Morgunblaðið - 08.02.2022, Page 28
28 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. FEBRÚAR 2022
Einar Falur Ingólfsson
efi@mbl.is
Hallveig Rúnarsdóttir sópran-
söngkona og píanóleikarinn Árni
Heimir Ingólfsson hyggjast stytta
bið tónlistarunnenda eftir sumrinu
með tónleikum í Tíbrár-röðinni í
Salnum í Kópavogi í kvöld, þriðju-
dag, sem hefjast kl. 19.30. Efnis-
skrána segja þau vera „innblásna af
sumri og ást“. Fyrir miðju verður
þekktur sönglagaflokkur eftir Alban
Berg frá fyrstu árum 20. aldar sem
einkennist „af fjölbreyttri tjáningu
og ljóðrænni dýpt“. Einnig flytja
þau lög eftir Richard Strauss og
„létt, skemmtileg og fögur“ lög úr
Broadway-söngleikjum eftir Gersh-
win og Weill í glæsilegum og sjald-
heyrðum útsetningum.
„Okkur langaði að setja saman
efnisskrá sem innihéldi einstakan
ljóðaflokk eftir Berg, Sieben frühe
Lieder, Sjö snemmsöngva, en hann
fjallar mikið um sumar og ást. Við
prjónuðum fína efnisskrá kringum
flokkinn,“ segir Hallveig. Hún bætir
við að þau Árni Heimir hafi fyrst
flutt þennan ljóðaflokk í Norræna
húsinu árið 2014 og seinna á há-
degistónleikum Íslensku óperunnar.
„Þetta er stórkostleg tónsmíð og
nú fannst okkur kominn tími til að
flytja hana aftur. Þetta er viðamikið
og margslungið verk sem vex með
manni og mjög gaman að koma aftur
að því. Núna finnst mér röddin líka
vera alveg tilbúin til að takast á við
verkið. Þegar við fluttum hana fyrst
þá dansaði hún svolítið á línunni,“
segir Hallveig og hlær. Hún bætir
svo við að þetta verk Bergs þarfnist
einfaldlega ákveðinnar stærðar í
röddinni. „Hún kemur með aldri og
þroska. Maður breytir um efnisskrá
eftir því sem röddin stækkar og
breikkar. Núna er til að mynda að
byrja að skoða Wagner í fyrsta
skipti. Ég hef ekki verið tilbúin í það
fyrr. Svo er ég að fara að syngja
Requiem eftir Verdi í fyrsta skipti, á
tónleikum með Fílharmóníu sem er
búið að fresta nokrum sinnum í far-
aldrinum en verða í Langholtskirkju
10. apríl. Það er rosalega skemmti-
legt að sjá nú að ég er tilbúin til að
takast á við slík draumaverkefni.“
Eins og fyrr segir flytja Hallveig
og Árni Heimir á tónleikunum fleiri
verk tengd Vínarskólanum svokall-
aða, eftir Strauss, auk laga úr
Broadway-söngleikjum eftir Kurt
Weill og Gershwin.
„Þetta eru í sjálfu sér ekki lík tón-
skáld, en lögin fjalla um vor og ást,“
segir Hallveig. „Weill er þó frá
þýska málsvæðinu og hóf sinn feril í
Berlín á sama tíma og Berg starfaði
í Vínarborg. En við Árni völdum líka
verk á efnisskrána út frá því að við
elskum söngleikjatónlist og hún gef-
ur spennandi kontrast í prógramm-
ið. Við byrjum á Kurt Weill, þá kem-
ur Strauss, fyrir miðju er þessi mikli
flokkur eftir Berg – svo endum við á
Gershwin.“
Hallveig segir að lögin eftir Weill
og Gershwin séu í útsetningum
bandaríska píanóleikarans Teds
Taylor. „Þessi lög eru upphaflega
skrifuð fyrir hljómsveit og píanóút-
skriftirnar eftir þeim eru mis-
merkilegar. Þessar eftir Taylor eru
hins vegar mjög flottar og Árni fær
nóg að gera!“ Aftur hlær Hallveig.
„Ég hef verið að syngja þessa
söngleikjatónlist Gershwins síðan ég
var krakki; ég hélt á sínum tíma
heila Gershwin- og Cole Porter-
tónleika á lagningardögum í MH
með Karli Olgeirssyni. Þá vorum við
í djassstuði en mér hefur alltaf þótt
gaman að syngja fjölbreytilega tón-
list.“
Lærði mikið af Ellu Fitzgerald
Swing hefur því staðið Hallveigu
nærri og hún segir að þegar hún var
við nám í Guildhall í London hafi
djasskennari hennar verið áfjáður í
að hún myndi skipta yfir í djassinn.
„Ég er alin upp af foreldrum mín-
um og Ellu Fitzgerald. Stundum hef
ég sagt að ég hafi ekki lært „músi-
kalitet“ jafn mikið af neinum tón-
listarmanni og Ellu. Hún hefur verið
minn helsti skóli hvað það varðar og
ég hef hlustað mikið á hana síðan ég
var krakki. Við Árni Heimir höfum
eiginlega alltaf einhverja söngleikja-
tónlist á okkar efnisskrám. Og það
er mjög fín leið til að skapa jafnvægi,
á móti öðrum verkum sem kannski
eru aðeins þyngri en líka geggjuð
tónlist.“
Hallveig hefur árum saman glatt
tónleikagesti með söng sínum á ólík-
um vettvangi, gjarnan með kórum
og í óperum, en einsöngstónleikar
eru henni ekki síður mikilvægir.
„Og ég hef saknað þess í Covid að
ná að koma fram á fleiri slíkum, þótt
mér hafi tekist að halda eina og eina
tónleika, bæði með Árna Heimi og
Hrönn Þráinsdóttur við píanóið.
Þetta er mjög mikilvægur partur af
starfinu og mjög ánægjulegt að vera
með í tónleikaröð eins og Tíbrá, sem
er einn af stóru póstunum í menn-
ingarlífinu. Það er alltaf gaman að
syngja í Salnum.“
Tekst á við draumaverkefnin
- Efnisskrá Hallveigar Rúnarsdóttur sópransöngkonu og Árna Heimis Ingólfssonar píanóleikara á
Tíbrártónleikum er innblásin af sumri og ást - Rómaður sönglagaflokkur Albans Berg fyrir miðju
Morgunblaðið/Arnþór Birkisson
Fjölbreytt „Þetta er stórkostleg tónsmíð og nú fannst okkur kominn tími til að flytja hana aftur,“ segir Hallveig
Rúnarsdóttir um sönglagaflokkinn eftir Berg en hér eru þau Árni Heimir Ingólfsson á æfingu í Salnum.
Museum of the Future, Safn framtíðarinnar, nefnist
þessi stórkostlega bygging sem finna má í Dúbaí og
verður opnuð almenningi 22. febrúar. Hún er ein þeirra
bygginga sem finna má á lista tímaritsins virta National
Geographic yfir 14 fallegustu safnbyggingar heims og
skyldi engan undra því byggingin er ævintýri líkust.
AFP
Ein fallegasta safnbygging jarðar
Hin goðsagnakennda indverska
söngkona, sú dáðasta í heimi Bolly-
wood-kvikmynda, Lata Mangesh-
kar, er látin, 92 ára að aldri. Hún
lést úr Covid-19-sjúkdómnum. Man-
geshkar hefur iðulega verið kölluð
„næturgalinn í Bollywood“ og lýstu
stjórnvöld á Indlandi yfir tveggja
daga þjóðarsorg henni til heiðurs.
Í minningargreinum indverskra
fjölmiða er því haldið fram að fyrir
þrjár kynslóðir þarlendra hafi Man-
geshkar nánast verið táknmynd
söngs og tónlistar, slík hafi áhrif
hennar verið. Í 73 ár söng hún opin-
berlega en einkum þó inn á upp-
tökur laga sem hafa hljómað og
verið sungin í kvikmyndum og gaf
hún hundruðum leikkvenna söng-
rödd á tjaldinu. Mangeshkar mun
hafa sungið inn á meira en 1.000
kvikmyndir, auk hljómplatna.
AFP
Þjóðarsorg Á Indlandi var víða kveikt á kertum í minningu Lata Mangeshkar.
Hinn dáði næturgali Bollywood látinn
Bandaríski sálarsöngvarinn Syl
Johnson er látinn, 85 ára að aldri.
Kvikmyndagerðarmaðurinn Rob
Hatch-Miller greindi frá andláti
Johnsons en hann gerði heimildar-
mynd um hann, Syl Johnson: Any
Way the Wind Blows, sem frum-
sýnd var árið 2015.
Mikið safn laga liggur eftir John-
son sem fæddist í Mississippi og
varð þekktur fyrir framlag sitt til
sálartónlistar í Chicago á sjöunda
og áttunda áratugnum. Árið 1969
gaf hann út lag sem vakti mikla at-
hygli, „Is It Because I’m Black“, en
í því fjallaði hann um morðið á
mannréttindafrömuðnum Martin
Luther King Jr. Annað lag, „Differ-
ent Strokes“, af fyrstu plötu John-
sons, Dresses Too Short, er þó öllu
þekktara því bútar úr því hafa mik-
ið verið nýttir í hipphopptónlist og
þá m.a. af Wu-Tang Clan, Public
Enemy, De La Soul, Ice Cube og
Kanye West og Jay-Z. Árið 2011
lögsótti Johnson þá West og Jay-Z
fyrir að nota bút úr laginu í leyfis-
leysi en sátt náðist í því máli.
Sálarsöngvarinn Syl Johnson látinn, 85 ára að aldri
Svalur Johnson á Dressed Too Short.
Hinn umdeildi
hlaðvarpsþátta-
stjórnandi Joe
Rogan hefur beð-
ist afsökunar á
skaðlegum og
röngum fullyrð-
ingum viðmæl-
enda sinna um
Covid-19 en nú
sætir hann
harðri gagnrýni fyrir að nota n-
orðið yfir þeldökkt fólk. Eins og
frægt er samdi Spotify við Rogan
um að streyma þáttum hans og var
samningurinn upp á um 100 millj-
ónir dollara. Nú hefur forstjóri
Spotify, Daniel Ek, fordæmt þessi
ummæli sem hann segir sýna kyn-
þáttafordóma en segir hlaðvarps-
þætti Rogans þó áfram munu verða
á veitunni. Rogan hefur nú beðist
afsökunar í annað sinn og að þessu
sinni á þessari notkun sinni á orð-
inu ógeðfellda. Hefur hann nú fjar-
lægt fjölda þátta úr hlaðvarpi sínu,
The Joe Rogan Experience, vegna
hinnar hörðu gagnrýni.
Ek fordæmir ummæli Rogans
Joe Rogan