Morgunblaðið - 19.02.2022, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. FEBRÚAR 2022
Auglýsing um framboð
til kirkjuþings
Á grundvelli 11. gr. starfsreglna um kjör til kirkjuþings, nr. 8/2021 auglýsir kjörstjórn
þjóðkirkjunnar eftir framboðum til kirkjuþings.
Á kirkjuþingi eiga sæti 29 þjóðkirkjumenn kjörnir til fjögurra ára í senn. Eru 12 þeirra úr
hópi vígðra manna, þ.e. presta og djákna og 17 leikmenn.
Um kirkjuþing sjá nánar: www.kirkjan.is/kirkjuþing
Kjörgengur til kirkjuþings er:
a. hver vígður maður sem á kosningarrétt skv. 3. gr. starfsreglna nr. 8/2021,
b. hver leikmaður sem hefur hlotið skírn í nafni heilagrar þrenningar, skráður er í íslensku
þjóðkirkjuna, og hefur náð 18 ára aldri og hefur meðmæli sinnar sóknarnefndar.
Hver sá sem fullnægir þessum skilyrðum skal og hafa óflekkað mannorð. sbr. nánar
2.-3. mgr. 7. gr. reglnanna.
Kjörgengisskilyrði skulu vera uppfyllt 1. apríl 2022.
Þeir sem hyggjast bjóða sig fram til kirkjuþings skulu hafa tilkynnt kjörstjórn framboð sitt
skriflega, eigi síðar en 15. mars 2022. Tilkynningu um framboð skal senda til biskups-
stofu, Katrínartúni 4, Reykjavík, eða í tölvupósti á netfangið kirkjan@kirkjan.is. Æskilegt er
að ljósmynd fylgi. Nánari upplýsingar veitir Ragnhildur Benediktsdóttir, starfsmaður
kjörstjórnar, ragnhildurbe@kirkjan.is.
Kjörstjórn getur óskað eftir því að sá sem hyggst bjóða sig fram framvísi staðfestingu um
kjörgengi eða gefi kjörstjórn heimild til að afla gagna er sýni kjörgengi hans.
Ef ekki berast nægilega mörg framboð, sbr. 11. gr. starfsreglnanna, skal kjörstjórn svo
fljótt sem auðið er gera uppstillingarnefnd kirkjunnar viðvart. Skal uppstillingarnefnd
tilnefna þá frambjóðendur sem á vantar. Skal sú tilnefning hafa borist kjörstjórn eigi síðar
en 31. mars nk., ásamt samþykki hlutaðeigandi.
Kosningarnar verða rafrænar og er miðað við að þær standi frá kl. 12:00 fimmtudag-
inn 12. maí 2022 til kl. 12:00 þriðjudaginn 17. maí sama ár. Kosningarnar verða nánar
auglýstar síðar.
Fyrir hönd kjörstjórnar
Anna M. Karlsdóttir, formaður
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Það eru miklar breytingar í þessum
rekstri. Við erum ekki að fækka af-
greiðslustöðum heldur fjölga þeim –
en vissulega að
breyta þeim,“
segir Hörður
Jónsson, fram-
kvæmdastjóri
rekstrarsviðs Ís-
landspósts.
Fyrirtækið
hefur ákveðið að
loka tveimur
pósthúsum á höf-
uðborgarsvæðinu
hinn 1. maí næst-
komandi. Um er að ræða pósthúsin
við Háholt 14 í Mosfellsbæ og við
Litlatún 3 í Garðabæ. „Þetta er búið
að vera í undirbúningi og við höfum
upplýst viðkomandi bæjaryfirvöld
og fundað með bæjarstjórunum,“
segir Hörður.
Vinna með bæjarstjórninni
Eftir að pósthúsunum tveimur
verður lokað verða sex pósthús eftir
á höfuðborgarsvæðinu. Í vikunni var
greint frá lokun tveggja pósthúsa á
Suðurlandi. „Þessi eru tvö af þeim
minni sem við höfum á höfuðborgar-
svæðinu. Við verðum með sex öflug
pósthús eftir. Það er stutt frá Garða-
bæ á pósthúsið í Kópavogi sem er
mjög öflugt og líka tiltölulega stutt í
Hafnarfjörð. Pósthúsið í Mosfellsbæ
er okkar minnsta pósthús en við er-
um þegar komin með tvö póstbox í
Mosfellsbæ og erum að vinna með
bæjarstjórninni í að finna pláss fyrir
fleiri þar,“ segir Hörður.
Hann leggur áherslu á að þótt
pósthúsum verði fækkað fari snerti-
flötum fyrir viðskiptavini fjölgandi
og vísar þar til fjölgunar svokallaðra
póstboxa. Stefnt er að því að koma
fyrir fleiri póstboxum í bæði Mos-
fellsbæ og Garðabæ. „Við erum að
vinna með bæjaryfirvöldum við að
finna hentugt húsnæði, eins og til
dæmis við sundlaugar. Við eigum til-
tæk póstbox til að setja upp.“
Hörður segir að pakkadreifing sé
nú meginstoð reksturs Póstsins og
póstboxin henti vel fyrir það. „Nú
bjóðum við viðskiptavinum val um
afhendingarstað. Tækninni hefur
fleygt fram og við erum ekki svo
bundin við að hafa pósthús í hverf-
um. Nú getur fólk til dæmis valið um
að sækja sendingar nálægt vinnu-
stað sínum.“
Pósturinn skellir í lás
í Mosó og Garðabæ
- Aðeins sex pósthús eftir en póstboxum fjölgar á móti
Morgunblaðið/Eggert
Lokar Pósthúsinu við Háholt í Mosfellsbæ verður lokað í maí. Fjölga á póst-
boxum í bænum á móti. Sama gildir um pósthúsið við Litlatún í Garðabæ.
Hörður
Jónsson
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Móðurfélag Arnarlax hefur eignast
meirihlutann í móðurfélagi Arctic
Fish. Boðar eigandinn, norska fisk-
eldisfyrirtækið SalMar, að samruni
norsku félaganna muni hafa í för
með sér samlegðaráhrif í starfsem-
isstöðvum þess í Noregi og á Íslandi.
Má því búast við nánu samstarfi eða
sameiningu þessarra tveggja vest-
firsku laxeldisfyrirtækja sem eru
stærstu fiskeldisfyrirtæki landsins.
Töluverðar hræringar hafa verið í
eignarhaldi norskra fiskeldisfyrir-
tækja á síðustu mánuðum og árum
og snerta þær íslensku dótturfélög-
in. Þannig komust Fiskeldi Aust-
fjarða og Laxar fiskeldi, bæði stóru
fiskeldisfyrirtækin á Austfjörðum, í
eigu sama fyrirtækis, Måsøval, í nóv-
ember 2020. Á síðasta ári var unnið
að sameiningu austfirsku félaganna
en því verki mun ekki lokið.
Síðastliðið sumar börðust norsku
fiskeldisfyrirtækin SalMar, meiri-
hlutaeigandi Arnarlax, og NTS um
yfirráð yfir Norway Royal Salmon
(NRS) sem er meirihlutaeigandi
Arctic Fish á Vestfjörðum. Hafði
NTS betur.
Möguleikar á stækkun
Nú hafa verður skipast þannig í
lofti að SalMar er að gleypa NTS
með húð og hári. Verður fyrirtækið
þar með annað stærsta fiskeldisfyr-
irtæki Noregs og eigandi tveggja
stærstu laxeldisfyrirtækja Íslands,
Arnarlax og Arctic Fish, sem eru
með meginhluta starfsemi sinnar,
þar með allt sjóeldið, á Vestfjörðum.
SalMar gerði tilboð í hlutabréf
NTS í byrjun vikunnar, í samkeppni
við Mowi sem er stærsta laxasam-
steypa Noregs, og í lok vikunnar
kom í ljós að SalMar hafði náð tang-
arhaldi á 50,1% hlutabréfa. Í kjölfar-
ið var boðað til hluthafafundar Sal-
Mar til þess að ganga frá hækkun
hlutafjár til að standa undir kaup-
unum.
Í tilkynningu á vef SalMar kemur
fram að með samtvinnun á starfsemi
fyrirtækjanna sem einkum er í Mið-
og Norður-Noregi og á Vestfjörðum
Íslands náist betri árangur í rekstr-
inum og möguleikar skapist á aukn-
ingu á sjálfbæran hátt.
Arnarlax hefur slátrað fyrir bæði
fyrirtækin í sláturhúsi sínu á Bíldu-
dal. Þau stóðu sameiginlega fyrir leit
að nýjum hentugum stað vegna vax-
andi starfsemi. Ekki náðist sam-
komulag og keypti Arctic Fish hús-
næði í Bolungarvík með það að
markmiði að koma þar upp eigin
sláturhúsi.
SalMar á fyrir 51,02% í Arnarlaxi
á móti íslenskum og norskum fjár-
festum og NRS á 51,28% hlut í Arc-
tic Fish á móti pólskum, íslenskum
og norskum fjárfestum.
Arnarlax og Arc-
tic í eina sæng?
- Hræringar í eign-
arhaldi í norsku lax-
eldi ná til Vestfjarða
Bíldudalur Höfuðstöðvar og að-
alstarfsstöð Arnarlax í bænum.
Norræn ljósmyndasýning var opnuð
í Hörpu síðdegis í gær, að við-
stöddum Guðna Th. Jóhannessyni,
forseta Íslands. Tilefni sýningar-
innar er 95 ára afmæli Ljósmynd-
arafélags Íslands. Upphaflega átti
sýningin að vera í nóvember sl. en
var frestað vegna kórónuveiru-
faraldursins.
Guðni opnaði sýninguna með
formlegum hætti en hún verður
uppistandandi á 1. hæðinni til 3.
mars nk. og er öllum opin.
Til sýnis eru 45 verðlaunamyndir
frá Íslandi, Danmörku, Noregi, Sví-
þjóð og Finnlandi. Efnt var til sam-
keppni félaga atvinnuljósmyndara í
hverju landi.
Guðni veitti nokkrum íslenskum
verðlaunahöfum viðurkenningar,
sem eiga myndir á sýningunni. Aldís
Pálsdóttir fékk tvenn verðlaun, auk
stigahæstu myndar, Heiða Hrönn
Björnsdóttir fékk verðlaun fyrir
landslagsmynd og Sigurður Ólafur
Sigurðsson fékk verðlaun fyrir
fréttamynd.
Í dómnefnd fyrir íslensku mynd-
irnar sátu Tony Sweet frá Banda-
ríkjunum, Gabe McClintock frá
Kanada og Line Loholt frá Noregi.
Íslensku myndirnar eru frá átta at-
vinnuljósmyndurum. Stærri mynd-
irnar eru stigahæstar í sínum flokki;
portrettmyndir, auglýsingamyndir,
landslagsmyndir og frétta- og heim-
ildarmyndir. Minni myndirnar eru
stigahæstu myndir óháð flokkum.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Ljósmyndir Frá opnun sýningarinnar í gær í Hörpu, sem verður opin öllum
til 3. mars. Tilefni hennar er 95 ára afmæli Ljósmyndarafélags Íslands.
Norræn ljósmynda-
sýning í Hörpu