Morgunblaðið - 08.02.2022, Side 27

Morgunblaðið - 08.02.2022, Side 27
ÍÞRÓTTIR 27 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. FEBRÚAR 2022 Karlalið Kanada í knatt- spyrnu er nú hársbreidd frá því að komast á HM 2022 sem fram fer í Katar í lok þessa árs. Kan- ada komst síðast á HM 1986 í Mexíkó. Síðan þá hefur liðið ekki átt miklu láni að fagna. Ef undan er skilinn sigur í Gullbikarnum, keppni liða frá Norður- og Mið- Ameríku, árið 2000 hefur Kan- ada lítið sem ekkert getað um nokkurra áratuga skeið. Það er allt saman að breytast enda hefur Kanada verið liða sterkast í undankeppni Norður- og Mið-Ameríku. Liðið er enn taplaust eftir 11 umferðir í und- anriðlinum þar sem það hefur unnið sjö leiki og gert fjögur jafntefli og þarf aðeins einn sig- ur til viðbótar til þess að tryggja sér sæti á HM. Þetta hefur ekki gerst af sjálfu sér en fyrir utan það að fjöldi öflugra leikmanna á við Alphonso Davies og Jonathan David eru að koma upp hefur enski þjálfarinn John Herdman lyft grettistaki þegar kemur að spilamennsku liðsins. Knattspyrnusamband Kanada leitaði ekki langt yfir skammt þegar Herdman var ráð- inn þjálfari karlaliðsins árið 2018 því hann stýrði sterku kvennaliði Kanada um sjö ára skeið þar sem liðið vann til brons- verðlauna á Ólympíuleikunum 2012 og 2016. Sem þjálfari karlaliðsins er Herdman með tæplega 74 pró- sent sigurhlutfall og leiddi liðið upp í 40. sæti á styrkleikalista FIFA á dögunum. Liðið hefur aldrei komist jafn ofarlega á list- anum. Ég er í það minnsta farinn að hlakka til að sjá Kanada spila á HM í Katar. BAKVÖRÐUR Gunnar Egill Daníelsson gunnaregill@mbl.is Reykjavíkurmót kvenna Valur – Þróttur R................................... (0:2) _ Leikur Vals og Þróttar var flautaður af í hálfleik vegna slæmra veðurskilyrða. Þá var staðan 2:0 fyrir Þrótt. _ Valur 12, Þróttur R. 10, Víkingur R. 10, Fjölnir 9, KR 3, Fylkir 0, Fram 0. Spánn Athletic Bilbao – Espanyol...................... 2:1 Staða efstu liða: Real Madrid 23 16 5 2 48:20 53 Sevilla 23 13 8 2 34:16 47 Real Betis 23 12 4 7 41:27 40 Barcelona 22 10 8 4 36:25 38 Atlético Madrid 22 10 6 6 38:30 36 Villarreal 23 9 8 6 38:23 35 Real Sociedad 22 9 8 5 22:21 35 Athletic Bilbao 23 8 10 5 23:18 34 Rayo Vallecano 22 9 4 9 27:24 31 Holland B-deild: Jong Ajax – Jong PSV............................. 2:0 - Kristian Nökkvi Hlynsson kom inn á í hálfleik hjá Jong Ajax. 4.$--3795.$ Olísdeild karla FH – HK ............................................... 33:24 Stjarnan – Haukar ............................... 29:33 Staðan: FH 14 10 2 2 398:350 22 Haukar 14 10 2 2 421:382 22 Valur 13 9 2 2 375:328 20 Stjarnan 14 8 2 4 416:402 18 ÍBV 13 8 1 4 387:386 17 Selfoss 13 7 1 5 342:335 15 Afturelding 13 4 4 5 371:365 12 KA 13 6 0 7 367:375 12 Fram 12 4 2 6 339:343 10 Grótta 12 3 1 8 314:326 7 Víkingur 14 1 0 13 312:401 2 HK 13 0 1 12 342:391 1 %$.62)0-# ÓL 2022 Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Ireen Wüst frá Hollandi skráði nafn sitt á spjöld sögunnar í gær þegar hún sigraði í 1.500 metra skautahlaupi á Vetrarólympíuleik- unum í Peking. Wüst varð með þessu fyrst allra íþróttamanna til að vinna gull í einstaklingsgrein á fimm Ólympíu- leikum, hvort sem er sumar- eða vetrarleikum. Með þessu fór hún fram úr þremur af skærustu stjörnum í sögu Ólympíuleika, sundmann- inum Michael Phelps og frjáls- íþróttamönnunum Carl Lewis og Al Oerter, sem áður deildu því með henni að hafa unnið ein- staklingsgreinar á fernum leikum. Wüst vann 1.500 m skauta- hlaupið í þriðja sinn en hún vann það líka í Vancouver 2010 og í Pyongchang 2018. Til viðbótar vann hún 3.000 metra hlaupið í Tórínó árið 2006 og í Sotsjí árið 2014. Til viðbótar þessum fimm ein- staklingsverðlaunum hefur Wüst líka unnið gull í liðakeppni með Hollendingum en það gerði hún í Sotsjí. Í framhaldi af því kaus fréttastofa Reuters hana íþrótta- konu ársins í heiminum 2014. Hún á enn fremur í safni sínu fimm silf- urverðlaun frá Ólympíuleikum, fern þeirra í einstaklingsgreinum, og ein bronsverðlaun. Fyrir vikið er Wüst sigursælasti keppandi Hollands á Ólympíuleikum frá upp- hafi. Wüst fékk samtals fimm verð- laun í Sotsjí, tvenn gullverðlaun og þrenn silfurverðlaun. Fyrir utan þetta hefur hún unnið 22 meistaratitla á heimsmeist- aramótum og átta sinnum orðið Evrópumeistari. Bæði yngst og elst Wüst er 35 ára gömul og varð yngsti sigurvegari Hollands á Vetrarólympíuleikum þegar hún vann 3.000 metrana 19 ára gömul í Tórínó árið 2006. Með sigrinum í gær er hún líka orðin sá elsti. Hún þótti ekki sigurstrangleg- ust fyrir hlaupið í gærmorgun og var fyrir leikana í sjöunda sæti á heimslistanum í 1.500 metra hlaupinu. Heimsmethafanum Miho Takagi frá Japan var af flestum spáð sigri en varð að sætta sig við silfrið. Wüst vann á nýju ólympíumeti, 1:53,28 mín- útum, og varð 44/100 úr sekúndu á undan Takagi. „Ég veit ekki hvað þetta er. Ég sé ólympíuhringina og þá gerist eitthvað magnað,“ sagði Wüst við fréttamenn eftir sig- urinn í gær þegar hún var spurð hvers vegna hún næði alltaf sínu besta fram á Ólympíuleikum. Wüst keppir líka í 1.000 metra skautahlaupinu í Peking og gæti því enn bætt við verðlaunasafnið, en síðan mun það líkast til ekki stækka frekar því Wüst hefur ákveðið að hætta keppni eftir farsælan feril í næsta mánuði. Sé hringina og þá gerist eitt- hvað magnað - Ireen Wüst hefur unnið einstakt afrek í sögu Ólympíuleikanna AFP Sigursæl Ireen Wüst fagnar sögulegum sigri sínum í 1.500 metra skauta- hlaupinu í Peking í gær. Hún ætlar að hætta keppni í næsta mánuði. Dagný Brynjarsdóttir, landsliðs- kona og leikmaður West Ham, hef- ur verið tilnefnd í kosningu Sam- taka atvinnuknattspyrnufólks á leikmanni janúarmánaðar í ensku úrvalsdeildinni. Dagný er ein af sex leikmönnum sem koma til greina í kosningunni en hinar eru Lauren Hemp og Georgia Stanway frá Manchester City, Leah Galton frá Manchester United og þær Natasha Dowie og Emma Harries, leikmenn Reading. Það er stuðningsfólkið sem kýs leikmann mánaðarins á vefsíðunni 90min.com. Dagný tilnefnd í ensku deildinni Ljósmynd/@westhamwomen West Ham Dagný Brynjarsdóttir skoraði tvö mörk í janúar. Sóknarmaðurinn Sadio Mané frá Senegal var útnefndur besti leik- maður Afríkumóts karla í knatt- spyrnu í fyrrakvöld, eftir að hann tryggði Senegal sinn fyrsta sigur á mótinu eftir úrslitaleik gegn Egyptalandi í Yaoundé í Kamerún. Úrslitaleikurinn endaði 0:0 en Mané innsiglaði sigur Senegals í víta- spyrnukeppni, 4:2. Markvörðurinn Edouard Mendy hafði áður varið eina af spyrnum Egyptanna, sem auk þess skutu í stöng, en snemma í leiknum sjálfum varði markvörður Egypta vítaspyrnu frá Mané. Mané bestur á Afríkumótinu AFP Bestur Sadio Mané varð tvöfaldur sigurvegari á Afríkumótinu. Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir náði ekki að ljúka keppni í sinni fyrstu grein af þremur á Vetraról- ympíuleikunum í Peking í gær- morgun en þá keppti hún í stórsvigi kvenna. Af 82 keppendum féllu 22 strax í fyrri ferðinni, þar á meðal Hólm- fríður Dóra og Mikaela Shiffrin frá Bandaríkjunum, ein fremsta skíða- kona heims. Í seinni ferðinni urðu enn frekari afföll því þá féllu ellefu keppendur til viðbótar og því aðeins 49 sem náðu að ljúka keppni. Gullverðlaunin fékk Sara Hector frá Svíþjóð, silfrið fékk Federica Brignone frá Ítalíu og bronsið hlaut Lara Gut-Behrami frá Sviss. Næstu Íslendingar sem keppa á leikunum í Peking eru Kristrún Guðnadóttir og Isak Stienson Ped- ersen sem bæði keppa í sprett- göngu í dag. Keppnin hefst klukkan átta að íslenskum tíma en þá er klukkan sextán síðdegis í Peking. AFP Gullið Sara Hector frá Svíþjóð sigraði í stórsviginu í gær. Hólmfríður féll en gullið fór til Svía Sævar Pétursson, framkvæmda- stjóri KA á Akureyri, tilkynnti í gær að hann gæfi kost á sér í kjöri formanns Knattspyrnusambands Íslands á ársþingi sambandsins sem haldið verður 26. febrúar. Þar með verða kosningar á þinginu en Vanda Sigurgeirsdóttir, sem tók við sem formaður KSÍ á aukaþingi sambandsins í október 2021, tilkynnti í síðustu viku að hún gæfi kost á sér til áframhaldandi setu sem formaður. Sævar er 47 ára gamall og hefur verið framkvæmdastjóri KA frá 2011. Hann lék á sínum tíma með Breiðabliki, Fram og Val í efstu deild en einnig með Haukum, KS á Siglufirði, Tindastóli á Sauðárkróki og Einherja á Vopnafirði, sem og með 4. deildar liði Deiglunnar í Reykjavík. Þá lék hann eitt ár á Nýja-Sjálandi. Sævar lék 154 leiki í fjórum efstu deildunum á ferlinum og þar af 54 í efstu deild. Sævar sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem hann kvaðst hafa fengið fjölda áskorana um að bjóða sig fram og hann hefði ákveðið að gera það með það að leiðarljósi að setja fótboltann aftur í fyrsta sætið hjá KSÍ og efla samskiptin við fé- lögin í landinu. Í tilkynningunni var síðan farið nánar í hans helstu áherslur og þær má sjá í frétt um framboðið sem birtist á sérvefnum Íslenski boltinn á íþróttavef mbl.is í gær. Sævar býður sig fram gegn Vöndu KSÍ Sævar hefur ákveðið að gefa kost á sér í kjöri formanns KSÍ.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.