Morgunblaðið - 08.02.2022, Side 25

Morgunblaðið - 08.02.2022, Side 25
DÆGRADVÖL 25 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. FEBRÚAR 2022 „GERIR ÞÚ ÞÉR GREIN FYRIR ÞVÍ AÐ VIÐ HÖFUM EKKI FARIÐ Í HRAÐAFGREIÐSLURÖÐINA Í TÓLF ÁR.“ Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann ... að átta sig á því að hann er líklega hættur að hlusta. ÞÚ SNERTIR EKKI SALATIÐ ÞITT ÉG VIL AÐ ÞAÐ ENDIST ÞANGAÐ TIL ÞAÐ VISNAR OG ÉG GET HENT ÞVÍ HVERNIG FÉKKSTU PABBA TIL AÐ REYTA ARFANN Í GARÐINUM? ÉG FANN UPPSKIFT AÐ FÍFLAVÍNI! MARÍA LÆRÐI ALDREI AÐ VARA SIG Á EITURLILJUNNI. þar af í þrjátíu ár á Túnsbergi við Starhaga. Þegar þau fluttu í hverfi 101 flutti sonur þeirra í húsið. For- eldrar Bergs voru Sigurþóra Stein- unn Þorbjörnsdóttir húsmóðir, f. 17.10. 1908, d. 2.1. 1986, og Felix Guðmundsson, forstjóri Kirkjugarða Reykjavíkur, f. 3.7. 1884, d. 1.8. 1950. Börn Ingibjargar og Bergs eru: 1) Felix, f. 1.1. 1967, leikari og útvarps- maður. Giftur Baldri Þórhallssyni, prófessor í stjórnmálafræði við HÍ. Þeir eiga tvö börn og tvö barnabörn; 2) Þórir Helgi, f. 16.12. 1968, kokkur og eigandi veitingahússins Snaps. Var giftur Írisi Björgu Kristjáns- dóttur, sérfræðingi hjá Sameinuðu þjóðunum, þau skildu. Þau eiga fjög- ur börn og eitt barnabarn; 3) Sig- urþóra Steinunn, f. 21.3. 1972, vinnu- sálfræðingur, stofnandi og stjórn- andi Bergsins, stuðnings- og ráðgjafarseturs fyrir ungt fólk. Gift Rúnari Unnþórssyni, prófessor við verkfræðideild HÍ. Þau eignuðust þrjú börn, einn er látinn; 4) Guðbjörg Sigrún, f. 5.9. 1982, félagsfræðingur og verkefnastjóri hjá ríkislögreglu- stjóra. Gift Stefáni Helga Jónssyni, hagfræðingi hjá Kviku banka. Þau eiga þrjú börn. Systkini Ingibjargar eru Rósa Guðmundsdóttir f. 28.5. 1944, fv. verkefnisstjóri í HÍ; Ludvig Arne Guðmundsson, f. 4.10. 1947, læknir; María Salvör Guðmundsdóttir, f. 20.1. 1950, húsmóðir; Guðjón Guð- mundsson, f. 23.6. 1951, viðskipta- fræðingur, og Gunnar Þór Guð- mundsson, f. 20.8. 1961, verk- fræðingur, verkefnisstjóri hjá Landsvirkjun. Foreldrar Ingibjargar voru hjónin Guðbjörg Kristín Guðjónsdóttir, f. 29.8. 1922, d. 3.4. 2007, húsmóðir, og Guðmundur Jón Ludvigsson, f. 20.1. 1916, d. 24.8. 1986, vann hjá Kaup- félagi Ísafjarðar en í Reykjavík átti hann og rak verslun Gísla J. Johnsen og síðar Dælur hf. Ingibjörg Sigrún Guðmundsdóttir Einar Árnason verslunarmaður í Reykjavík Guðrún Sigríður Knudsen húsmóðir í Reykjavík Ludvig Arne Einarsson Knudsen málari í Reykjavík Sigrún Ólína Guðmundsdóttir verkakona á Ísafirði Guðmundur Jón Ludvigsson framkvæmdastjóri í Reykjavík Guðmundur Jónsson sjómaður á Ísafirði Guðmundína Sigurðardóttir húsmóðir á Ísafirði Sæmundur Gíslason bóndi í Hörgshlíð María Guðrún Jónsdóttir húsmóðir í Hörgshlíð í Mjóafirði, N-Ís. Guðjón Sæmundsson bóndi í Vogum Salvör María Friðriksdóttir húsmóðir í Vogum í Ísafirði, N-Ís. Friðrik Sigurður Bjarnason bóndi á Hallsstöðum Kristín Kristjánsdóttir húsmóðir á Hallsstöðum á Langadalsströnd, N-Ís. Ætt Ingibjargar Guðmundsdóttur Guðbjörg Kristín Guðjónsdóttir húsmóðir í Reykjavík Skírnir Garðarsson sendi Vísna- horni fyrr á dögum vísu eftir Sigríði Beinteinsdóttur og viðbót- arupplýsingar nú á laugardag: „Frumútgáfa vísunnar samkvæmt Grétari Jónssyni bónda á Hávars- stöðum (syni Sigríðar Beinteins- dóttur) er þannig: Valda mörgum verk í haus, vegir úti á landi, ef þú keyrir karlmannslaus, þá keyptu poka af sandi. Í athugasemd Sigríðar segir hún: „Sem kona keyrandi á holóttum sveitavegum og hálku hef ég tekið eftir því að bíllinn vill rása ef Jón minn ekki er með.“ (Lauslega eftir haft.) Skírnir skrifar enn, að nú á dög- unum hafi hann heyrt vísu, sem sennilega sé afbökun af vísu Sigríð- ar, en er góð samt. Ef að þér kona er karlmanns vant, og keyrandi ert útá landi, í kaupfélagið þú keyrir fant, og kaupir þér poka af sandi. Þetta mun ballansera bílinn á hálku. Kannski þarf konan tvo poka – séu þeir 50 pund hvor. Skírnir heldur áfram: „Vestfirð- ingar segja víst „að keyra fantinn“ þegar við hin tölum um „að keyra skætinginn“, en slíkur akstursmáti er algengur í uppsveitum hér syðra. Ég þjónaði brauðum upp- sveitanna um alllangt skeið. Skæting margan Skírnir ók, skerslin yfir hraunaði (ókvíðinn). Hampaði svo helgri bók, og hallelúja baunaði (á lýðinn). „Skersli“ eru vegaspottar upp frá, vegir sundurgrafnir og hlykkj- óttir. Kafli í Hrunamannahreppi kall- ast „Fláinn“, þar var gjarna vatns- agi og „hvörf í veginum“ í gamla daga. Kotlaugakelda er þar, fræg úr bænabók sr. Þórðar í Reykjadal, sem vildi senda Guð almáttugan í afleysingar vegna slæms ástands veganna þarna. Skundaðu upp að Haukholtum Drottinn minn, og miskunna þig yfir gömlu hjónin þar, en varaðu þig á henni Kotlaugakeldu, því hún hefur mörgum körskum í hel komið. Þetta segir það sem segja þarf um ástand vegaslóðanna þarna. Séra Þórður var ekki bragviss, en sagt var að íslenska hefði verið mál nr. 2, hann talaði mest latínu.“ Ég þakka Skírni þennan góða og skemmtilega pistil. Bjarni frá Gröf kvað undir pre- dikun: Þótt líkaminn sé lúka af mold og líka brenni í víti sálin mér finnst gott að hafa hold það hressir upp á kvennamálin. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Hálka og poki af sandi Miklu meira, en bara ódýrt Hálkubroddar 895 Snjósköfur Verð frá kr. 1.495 Bílrúðu- sköfur Verð frá kr. 395 Rassaþotur 495 Dráttartóg 2tonn 4m 2.485 Rúðuvökvi 995 Smáratorgi 1, 201 Kóp., s. 588 6090, vl@verkfaeralagerinn.is Verkfæralagerinn Mán.-Zm. kl. 9-18, fös. kl. 9-18"30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-1& Startkaplar frá2.985 SnjóskóYur Verð frá kr. 1.985

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.