Morgunblaðið - 08.02.2022, Page 26

Morgunblaðið - 08.02.2022, Page 26
HANDBOLTINN Gunnar Egill Daníelsson gunnaregill@mbl.is Hafnarfjarðarliðin Haukar og FH héldu áfram sigurgöngu sinni í úr- valsdeild karla, Olísdeildinni, í gærkvöldi. Haukar unnu afar sterkan útisigur á Stjörnunni og FH lenti ekki í neinum vandræðum með botnlið HK á heimavelli. Í Garðabænum hófu heimamenn í Stjörnunni leikinn af krafti og komust í 5:2 forystu snemma leiks. Haukar tóku þá vel við sér og skor- uðu fjögur mörk í röð og komust þannig yfir, 6:5, í fyrsta skiptið í leiknum um miðbik fyrri hálfleiks. Það sem eftir lifði hálfleiks var allt í járnum enda staðan í leikhléi jöfn, 13:13. Í síðari hálfleik var áfram mjótt á munum enda náðu Haukar mest tveggja marka forystu í honum líkt og í þeim fyrri. Eftir æsispennandi baráttu lengst af í hálfleiknum reyndust gestirnir úr Hafnarfirði hlutskarpari í blálokin og unnu að lokum frábæran fjögurra marka sigur, 33:29, eftir að hafa skorað síðustu fjögur mörk leiksins. Brynjólfur Snær Brynjólfsson var markahæstur Hauka í leiknum með níu mörk. Aron Rafn Eðvarðs- son varði níu skot í marki liðsins. Leo Snær Pétursson var þá markahæstur Stjörnumanna, einn- ig með níu mörk. Arnór Freyr Stefánsson varði 12 skot í marki liðsins og Brynjar Darri Bald- ursson sex. Auðvelt hjá toppliðinu Í Kaplakrika var nokkurt jafn- ræði með FH og HK til að byrja með en þegar fyrri hálfleikurinn var tæplega hálfnaður náðu heima- menn að slíta sig frá botnliðinu. FH komst í 6:3, HK minnkaði muninn niður í tvö mörk en FH- ingar skoruðu næstu þrjú mörk og munurinn þar með orðinn fimm mörk, 9:4. Eftir það varð ekki aftur snúið og leiddu heimamenn með sex mörkum í hálfleik, 17:11. Í síðari hálfleik var talsvert jafn- ræði með liðunum til að byrja með, sem hentaði FH-ingum vel enda sex mörkum yfir. Þegar líða tók á síðari hálfleikinn sigldu FH-ingar hins vegar enn frekar fram úr og unnu að lokum feikilega öruggan níu marka sigur, 33:24. Markahæstur í liði FH var fyrir- liðinn Ásbjörn Friðriksson með sex mörk. Fast á hæla honum kom svo Einar Örn Sindrason með fimm mörk. Svavar Ingi Sig- mundsson varði tíu skot í marki liðsins. Markahæstir hjá HK og í leikn- um voru hins vegar þeir Kristján Ottó Hjálmsson og Hjörtur Ingi Halldórsson, báðir með átta mörk. Eftir sigra Hafnarfjarðarliðanna eru þau í tveimur efstu sætum deildarinnar, bæði með 22 stig eft- ir 14 leiki, en FH er á toppnum með betri markatölu. FH og Haukar jöfn á toppnum - Hafnarfjarðarliðin slá hvergi af Morgunblaðið/Unnur Karen Skot Adam Haukur Baumruk býr sig undir að skjóta að marki Stjörnunnar. Stjörnumaðurinn Jón Ásgeir Eyjólfsson setur sig í varnarstellingar. 26 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. FEBRÚAR 2022 HANDKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Olísdeildin: Framhús: Fram – Grótta..................... 19.30 KÖRFUKNATTLEIKUR 1. deild karla: Álftanes: Álftanes – Haukar................ 19.15 ÍSHOKKÍ Íslandsmót kvenna, Hertz-deildin: Laugardalur: SR – Fjölnir .................. 19.45 Í KVÖLD! Flauta þurfti leik Vals og Þróttar í Reykjavíkurmóti kvenna í knatt- spyrnu af í hálfleik vegna afleitra aðstæðna á Hlíðarenda í gær. Um var að ræða uppgjör toppliðanna tveggja í mótinu þar sem efsta sæt- ið í mótinu var undir. Staðan var 2:0, gestunum í Þrótti í vil, í hálfleik áður en hætta þurfti leik vegna gífurlegrar snjókomu og hvassviðris. Andrea Rut Bjarna- dóttir og Ólöf Sigríður Kristins- dóttir skoruðu mörk Þróttar. Ekki liggur fyrir hvenær eða hvort leiknum verði haldið áfram. Ekki hægt að halda leik áfram Ljósmynd/Jón Helgi Pálmason Efni Andrea Rut var búin að skora fyrir Þrótt áður en leik var hætt. Egypski sóknarmaðurinn Mohamed Salah sneri aftur til Englands í gær og hyggst hefja æfingar að nýju með Liverpool í dag þó hann hafi einungis lokið þátttöku sinni með Egyptalandi á Afríkumótinu í knattspyrnu á sunnudag. Vill hann ná leik Liverpool gegn Leicester City í ensku úrvalsdeildinni á fimmtudagskvöld. Salah spilaði manna mest á Afr- íkumótinu, 750 mínútur auk upp- bótartíma í sjö leikjum á tæpum mánuði þar sem fjórir leikjanna enduðu í framlengingu. Salah ann sér ekki hvíldar AFP Tap Salah og félagar í Egyptalandi töpuðu úrslitaleik Afríkumótsins. Subway-deild karla Breiðablik – Tindastóll....................... 107:98 Þór Ak. – Vestri ................................. frestað Valur – KR ............................................ 81:78 Staðan: Þór Þ. 15 11 4 1434:1317 22 Njarðvík 14 10 4 1309:1153 20 Keflavík 14 10 4 1221:1155 20 Valur 14 9 5 1141:1099 18 Grindavík 14 8 6 1177:1157 16 Stjarnan 15 8 7 1355:1311 16 Tindastóll 14 7 7 1217:1263 14 Breiðablik 14 6 8 1501:1449 12 ÍR 15 6 9 1332:1350 12 KR 13 6 7 1155:1217 12 Vestri 14 3 11 1096:1222 6 Þór Ak. 14 1 13 1057:1302 2 1. deild karla Selfoss – Hrunamenn....................... 113:103 Fjölnir – Höttur.................................. 90:107 Staðan: Höttur 19 16 3 1936:1605 32 Haukar 16 14 2 1655:1238 28 Álftanes 18 12 6 1704:1528 24 Fjölnir 18 11 7 1647:1660 22 Sindri 18 10 8 1681:1557 20 Selfoss 17 9 8 1501:1502 18 Skallagrímur 19 8 11 1603:1675 16 Hrunamenn 19 6 13 1655:1846 12 Hamar 17 3 14 1330:1627 6 ÍA 19 1 18 1412:1886 2 NBA-deildin Chicago – Philadelphia .................... 108:119 Minnesota – Detroit ......................... 118:105 Denver – Brooklyn ........................... 124:104 Cleveland – Indiana ............................. 98:85 Orlando – Boston................................ 83:116 Dallas – Atlanta .................................. 103:94 Houston – New Orleans................... 107:120 LA Clippers – Milwaukee................ 113:137 >73G,&:=/D _ Jón Dagur Þorsteinsson, landsliðs- maður í knattspyrnu, fór á kostum í gær þegar þrír Íslendingar komu við sögu í æfingaleik á Spáni. Danska úr- valsdeildarliðið AGF burstaði þá sænska úrvalsdeildarliðið Elfsborg 6:1. Jón Dagur skoraði tvö marka AGF og lagði upp önnur tvö. Sveinn Aron Guð- johnsen skoraði mark sænska liðsins og Hákon Rafn Valdimarsson varði mark þess. _ Brasilísku knattspyrnumennirnir Alex Telles og Fred eru smitaðir af kórónuveirunni og leika því ekki með Man. Utd þegar liðið heimsækir Jó- hann Berg Guðmundsson og félaga í Burnley í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Telles smitaðist í síðustu viku og missti því einnig af bikarleik á föstu- dag en Fred smitaðist um helgina og gæti misst af einum leik til viðbótar. _ Marc Overmars, fyrrverandi leik- maður Arsenal og hollenska landsliðs- ins í knattspyrnu, er hættur störfum sem yfirmaður knattspyrnumála hjá hollenska félaginu Ajax. Hafði hann gegnt stöðunni í tæp tíu ár. Overmars dró sig í hlé eftir að hafa sent sam- starfskonum sínum hjá félaginu óvið- eigandi skilaboð. Hann sagðist í yfir- lýsingu á heimasíðu Ajax skammast sín fyrir hegðun sína sem hefði verið óafsakanleg. Eitt ogannað KÖRFUBOLTINN Gunnar Egill Daníelsson gunnaregill@mbl.is Valur hafði með naumindum betur gegn KR í Reykjavíkurslag á Hlíð- arenda og Breiðablik vann sterkan sigur á Tindastóli í Kópavogi í úr- valsdeild karla í körfuknattleik, Subway-deildinni, í gærkvöld. Valur heldur því í við efstu liðin og Blikar styrktu stöðu sína í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni. Leikur Vals og KR var jafn og skemmtilegur. Valsmenn leiddu að loknum fyrsta leikhluta, 21:14, en KR-ingar voru sterkir í öðrum leik- hluta og minnkuðu muninn niður í aðeins eitt stig fyrir leikhlé. Staðan í hálfleik 41:40. Í síðari hálfleik var áfram allt í járnum og eftir æsispennandi loka- sekúndur náðu KR-ingar varnar- frákasti þegar 13 sekúndur voru eft- ir og staðan 81:78. Gestirnir höfðu því nægan tíma til þess að fara í eina lokasókn og freista þess að jafna metin en þriggja stiga skottilraun Dani Kolj- anin geigaði á ögurstundu og Vals- menn fóru því með nauman þriggja stiga sigur af hólmi. Koljanin lék annars afar vel og náði tvöfaldri tvennu. Var hann stigahæstur allra með 26 stig og tók tíu fráköst. Skammt undan var Brynjar Þór Björnsson með 22 stig. Pablo Bertone var stigahæstur Valsmanna með 23 stig, auk þess sem hann tók níu fráköst. Hjálmar Stefánsson kom næstur með 17 stig. Ótrúlegur 44 stiga leikur Í leik Breiðabliks og Tindastóls voru heimamenn sterkari í fyrri hálfleik enda leiddu þeir með átta stigum, 57:49, í leikhléi. Í síðari hálf- leik var allt í járnum og reyndu gest- irnir frá Sauðárkróki hvað þeir gátu til þess að jafna metin en þrátt fyrir góða baráttu komust Stólarnir ekki nær Blikum en fimm stigum, seint í fjórða og síðasta leikhluta. Niður- staðan því að lokum góður níu stiga sigur Blika, 107:98. Everage Richardson átti sann- kallaðan stórleik fyrir Blika og skor- aði 44 stig. Í liði Tindastóls var landsliðsmaðurinn Sigtryggur Arn- ar Björnsson með 24 stig auk þess sem hann tók 9 fráköst. Morgunblaðið/Unnur Karen 44 Richardson var óstöðvandi í sigri Breiðabliks á Tindastóli í gærkvöldi. Valur marði KR í Reykjavíkurslag - Richardson leiddi Blika til sigurs

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.