Morgunblaðið - 19.02.2022, Blaðsíða 30
30 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. FEBRÚAR 2022
✝
Guðjón Ólafs-
son var fæddur
í Syðstu-Mörk undir
Eyjafjöllum 23.
september 1922.
Hann lést á Hjúkr-
unarheimilinu
Kirkjuhvoli á Hvols-
velli hinn 11. febr-
úar 2022.
Foreldrar hans
voru Ólafur Ólafs-
son frá Eyvindar-
holti og Halla Guðjónsdóttir frá
Hamragörðum.
Guðjón kvæntist Hallfríði
Helgu Dagbjarts-
dóttur og eignuðust
þau einn son, Björg-
vin Guðjónsson.
Helga lést hinn 10.
september, 2007.
Útförin fer fram
frá Stóra-Dals-
kirkju í dag, 19.
febrúar 2022,
klukkan 14.
Athöfninni verð-
ur streymt á pro-
mynd.is/gudjon. Hlekk á streymi
má nálgast á:
https://www.mbl.is/andlat
Fallinn er frá mágur minn,
sómamaðurinn Guðjón Ólafs-
son. Kynni okkar hófust er ég
var um fermingaraldur er þau
Helga Dagbjartsdóttir systir
mín tóku saman.
Þau bjuggu búi sínu í Syðstu-
Mörk undir Vestur-Eyjafjöllum
en Helga lést árið 2007 og bjó
Guðjón þá einn á jörð sinni allt
til ársins 2018 að hann flutti á
hjúkrunarheimilið Kirkjuhvol,
Hvolsvelli, þar sem hann undi
vel hag sínum. Þau Helga eign-
uðust einn son, Björgvin, og
reyndist hann föður sínum ein-
staklega góð stoð og stytta eftir
að hann varð einn og allt til hins
síðasta.
Guðjón var umfram allt stað-
fastur og traustur maður. Hann
var oddviti í sinni sveit um ára-
bil og lét margt gott af sér leiða
á þeim vettvangi. Náttúruunn-
andi var hann og næmur á um-
hverfi sitt, eftir hann liggja
miklar heimildir, frásagnir og
fræðigreinar um hans nærum-
hverfi. Þórsmörk var honum af-
ar kær og gjörþekkti hann það
landsvæði.
Einhverju sinni er ég stundaði
nám fékk ég í hendur það verk-
efni að fá jarðlýsingu og átti að
lýsa búskaparháttum á tiltekinni
jörð. Í öngum mínum hringdi ég í
mág minn og bað um aðstoð.
Ekki stóð á svörum hjá honum og
gaf hann mér greinargóða lýsingu
eins og ekkert væri. Það þarf vart
að spyrja að því að við Guðjón
fengum 10 fyrir verkefnið.
Guðjón var góður heim að
sækja og áttum við skemmtilegar
samræður um allt milli himins og
jarðar. Hann var vel lesinn og
fróður og myndaði sér skoðanir
að vel íhuguðu máli. Ég hugsa
með hlýju til stundanna sem við
áttum, bæði er við hittumst og
símleiðis. Minningarnar eru
margar og allar góðar. Síðustu
árin fækkaði símtölunum þar sem
hann átti orðið erfitt með að
heyra í síma, ég saknaði þess.
Ég þakka samfylgdina, vináttu
og traust mér til handa alla tíð og
kveð með þessu fallega náttúru-
ljóði sem mér finnst eiga svo vel
við.
Nú sveipa heiðar næturfölva feldi
um fætur hægt og döggvast gróin
tún.
Hnigin er sól, en aftangeisla eldi
er ennþá dreift um hæstu fjalla brún.
Um sævardjúp á lágum bárum bíður
blikfegurð kvölds og vaggar dagsins
þraut.
Í aftanblævar fylgd mín ljóðúð líður
til lags við röðulbjarmans töfraskraut.
(Sigurjón Friðjónsson)
Katrín Jónína
Björgvinsdóttir.
Elskulegur afi minn hefur nú
kvatt okkur eftir langt og inni-
haldsríkt líf þar sem hann var
konungur í ríki sínu. Hann var
kominn á hundraðasta árið sitt
og var búinn að ákveða það sjálf-
ur að hann væri orðinn hundrað
ára. Hann hafði mikil áhrif á mig
og mótaði þá manneskju sem ég
er í dag. Við höfum í raun haft
mikil áhrif á hvort annað. Ég
frétti það að áður en ég fæddist
hafi hann verið harður húsbóndi
en breyttist gríðarlega þegar ég
kom í heiminn. Þá varð hann
mjúkur sem smjör. Hann talaði
oft um það hvernig ég hefði allt-
af viljað vera hjá þeim ömmu í
staðinn fyrir að fara heim upp á
háaloft til mömmu og pabba.
Þannig hefði ég stundum orgað
svo mikið að afi fékk að hafa mig
lengur hjá sér.
Afi var mikill harðjaxl og af-
rekaði heilan helling en fyrir ut-
an bústörfin sinnti hann líka
oddvitastarfi og öðrum stjórnar-
störfum. Það væri hægt að
skrifa bók um það allt. Hann var
hörkuduglegur, framúrskarandi
námsmaður og útskrifaðist með
hæstu einkunn frá Hólum. Afi
hugsaði svo vel um allt og alla.
Hann var mikill dýravinur og
vildi alltaf hjálpa ef einhver
þurfti á því að halda. Hann sagði
gjarnan sögur af því þegar hann
var fjallkóngur og þótti efnileg-
asti maðurinn í sveitinni til að
síga niður á hættulegar syllur í
klettunum og sækja kindur. Eitt
af áhugamálum hans voru ljóð
og skrif en hann fór með kvæði
með svo miklum tilþrifum að
hann varð klökkur. Kvæðið
Gunnarshólmi var hans uppá-
hald. Hann var svo sannarlega
hetja.
Þegar ég hugsa til æskunnar
á ég svo margar hlýjar minn-
ingar. Það að hafa fengið að vera
hjá honum í Syðstu-Mörk á
sumrin er ómetanlegt. Þegar
hann var um sjötugt lærði hann
að elda og var til fyrirmyndar í
eldhúsinu allt þar til hann flutti
úr sveitinni árið 2018, þá 96 ára
að aldri. Það var alltaf hægt að
gera ráð fyrir því að afi biði með
eitthvað tilbúið eftir manni ef
hann vissi að von væri á manni.
Ég mun ávallt sakna þess þegar
hann rölti til mín á morgnana til
að vekja mig þegar hafragraut-
urinn var tilbúinn. Ég var mjög
heppin þegar ég var unglingur
og ég fékk sumarvinnu í sveit-
inni nálægt Syðstu-Mörk. Þann-
ig passaði afi alltaf að ég fengi
nóg að borða og yrði ekki svöng.
Við áttum líka huggulegar
stundir þegar ég kláraði vinnu á
kvöldin og kíkti til hans í kvöld-
snarl. Ég lærði að elda með hon-
um og samverustundirnar sem
við áttum í Syðstu-Mörk eru
ógleymanlegar. Ég vildi gjarnan
að hann gæti skipt sér af elda-
mennskunni minni einu sinni
enn.
Ég held að afi hafi verið minn
allra mesti aðdáandi. Hann spáði
því einu sinni að ég yrði hót-
elstjóri einn daginn og það lítur
út fyrir að hann hafi haft rétt
fyrir sér að vissu leyti. Það kom
líka alltaf glampi í augun á hon-
um þegar ég sagði honum að
mér gengi vel í skólanum. Þá var
hann fljótur að brosa sínu breið-
asta og segja að þetta fengi ég
frá honum. Hann var líka alltaf
svo stoltur þegar hann sá mig
prjóna og sagði að ég minnti
hann á mömmu sína.
Hann mun alltaf lifa í hjarta
mér.
Takk afi fyrir allt saman,
hvíldu í friði.
Þín
Rebekka.
Margs er að minnast þegar
við kveðjum Guðjón í Syðstu-
Mörk. Byrjum á sveitinni okkar
allra, Syðstu-Mörk undir vest-
urhlíðum Eyjafjallajökuls. Þar
eru fjöll og háir tindar, slóðar,
gil, hálsar, hólar, hraun og hell-
ar, áin og ótal lækja, skógur,
grösug tún og móar. Þar er hlað-
in rétt, þar var gaman að smala
en erfitt. Þar standa þrjár kyn-
slóðir útihúsa, reykkofi er enn í
notkun en sá var fjós fyrir
hundrað árum og þar er gömul
rafstöð neðan við litla uppistöðu
sem safnaði vatni sem gagnaðist
til nokkurra sundtaka. Í þessu
fjölbreytta umhverfi lifði Guðjón
alla sína tíð. Þar hefur verið gott
að koma og dvelja eins og marg-
ir ættingjar og vinnufólk hefur
reynt. Guðjón var vel að sér,
öruggur í framkomu og stýrði
fólki vel og mildilega til verka.
Hann naut þess að taka á móti
gestum og náði góðum tökum á
eldamennsku þegar Helga var
fallin frá. Við eldhúsborðið í
íbúðarhúsinu, sem reist var á
nokkrum vikum 1939 á meðan
heimilisfólk fluttist út í hlöðu,
voru jafnan líflegar umræður og
oft glatt á hjalla. Guðjón var ör-
látur á umræðuefni, stundum
fastur fyrir en það brýndi ungt
fólk í samræðulist; framsókn og
framfarir, huldufólk, draugar,
sveitin, bjórinn, Gunnar og
Njáll. Þarna sat Guðjón á stól
sínum allt þar til hann flutti að
eigin ósk á Kirkjuhvol á Hvols-
velli 2018. Við nutum þess að
hlusta og fræðast, um forfeður
og liðna tíð, staðarhætti, örnefni
og búskaparhætti hér áður. Ka-
sper, síðasti hundur á bænum,
fylgdist vel með enda hafði Guð-
jón góða frásagnargáfu og
stundum læddist Snæfinnur
köttur upp á borð, ruglaði þá
spilunum í vistinni og Guðjón
hafði gaman af. En Guðjón sat
ekki bara á þessum stól, á sinni
tíð tók hann öflugan þátt í fé-
lagsstarfi í Vestur-Eyjafjalla-
hreppi og leiddi sem oddviti um
langt skeið. Mannfélag næstu
bæja, hreppsins og nærliggjandi
sveita og sýslu, skipti miklu. Á
seinni árum, og þau urðu nokkuð
mörg, enda Guðjón á hundr-
aðasta aldursári við enda vegar,
stakk hann niður penna, rifjaði
upp gamla tíð, hafði skoðun á
jarðfræði og fornum býlum;
hvert fór hraunið sem rann um
Kambagil? Hvar er Mörk sem
skrifað er um í Njálu? Lesendur
Goðasteins fengu að njóta text-
ans en það gerðu líka lesendur
Skírnis, þegar Guðjón lét sig
varða hvað vantaði og hefði
kannski afbakast (!) í Njálu og
þá ekki síst þátt Höskuldar
Hvítanessgoða.
Með langri búsetu í Syðstu-
Mörk hefur Guðjón haldið op-
inni leið okkar og margra ann-
arra að góðu umhverfi og sam-
veru. Týran, sem flökti þegar
gróður slæddist á grindina fyrir
vatnsinntaki rafstöðvarinnar, er
slokknuð fyrir löngu. Smala-
stafur afa Ólafs og Guðjóns og
sögin sem notuð var við bygg-
ingu gamla íbúðarhússins
hanga hins vegar uppi í því
sama húsi, á endurnýjuðum
veggjum og minna okkur á liðna
tíð þar sem Ólafur afi, amma
Halla, Helga og Guðjón standa í
forgrunni. Góður frændi og vin-
ur er fallinn en gleymist ekki
meðan við lifum. Hafi Guðjón
Ólafsson kæra þökk fyrir sinn
þátt í okkar tilveru.
Haukur Hjaltason og
Þóra Steingrímsdóttir.
Í dag kveðjum við Guðjón
Ólafsson, fv. oddvita, sveitar-
stjórnarmann og góðbónda frá
Syðstu-Mörk. Hann var svo
sannarlega hornsteinn í héraði,
einn af máttarstólpum sveitarfé-
lags síns. Hann var leiðtogi
sveitar sinnar í Vestur-Eyja-
fjallahreppi í áratugi, traustur
og yfirvegaður. Hann var einnig
góðbóndi og lærði búfræði í
Bændaskólanum á Hólum. Á
þeim tíma var fátítt að Sunn-
lendingar legðu svo langa ferð á
sig til að afla sér menntunar.
Guðjón var vel gefinn maður og
hann fékk sérstök verðlaun
bændaskólanna þegar hann út-
skrifaðist 1943. Guðjón var ekki
einungis farsæll og traustur
sveitarstjórnarmaður heldur
einnig góður bóndi og fékk fjöl-
margar viðurkenningar fyrir
sauðfjárrækt og hrútarnir hans
voru margverðlaunaðir. Hann
skrifaði líka merkilega grein í
Skírni, tímarit hins íslenska bók-
menntafélags, þar sem hann
hafði miklar skoðanir á vígi
Höskuldar Hvítanesgoða og
minnir okkur á að enn tala
marga rangæskir bændur um
Njálu eins og samtímasögu.
Guðjón hafði glögga framtíð-
arsýn. Ég vissi sem barn hver
Guðjón í Syðstu-Mörk var, m.a.
vegna starfa foreldra minna. Ég
kynntist Guðjóni þó ekki vel fyrr
en við fórum að starfa saman í
Héraðsnefnd Rangæinga og með
okkur tókst vinátta. Á þessum
tíma voru 11 sveitarfélög í Rang-
árþingi og hálfleiðinleg pólitík í
sýslunni. Ég var óþreyjufullur,
nýkominn úr verslunargeiranum
af höfuðborgarsvæðinu og
óreyndur sveitarstjórnarmaður,
en þá kom reynsla og yfirvegun
Guðjóns sér vel. Ég vildi drífa
áfram það málefni sem við vor-
um að fjalla um. Þá sagði Guðjón
þessi fleygu orð og horfði fast á
mig: „Hægðu á þér ungi maður,
það spyr enginn að því hve lang-
an tíma tekur að leysa þetta mál,
aðalatriðið er að við gerum það
með þeim hætti að sómi sé að.“
Auðvitað var þetta hárrétt hjá
honum og orð að sönnu. Þegar
við hittumst í síðasta sinn rifjaði
ég þetta upp við öldunginn.
Hann lygndi aftur augunum eins
og honum var tamt og brosti á
sinn fallega hátt. Síðan sagði
hann við mig: „Þú hefur verið
farsæll áhrifamaður og oft feng-
ið ómaklega gagnrýni, en það er
eðlilegt, ég þekki það sjálfur. En
eitt máttu muna, þú hefur líka
verið stálheppinn.“ Allt hárrétt
og mikið er dýrmætt að hafa átt
þennan vin og góðar minningar.
Þarna sátum við saman í mynd-
arlegu húsnæði Hjúkrunar- og
dvalarheimilis Kirkjuhvols en
Guðjón átti sinn stóra þátt í því
að sameina sitt fólk undir fjöll-
um til þess að taka þátt í þessu
myndarlega verkefni. Í rauninni
fallegt og gott að Guðjón hafi
fengið að njóta aðhlynningar á
Kirkjuhvoli síðasta spölinn og
merkilegt að sjá þá sitja við
sama borð; bræðurna Guðjón og
Ólaf og Símon frænda þeirra frá
Dalsseli. Nú er Ólafur einn eftir.
Ég kveð vin minn með virð-
ingu og þökk en get því miður
ekki fylgt þessum aldna höfð-
ingja síðasta spölinn. Björgvini
syni hans og aðstandendum öll-
um sendi ég mínar innilegustu
samúðarkveðjur. Guð blessi
Guðjón Ólafsson frá Syðstu-
Mörk.
Ísólfur Gylfi Pálmason.
Guðjón Ólafsson
Stapahrauni 5, Hafnarfirði
Sími: 565 9775
www.uth.is - uth@uth.is
Frímann
897 2468
Hálfdán
898 5765
Ólöf
898 3075
Kristín
699 0512
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
ÞORBJÖRG ERNA ÓSKARSDÓTTIR
frá Brú, Biskupstungum,
síðast til heimilis að Hrafnistu
Sléttuvegi,
lést að heimili sínu föstudaginn 4. febrúar.
Innilegar þakkir færum við starfsfólki Hrafnistu Sléttuvegi
(Gullfossi) fyrir kærleiksríka umönnun.
Útför Þorbjargar Ernu fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík
þriðjudaginn 22. febrúar klukkan 15. Athöfninni verður streymt á
vefslóðinni laef.is/thorbjorg-erna-oskarsdottir.
Hlekk á streymi má nálgast á mbl.is/andlat.
Steinn Styrmir Jóhannesson
Þórður Hrólfur Ólafsson
Guðbjörg Sólveig Ólafsdóttir Jens Sigurðsson
Anna Jórunn Ólafsdóttir Sigurður Ágúst Þórðarson
Ólöf Erna Ólafsdóttir Albert Gíslason
Kjartan Snorri Ólafsson Octavia F. Brault
Höskuldur Kári Ólafsson Ingibjörg Sveinsdóttir
Auður Bergþóra Ólafsdóttir
Ólafur Rafnar Ólafsson Ingibjörg Björnsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær systir okkar,
SIGRÍÐUR R. ODDSTEINSDÓTTIR,
lést á Landspítalanum
miðvikudaginn 9. febrúar.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey.
Aðstandendur
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir og amma,
INGIBJÖRG ODDSDÓTTIR
frá Siglufirði,
lést á Sjúkrahúsi Siglufjarðar
miðvikudaginn 16. febrúar.
Útförin fer fram frá Siglufjarðarkirkju
fimmtudaginn 24. febrúar klukkan 13.
Stefán Páll Stefánsson
Gunnfríður Stefánsdóttir Ásdís Hrönn Hilmarsdóttir
Hulda Stefánsdóttir Carl Simpson
Linda B. Stefánsdóttir
Hannes Örn Stefánsson Birna Jenný Hreinsdóttir
og barnabörn
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
JÓN BJÖRN STEINGRÍMSSON,
Uglugötu 13,
Mosfellsbæ,
Lést 25. febrúar.
Útförin fer fram frá Fíladelfíukirkjunni
fimmtudaginn 24. febrúar klukkan 11.
Marta Guðrún Guðmannsdóttir
Magnús F. Jónsson Isabel Escobar
Ívar Guðmann Jónsson Sunneva Kjartansdóttir
Baldur Gauti Jónsson Sigurbjörg Helgudóttir
Rakel Sera Jónsdóttir
og barnabörn
Elsku móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
ESTHER ÓSK KARLSDÓTTIR,
f. 5. janúar 1928
í Reykjavík,
lést 3. febrúar í Stokkhólmi.
Útför hennar fer fram 28. febrúar klukkan 12
í Skogskapellet, Skogskyrkogården.
Sævar Guðmundsson
Elísabet Guðmundsdóttir Bengt Wallin
Auður Guðmundsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn