Morgunblaðið - 08.02.2022, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 08.02.2022, Qupperneq 18
18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. FEBRÚAR 2022 ✝ Ólöf Magna Guðmunds- dóttir fæddist 31. janúar 1951 í Reykjavík en flutt- ist seinna sama ár til Egilsstaða og ólst þar upp. Hún and- aðist á hjúkr- unarheimilinu Dyngju á Egils- stöðum 30. janúar 2022. Foreldrar Ólafar voru Guð- mundur Magnússon, sveitarstjóri á Egilsstöðum, f. 6.12. 1922 á Hjartarstöðum í Eiðaþinghá, d. 13.7. 2004, og Aðaldís Pálsdóttir húsmóðir, f. 28.5. 1925 á Skeggjastöðum í Fellum, d. 10.7. 2013. Systkini Ólafar eru: Anna Heiður, f. 19.1. 1952, Guðmundur Gylfi Guðmundsson, f. 28.4. 1957, d. 26.9. 2016, og Arnheiður Gígja, f. 10.10. 1960. Ólöf giftist 14.7. 1973 Bjarna G. Björgvinssyni, f. á Sauð- árkróki 1.2. 1951. Foreldrar hans mundur Magni verkfræðingur, f. 6.2. 1984, giftur Heiði Vigfús- dóttur framkvæmdastýru, f. 27.6. 1980, börn þeirra: Arnar Harri, f. 5.4. 2009; Styrmir Vigfús, f. 18.3. 2012; Brynjar Magni, f. 10.10. 2014. d) Sólveig Edda viðskipta- fræðingur, f. 1.8. 1987, maki hennar er Kári Þorsteinsson matreiðslumeistari, f. 23.1. 1983, börn þeirra: Þorsteinn Harri, f. 9.1. 2019, og Þórarinn Atli, f. 8.7. 2021. Ólöf ólst upp á Egilsstöðum, lauk landsprófi frá Eiðaskóla og stúdentsprófi frá Mennta- skólanum á Akureyri 1971. Hún stundaði síðan kennaranám við Kennaraháskóla Íslands frá 1974-1978. Árið 2004 lauk Ólöf meistaranámi í starfs- og náms- ráðgjöf frá Háskóla Íslands. Frá 1978 til ársins 1997 starf- aði Ólöf sem grunnskólakennari, lengst af við Egilsstaðaskóla. Á árunum 1997 til 2003 starfaði hún sem ráðgjafi hjá Vinnu- málastofnun og síðan sem for- stöðumaður Vinnumálastofnunar á Austurlandi frá 2003 til 2011. Útför hennar fer fram frá Eg- ilsstaðakirkju í dag, 8. febrúar, klukkan 14. Hlekkur á streymi: https://www.mbl.is/andlat voru Björgvin Bjarnason bæj- arfógeti, f. 12.7. 1915, d. 10.12. 1989 og Sigurbjörg Guð- mundsdóttir, f. 6.4. 1920, d. 6.1. 2006. Börn Ólafar og Bjarna eru: a) Björgvin Harri, sjávarútvegs- fræðingur og verk- efnastjóri, f. 5.4. 1974, giftur Maríu Guðmunds- dóttur viðskiptafræðingi, f. 9.2. 1973, börn þeirra: Bergþóra Huld, f. 11.12. 1998, maki hennar Daði Jónsson, f. 17.11. 1997, son- ur þeirra Jakob Bjarni, f. 14.9. 2020; Sara Hlín, f. 6.3. 1999; Brynja Hlín, f. 5.5. 2009; Bjarni Heiðar, f. 5.5. 2009; Snædís Gróa, f. 24.10. 2010. b) Heiðdís Halla, grafískur hönnuður og kennari, f. 4.9. 1981, maki hennar er Ás- grímur Ingi Arngrímsson skóla- stjóri, f. 27.10. 1973, dóttir þeirra er Ólöf Elsa, f. 2.5. 2015. c) Guð- Elsku mamma mín, Þú varst hrein og bein, sterk, ljúf, glöð, dugleg, elskandi og ynd- isleg. Hlutar af þér lifa áfram í mér og okkur öllum sem vorum svo lánsöm að hafa þig í lífi okkar. Ég sakna þín svo sárt. Ég fæ lánað gamalt ljóð, Til mömmu, eftir Bínu Björns úr ljóðabókinni sem þú gafst mér einu sinni. Þeir segja það heimskingjans hugarburð, að handan við gröf komi dagur. Þeir sjá ekki neitt nema harðlæsta hurð, hver hugsun verður sem gróðurlaus urð. En ég sé, að aftur rís dagur, mamma, sá morgun er fagur! Ég elska þig. Sjáumst, Þín dóttir Heiðdís Halla Bjarnadóttir. Elsku besta mamma mín, Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér; ást og umhyggju, styrk og stuðning, gleði og góðar minn- ingar. Ég mun reyna allt sem ég get til að reynast strákunum mínum eins vel og þú reyndist mér. Þú varst mamma og amma alveg inn að beini, sem sást svo greinilega núna síðasta árið þegar sjúkdóm- urinn þinn hafði tekið svo margt frá þér en hann náði þó aldrei ljós- inu sem kviknaði í augunum þín- um þegar þú sást strákana mína. Þá braust í gegn fallega ljúfa bros- ið þitt og útréttur faðmur þinn beið þeirra hlýr. Ég er svo þakklát lífinu fyrir að hafa leitt mig aftur til Egilsstaða fyrir þremur árum svo ég gæti verið nær þér síðustu árin. En það verður erfitt að venjast því að geta ekki skotist til þín þegar mér dett- ur í hug til að næla mér í mömmu- knús eða bara leggja mig undir teppi með þér. Ég mun hugsa til þín í hvert skipti sem ég geng fram á blá- klukku, uppáhaldsblómið þitt og núna líka mitt. Minning þín er ljós í lífi mínu Hvíldu í friði, Þín Sólveig Edda Bjarnadóttir. Elskuleg stóra systir okkar og mágkona Ólöf Magna hefur nú kvatt þessa jarðvist alltof snemma. Kvatt mann sinn og börn, samferðafólk og vini. Þakklæti og góðar minningar um einstaka konu streyma fram á þessari sorgarstundu. Ólöf var elst okkar fjögurra systkina og hélt vel utan um systkinahópinn og lét sér ávallt annt um líðan okkar og velferð. Nú eru tvö okkar fallin frá á besta aldri, Ólöf og Guðmundur Gylfi fyrir rúmum fimm árum. Ólöf aflaði sér góðrar menntun- ar og tók m.a. stúdentspróf frá Menntaskólanum á Akureyri, þar sem hún kynntist sínum ástríka manni Bjarna G. Björgvinssyni. Þeirra sérlega fallega samband varði í rúm 50 ár. Hún sinnti grunnskólakennslu um langt árabil á Egilsstöðum og síðar veitti hún forstöðu skrifstofu Vinnumálastofnunar á Austur- landi með miklum sóma þar sem tengsl hennar og þekking á mann- lífinu eystra nýttust vel. Ólöf var mikil afbragðskona, fé- lagslynd, glaðlynd, hjartahlý og ákveðinn dugnaðarforkur sem dreif fólk með sér. Hún var ein- staklega sönn og heilsteypt og ávallt laus við allan hégóma og tildur. Þess vegna var svo gott að vera nálægt henni. Systir okkar og mágkona var mjög handlagin og myndarleg við allt sem hún tók sér fyrir hendur og ófáar eru heimasaumuðu jóla- gjafirnar sem hún sendi okkur, sem enn prýða heimilin. Þau hjón- in bjuggu sér fallegt og myndar- legt heimili, á Egilsstöðum. Ólöf var mikill gestgjafi og heimili þeirra hefur alltaf staðið opið og hjónin tekið öllum fagnandi með hlýju og gleði svo eftir var tekið. Ólöf lét sig varða menn og mál- efni og hafði mikinn og einlægan áhuga á fólki og að öllum gengi vel. Hún var sannkallaður nátt- úruunnandi og leið líklega aldrei betur en upp til fjalla í góðra vina hópi og við vitum að ferðafélagar sakna nú vinar í stað. Við systurnar höfum alltaf ver- ið nánar og samrýmdar og börn okkar miklir mátar svo ekki sé tal- að um hversu mágarnir hafa verið sælir þegar þeir koma saman. Á seinni árum höfum við oft komið saman í okkar sælureit á Skeggja- stöðum í Fellum og skemmt okkur við stúss, skógrækt og lagfæring- ar. Þar var Ólöf gjarnan fremst í flokki. Eigi má sköpum renna og fyrir um tíu árum tók að bera á minn- isglöpum hjá Ólöfu. Það setti að okkur ugg en sami sjúkdómur varð móður okkur að aldurtila. Ólöf og Bjarni tókust á við þessar aðstæður af miklu og aðdáunar- verðu æðruleysi. Nú í vetur dró þessi skelfilegi sjúkdómur kraft- inn úr systur okkar hraðar en nokkur gat séð fyrir. Hún hvarf svo inn í sumarlandið sunnudag- inn 30. janúar sl., daginn fyrir 71 árs afmælið sitt. Ólöf skilur eftir sig stórt skarð í hópi fjölskyldu og vina „þegar leysist lífsins band og ljósið hverf- ur sýnum“, eins og segir í vísu eft- ir Pál afa okkar. Eftir situr minn- ingin um einstaka systur, vinkonu og mágkonu. Hún mun lifa. Við biðjum Guð að styrkja Bjarna mág okkar og svila og fjöl- skylduna sem nú á um svo sárt að binda. Guð blessi minningu elsku syst- ur og mágkonu. Anna Heiður, Gígja, Reynir og Gissur. Gissur Pétursson. Það voru þungar fréttir er okk- ur var tilkynnt að Ólöf frænka væri fallin frá. Ólöf greindist með erfiðan sjúkdóm fyrir nokkrum árum sem var mikið áfall en fregn- ir af fráfalli hennar voru enn þyngri og óskiljanlegt að hugsa til þess að hún sé farin frá okkur. Minningarnar hafa hrannast upp undanfarna daga og gott er að geta brosað í gegnum tárin. Mikill samgangur, vinátta og samstaða var hjá fjölskyldum okkar á Egils- stöðum þar sem þær systur Ólöf og Anna Heiður voru mjög sam- rýndar og nutum við góðs af því. Alltaf var mikið um að vera þegar við hittumst og þær systur búnar að skipuleggja allt eins og þeirra var von og vísa. Ekki mátti kíkja í berjamó, sveppatínslu upp í Hall- ormsstað eða rétt upp í Skeggja- staði nema með vel smurt nesti því enginn skyldi vera svangur. Það fór heldur ekki vel í neinn að vera svangur og það vissu þær systur. Einn af hápunktum jólanna í æsku var að hittast heima hjá ömmu Dísu og afa Guðmundi þar sem öll stórfjölskyldan kom sam- an og þá var spilað og sungið. Einnig var það svo að í Laufskóg- um á heimili Ólafar og Bjarna átt- um við systkinin okkar annað heimili. Það þótti ekki til siðs að berja þar á dyr því alltaf vorum við velkomin. Brosið hennar Ólaf- ar sagði allt sem segja þurfti um það. Hún elsku Ólöf var ótrúleg kona, hún kom alltaf fram við okk- ur sem jafningja. Hún var sérlega góður hlustandi og ávallt tilbúin með góð ráð uppi í erminni ef til þurfti. Væntumþykjuna fundum við alla tíð og upplifðum við hve vel hún fylgdist með okkur eftir að við fluttum frá Egilsstöðum. Við höfum alltaf litið á það sem forréttindi hve mikill samgangur var á milli okkar heimila. Í dag bú- um við enn að þeim böndum sem Ólöf Magna Guðmundsdóttir Kæra frænka. Eins mikið og ég veit að þér líður vel hinum megin við sjóndeildarhringinn í góðum félagsskap er hreinlega bara mjög erfitt að setjast niður og skrifa kveðjuorðin til þín. Þú stóðst þig eins og vélmenni þegar þú greindist síðastliðið sumar, en allan tímann barðist þú í gegnum lyfjagjafirnar á þessum stutta, snarpa og erfiða tíma á meðan þú barðist við þennan vágest. Misst- ir aldrei trúna á að þú ynnir þessa Stefanía Þorvaldsdóttir ✝ Stefanía Þor- valdsdóttir fæddist 24. janúar 1956. Hún lést 20. janúar 2022. Jarðsungið var 7. febrúar 2022. baráttu, enda áttir þú nóg eftir af lífinu. Það voru nú ekki nema fjórir dagar frá því þú féllst frá og þar til þú yrðir 66 ára. Alveg sama hvaða mótlæti þú fékkst upp í hend- urnar, það var bara leyst vegna þess að það var ekkert ann- að en að klára verk- efni lífsins með góðum farsælum endi. Þegar þessi orð eru skrifuð þá skautar heilinn yfir farinn veg og minningarnar sem birtast eru bæði góðar, slæmar og tala nú ekki um erfiðar og tárin bara birtast alveg að óþörfu og það mikið að ég sé ekki hvað ég er að pikka inn. Það eru nú margar góðar minningar sem maður get- ur yljað sér við til þess að minn- ast þín. Þá kemur helst upp hlát- urinn og talið. Einn af þínum mörgum helstu kostum, þegar upp er staðið, var að vera sam- kvæm sjálfri þér og vera nokkurn veginn alveg sama um hvað öðr- um fannst um þig. Það er ekkert annað hægt að segja um þig og Kristján en að maður væri alltaf velkominn inn á heimilið ykkar, alveg sama í hvernig ástandi það var, og þá meina ég allt í drasli (sem hefur nú bara aldrei verið), drasl sem þér fannst nú bara af því að þú kannski hafðir ekki þurrkað af í 2-4 daga vegna þess að þú bara nenntir því ekki þegar þú komst heim úr vinnunni, en alltaf var maður velkominn sama hvað, þá var einnig alltaf passað upp á það skorti ekkert inn á heimilið þegar maður mætti. Það kom reyndar ekki oft fyrir að þú værir að afsaka þig að það væri ekkert til handa manni, en það var bara allt í lagi. En í minn- ingum sem ég á um þig, þá varstu alltaf hress, kát og áttir auðvelt með að afsaka það sem þú sagðir ef þér fannst þú hafa gengið of langt, en enn þá auðveldara að hlæja eftir á. Einnig varstu þinn helsti stuðningsmaður ef einhver gerði grín að þér og hlóst alltaf hæst að því. En já, ég gæti haldið áfram að skrifa og í rauninni end- að á að skrifa heila bók um þig. En erfitt var að geta ekki hringt í þig 24. janúar til þess eins að óska þér til hamingju með afmælið og spyrja svo hvernig dagurinn væri búinn að vera og þess háttar, svona stuttu eftir andlátið. En í rauninni rann upp fyrir mér að þú færir farin og kæmir ekkert aft- ur. Hins vegar veit ég að það var vel tekið á móti þér og eitthvað segir mér að þessi dagur hafi ver- ið í samræmi við þinn anda með glas af klökum, vatni og rauðum drykk í, hlátur, söngur og spjall. Elsku afi, Kristján, Jórunn, Hilda, Baldur og Finnur, ég votta ykkar dýpstu samúð mína, einnig fjölskyldum ykkar, systkinum og fjölskyldum þeirra. Kveðja, þín frænka, Salvör Sigríður Jónsdóttir (Sallý). Með minningargreinum um Sigríði Nikulásdóttur í Morgun- blaðinu í gær var fyrir mistök sett inn grein um annan ein- stakling. Morgunblaðið biður alla hlutaðeigandi velvirðingar á mistökunum. LEIÐRÉTTING Grein birt fyrir mistök Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, PETER ELLENBERGER, Sóltúni 1, Reykjavík, lést laugardaginn 22. janúar á líknardeild Landspítalans. Útför hans fer fram frá Háteigskirkju fimmtudaginn 10. febrúar klukkan 13. Einungis nánustu aðstandendur og vinir verða viðstaddir en streymt verður frá athöfninni á vefsíðunni www.streyma.is. Svala Victorsdóttir Íris Ellenberger Auður Magndís Auðardóttir Daniel Ellenberger Noémi Ellenberger Markus Ellenberger Claudia Ellenberger og barnabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, SIGURBJÖRG RANNVEIG STEFÁNSDÓTTIR, Digranesvegi 40, 200 Kópavogi, sem lést fimmtudaginn 27. janúar, verður jarðsungin fimmtudaginn 10. febrúar klukkan 13 frá Árbæjarkirkju. Hlekk á streymi má nálgast á www.mbl.is/andlát Guðrún Margrét Sigurðard. Vésteinn Þór Vésteinsson Una Aldís Sigurðardóttir Stefán Guðmundsson Stefán Þ. Sigurðsson barnabörn Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐLEIFUR GUÐMUNDSSON, fv. kennari, Boðaþingi 6, Kópavogi, lést á líknardeild Landspítalans föstudaginn 4. febrúar. Jarðarför auglýst síðar. Bára Stefánsdóttir Stefán Guðleifsson Steinar Þór Guðleifsson Hulda Hákonardóttir Rúnar Berg Guðleifsson Bryndís Baldvinsdóttir barnabörn og barnabarnabarn Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma okkar og langamma, JÓHANNA LÁRENTSÍNUSDÓTTIR frá Stykkishólmi, til heimils að Skagfirðingabraut 45, Sauðárkróki, lést á hjúkrunardeild HSN á Sauðárkróki 4. febrúar. Minningarathöfn og útför auglýst síðar. Sigurður Lárus Hólm Jóhanna Bárðardóttir Jóhann Ari Lárusson Alda Stefaníudóttir Friðrik Lárusson Helga Marín Gestsdóttir langömmubörn Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, BJARNI BJARNASON, lést á Droplaugarstöðum miðvikudaginn 19. janúar. Útför hans fer fram frá Háteigskirkju föstudaginn 11. febrúar klukkan 13. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Alzheimersamtökin, kt. 580690-2389, banki 0515-26-24303. Engar samkomutakmarkanir eru í gildi en grímuskylda. Útförinni er streymt á https://www.skjaskot.is/bjarni. Hlekk á streymi má nálgast á mbl.is/andlat. Emilía Ólafsdóttir Sigurveig Hjaltested Baldvin Björgvinsson Brynjólfur Bjarnason Jódís Kolbrún Jónsdóttir Ólafía Bjarnadóttir Emil Pétursson og barnabörn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.