Morgunblaðið - 08.02.2022, Qupperneq 19
MINNINGAR 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. FEBRÚAR 2022
mynduðust á okkar uppeldisárum.
Það er mikill missir að elsku Ólöfu.
Mikið erum við þó þakklát fyrir að
hafa átt hana að, Bjarna og systk-
inin fjögur.
Elsku Bjarni, Björgvin, Heiðdís,
Mummi, Sólveig og fjölskyldur,
missirinn er mikill og hugur okkar
og hjarta er hjá ykkur.
Megi Guð veita ykkur styrk í
sorginni.
Ykkar
Gauti, Egill og Hafdís.
Við gáfum hvor annarri sinn
skartgripinn hvor á ævilangri sam-
göngu okkar – þeir nægðu okkur
alla leið.
Skólsystir og góð vinkona í
gegnum öll ár er svifin á braut.
Bekkjarsystur vorum við frá sex
ára aldri, að við sátum í vorskól-
anum í kjallaranum í Bjarka, heim-
ili Ólafar á frumbýlingsárum Eg-
ilsstaða. Bekkjarsystur vorum við
upp í gegnum barna- og unglinga-
skólann, við fermdumst saman og
vorum saman í skátaflokki. Við
vorum saman á herbergi á Eiðum í
landsprófinu og loks samstúdentar
úr MA, þar sem við náðum báðar í
mennina okkar úr útskriftar-
bekknum frá MA 1971 – og það
sem meira var, þeir voru og eru
vinir! Alltaf höfum við haldið
tengslum þótt mislangt hafi liðið á
milli samfunda. Lengi vel gengum
við saman yfir fjöll og firnindi, ár
eftir ár með Förusveinum, bæði á
Íslandi og erlendis og alltaf var svo
gott að hittast og spjalla. Okkur
leið vel saman. Brosið hennar Ólaf-
ar var svo einlægt og dillandi hlát-
urinn hennar og – henni lá ekkert á
– gaf sér þann tíma sem þurfti til
að njóta samvistanna. Ólöf var
regluföst og traust og heimilið hlý-
legt, hreint og vel skipulagt. Ég
man hvað ég dáðist að því hve stál-
minnug Ólöf var á fólk og mann-
glögg og ég reiddi mig algerlega á
hana með þetta, alveg frá því að við
unnum saman á sumrin í Söluskál-
anum á Egilsstöðum. Ólöf var stolt
eiginkona, móðir og amma og þeg-
ar við hittumst var hún dugleg að
minna á hve dýrmætt það væri nú,
að við ættum þessa samverustund!
Góð kona og vönduð er gengin,
stórt skarð hefur verið höggvið í
vinahópinn. Við Sigurður biðjum
þess að almáttugur Guð styrki alla
fjölskylduna í sorginni.
Yst, Ingunn Stefanía
Svavarsdóttir.
Við Ólöf Magna kynntumst af
tilviljun fyrir nokkru áratugum.
Með okkur tókst mikil og góð vin-
átta. Ólöf Magna var glæsileg
kona, einstaklega brosmild og
hjartahlý. Hún var harðdugleg,
áræðin og kappsöm og allt lék í
höndunum á henni.
Ólöf giftist æskuástinni sinni,
honum Bjarna Björgvinssyni, og
bjuggu þau lengst af á Egilsstöð-
um. Ólöf var mikil húsmóðir og
hjónaband þeirra Bjarna var far-
sælt og börnin fjögur þeirra ríki-
dæmi.
Ólöf og Bjarni voru útivistarfólk
og undu sér vel úti í náttúrunni.
Þau komu í gönguhóp Förusveina
fyrir um tuttugu og fimm árum.
Hópurinn gekk alltaf eina viku á
hverju sumri og vítt og breitt var
farið um landið.
Förusveinahópurinn var mjög
samhentur og söngelskur og áttu
Bjarni og Ólöf stóran þátt í því.
Þau kunnu ógrynni af söngtextum
og Bjarni lék undir á gítar. Ólöf var
vel að sér í flóru landsins og dugleg
að fræða hópinn um þau blóm sem
urðu á vegi okkar. Gönguhópurinn
upplifði sterkt íslenska náttúru
með öllum sínum fjölbreytileika í
veðurfari og hver gönguferð var
einstök.
Síðustu árin glímdi Ólöf við
minnisglöp og var aðdáunarvert að
sjá hvernig þau Bjarni og Ólöf tók-
ust á við sjúkdóminn með mann-
virðingu og umhyggju að leiðar-
ljósi.
Í síðasta skipti sem ég hitti
Ólöfu dvaldi hún á Landakotsspít-
ala. Þá átti hún orðið erfitt með að
tjá sig og ég tók því með mér
harmónikuna og okkar kveðju-
stund var að raula saman lagið um
förusveininn sem við notuðum
sem göngustef í upphafi hvers
dags í gönguferðunum okkar.
Við Förusveinar kveðjum kær-
an ferðafélaga og vinkonu með
söknuði. Við Bjössi og fjölskylda
okkar þökkum trausta vináttu og
ógleymanlegar samverustundirn-
ar í gegnum tíðina.
Bjarna og fjölskyldu sendum
við innilegar samúðarkveðjur.
Megi minning Ólafar Mögnu
lifa um ókomna tíð.
Sigríður Ólafsdóttir
Leiðir okkar Ólafar lágu fyrst
saman í Kennaraháskólanum þar
sem við vorum samferða í námi.
Við höfðum valið okkur sömu val-
greinar og áttum ágætt samstarf
þar við ýmis verkefni. Það sam-
starf þróaðist síðan í trausta og
góða vináttu þegar við vorum báð-
ar sestar að á Egilsstöðum. Þar
kenndum við saman í mörg ár og
unnum ýmis verkefni saman
tengd skóla og kennslu. Börnin
okkar urðu bestu vinir og hún var
meira að segja frænka mannsins
míns. Við áttum samleið í svo
mörgu, bæði í leik og starfi og í
ýmsum verkefnum í okkar sam-
félagi.
Hjá Ólöfu var alltaf allt undir
„kontról“, bæði í starfi og heima,
og hún var stálminnug. Ég minn-
ist þess aldrei að það hafi komið
fyrir í öll þau ár sem við unnum
saman, hvorki í námi né kennslu,
að hún kláraði ekki sinn hluta
verksins fullkomlega og innan
tímamarka. Á heimilinu var líka
alltaf allt á sínum stað og nýþrifið
hvenær sem maður kom. En hún
var ekki ein um verkin á því heim-
ili – þar höfðu allir sitt hlutverk, en
Ólöf var klárlega verkstjórinn.
Hún gat verið stjórnsöm, en var
samt alltaf líka tilbúin til að hlusta.
Útivist og hreyfing skipaði
stóran sess í lífi Ólafar og ég held
að það hafi verið hún sem dró mig
af stað í gönguferðir sem síðan
urðu fastir liðir hjá okkur í mörg
ár. Ýmislegt var rætt í þessum
göngutúrum og þar kom að hún
sagði mér frá grunsemdum sínum
um að hún væri komin með heila-
bilun líkt og móðir sín þó svo
læknisskoðun hefði ekki staðfest
það. Hún sagðist þekkja einkenn-
in. Þá var Ólöf hætt kennslu og
tekin við forstöðumannsstarfi
Vinnumálastofnunar Austurlands
sem hún gegndi til sinna starfs-
loka. Þegar þar kom var það orðin
staðreynd að sá grunur sem hún
sagði mér frá einhverjum árum
fyrr var réttur og þess fór að sjá
merki. Hún var ekki lengur sú
harðduglega, skipulagða og út-
sjónarsama kona sem hún hafði
verið. Hún var hætt að geta treyst
á sjálfa sig sagði hún mér ein-
hvern tíma.
Ólöf var alltaf mikil fjölskyldu-
kona. Hún kom úr samheldnum
systkinahópi og tók það viðhorf
með sér í sína fjölskyldu. Hún hélt
vel utan um sitt fólk og fjölskyldan
tók síðan vel utan um hana þegar
fór að halla undan fæti. Það var
hennar lán í þeim veikindum sem
hún tókst á við í meira en áratug
að eiga hann Bjarna sinn að sem
hefur staðið við hlið Ólafar eins og
klettur. Oft hef ég fylgst með því
full aðdáunar hvernig hann af
elskusemi og virðingu leiddi hana
áfram veginn þessi ár og lengst af
leið henni líka vel og auðséð að
hún bar til hans mikið traust.
Þótt ég hafi saknað vinkonu
minnar í mörg ár var ég ekki
viðbúin því að kveðjustundin væri
komin. Kannski er maður það
aldrei. Það eru tímamót og tími til
að staldra við og minnast og þakka
allar góðu stundirnar.
Elsku Bjarni minn, Björgvin,
Heiðdís, Mummi, Sólveig og fjöl-
skyldur, við Gunnar sendum ykk-
ur einlægar samúðarkveðjur.
Blessuð sé minning Ólafar.
Vigdís Sveinbjörnsdóttir.
- Fleiri minningargreinar
um Ólöfu Guðmundsdóttur
bíða birtingar og munu birt-
ast í blaðinu næstu daga.
✝
Stefán Ágústs-
son fæddist 4.
apríl 1939 í Strýtu í
Flatey á Breiða-
firði. Hann lést á
Heilbrigðisstofnun
Vesturlands á
Akranesi 31. janúar
2022.
Foreldrar Stef-
áns voru hjónin
Ágúst Pétursson
skipstjóri, f. 2.8.
1906, d. 10.8. 1979, og Ingveldur
Stefánsdóttir, húsmóðir og
verkakona, f. 3.1. 1917, d. 27.11.
1985. Bæði voru þau fædd og
uppalin í Bjarneyjum á Breiða-
firði, en fluttu til Flateyjar og
síðan til Stykkishólms.
Stefán var elstur sjö systkina.
Þau voru: Óskírður drengur, f.
23.10. 1940, d. 24.10. 1940, Ey-
þór, f. 9.11. 1943, d. 24.3. 2011.
Fyrri kona hans var Kristrún
Óskarsdóttir, f. 20.9. 1947, d.
31.10. 1983, seinni kona hans
Dagbjört S. Höskuldsdóttir, f.
10.2. 1948. Pétur Hallsteinn, f.
25.3. 1946, kona hans Svanborg
það bil 10 ár. Þá kom hann aftur
til Stykkishólms og vann hjá
ýmsum fiskvinnslufyrirtækjum
þar, s.s. Kaupfélagi Stykkis-
hólms, Sig. Ágústsson hf.,
Rækjunesi hf. og Sæborgu hf.
Stefán ferðaðist töluvert um
ævina, bæði innan- og utan-
lands. Þessum ferðalögum
fylgdi mikið af myndatökum og
átti Stefán gott myndasafn sem
hann hélt utan um af mikilli
natni. Á fyrri hluta ævinnar
kom hann sér upp stóru frí-
merkja- og myntsafni. Einnig
hafði hann mikinn áhuga á ætt-
fræði sem hann sinnti vel. Hon-
um var mjög umhugað um ætt-
ina sína, Svefneyjaætt, og var
manna fróðastur um hana. Stef-
án var liðtækur skákmaður og
tók þátt í skákmótum af og til.
Hann flutti snemma á Dval-
arheimili aldraða í Stykkishólmi
vegna örorku sinnar og átti
heima þar til dauðadags.
Útför Stefáns fer fram frá
Stykkishólmskirkju í dag, 8.
febrúar 2022, og hefst athöfnin
klukkan 14.
Útförinni verður streymt á
youtube/stykkishólmskirkja.
Hlekkur á streymi:
https://www.mbl.is/andlat
Siggeirsdóttir, f.
18.9. 1950. Snorri
Örn, f. 28.7. 1947,
kona hans Guðrún
Helga Steingríms-
dóttir, f. 28.12.
1949. Valdimar
Brynjar, f. 13.12.
1950. Guðlaug Jón-
ína, f. 3.10. 1959,
maður hennar Guð-
mundur Kolbeinn
Björnsson, f. 7.4.
1959.
Í fyrstu bjuggu foreldrar
Stefáns í Strýtu í Flatey, en þeg-
ar afi hans og amma, þau Pétur
Kúld Pétursson og Hallfríður
Aradóttir, fluttu þangað frá
Ystu-Búð í Bjarneyjum, þá
keyptu foreldrarnir Bentshús í
Flatey. Þá var Stefán 5-6 ára.
Stefán ólst því mestmegnis
upp í Flatey, en 1952 flutti fjöl-
skyldan til Stykkishólms þegar
hann var 13 ára. Hann fór að
vinna snemma eða um 16 ára
gamall. Fyrst við ýmis störf í
Keflavík og nágrenni, en síðan
hjá Málningu hf. í Kópavogi í um
Nú hefur hann Stebbi bróðir
kvatt og haldið í nýtt ferðalag um
framandi slóðir. Við í fjölskyld-
unni sem eftir stöndum upplifð-
um að hann kveddi sáttur við allt
og alla með hreinan hug og hlut-
ina uppgerða.
Stebbi lifði að mörgu leyti
frekar einföldu lífi, var ekki að
flækja mikið hlutina fyrir sér eða
taka á sig skuldbindingar fram í
tímann.
Á mínum yngri árum lágu leið-
ir okkar ekki mikið saman þar
sem hann var jú sjö árum eldri
en ég, en eftir að hann kom aftur
vestur varð samgangur meiri.
Stebbi var barngóður og sýndi
það glöggt í heimsóknum og á
fjölskyldumótum. Það kom þó í
ljós að eftir því sem börnin urðu
eldri fannst þeim sumir leikir
Stebba ekki skemmtilegir eða of
frumlegir. Fóru þau þá að mót-
mæla leikjafyrirkomulaginu, sem
fór ekki vel í minn mann. Hann
spilaði oft við þau bæði á spil og
tefldi eða spilaði matador. Þetta
gekk allt fínt á meðan hann tap-
aði ekki.
Stebbi var oft hnyttinn í til-
svörum þó svo að fyrir kæmi að
grínið misskildist og væri tekið á
verri veg. Þegar í slíkt óefni var
komið kom Stebbi ævinlega til
baka með kisulegri rödd og sagði
mjúklega „ég var að grínast“.
Stebbi var mjög duglegur að
fara í göngutúra á meðan heilsan
leyfði og kom þá iðulega við hjá
okkur systkinum og ættingjum.
Eftir að það fór minnkandi var
hann oft sóttur á dvalarheimilið
til þess að koma í heimsóknir, þá
oft í tilefni afmæla og annarra
viðburða.
Honum þótti mjög gaman að
fara í ferðalög bæði innan lands
og utan. Mér eru minnisstæð tvö
slík ferðalög sem hann fór með
okkur Svönu. Annað var þegar
við buðum honum að fara í dags-
ferð að Deildará á Barðaströnd
þar sem hann var í sveit á sínum
yngri árum. Þar hitti hann æsku-
vinkonu sína og frænku, Ástu
Jóns á Deildará. Þegar hann
varð sjötugur fór hann einn af
því tilefni til Tenerife og lét boð
út ganga um að þar myndi hann
taka á móti gestum. Vitað var að
þeir myndu ekki verða margir,
en við Svana laumuðumst þangað
án hans vitneskju og birtumst í
dyrunum á hótelinu alveg óvænt.
Það urðu fagnaðarfundir og í til-
efni tímamótanna fórum við með
hann á hverjum degi í ökuferð
um eyjuna í nærri heila viku.
Þetta varð honum til mikillar
ánægju, en þessi ferð var jafn-
framt síðasta utanlandsferðin
sem hann fór.
En tíminn hefur sinn gang og
nú hefur Stebbi bróðir lagt í sína
síðustu ferð. Við vonum að hann
hafi fengið góðar móttökur fyrir
handan hjá öllum vinum sínum
og samferðafólki, og þá sérstak-
lega hjá þeim af „ættinni“ hans
sem farnir eru á undan. Hann
mun hafa allar þeirra tengingar á
hreinu.
Á dvalarheimilinu, bæði á
meðan hann hafði íbúð í
tengslum við það og eins eftir að
hann fór í hjúkrunarpláss þar,
naut hann frábærrar alúðar og
umhyggju. Fyrir það viljum við,
fólkið hans, þakka sérstaklega
vel. Við metum það mikils.
Við sem eftir stöndum þökk-
um fyrir samferðina og það
hreinlyndi sem Stebbi sýndi allt-
af og biðjum góðan guð að halda
verndarhendi yfir honum. Vertu
sæll Stebbi minn og hafðu þakkir
fyrir allt.
Pétur Ágústsson.
Ég kveð með þökk mág minn
Stefán Ágústsson.
Ég kannaðist auðvitað við
Stebba frá barnæsku, sonur
Gústa P. og Ingu Stefáns sem
allir þekktu. Svo kemur lífið og
færir manni eitt og annað en svo
allt í einu er hann orðinn bróðir
hans Eyþórs sem ég hreifst af á
fertugsaldrinum og varð minn
besti vinur og eiginmaður. Ég
eignaðist um leið góða hlutdeild í
systkinum hans og einkum þeim
tveimur bræðrum hans sem ein-
hleypir voru, þeim Stefáni og
Valdimar. Við héldum alltaf jól
og áramót með þeim og Stefán
varð góður gestur á heimilinu.
Hann var sérstakur persónuleiki
eins og þeir sem þekktu hann
vita. Hann hafði unnið um skeið í
Keflavík og Reykjavík en kom
svo aftur heim í Stykkishólm og
vann þar verkamannavinnu með-
an hann gat.
Hann keypti sér lítið hús við
Silfurgötuna þar sem fór vel um
hann en eignaðist seinna litla
íbúð sem hann keypti í húsi sam-
tengdu Dvalarheimili aldraðra í
Stykkishólmi. Þar leið honum
vel, og hann flutti svo í herbergi
á dvalarheimilinu. Stebbi var af-
ar fróður um ætterni manna og
rakti það fram og til baka. Hann
eignaðist tölvu sem hann notaði
mikið til að fletta í Íslendingabók
og setti inn ættir fólks. Stundum
stríddi tölvan honum eða „bók-
in“. Þá kom ég oft til bjargar ef
vandamálið var ekki of flókið.
Það var gaman að spyrja hann út
í fólkið sitt og öll ættmenni, hann
var með það allt á hreinu.
Ég vann um tíma fyrir Sam-
vinnuferðir-Landsýn og seldi
honum þá fyrstu ferðina hans til
útlanda, rútuferð um Evrópu.
Hann varð mjög ferðafús eftir
það og ég hjálpaði honum oft við
að panta sér ferðir. Bæði fleiri
rútuferðir um Evrópu og líka
víðar, síðustu ferðirnar hans
voru til Tenerife þar sem honum
líkaði vel. Í síðustu ferðinni
þangað var hann svo heppinn að
vera á sama tíma og Pétur bróðir
hans og Svanborg og gerðu þau
honum ferðina mjög skemmti-
lega.
Öll systkini hans hafa verið
boðin og búin að aðstoða hann ef
þurfti, og ekki síst eftir að heils-
an varð lakari. Stefán þurfti ekki
að liggja lengi sem betur fer, þó
að hann hafi verið lasburða nokk-
uð lengi. Ég var svo heppin að
geta heimsótt hann á Akranes
stuttu áður en hann dó. Hann
vissi nú ekki af mér – en ég vissi
af honum og ég gat kvatt hann.
Það er gott að geta kvatt þá sem
manni þykir vænt um á dánar-
beði. Það gat ég ekki þegar bróð-
ir hans dó svo snögglega. Mér
þykir gott að hugsa um að á móti
honum hafi tekið foreldrar hans,
Eyþór ásamt Kristrúnu og fleiri
ástvinum. Stebbi hefur kíkt á Ís-
lendingabók og fundið út hvort
einhverja vantaði í hópinn.
Annar Breiðfirðingur, Jón Jó-
hannesson úr Skáleyjum orti,
ljóðið heitir Vængir:
Grænt löður um svart bergið,
og yfir vakir arnsúgur
blárra vængja
Einmælt er það ekki
og þó hallast ég helzt að þeirri
að hjarta þitt sé fullt af brimi.
Dagbjört Höskuldsdóttir.
Hann Stefán mágur minn
hafði mjög sérstakt skopskyn og
var það ekki alltaf mjúkt og nota-
legt sem hann sagði. Ég var farin
að venjast tilsvörum hans og
þegar mér þótti nóg um talaði ég
bara við hann á „breiðfirsku“ og
fóru hlutirnir þá ekkert á milli
mála hjá okkur. Það samtal okk-
ar endaði yfirleitt hjá honum:
„Ég má nú alveg gera að gamni
mínu.“ Það var ákaflega ánægju-
legt að vinna með honum að því
að haldin yrði tala um æviskeið
hans á 80 ára afmælinu hans. Þá
var hann alveg í essinu sínu og
vart hægt að hafa undan við að
rita niður heimildirnar um hann.
Milli okkar ríkti djúp og mikil
vinátta alla tíð.
Þegar hann var nokkurn veg-
inn búinn að ákveða með sjálfum
sér að fara í ferðalag þá þótti
honum alltaf betra ef hann gat
borið það undir mig hvort þetta
gæti ekki verið góð ferð og
hvernig mér litist á hana. Hann
var nær alltaf búinn að þaul-
hugsa ferðatilhögunina, en það
var betra ef fleiri voru samþykk-
ir ferðalaginu.
Stundvísi var mjög svo í há-
vegum höfð hjá honum. Þegar
búið var að segja að hann yrði
sóttur klukkan eitthvað ákveðið,
þá var alveg viðbúið að hann
hringdi 10 mínútum fyrir þann
tíma og spyrði hvort við værum
nokkuð búin að gleyma sér.
Þannig var það líka þegar við
vorum að ferðast með hann á
Tene. Við vorum ekki á sama
svæði og lentum eitt sinn í um-
ferðarteppu og mættum of seint.
Þá sáum við hann arka burtu og
þurfti ég að hlaupa á eftir honum
til að kalla hann til baka. Honum
leiddist alls ekki að upplýsa okk-
ur um þá hluti sem hann þekkti á
Tene, en í ferðunum fór hann líka
á marga staði sem hann hafði
aldrei séð. Við nutum þess að
hafa hann í þessum ferðum og
sjá alla þá ánægju sem hann lét í
ljós oft á tíðum. Við fórum heim
rétt fyrir afmælisdaginn hans, en
hringdum svo í hann þann dag og
tilkynntum honum að hann hefði
fengið litla frænku í afmælisgjöf.
Það fannst honum ekki ónýtt.
Stefán heimsótti okkur mikið
þegar frændsystkini hans voru
lítil, enda naut hann þess að
spjalla og leika við þau. Frænka
hans fékk hann meira að segja til
að dansa við sig þegar afinn var
að spila fyrir þau lög á harmonik-
una. Ég man ekki eftir að hafa
séð hann dansa, hvorki fyrr né
síðar.
Ég bauð honum stundum á
rúntinn um Hólminn til að fylgj-
ast með mannlífinu og ræða hvar
hver og einn ætti heima. Ef ég
fór að segja honum hvar einhver
byggi þá tilkynnti hann mér að
hann vissi það alveg, ég þyrfti
ekkert að segja honum það. En
ef hann spurði einhvers sem
hann langaði að vita þá var við-
kvæðið ævinlega: „Þetta átt þú
að vita!“ Í restina á þessum ferð-
um fékk hann svo kaffi á Sunda-
bakkanum.
Hann kom síðast til okkar í
skötuveisluna á Þorláksmessu og
naut sín bara vel þar. Á heimleið-
inni tilkynnti hann mér að ég
ætti aldrei oftar að ná í sig þegar
það væri hálka úti. Það þarf víst
ekkert að íhuga það úr þessu þar
sem hann er núna farinn í sitt
lokaferðalag og nýtur þess von-
andi eins og annarra ferða sinna.
Elsku mágur, kærar þakkir
fyrir allar heimsóknirnar til mín
og fjölskyldunnar.
Minningin um þig mun lifa um
ókomin ár.
Svanborg Siggeirsdóttir.
Stefán Ágústsson
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi, sonur og bróðir,
DAVÍÐ BENEDIKT GÍSLASON
lögmaður,
Fornuströnd 12, Seltjarnarnesi,
sem lést 29. janúar, verður jarðsunginn
frá Hallgrímskirkju föstudaginn 11. febrúar klukkan 13.
Hlekk á streymi má nálgast á mbl.is/andlat
Brynhildur Þorgeirsdótttir
Eva Björk Davíðsdóttir
Þorgeir Bjarki Davíðsson Guðrún Ásgeirsdóttir
Anna Lára Davíðsdóttir Viðar Snær Viðarsson
Benedikt Arnar Davíðsson
Brynhildur Ýr Þorgeirsdóttir
Eva María Gunnarsdóttir
María Gísladóttir Einar Kristinn Hjaltested