Morgunblaðið - 08.02.2022, Side 24
24 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. FEBRÚAR 2022
40 ÁRA Magnús ólst
upp í Austurbæ Kópa-
vogs, en býr í Foss-
voginum í Reykjavík.
Hann er heimspek-
ingur að mennt frá
Háskóla Íslands og
lögfræðingur frá Há-
skólanum í Reykjavík.
Magnús er sjálfstætt
starfandi lögmaður
.„Ég vinn fjölbreytileg
lögfræðileg störf og
hef unnið töluvert í
málefnum hælisleit-
enda.“
Magnús var oddviti
Pírata í Norðvestur-
kjördæmi fyrir síðustu
alþingiskosningar, en
náði ekki kjöri.
Áhugamál hans eru
lengri og skemmri
gönguferðir. „Mér
finnst það ákaflega
gaman. Ég hef líka
svolítið verið í stang-
og skotveiði, en það
hefur verið að minnka.“ Hann gekk á Kilimanjaro með föður sínum árið
2017.
FJÖLSKYLDA Eiginkona Magnúsar er Auður Kamma Einarsdóttir, f.
1982, með BS-gráðu í sálfræði og er atvinnuráðgjafi í Hinu húsinu. Börn
þeirra eru Einar Sveinn, f. 2012, og Eva Sóllilja, f. 2016. Foreldrar
Magnúsar eru Magnús Norðdahl, f. 1956, lögfræðingur hjá ASÍ, og Elín
Jónasdóttir, f. 1956, sjálfstætt starfandi sálfræðingur. Þau eru búsett í
Kópavogi.
Magnús Davíð Norðdahl
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl ,
Hrútur Ekki gefa foreldrum eða fjölskyldu-
meðlimum loforð sem þú getur ekki staðið
við. Vertu umburðarlyndur og gefðu þeim
góð ráð sem til þín leita.
20. apríl - 20. maí +
Naut Þú þarft að huga að framtíðinni og
tryggja stöðu þína sem best. Skipuleggðu
vinnutímann betur og leitaðu aðstoðar með
það sem þarf.
21. maí - 20. júní 6
Tvíburar Þú ert eins og milli steins og
sleggju í ákveðnu máli. Þú hefur í mörgu að
snúast og skalt fá fólk í lið með þér til að
leggja hönd á plóg því þá gengur allt eins og
í sögu.
21. júní - 22. júlí 4
Krabbi Þér hefur vegnað vel og þú nýtur
virðingar samstarfsfólks þíns. Græskulaust
gaman er þér að skapi og það er sjálfsagt að
lífga upp á tilveruna með þeim hætti.
23. júlí - 22. ágúst Z
Ljón Viljirðu búa við áframhaldandi vel-
gengni máttu í engu slaka á. Lagaðu þig að
aðstæðum, ef þú áttar þig á því hverju þarf
að breyta.
23. ágúst - 22. sept. l
Meyja Þú hefur lagt hart að þér til þess að
tryggja þér og þínum öryggi í lífinu. Að-
stæður á heimili munu batna og hið sama
gildir um sambandið við þína nánustu.
23. sept. - 22. okt. k
Vog Þú ert loksins að fá þá viðurkenningu
sem þú átt skilið. Framtíð þín er bjartari en
þú þorir að vona.
23. okt. - 21. nóv. j
Sporðdreki Það er mikilvægt að þú gefir
þér tíma til hvíldar og slökunar. Láttu ekki
brjóta á rétti þínum, sæktu það sem er þitt
af öryggi og festu.
22. nóv. - 21. des. h
Bogmaður Það er auðvelt að bera saman
verk sín og meistaranna en að sama skapi
alger tímasóun. Stundum þarftu bara að
reka þig á til að vera beint í rétta átt.
22. des. - 19. janúar @
Steingeit Taktu þér tíma til þess að tryggja
öryggi þitt og þinna sem þú frekast getur.
Njóttu kraftsins sem þú finnur fyrir og leyfðu
hugmyndunum að flæða.
20. jan. - 18. febr. ?
Vatnsberi Farðu þínar eigin leiðir þótt það
kosti einhverja áhættu því það er kominn
tími til að víkka sjóndeildarhringinn.
19. feb. - 20. mars =
Fiskar Áhrifamiklir aðilar munu vera á önd-
verðum meiði við þig varðandi verkefnaval.
Gættu þess að vera ekki of smámunasamur.
„Að starfa við hjúkrun er mjög
gefandi en um leið krefjandi. Starfið
og námið tók talsverðum breytingum
á langri starfsævi en það var gaman
að taka þátt í því og leggja sitt af
mörkum. Starfið er stöðug upp-
spretta nýrra verkefna og alltaf er
verið að læra. Til þess voru sett á
laggirnar ótalin námskeið, ráð-
stefnur og símenntun og leiðsögn og
kennsla nemenda á deildum. Einnig
var hugað að stuðningi við starfsfólk
sem vinnur við erfiðar aðstæður og
verkefni. Það er aldrei ofsagt hvers
virði það er að huga að andlegri
heilsu og líðan starfsfólks sem vinnur
líknarstörf. Í störfum mínum kynnt-
ist ég óteljandi hetjum bæði í starfi
en ekki síður sjúklingum og aðstand-
endum. Ég tel mig gæfusama að hafa
kynnst og unnið með svo mörgu frá-
bæru fólki. Þetta yljar og gefur góð-
ar minningar.“
Áhugamál og félagsmál
Helstu áhugamál Ingibjargar hafa
verið útivist ýmiss konar. „Við hjónin
hlupum með Trimmklúbbi Seltjarn-
arness TKS í fimmtán ár sem er
ómetanlegt fyrir sál og líkama,
margs að minnast þar, hlaup, ferða-
lög og skemmtanir. Við starfslok fór
ég í golfið, á fjölmörg námskeið, að-
allega á Spáni sem er frábært, en er
þó aldrei nema byrjandi. Hef samt
gaman af því. Við hjónin erum í
ins var svigrúm lítið til starfa. Ég
kenndi samt heilsufræði við Kvenna-
skólann í tvö ár, virta kennslu-
stofnun, og starfaði annars með
hléum við hjúkrun við Héraðshælið á
Blönduósi, einnig sem heilbrigðis-
fulltrúi á vegum sýslunefndar
Austur-Húnavatnssýslu í nokkur ár.
Þarna var ég aftur komin í „sveitina“
þó að aðstæður væru aðrar en við
Ísafjarðardjúp og var áhugavert að
kynnast þessu landbúnaðarhéraði
sem bjó að fornri frægð.“
Frá árinu 1975 starfaði Ingibjörg
óslitið við hjúkrun, kennslu og
stjórnun til starfsloka 2007. Af stöðu-
heitum og verkefnum fyrir utan
hjúkrunarstörf á sjúkradeildum
Landspítala og Landakotsspítala ber
helst að nefna: Hjúkrunarkennari við
Nýja hjúkrunarskólann 21.9. 1976 til
1.2. 1978, og hjúkrunarframkvæmda-
stjóri St. Jósepsspítala, Landakoti
1.9. 1979 til 1.2. 1990, þar af stað-
gengill hjúkrunarforstjóra í eitt ár.
„Eitt af skemmtilegum verkefnum
sem hjúkrunarforstjóri var að taka á
móti páfanum Jóhannesi Páli 2. á
Landakoti í heimsókn hans til Ís-
lands 4. júní 1989.“ Annað sem Ingi-
björg tók sér einnig fyrir hendur á
þessu tímabili var að bæta við sig í
námi: Hjúkrunarkennarapróf Kenn-
araskóla Íslands 1979, B.Sc. í hjúkr-
unarfræði HÍ 1987 og diplóma í hag-
nýtri jafnréttisfræði HÍ 2011.
I
ngibjörg Sigrún Guðmunds-
dóttir fæddist 8. febrúar
1942 á Ísafirði og bjó þar til
17 ára aldurs. Hún gekk í
Barna- og gagnfræðaskóla
Ísafjarðar og tók landspróf. „Það var
gott að búa á Ísafirði. Félagslíf var
mikið, gaman í skátunum og á skíð-
um. Í skólanum var mikið og ríkt tón-
listarlíf og gaman að syngja bæði í
skólanum og á skemmtunum. Það
spillti ekki fyrir að ég spilaði á gítar.
Þar varð til vinskapur sem aldrei
dvínar.“ Ingibjörg flutti til Reykja-
víkur ásamt fjölskyldunni 1959.
Á sumrin var Ingibjörg ásamt
systkinum sínum í sveit í Vogum í
Ísafirði, innst í Ísafjarðardjúpi, hjá
afa þeirra og ömmu. „Það voru ljúfar
stundir og alltaf tilhlökkun á vorin.
Þar kynntist ég náttúrunni og dýr-
unum, veðri og vindum, einnig sögu
og örlögum forfeðra okkar, sjálfs-
þurftarbúskap og lífsbaráttu. Þar
lærði maður nægjusemi og æðruleysi
sem ég hef búið að síðan.“
Nám og störf
Haustið 1957 fór Ingibjörg til
náms í MR og varð stúdent úr mála-
deild 1961. „Þar myndaðist einnig
vinskapur fyrir lífstíð og enn þá höld-
um við hópinn okkur til ánægju.“
Síðan tók við tæplega fjögurra ára
nám í hjúkrun við Sykepleieskolen
Ullevål Sykehus Oslo með útskrift
1965. „Ullevål Sykehus var eitt af
stærstu sjúkrahúsum í Evrópu á
þeim tíma og námið því fjölbreytt og
áhugavert. Þetta var skemmtilegur
tími þar sem maður kynntist fólki
bæði innan og utan spítalans. Í
hjúkrunarstarfinu kynnist maður
fólki í margvíslegum aðstæðum og
allsstaðar frá í landinu, sem er víð-
feðmt og mannlífið fjölbreytt, að
maður tali ekki um mállýskurnar. Og
ekki var leiðinlegt að sækja skíða-
landið við Holmenkollen og víðar og
veðurfar stöðugt. Ég á því einnig
góðar minningar frá Noregi.“
Þegar heim kom tók við starf á
Landspítala en árin 1968-1975 bjó
hún á Blönduósi þar sem Bergur
maðurinn hennar var skólastjóri.
„Með þrjú smábörn, húsmóðurstörf
og skyldur vegna starfs eiginmanns-
GHR, golfklúbbnum á Hellu, því við
eigum sumarbústað í nágrenninu.
Við byrjuðum með hann við starfslok
og höfum eytt þar mörgum góðum
stundum við lagfæringar og vinnu og
með fjölskyldu og vinum. Sum-
arkvöld á Rangárvöllum eru engu
lík.
Annars hafa félagsstörf tekið mik-
ið af tíma mínum. Ég hef tekið þátt í
stjórnmálum með Kvennalistanum
og Samfylkingunni síðastliðin tutt-
ugu ár. Og fjölskyldan grínast með
að enginn hafi stofnað fleiri foreldra-
félög en þar er helst að nefna: Stofn-
andi og í stjórn Samfoks, Samtaka
foreldra og kennara í grunnskólum
Reykjavíkur, 1984-1986. Stofnandi
og í stjórn Foreldrafélags MR 2000-
2002. Stofnandi og í stjórn FAS,
Samtaka foreldra og aðstandenda
samkynhneigðra 2000-2010, formað-
ur í tvö ár. Ritari í stjórn Lands-
samtaka eldri borgara innan
Samfylkingarinnar 2007-2013. Börn-
in segja að ég muni örugglega stofna
foreldrafélag á elliheimilinu!“
Fjölskylda
Eiginmaður Ingibjargar er Berg-
ur Felixson, fv. framkvæmdastjóri
Dagvistar barna í Reykjavík, f. 14.10.
1937. Þau gengu í hjónaband í
Reykjavík 13.8. 1966, bjuggu þar til
1968 og fluttu þá á Blönduós. Frá
1975 hafa þau svo búið í Reykjavík,
Ingibjörg Guðmundsdóttir hjúkrunarfræðingur – 80 ára
Gullbrúðkaup Hjónin með barna-
börnunum á Túnsbergi árið 2016.
Kynnst óteljandi hetjum í starfi
Afmælisbarnið Ingibjörg við hjúkr-
unarnám við Ullevål Sykehus í Ósló.
Mæðgurnar Ingibjörg með Guð-
björgu móður sinni heima á Ísafirði.
Til hamingju með daginn
Útsölustaðir: Apótek, heilsuverslanir og heilsuhillur stórmarkaðanna.
Dagsskammtur inniheldur 1000 mg af glúkósamíni
og 200 mg af kondrótíni ásamt engifer, túrmerik,
C-vítamíni og rósaldin.
C -vítamín stuðlar að eðlilegri myndun kollagens
fyrir eðlilega starfsemi brjósks.
Í þínu liði fyrir þína liðheilsu!
Glucosamine
& Chondroitin Complex
„Ég lenti í bílslysi og fann til í öllum líkamanum,
það komu dagar sem voru rosalega erfiðir
þangað til ég kynntist Glucosamine og
Chondroitin frá Natures aid, ég er töluvert
betri og ég gæti ekki mælt meira með þessu
liðbætiefni.“ Petra Breiðfjörð
Allt að 3
mánaða
skammtur
í glasi.