Morgunblaðið - 19.02.2022, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 19.02.2022, Blaðsíða 14
14 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. FEBRÚAR 2022 Síðumúli 16 I 108 Reykjavík I Sími 580 3900 I fastus.is fastus.is KAFFIVÉLAR SEM HENTA ÞÍNUM REKSTRI GOTT KAFFI KÆTIR Bravilor TH Frábær uppáhellingarvél með vatnstanki. Bravilor THa Frábær uppáhellingarvél með vatnstengi. Bravilor Sprso Handhæg og öflug baunavél sem hentar smærri fyrirtækjum. Nánari upplýsingar veitir sölufólk okkar í síma 580 3900 Ragnheiður Birgisdóttir ragnheidurb@mbl.is G latt var á hjalla hjá Óháða söfnuðinum á sunnudag- inn var, 13. febrúar, þegar haldin var sérstök gælu- dýrakærleiksguðsþjónusta. Þar komu saman menn og dýr og hlýddu á Guðs orð. „Það erum ekki bara við menn- irnir sem rísum upp á dómsdegi, það gera dýrin líka, öll sköpun Guðs. Ég vildi gefa fólki tækifæri til þess að koma með dýrin í messuna og gefa dýrunum tækifæri á að vera til staðar og að þau væru hluti af þessu,“ segir séra Pétur Þorsteins- son, prestur safnaðarins. „Margir eru með gæludýr og gátu loksins komið með þau með sér. Þarna var fólk sem hafði ekki komið í mörg ár og sumir kannski aldrei og þá er maður þakklátur fyr- ir það að geta höfðað til þessa litla hóps.“ Hundurinn hjálpaði til Dýrin settu sinn svip á athöfn- ina og fékk einn hundanna meira að segja sérstakt hlutverk. „Í lokin á messunni settist ég bara á gólfið fyrir framan altarið og það var einn sem kom þar með sinn stóra svarta hund. Þegar ég var svo að blessa söfnuðinn þá settist hund- urinn á rassinn og var með fram- lappirnar upp eins og hann væri líka að blessa. Við vorum í sömu augn- hæð. Og þegar ég sagði „Og gefi oss frið“ í lokin þá allt í einu rak hann tunguna framan í mig svo ég var nú blessaður líka í bak og fyrir. Og í stað þess að kórinn syngi „Amen, amen, amen“ á eftir söng hann „Voff, voff, voff“ þannig að hunda- málið fékk líka að hljóma.“ Pétur hefur alltaf verið ófeim- inn við að bregða út af vananum. „Þetta var mjög lífleg guðsþjónusta og maður þarf vissa djörfung til þess að vera öðruvísi. En þetta mæltist vel fyrir og það er einhvern veginn svo dýrmætt að fólk skuli vera til í þetta þegar verið er að opna kirkjurnar að nýju.“ Hefðbundið kirkjustarf hefur legið niðri í kringum áramótin vegna samkomutakmarkana og messunum deilt í streymi í staðinn. Þá segir hann að markmiðið sé ekki að vera fyndin heldur gefa mönnum tækifæri til þess að gleðj- ast saman. „Þetta er fagnaðarerindi og gefur okkur gleði og glaum.“ Hann segir að vel hafi tekist til. „Þeir komu sem ekki koma í annan tíma. Það var til dæmis einn þarna sem hefur ekki viljað koma nema hann mætti koma með hundinn svo þarna gat ég uppfyllt loforð sem ég gaf honum fyrir einhverjum tíma síðan.“ Séra Pétur stefnir á að endur- taka leikinn við tækifæri. „Það var til dæmis kona sem talaði um að hún ætti hænsni heima hjá sér og því má ekki leyfa hænunum bara að fljúga um kirkjuna næst ef þær verða bún- ar að læra að flúga þá? Öll dýr merkurinnar eru velkomin í svona guðsþjónustu.“ Jarðarfjör en ekki jarðarför Markmiðið með guðsþjónustu á borð við þessa segir Pétur að sé að létta fólki lundina og ekki síður að létta ímynd kirkjunnar. Samveran þar eigi ekki að vera of alvarleg. „Menn upplifa hana sem eina eilífa jarðarför en þetta á að vera frekar „jarðarfjör“ hér hjá okkur. Hingað eru allir velkomnir og menn eiga að geta haft gaman, grín og glens af því að sjást og heyrast.“ Í Óháða söfnuðinum er ekki óalgengt að brugðið sé út af van- anum og guðsþjónustur með sér- stöku þema haldnar. Þann 27. febr- úar næstkomandi verður til dæmis haldin tónlistarmessa. Síðan verður forvitnileg galdramessa haldin 13. mars og þjóðlaga- og þjóðbúninga- messa þann 24. apríl. Vissulega eru hefðbundnari messur einnig á dag- skrá í krigum páskahátíðina auk fermingarguðsþjónustanna. Gæludýrakærleiksguðsþjónusta Séra Pétur Þorsteinsson fékk dyggan aðstoðarmann, eða aðstoðarhund, þegar hann blessaði söfnuð sinn síðastliðinn sunnudag. Bæði menn og dýr þáðu blessun. Pétur leggur mikla áherslu á að það eigi að vera gaman að koma saman í kirkju Óháða safnaðarins. Þarf djörfung til að vera öðruvísi Sérstök gæludýrakær- leiksguðsþjónusta var haldin hjá Óháða söfn- uðinum síðasta sunnu- dag. Séra Pétri Þorsteins- syni þykir mikilvægt að menn og dýr geti glaðst saman í kirkjunni. Háskóli Íslands brautskráir 455 kandídata úr grunn- og framhalds- námi í dag, laugardaginn 19. febrúar. Engin formleg brautskráningar- athöfn er á dagskrá vegna ástandsins í þjóðfélaginu en brautskráningar- kandídötum býðst að sækja próf- skírteini sín í Háskólabíó þennan dag, „þar sem hátíðarstemning mun svífa yfir vötnum,“ eins og segir í tilkynn- ingu frá skólanum. Afhendingu prófskírteina verður skipt upp eftir fræðasviðum. Nem- endur í deildum hugvísindasviðs verða fyrstir kl. 10-11, deildir heil- brigðisvísindasviðs og verkfræði- og náttúruvísindasviðs koma þar á eftir kl. 11-12, nemendur úr deildum menntavísindasviðs kl. 12-13 og loks verða prófskírteini frá deildum fé- lagsvísindasviðs afhent kl. 13-14. Brautskráð er úr öllum 26 deildum skólans og ljúka 190 kandídatar grunnnámi en 265 framhaldsnámi. Frá félagsvísindasviði skólans braut- skrást 176 kandídatar, 53 frá heil- brigðisvísindasviði, 70 frá hugvís- indasviði, 96 frá menntavísindasviði og 60 frá verkfræði- og náttúruvís- indasviði. Háskóli Íslands brautskráir 455 kandídata í dag Engin formleg athöfn haldin en lofa þó hátíðarstemningu Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson Brautskráning Handaböndin verða ekki á sínum stað enda engin athöfn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.