Morgunblaðið - 19.02.2022, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIR
Viðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. FEBRÚAR 2022
Eltak sérhæfir sig í sölu
og þjónustu á vogum
Bjóðum MESTA úrval
á Íslandi af smáum
og stórum vogum
BAKSVIÐ
Þóroddur Bjarnason
tobj@mbl.is
Bjartsýni ríkir hjá þeim bílaleigum
sem Morgunblaðið ræddi við í gær
og lofar bókunarstaðan góðu nú í
upphafi árs.
Eins og fram kom í Fréttablaðinu
í gær er útlit fyrir að fjöldi erlendra
ferðalanga hér á landi í ár nái um
sjötíu prósentum af því sem hann
var 2019, en í frétt blaðsins var sagt
að það beri á miklu meiri önnum á
hótelum en áætlanir gerðu ráð fyrir.
Útlitið mjög gott
Steingrímur Birgisson, forstjóri
Bílaleigu Akureyrar, segir að útlitið
sé mjög gott. „Bókanir hafa farið
vel af stað. Bókunarstaðan er mun
betri en síðustu tvö ár, þótt hún sé
ekki enn komin upp í sömu stöðu og
árið 2019,“ segir Steingrímur í sam-
tali við Morgunblaðið.
Hann segir að bókanir í apríl á
þessu ári séu orðnar svipaðar og í
apríl árið 2019 sem var metár í
ferðaþjónustu á Íslandi þegar tvær
milljónir ferðamanna sóttu landið
heim.
„Næstu mánuðir á eftir eru enn
langt undir því sem var 2019, en það
er enn nægur tími fram undan. Út-
litið er mjög gott. Fyrirspurnir eru
miklar og góðar miðað við árstíma.
Ég er bjartsýnn á hagfellt ár og
gott sumar. Maður vonar bara að
krónan styrkist ekki von úr viti. Þá
fer afkoman úr lagi og Ísland verð-
ur of dýrt heim að sækja.“
Vantar ódýrari jepplinga
Spurður um stærð flotans segir
Steingrímur að hann sé orðinn ívið
stærri en árið 2019. „Það hafa
reyndar verið vandamál í bílafram-
leiðslu út af faraldrinum. Það er erf-
itt að fá ákveðnar tegundir bíla, eins
og ódýrari jepplinga, fólksbíla og
ákveðna sérbíla. En mér sýnist mið-
að við hvað við keyptum af nýjum
bílum í fyrra, sem var 2.200 bílar,
og það sem við höfum náð að
tryggja okkur nú í ár, að við séum
búin að tryggja okkur svona tvo
þriðju af því sem við teljum okkur
þurfa, eða 1.100 af alls 1.500 nýjum
bílum. Venjulega erum við búin að
tryggja okkur alla bíla á þessum
tíma árs.“
Eins og fram kom í skýrslu ráð-
gjafarfyrirtækisins KPMG sem
gerð var fyrir Ferðamálastofu og
sagt var frá í Morgunblaðinu á dög-
unum þá komu bílaleigur almennt
vel út úr faraldrinum, samanborið
við marga aðra ferðaþjónustuaðila.
Steingrímur tekur undir það. Þar
hafi langtímaleiga vegið þungt sem
og sala notaðra bíla, sem mikill
skortur hafi verið á á markaðnum í
faraldrinum.
„Við gátum stillt þetta vel af. Við
höfum aldrei selt fleiri bíla en árið
2020 til dæmis.“
Síðasta náði sér vel á strik
Þorsteinn Þorsteinsson, fram-
kvæmdastjóri Blue Car Rental, seg-
ir í samtali við Morgunblaðið að síð-
asta ár hafi verið gott hjá
bílaleigunni. „Sumarið náði sér vel á
strik og svo gekk þetta vel áfram
inn í haustið. Veturinn var litaður
af Ómíkron-afbrigði veirunnar eins
og víðast hvar annars staðar og það
fylgdi okkur inn í janúar. Nú sjáum
við að bókanir eru að aukast statt
og stöðugt og ef fram heldur sem
horfir stefnir í fínt ár og gott sum-
ar,“ segir Þorsteinn.
Hann kveðst bjartsýnn á fram-
haldið. „Með mikilli vinnu komumst
við vel út úr faraldrinum og mér
sýnist á öllu að spár um 1,3 – 1,6
milljónir ferðamanna ættu að geta
gengið eftir.“
Rétt eins og hjá Bílaleigu Ak-
ureyrar hafa verið erfiðleikar við
að tryggja nægilegt magn bíla hjá
Blue Car Rental. „Við erum að
birgja okkur upp. Líklega þurfum
við að keyra bíla aðeins lengur en
vanalega út af ástandinu í bílafram-
leiðslunni. Það eru ákveðnar bílteg-
undir sem við fáum hreinlega engin
eintök af. Svo virðist sem framleið-
endur búi t.d. til minna af smábíl-
um í dag en þeim stærri og með-
alstóru. Við sjáum líka að það er
erfiðara að fá t.d. sjö sæta bíla. All-
ur fókusinn hjá framleiðendum
virðist vera á mest seldu bílana,
eins og bíla í miðstærð og jepp-
linga.“
Sama stærð og fyrir Covid
Spurður um flotastærð Blue Car
Rental sér Þorsteinn fyrir sér að
hann muni samanstanda af um tvö
þúsund bílum í ár, svipað og fyrir
faraldur. „Öll starfsemi okkar mið-
ast við þá tölu. Það veltur þó auðvit-
að á fjölda ferðamanna.“
Inn í þetta spilar líka eins og Þor-
steinn bendir á að landslagið hefur
breyst. Bílaleigum hafi til dæmis
fækkað. „Allar vel reknu bílaleig-
urnar virðast samt hafa komið
sterkar út úr faraldrinum.“
Þorsteinn segir að miðað við þau
gögn sem hann sjái í sínum kerfum
þá sé ferðamynstur lítið eitt breytt
miðað við fyrir faraldurinn. „Það
var dálítið mikið talað um það í far-
aldrinum að fólk pantaði sér bíla og
ferðalög með skemmri fyrirvara en
áður. Nú sýnist mér þessi tími vera
að styttast enn meira. Við höfum
aldrei séð pöntunarfyrirvarann jafn
stuttan og nú. Hluti af skýringunni
tel ég að fólk hefur brennt sig á því
í faraldrinum að hafa pantað sér
ferðir með löngum fyrirvara en
þurft að hætta við. Nú held ég að
fólk stökkvi meira af stað á meðan
ferðaglugginn er opinn. Það gerir
að verkum að ferðamynstur breytist
og streyma nú bókanir inn hjá okk-
ur fyrir næstu vikur og mánuði.“
Þorsteinn segir að lokum að það
sé ánægjulegt að aftur sé orðið
gaman í vinnunni. „Við bíðum
spennt eftir frábæru tímabili fram
undan.“
Bílaleigur bjartsýnar
á ferðaárið fram undan
Morgunblaðið/Ómar
Upplifun Ferðaþjónustan gæti náð vopnum sínum á þessu ári miðað við góða bókunarstöðu bílaleiganna. Staðan fyrir apríl er betri en fyrir apríl 2019.
- Aprílbókanir eins og í apríl 2019 - Breytt ferðamynstur - Erfiðara að fá bíla
Fjöldi bílaleigubíla júlí 2018 til febrúar 2022
30.000
25.000
20.000
15.000
10.000
Heildarfjöldi skráðra bílaleigubíla
Fjöldi bílaleigubíla á númerum
2018 2019 2020 2021 2022
Heimild: Samgöngustofa
26.946
19.269
16.734
13.143
25.640
21.097
12.406
Steingrímur
Birgisson
Þorsteinn
Þorsteinsson
19. febrúar 2022
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 124.54
Sterlingspund 169.6
Kanadadalur 98.07
Dönsk króna 19.033
Norsk króna 13.989
Sænsk króna 13.367
Svissn. franki 135.3
Japanskt jen 1.0822
SDR 174.75
Evra 141.6
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 175.1898
« Gunnar Björn
Gunnarsson, eig-
andi bílaleigunnar
Procar, segir í
samtali við Morg-
unblaðið að búið
sé að selja vöru-
merkið Procar.
Ástæða þess að
blaðið hafði sam-
band við Gunnar
var að blaðið hafði
haft af því spurnir að leigan hefði
ákveðið að rifa seglin.
Spurður hvort einhverju starfsfólki
hefði verið sagt upp vegna breyting-
anna sagði Gunnar að eitthvað af fólki
færi yfir til kaupandans.
Gunnar vildi ekki tjá sig um það í
samtali við blaðamann hver væri kaup-
andi vörumerkisins og kvað það trún-
aðarmál.
Procar var vísað úr Samtökum
ferðaþjónustunnar árið 2019 í kjölfar-
ið á umfjöllun fréttaskýringarþáttarins
Kveiks á RÚV þar sem kom fram að
tugþúsundir kílómetra hafi verið teknir
af akstursmælum í tugum bíla hjá
Procar.
Bílaleigan Procar var rekin með ríf-
lega 118 milljóna króna tapi árið 2020
en árið 2019 var 3,7 milljóna króna tap
á rekstrinum.
Tekjur fyrirtækisins tóku mikla dýfu
milli áranna 2019 og 2020. Árið 2019
voru tekjurnar rúmar 800 milljónir
króna en árið 2020 höfðu þær minnk-
að niður í 273 milljónir króna.
Procar-vörumerkið selt
til annarrar bílaleigu
Bíll Procar hreins-
aði af mælum.
STUTT