mikið saman í
gegnum árin, skemmtilegustu
minningarnar voru síðan við vor-
um unglingar eða réttara sagt
eftir grunnskóla. Það var nóg að
gera hjá okkur; við rúntuðum
mikið Ólafsbrautina fram og til
baka, það var lífið, við unnum
saman í rækjunni, sjoppunni og
frönsku búðinni í Kringlunni. Við
vorum svo lánsamar að ná að
fara á Lýsuhólsball og einnig fór-
um við á Logaland og um helgar
vorum við duglegar að mæta á
bæjarbarinn sem var og hét.
Okkur vinkonunum leiddist aldr-
ei. Hjördís var harðdugleg og
kvartaði aldrei og ef hún kvartaði
þá hugsaði maður að nú væri
eitthvað mikið bogið. Það var
alltaf gaman í kringum Hjöddu,
alltaf til í tjútt og skemmtun. Við
fórum einu sinni til Boston sam-
an með vinkonum, sem var frá-
bær ferð. Einnig var farið í
kvennfélagsferðir en við Hjördís
skelltum okkur í kvenfélagið
hérna um árið því það átti að fara
fljótlega til útlanda og við ætl-
uðum með! Hjördís var harðdug-
leg kvenfélagskona og var
nokkrum sinnum í stjórn KÓ og
stóð sig vel, svo voru það þorra-
blótin sem við fórum alltaf á og
nú síðast fyrir tveimur árum. Það
var svo árið 2013 að gullið hennar
hann Hilmar Bjarni fæddist. Við
vorum þrjár vinkonurnar sem
vorum óléttar þetta ár. Hjördís
átti fyrst og gekk það bara eins
og í sögu og var alveg í takt við
hana, það gekk allt svo vel hjá
henni því það var ekkert vesen,
þau komu svo heim og allt gekk
eins og í sögu. Frábært hefur
verið að fá að fylgjast með henni
og Hilmari Bjarna, svo samrýnd
og mikill kærleikur, Hjördís var
svo frábær móðir. Hún var alltaf
boðin og búin að hjálpa til ef það
var eitthvað. Eftir að strákarnir
okkar fæddust höfum við fylgst
að, þau hafa verið ófá fótbolta-
mótin, sumarbústaðaferðirnar,
Reykjavíkurferðirnar og margt
fleira. Það var svo árið 2018 sem
Hjördís greinist með krabba-
mein sem var mikið áfall, hún
þessi sterka stelpa. Við vinkon-
urnar fórum til hennar á spítal-
ann á Akranesi með tárin í aug-
unum, hún skildi nú ekkert í
okkur, hún hefði það fínt og
þyrfti að fara að komast heim aft-
ur. Svona hefur þetta verið hjá
elsku Hjördísi, svo mikill jaxl, og
yfirleitt þegar ég talaði við hana
daginn eftir lyfjagjöf og spurði
hvernig hún hefði það þá var það
„bara fínt“. Síðustu ár hefur
Hjördís verið dugleg að mæta í
ræktina á morgnana og gaf það
henni góða orku eins og hún
sagði oft. Æ það hefði verið svo
gaman ef við hefðum fengið að
gera miklu meira saman á kom-
andi árum og búa til minningar,
við vorum meira að segja búnar
að stofna matarklúbb – reyndar
bara búinn að vera einn en það
var gaman.
En elsku Hjördís það er svo
erfitt að kveðja þig, ég veit að þú
munt fylgjast með okkur öllum
úr sumarlandinu og þá helst hon-
um Hilmari Bjarna gullinu þínu.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Elsku Hilmar Bjarni og fjöl-
skylda, mínar innilegustu samúð-
arkveðjur.
Marta S. Pétursdóttir.
Hjördís
Björnsdóttir
✝
Gerða Ásrún
Jónsdóttir
fæddist 8. desem-
ber 1936 í Hróars-
keldu í Danmörku.
Hún lést á Drop-
laugarstöðum 27.
janúar 2022.
Foreldrar henn-
ar voru hjónin Jón
Stefánsson rit-
stjóri og kaup-
maður á Akureyri,
f. 17. janúar 1881, d. 1. júní
1945, og Gerda Stefánsson hús-
freyja og útsölustjóri ÁTVR á
Akureyri, f. 24. júlí 1906, d. 9.
nóvember 1985. Bræður Gerðu
eru Stefán, f. 1934, d. 2013, og
Gerða fæddist í Danmörku,
og ólst upp á Akureyri og fór
hún reglulega til Danmerkur til
að heimsækja móðurfólkið sitt.
Gerða lauk skólagöngu á Ak-
ureyri áður en hún fór til
Reykjavíkur og lauk námi við
HSÍ í október 1958. Hún starfaði
sem hjúkrunarkona m.a. á
Landspítalanum, Lækn-
ingastofum í Vesturbæj-
arapóteki og hjá Krabbameins-
félaginu.
Gerða greindist með Alz-
heimer og reyndist Ólafur henni
vel í veikindum hennar en eftir
andlát hans var ljóst að hún gæti
ekki búið ein og var hún svo lán-
söm að fá pláss í Foldabæ í jan-
úar 2015. Í september 2018
flutti hún svo á Droplaug-
arstaði.
Útför Gerðu fer fram frá
Fossvogskapellu í dag, 8. febr-
úar 2022, og hefst athöfnin
klukkan 11.
Sveinn Óli, f. 1935,
d. 2020.
Eiginmaður
Gerðu var Ólafur
Jóhannesson, f. 29.
apríl 1934. For-
eldrar Ólafs voru
hjónin Jóhannes
Jónsson, bóndi í
Stapaseli og síðar á
Flóðatanga, f. 24.
júní 1895, d. 21.
desember 1990, og
Ingibjörg Sveinsdóttir, hús-
freyja í Stapaseli og á Flóða-
tanga, f. 8. september 1895, d. 3.
nóvember 1989. Gerða og Ólaf-
ur gengu í hjónaband 10. ágúst
1961. Ólafur lést 30. júní 2014.
Leiddu mína litlu hendi,
ljúfi Jesús, þér ég sendi
bæn frá mínu brjósti, sjáðu,
blíði Jesús, að mér gáðu.
Hafðu gát á hjarta mínu
halt mér fast í spori þínu,
að ég fari aldrei frá þér,
alltaf, Jesús, vertu hjá mér.
Um þig alltaf sál mín syngi
sérhvern dag, þó eitthvað þyngi.
Gef ég verði góða barnið,
geisli þinn á kalda hjarnið.
(Ásmundur Eiríksson)
Elsku Ása frænka. Takk fyrir
að vera alltaf góð við okkur. Við
eigum eftir að sakna þín.
Sveinn Óli, Kolbrún Elsa
og Jón Atli.
Það er komið að leiðarlokum
hjá elsku frænku. Ása, eins og
við fjölskyldan kölluðum hana,
var föðursystir mín og hefur hún
skipað stóran sess í fjölskyld-
unni frá því að ég man eftir mér.
Ása og pabbi minn voru ekki
bara systkin, heldur voru þau
líka mjög góðir vinir og var
mjög gott samband á milli
þeirra alla tíð.
Ása frænka var hjúkrunar-
kona og efast ég ekki um að hún
hafi sinnt sínu starfi vel og farist
það vel úr hendi. Það sýndi sig
vel þegar amma var orðin sjúk-
lingur, þá hugsaði Ása vel um
móður sína í veikindum hennar.
Ása var einstaklega barngóð,
sjálf eignaðist hún ekki barn og
fékk ég óskipta athygli hjá
frænku, þegar ég var lítil að-
stoðaði hún foreldra mína þeg-
ar þau vantaði barnapössun.
Ása sýndi mikla þolinmæði þeg-
ar ég var að læra að prjóna,
ósjaldan leitaði ég til hennar
þegar ég lenti í vandræðum og
alltaf fékk ég aðstoð og góð ráð.
Þegar prjónarnir voru teknir
aftur upp eftir nokkuð langa
pásu var gott að fá upprifjun
hjá Ásu.
Ása lét ekki fjölskylduboð
fram hjá sér fara, hún naut þess
að vera með fólkinu sínu og
ekki síst börnunum í fjölskyld-
unni, þau áttu stóran stað í
hjarta hennar.
Það var ávallt gott að heim-
sækja Ásu og Óla, þau voru
höfðingjar heim að sækja. Það
var samt ekkert sem hét að
stoppa stutt hjá þeim, ávallt var
manni boðið inn og var alltaf
gaman að spjalla við þau hjónin.
Alzheimersjúkdómurinn
knúði dyra hjá Ásu og var ekki
auðvelt að sjá hana hverfa inn í
heim sjúkdómsins. Óli reyndist
Ásu mjög vel og var hennar stoð
og stytta í veikindunum. Þegar
hann féll skyndilega frá árið
2014 var það ljóst að hún gæti
ekki búið ein. Þá kom líka í ljós
einstakt systkinasamband
pabba og Ásu, hann hugsaði vel
um systur sína og aðstoðaði
hana í daglegum verkum. Ása
var lánsöm að komast að í Fol-
dabæ, sem er heimili fyrir konur
með heilabilun, þar leið henni
vel. Hún bjó í Foldabæ í rúm
þrjú ár og flutti svo á Droplaug-
arstaði. Þrátt fyrir veikindin
breyttist skapgerð Ásu ekkert,
hún var ávallt brosandi og naut
góðrar umönnunar starfsfólks
bæði í Foldabæ og Droplaugar-
stöðum, fyrir það er ég ævinlega
þakklát.
Ása frænka var einstaklega
ljúf og góð, og minnist ég henn-
ar með mikilli hlýju.
Með ástarþökk ertu kvödd í hinsta
sinni hér
og hlýhug allra vannstu er fengu að
kynnast þér.
Þín blessuð minning vakir og býr í
vinahjörtum
á brautir okkar stráðir þú yl og
geislum björtum.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Hvíldu í friði elsku frænka.
Þín bróðurdóttir,
Anna Katrín.
Gerða Ásrún
Jónsdóttir Elskuleg systir mín, mágkona og yndislega
frænka okkar,
GUÐRÍÐUR JÓNA PÉTURSDÓTTIR,
fyrrverandi fulltrúi,
Ásbúð 100, Garðabæ,
lést aðfaranótt fimmtudagsins 20. janúar
á Hrafnistu, Sléttuvegi. Jarðsett verður frá Fríkirkjunni í
Reykjavík miðvikudaginn 9. febrúar klukkan 15.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Parkinson-
samtökin á Íslandi, www.parkinson.is, sími 552-4440.
Streymi: https://hljodx.is/index.php/streymi.
Hlekk á streymi má einnig nálgast á www.mbl.is/andlat.
Matthías Guðm. Pétursson Margrét Tómasdóttir
Halldóra G. Matthíasd. Proppé, Óli Svavar Hallgrímsson
Jóhannes F. Matthíasson
Guðlaug Jóna Matthíasdóttir
Kristófer Björn Ólason Margrét Inga Geirsdóttir
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
RAGNHILDUR JÓNA MAGNÚSDÓTTIR
frá Lambhól,
lést á Hrafnistu í Hafnarfirði miðvikudaginn
2. febrúar. Útför hennar fer fram frá
Neskirkju fimmtudaginn 10. febrúar klukkan 13.
Streymt verður frá athöfninni á
https://www.youtube.com/watch?v=lCFMHu_G4vg
Hlekk á streymi má einnig nálgast á www.mbl.is/andlat.
Trausti Björnsson
Sylvía Hrönn Kristjánsdóttir
Kristján Kristjánsson
Jóhannes Bragi Kristjánsson Svava Hansdóttir
Auður Kristjánsdóttir Guðmundur Bragason
Guðný Einarsdóttir
barnabörn, barnabarnabörn
og barnabarnabarnabarn