Morgunblaðið - 19.02.2022, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 19.02.2022, Blaðsíða 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. FEBRÚAR 2022 Þegar við fjögur systkinin vorum komin vel á legg fyrir rúmri hálfri öld, eignuðust foreldrar okkar fimm barnabörn á rúmum sex árum, en við fjögur enn varla flutt af bernskuheimilinu. Fjöl- skyldan tvöfaldaðist og það var líf og fjör þegar börnin hittust hjá afa og ömmu. Síðar áttu sex barnabörn eftir að bætast við. Þrjú yngri börnin af hinum fimm fyrstu, Stefán, Valgerður og Steingrímur, fæddust á rétt rúmum tveimur árum og voru leikfélagar fram eftir aldri. Síðar urðu víkur á milli vin- anna, æ lengra varð á milli heimilanna og þráðurinn lengdist um skeið. Svo komu háskólaárin. Er þau Steini og Vala voru samtímis við nám í Háskóla Íslands og í Kaup- mannahöfn treystust og festust vináttuböndin. Steini var glaðsinna í við- móti og vinur vina sinna, en hann undi sér líka einn og það Steingrímur Jónsson ✝ Steingrímur Sigurður Jóns- son fæddist 19. febrúar 1970. Steini lést 12. jan- úar 2022. Útför hans fór fram 4. febrúar 2022. varð hlutskipti hans. Hann bjó sér heimili, fyrst í Reykjavík, en síð- ar á Akureyri þar sem hann haslaði sér völl sem yfir- maður hjá RARIK á Norðurlandi. Þar nýttist fagþekking hans vel, raf- magnsverkfræðin. Hún ávann honum traust og virðingu í erfiðri glímu við náttúruöflin þar sem flutningskerfið átti til að bresta í stórviðrum og staurar að brotna eins og eldspýtur. Lífið brosti við Steina fimm- tugum. Hann naut þess að ferðast um heim allan í frí- stundum. Fimmtugsafmælis- dagurinn hvarf yfir daglínunni á Kyrrahafi. En skyndilega var Steingrímur allur. Verkir, sem í fyrstu voru álitnir stafa af vöðvabólgu, voru váboði um annað og verra. Það er ósann- gjarnt og ólýsanlega sárt að foreldrar á efri árum skuli sjá á eftir yngsta syni sínum í blóma lífsins. Einlægar sam- úðarkveðjur okkar Halldórs styrki þau Elísabetu systur mína, Jón mág og bræðurna Bjarna Hilmar og Stefán Hrafn í sorg þeirra. Kristín Bjarnadóttir. Árið 1981 fórum ég og mamma til Reykjavíkur, ég var að fara að taka þátt í spurningakeppni í Stund- inni okkar í sjónvarpinu. Þetta var afar spennandi ferð fyrir mig 10 ára stelpuna, bara við mamma tvær að fara saman og fengum að gista í Hólastekknum hjá Kollu og Óskari. Um kvöldið fór Óskar með mig í kjallarann og sýndi mér töfrabrögð, ég var alveg hugfangin, hann var svo flinkur. Óskar var einstakur maður, með eindæmum skemmtilegur, fyndinn, brosmildur, hlýr og góður. Sem barn man ég alltaf að Óskar sýndi okkur krökk- unum líka mikla athygli, sem var svo skemmtilegt, ekki bara fullorðna fólkinu. Það var alltaf svo gaman að hitta þau hjónin, Kollu frænku mína og Óskar, yndislegt að heimsækja þau í Hólastekkinn, Óskar Henning Valgarðsson Áldal ✝ Óskar Henning Valgarðsson Áldal fæddist 13. júní 1935. Hann lést 28. janúar 2022. Útför hans fór fram 14. febrúar 2022. svo samhent og skemmtileg hjón, eiga notalegt spjall og skoða um leið fallega garðinn þeirra og fallega handverkið hans Óskars. Mér er ansi annt um fallega fuglinn sem hann gerði úr þorskbein- um og færði mér eitt sinn. Einnig er mér minnisstæð heimsókn þeirra hjóna til okkar til Grenivíkur fyrir nokkrum ár- um, ljúf stund þar sem mikið var spjallað og hlegið. Maður heldur alltaf að maður hafi nógan tíma en rekur sig svo á það að svo er ekki. Það er komið að kveðjustund. Minning þín er mér ei gleymd, mína sál þú gladdir, innst í hjarta hún er geymd, þú heilsaðir mér og kvaddir. (Káinn) Elsku Óskar, hafðu þökk fyrir allt og allt, far þú í friði vinur. Elsku Kolla, Karl, Björk, Hlynur og fjölskyldur, megi góðar minningar veita ykkur huggun og styrk á þessum erf- iða tíma. Sigrún Björnsdóttir.HJARTAVERND Minningarkort 535 1800 www.hjarta.is Sálm. 6.3 biblian.is Líkna mér, Drottinn, því að ég er magnþrota, lækna mig, Drottinn, því að bein mín tærast af ótta. Minningarkort á hjartaheill.is eða í síma 552 5744 Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og vinarhug vegna fráfalls okkar kæra STEFÁNS ÁGÚSTSSONAR frá Flatey á Breiðafirði. Sérstakar þakkir til starfsfólks Dvalarheimilis aldraðra í Stykkishólmi fyrir frábæra og kærleiksríka umönnun Stebba. Systkini og fjölskyldur Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa, RAFNS HJARTARSONAR, Stillholti 21, Akranesi. Sérstakar þakkir fær yndislegt starfsfólk Heilbrigðisstofnunar Vesturlands á Akranesi og starfsfólk hjúkrunar- og dvalarheimilisins Höfða fyrir hlýhug og góða umönnun. Guð blessi ykkur öll. Elsa Guðmundsdóttir María Kristinsdóttir Þorsteinn Óskarsson Jóhanna Kristín Rafnsdóttir Haukur Líndal Jónsson Elísabet Rafnsdóttir Ríkharður Pálsson afabörnin Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma og systir, MARGRÉT EGGRÚN ARNÓRSDÓTTIR viðskiptafræðingur, lést mánudaginn 7. febrúar á líknardeild Landspítalans. Útförin fer fram frá Vídalínskirkju föstudaginn 25. febrúar klukkan 13. Blóm og kransar afþakkað, en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Minningar- og styrktarsjóð systra í Soroptimistaklúbbi Mosfellssveitar. Arnór S. Árnason Marta María Skúladóttir Margrét Laufey og Skúli Snær Emma Arnórsdóttir Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐRÚNAR HJALTADÓTTUR, Skálateig 3, Akureyri. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Heimahlynningar Sak og Birkihlíðar fyrir kærleiksríka umönnun. Friðrik Vestmann Rúnar Vestmann Hanna Karlsdóttir Ragnhildur Vestmann Gísli Kristinsson Inga Margrét Vestmann Þórhallur Jónsson ömmu- og langömmubörn Við sendum þeim fjölmörgu þakkir sem veittu okkur stuðning og sýndu okkur samúð við fráfall elskulegs sonar okkar, bróður og föðurbróður, STEINGRÍMS S. JÓNSSONAR rafmagnsverkfræðings. Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki FSA á Akureyri og LSH í Reykjavík, enn fremur samstarfsfólki Steingríms hjá RARIK. Jón Hilmar Stefánsson Elísabet Bjarnadóttir Bjarni Hilmar Jónsson Elísabet Margrét, Birgitta Gyða og Halldóra Vera Stefán Hrafn Jónsson Íris og Vilhjálmur Hrafn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SONJA INGIBJÖRG KRISTENSEN, Kirkjuvegi 11, Reykjanesbæ, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja miðvikudaginn 16. febrúar. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju þriðjudaginn 1. mars klukkan 13. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkað en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Samtök langveikra barna og Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, D-deild. Athöfninni verður streymt á https://www.facebook.com/groups/sonjaingibjorg. Hlekk á streymi má nálgast á mbl.is/andlat. Kamilla J. Williams Arne I. Jónsson Soffía Pétursdóttir Ingibjörg Jóna Jónsdóttir Bjarni Guðmundsson María J. Anninos Joseph Anninos Kristín V. Jónsdóttir Böðvar Snorrason Jón Marinó Jónsson Jóna Björk Guðnadóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi og bróðir, ODDUR H. ODDSSON, lést þriðjudaginn 8. febrúar. Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík mánudaginn 21. febrúar klukkan 13. Janjira Oddsson Oddur Oddsson Beníta Dögg Guðlaugardóttir Sigríður Oddsdóttir Pedro Cabrera Baldur Oddsson og barnabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir, stjúpfaðir, tengdafaðir og afi, SIGURJÓN BJÖRN PÁLMASON frá Hjarðarhaga í Blönduhlíð, búsettur í Mosfellsbæ, lést á líknardeild Landspítalans föstudaginn 11. febrúar. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju föstudaginn 25. febrúar klukkan 13. Athöfninni verður streymt á www.streyma.is. Hlekk á streymi má nágast á mbl.is/andlat. Kolbrún Reinholdsdóttir Ágúst Sigurjónsson Pálmi Sigurjónsson Hjörtur Methúsalemsson Bylgja Sif Jónsdóttir Harpa Methúsalemsdóttir Dúi Grímur Sigurðsson Bengta Kr Methúsalemsd Helga Dís og Áslaug Hilma Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐJÓN KRISTINN PÁLSSON rafvirkjameistari, Hveragerði, lést mánudaginn 14. febrúar á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Ási í Hveragerði. Útförin fer fram frá Hveragerðiskirkju þriðjudaginn 22. febrúar klukkan 14. Sérstakar þakkir til starfsfólks hjúkrunarheimilisins fyrir einstaka umönnun og hlýju. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkað en þeim sem vilja minnast hans er bent á hjúkrunarheimilið Ás. Grétar Bjarni Guðjónsson Svava A. Kristjánsdóttir Guðrún Ásta Guðjónsdóttir Tryggvi Marinósson Bryndís Guðjónsdóttir Óskar S. Reykdalsson Páll Kristinn Guðjónsson Auður Ögn Árnadóttir Guðni Guðjónsson Ebba Ólafía Ásgeirsdóttir barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.