Morgunblaðið - 19.02.2022, Blaðsíða 38
38 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. FEBRÚAR 2022
HEIMILI ENSKA BOLTANS
Á VEFNUM
ólíkum kynslóðum. „Tvær þeirra eru
jafngamlar mér og hafa verið sam-
ferða mér í gegnum lífið,“ segir
Svava og vísar þar til Mistar og Báru.
„Við Mist erum systkinabörn og
aðeins hálfur mánuður á milli okkar,“
segir Svava og rifjar upp að foreldrar
þeirra hafi deilt sömu íbúð um tíma
þegar þær voru börn. „Við Bára
kynntumst í Barnamúsíkskólanum
þegar við vorum tíu ára og höfum
þekkst vel síðan,“ segir Svava, en
Bára tileinkar verk sitt Rannveigu
Sigurbjörnsdóttur, móður Svövu og
ömmu Rannveigar. „Elín er frá Sel-
fossi og tengist Skálholti sterkum
böndum þar sem ég hef spilað mikið í
gegnum tíðina,“ segir Svava og tekur
fram að þegar þær fóru að horfa til
tónskálda af yngri kynslóðinni hafi
María Huld strax orðið fyrir valinu.
„Einhvern tímann hljóp ég í skarð-
ið hjá Nordic Affect þar sem við vor-
um að spila verk eftir hana sem mér
fannst svo fallegt,“ segir Svava og
tekur fram að María Huld og Hildi-
gunnur eigi það sameiginlegt að vera
báðar fiðluleikarar. „Þær skrifa því
fyrir strengjahljóðfærið af miklu
næmi, enda vita þær að við spilum
með fjórum fingrum vinstri handar
og hvað það tekur langan tíma fyrir
bogann að fara á milli strengja. Það
er því allt öðruvísi að vinna þeirra
verk en þegar leikin eru verk eftir
tónskáld sem eru t.d. píanistar. Hildi-
gunni hef ég þekkt lengi, við erum
báðar í Dómkórnum auk þess sem við
kennum báðar við Listaháskólann.
Hún er afkastamikið tónskáld, sem
semur bæði falleg og aðgengileg
verk. Ingibjörg Ýr er af kynslóð
Rannveigar. Henni kynntist ég þegar
ég kenndi henni kammertónlist uppi í
Listaháskóla og var mjög hrifin af því
sem hún gerði.“
Leikur með hreyfanleika
Spurð hvort greina megi ein-
hverjar tengingar milli verkanna sex
svarar Svava því játandi. „Margar
eiga það sameiginlegt að hafa valið
nótuna d sem útgangspunkt og
þema,“ segir Svava og bendir á að
fiðlan og víólan eigi þrjá strengi sam-
eiginlega sem eru g, d og a. „Annað
gegnumgangandi þema í mörgum
tónverkunum er hafið. Verk Ingi-
bjargar Ýrar nefnist „Undiralda“ en
verkið vinnur hún út frá impróvíser-
ingum og er innblásin af hafinu.
Hildigunnur tekur gamalt þjóðlag
sem nefnist „Einu sinni rerum“ sem
tengist bátalífi. Bára hefur lýst því að
þegar hún samdi verkið „Mánaskin á
strönd“ hafi hún séð fyrir sér mynd
þar sem hún sat við strönd böðuð
mánaskini. Mist hefur sagt að hug-
myndin að „Kaleidoscope in the Fro-
zen Sky“ hafi kviknað þegar hún varð
vitni að norðurljósum á Snæfellsnesi,
en það er aldrei langt í sjóinn þar,“
segir Svava og tekur fram að Mist
leiki sér í verki sínu með hreyfanleika
mæðgnanna í tíma og rúmi, þær
ganga um rýmið og syngja með.
Skiljum báðar hitt hljóðfærið
Í ljósi þess að fiðlan og víólan til-
heyra sömu hljóðfærafjölskyldunni
liggur beint við að spyrja hvort mikið
sé til af dúettum fyrir þessi tvö hljóð-
færi sem þær mæðgur hafi spilað í
gegnum tíðina. „Frægustu dúóin fyr-
ir fiðlu og víólu eru eftir Mozart, sem
eru gífurlega falleg og mikið spiluð.
Við spiluðum einmitt eitt þeirra á
fyrrnefndum Tíbrár-tónleikum,“ seg-
ir Svava og vísar þar til Dúós nr. 1 í
G-dúr. „Annað frægt dúó fyrir fiðlu
og víólu er eftir Händel/Halvorsen og
svo mætti áfram telja,“ segir Svava
og tekur fram að vel sé hægt að líkja
fiðlunni við sópranrödd. „Í strengja-
kvartettum og þegar sinfóníuhljóm-
sveit spilar með kór leikur víólan allt-
af tenórröddina, en meðan tenórar
eru bjartir og glæsilegir þá er víólan
mun nær altinni í áferð; mjúk, dimm
og hlý.“
Spurð hver sé galdur þeirra
mæðgna að góðu sampili, segir Svava
að strengir blandast mjög vel saman,
enda nátengd hljóðfæri. „Við skiljum
líka báðar hitt hljóðfærið algjörlega,“
segir Svava og bendir á að hún hafi
sjálf lært á fiðlu áður en hún tók ein-
leikarapróf á víólu og Rannveig hafi
lært á víólu þó fiðlan sé hennar hljóð-
færi í dag. „Við Rannveig vinnum
mjög vel saman. Í þessu ferli var ein-
staklega skemmtilegt að finna að
barnið manns er orðið fullorðinn koll-
egi og hægt að vinna sem góðir sam-
starfsfélagar.“
Spurð hvort það hafi alltaf legið
ljóst fyrir að Rannveig myndi feta í
fótspor móður sinnar sem tónlistar-
maður svavar Svava: „Við pabbi
hennar [Matej Šarc óbóleikari hjá
Slóvensku Fílharmóníusveitinni í
Ljúbljana] erum bæði tónlistarfólk,
en ætluðumst aldrei til þess að hún
yrði hljóðfæraleikari að atvinnu.
Okkur fannst hins vegar sjálfsagt í
uppeldinu að hún fengi tækifæri til að
læra á hljóðfæri,“ segir Svava og
viðurkennir að hún hafi hvatt Rann-
veigu til að vera í hljóðfæranámi að
minnsta kosti fram að stúdentsprófi.
„Ef fólk lærir svo lengi á hljóðfæri þá
kann það nógu mikið til þess að geta
alla ævi haft yndi af spilamennsku og
samspili með öðrum,“ segir Svava og
rifjar upp að fiðlukennari Rannveigar
hafi snemma komið auga á hæfileika
hennar og verið þess fullviss að
Rannveig myndi leggja tónlistina fyr-
ir sig.
Svo skemmtilega vill til að Svava
og Rannveig luku báðar námi frá The
Juilliard School í New York. „Ég er
alsaklaus af því að hún valdi sama
skóla og ég. Bróðir minn, Sigurbjörn
Bernharðsson fiðluleikari, var henni
mikilvægur mentor og gaf henni góð
ráð. Þegar kom að því að velja tónlist-
arskóla erlendis skrifaði hann niður
nöfn á sex skólum og hvatti hana til
að sækja um í þeim öllum. Hún gerði
það og komst inn í þá alla, en þá vildi
svo til að Juilliard bauð henni besta
skólastyrkinn og því varð hann fyrir
valinu,“ segir Svava og tekur fram að
ekki hafi spillt fyrir hversu skemmti-
leg borg New York er auk þess sem
boðið er upp á beint flug til Íslands.
Spurð hvort reikna megi með fleiri
fjölskylduverkefnum segir Svava ein-
boðið að þær Rannveig muni grípa í
verkin sem skrifuð hafi verið sér-
staklega fyrir þær, en auk verkanna
sex sem á diskinum heyrast sömdu
Eygló Höskuldsdóttir og Haukur
Tómasson verk fyrir Dúó Freyju sem
þær frumfluttu á Sumartónleikum í
Skálholti í sumar. „Svo er aldrei að
vita nema að næst pöntum við verk
fyrir tríó, enda hefur samstarf okkar
Rannveigar og Brians gengið mjög
vel,“ segir Svava að lokum.
Ljósmynd/Guðbjartur Hákonarson
Dúó Freyja Mæðgurnar Rannveig Marta Šarc fiðluleikari og Svava Bernharðsdóttir víóluleikari.
Hafið varð óvænt þema verkanna
- Mæðgur gefa út disk með sex nýjum tónverkum eftir íslenskar konur til að fagna stórafmæli
- Skemmtilegt að barnið er orðið fullorðinn kollegi og hægt að vinna sem góðir samstarfsfélagar
VIÐTAL
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
Mæðgurnar Svava Bernharðsdóttir
víóluleikari og Rannveig Marta Šarc
fiðluleikari starfa saman undir heit-
inu Dúó Freyja og sendu nýverið frá
sér disk sem inniheldur nýja íslenska
tónlist sem samin var sérstaklega
fyrir þær. „Í tilefni af sextugsafmæli
mínu árið 2020 pöntuðum við með
góðum fyrirvara sex verk eftir jafn-
margar íslenskar konur á öllum
aldri,“ segir Svava og tekur fram að
hugmyndin hafi verið að hafa eitt
verk fyrir hvern áratug.
„Við frumfluttum verkin á tvenn-
um tónleikum í Hannesarholti í jan-
úar 2020 sem voru hluti af tónlistar-
hátíðinni Myrkir músíkdagar.
Síðasta sumar lékum við verkin á
Sumartónleikum í Hóladómkirkju og
á Sumartónleikum í Skálholti og tók-
um diskinn síðan upp í Guðríðar-
kirkju í sumar,“ segir Svava, en disk-
urinn kom út skömmu fyrir síðustu
jól en þá gáfu samkomutakmarknir
ekki tilefni til að halda sérstaka út-
gáfutónleika. „Við náðum þó að leika
eitt verkanna á Tíbrár-tónleikum
sem við héldum með Brian Hong,
fiðluleikara og eiginmanni Rann-
veigar, í Salnum í janúar,“ segir
Svava, en þegar blaðamaður nær tali
af henni eru Rannveig og Brian flogin
aftur út til Bandaríkjanna þar sem
þau búa og starfa.
Tónskáldin sex sem Svava og
Rannveig leituðu til voru María Huld
Markan Sigfúsdóttir sem samdi
verkið „Hringfari“, Ingibjörg Ýr
Skarphéðinsdóttir sem samdi verkið
„Undiralda“, Elín Gunnlaugsdóttir
sem samdi verkið „Spil IV“, Hildi-
gunnur Rúnarsdóttir sem samdi
verkið „Tilbrigði um Einu sinni rer-
um“, Bára Grímsdóttir sem samdi
verkið „Mánaskin á strönd“ og Mist
Þorkelsdóttir sem samdi verkið
„Kaleidoscope in the Frozen Sky“.
Spurð um val þeirra mæðgna á
tónskáldunum segir Svava að sér hafi
þótt mikilvægt að tónskáldin væru af