Morgunblaðið - 19.02.2022, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 19.02.2022, Blaðsíða 27
UMRÆÐAN 27 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. FEBRÚAR 2022 silicolgel Gegn þrálátum magavandamálum • Matskeið allt að 3 sinnum á dag myndar verndarhjúp í maga og þörmum. • Gelið veitir léttir gegn óþægindum tengdum meltingu og einkennum iðraólgu (IBS) t.d. lofti í maga, flökurleika, bakflæði og brjóstsviða. Ég finn að ég er laus við brjóstsviða og ég fæ síður í magann. Ég tek alltaf einn sopa á morgnanna með kaffinu. Ég mæli hiklaust með Silicol gelinu.’’ Garðar Viðarsson Fæst í Apótekum Það eru fagrir stefnumáladraumar á heimasíðum ríkis- stjórnarflokkanna og væri á Íslandi hið full- komna þjóðfélag ef þeir draumar rættust. Allir flokkarnir virð- ast leggja áherslu á frelsi og jafnræði á einn eða annan hátt í frumskógi fagurra drauma (lesist kosn- ingaloforða). Því verður það að teljast nokkuð merkilegt að á Íslandi þrífist þjóð- félagsmein í boði ríkisstjórn- arinnar eins og t.d. aðför að fé- lagslegum réttindum starfandi stétta. Sérstaklega þar sem það gerist á vakt Katrínar Jakobs- dóttur með stuðningi Vinnu- málastofnunar. Katrín ætti að skoða heimasíðu VG en þar er m.a. tiltekið undir liðnum „Atvinnumál“ að koma þurfi í veg fyrir félagsleg undirboð. Samtök atvinnulífsins, almennt skammstafað SA, virðast styðja við félagsleg undirboð með þegjandi samþykki VG og Vinnumála- stofnunar en einn stjórnarmaður Vinnumálastofnunar var formaður samninganefndar Bláfugls í neðan- greindu máli. Í lok árs 2020 studdi SA flug- félagið Bláfugl þegar 11 fastráðn- um flugmönnum var sagt upp í miðjum kjaraviðræðum og rak SA málið fyrir hönd Bláfugls eftir uppsagnirnar. Aðrir flugmenn Blá- fugls eru (gervi)verktakar án flestra félagslegra réttinda sem eðlileg teljast í siðmenntuðu þjóð- félagi. Upplýsingar um gerviverk- töku má finna á heimasíðu skatts- ins með því að slá inn í leitar- glugga „gerviverktaka.“ Þar er eftirfarandi m.a. tiltekið: „Gerviverktaka: Það er grundvallarmunur á sam- bandi starfsmanna og vinnuveit- enda annars vegar og verktaka og verkkaupa hins vegar. Réttindi, skyldur og ábyrgð verktaka og starfsmanna eru mismunandi og skattaleg meðferð tekna er að mörgu leyti ólík. . Innir viðkomandi verk af hendi fyrir einn aðila eða fleiri? – Verktakar taka að sér að vinna verk af tilteknum toga og bjóða almennt fram þjónustu sína á al- mennum markaði. Ef maður vinnur fyrir einn eða fáa bendir það frekar til þess að um vinnu- samband sé að ræða en ekki verktakasamband. . Hver leggur til aðstöðu, verkfæri, efni? – Ef kaupandi þjónustu leggur til aðstöðu, verkfæri og efni, eru meiri líkur á því að um vinnusamning sé að ræða. . Er viðkomandi skyldur til að inna verk af hendi persónulega? – Verktakar taka að sér að inna ákveðið verk af hendi, en eru al- mennt ekki skyldugir til að inna verk af hendi persónulega þótt einhverjar undantekningar kunni að vera á því. Starfsmenn eru hins vegar skyldugir til að inna verk af hendi persónulega. . Hver ábyrgist árangur verks? – Verktakar ábyrgjast árangur þeirra verka sem þeir taka að sér. Vinnuveitendur ábyrgjast ár- angur verka sem starfsmenn þeirra inna af hendi. . Hver ber ábyrgð á tjóni? – Verk- takar bera skaðabótaábyrgð valdi þeir tjóni við vinnu sína. Vinnu- veitandi ber svokallaða vinnuveit- andaábyrgð sem felur í sér að hann ber ábyrgð á tjóni sem starfsmaður hans veldur með saknæmum eða ólögmætum hætti á vinnutíma. . Hver hefur stjórnunarrétt, s.s. ákveður hvar, hvernig og hvenær vinnan er unnin? – Verktakar hafa mun meira sjálfdæmi um það en starfsmenn hvar, hvernig og hvenær verk er unnið. . Miðast greiðsla við árangur verks eða miðast greiðsla við tímaeiningu? – Al- mennt miðast greiðsla til verktaka við árangur verks en við tímaeiningu sé um launamann að ræða.“ Hér er augljóst að starfandi at- vinnuflugmaður getur ekki talist verktaki. Rétt er að benda á að væntanlega greiða mjög fáir ef einhverjir „sjálfstætt starfandi flugmenn,“ eins og einhver kallaði gerviverk- takana, hjá íslensku flugfélagi skatta og önnur opinber gjöld á Ís- landi. Félagsdómur dæmdi í september 2021 að uppsagnirnar hefðu verið ólögmætar (Félagsdómur, mál nr. 2/2021. Félag íslenskra atvinnu- flugmanna gegn Samtökum at- vinnulífsins fyrir hönd Bláfugls ehf. og Bláfugli ehf.). SA virðist nokkuð sama um ólögmæti gjörn- ingsins, enda kannski engin ástæða til að fara eftir lögum ef maður kemst upp með það og hagnast á því. Það hefur verið sagt að svartur húmor (afsakið slettuna) sé íslensk hefð og stendur SA sig vel þar. Ég sá einhvers staðar að SA er stolt yfir því að hafa undirritað „UN Global Compact,“ sáttmála Sam- einuðu þjóðanna um þjóðfélagslega ábyrgð. Í sáttmálanum eru 10 við- mið (principles) sem finna má með því að gúggla „The Ten Principles – UN Global Compact.“ Viðmið númer 3 er svohljóðandi: „Businesses should uphold the freedom of association and the ef- fective recognition of the right to collective bargaining;“ sem út- leggst nokkurn veginn á okkar yl- hýra „Fyrirtæki eiga að halda uppi félagafrelsi og skilvirkri við- urkenningu á rétti til kjarasamn- inga.“ Framganga SA í ofangreindu máli er fjarri þessu viðmiði þrátt fyrir staðfestingu sáttmálans og eru hugsanlega einhver vandræði með lesskilning þar á bæ eða er þetta kannski spurning um laskað sið- ferði? Svo virðist að gerviverktaka sé að aukast á Íslandi og er í ein- hverjum tilfellum hjá hinu opin- bera og ekki batnar það ef frum- varp til laga um loftferðir verður samþykkt óbreytt eins og ASÍ og fleiri hafa bent á. Nú sækist Ásdís Kristjánsdóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri SA, eft- ir því að verða bæjarstjóri í Kópa- vogi. Ef hún fylgir stefnu SA (þ.e.a.s. raunstefnu en ekki þeirri undirrituðu), má þá vænta þess að fastráðnir starfsmenn Kópavogs- bæjar verði reknir og boðið að verða „sjálfstætt starfandi bæj- arstarfsmenn“ á óumsemjanlegum gerviverktakakjörum? Ef ekki, hvers vegna hefur hún og SA ekki sýnt nein merki um iðrun og yfir- bót vegna ofangreinds ólögmætis? Þetta er spurning sem kjósendur í Kópavogi eiga rétt á að fá svar við. Hið óspillta Ísland Eftir Kára Guðbjörnsson » Svo virðist að gervi- verktaka sé að auk- ast á Íslandi og er í ein- hverjum tilfellum hjá hinu opinbera og ekki batnar það ef frumvarp til laga um loftferðir verður samþykkt óbreytt. Kári Guðbjörnsson Höfundur er fyrrverandi flugum- ferðarstjóri og atvinnuflugmaður. Með sameiningu sveitarfélaga og tækni- legri þróun hefur hlut- verk bæjarskrifstofa breyst mikið. Tækninni fleygir fram og gefur kost á skilvirkari og betri þjónustu. Lýð- ræði eflist með auknu upplýsingaflæði. Þar sem áður mynd- aðist biðröð við af- greiðslu leyfa og annarra umsókna má sjá auð biðrými. Ástæðan er ein- föld, í auknum mæli eru samskipti við sveitarfélög leyst á rafrænan hátt. Við sameiningu sveitarfélaga hefur fjarlægð við bæjarskrifstofur orðið mun meiri í bæjarkjörnum þar sem skrifstofan flutti burt. Oft og tíð- um hefur verið sársaukafullt að horfa á eftir bæjarskrifstofunni og það orð- ið bitbein sameiningarviðræðna. Með rafrænni þróun eykst mögu- leiki á að færa þjónustuna aftur nær íbúunum en mikið verk er fyrir hönd- um að gera hana skilvirkari, aðgengi- legri og víðtækari. Þá er einnig þörf á því að bæta úr upplýsingaflæði til íbúa með rafrænum hætti. Rafrænar lausnir Í Fjarðabyggð hafa verið stigin mikilvæg skref til rafrænnar stjórn- sýslu. Í dag er hægt að leysa ýmis samskipti sveitarfélaga með rafræn- um hætti. En þörf er á því að stíga enn stærri skref og nútímavæða þjónustuna með auknu upplýsinga- flæði. Aðgengi að upplýsingum, um- sóknum og möguleiki á almennri af- greiðslu á að vera aðgengilegt á einum stað. Verkefni á borð við skóladagatöl, umsóknir, álagningarseðla, af- greiðslur, umsagnir, akstursbeiðnir, félagsþjónustu, bókhald sveitarfé- lagsins og svo mætti lengi telja er hæglega hægt að leysa með rafræn- um lausnum. Það eykur skilvirkni og bætir veitta þjónustu. Fjarðabyggðarappið Rafræn þróun getur fært okkur bæjarskrifstofuna í símann með smá- forriti þar sem allar upplýsingar og þjón- usta er aðgengileg. Þetta auðveldar ekki bara íbúum afgreiðslu mála heldur gefur þetta einnig bæjarfélaginu og stofnunum þess aukið tækifæri til að liðka samskipti við bæjar- búa. Smáforrit eru orðin daglegur hlutur í lífi okkar. Með aðstoð smá- forrita erum við flest farin að nýta bankaþjónustu, leggja ökutækjum, sækja líkamsrækt o.fl. Bæjarskrifstofan á að vera liður í þessum hlekk. Skoða á kosti þess að nýta slík smáforrit til að hafa öll sam- skipti við sveitarfélagið á einum og greiðum stað. Þar væri hægt að nálg- ast flest samskiptamál við bæj- arfélagið, hvort sem það er í tengslum við skólastarf, álagningar- seðla eða afgreiðslur mála, s.s. ábendingar vegna snjómoksturs eða annað. Í slíku smáforriti væri hægt að smella mynd af því sem þarfnaðist úrlausnar og senda heim, forritið gripi staðsetningar og tilkynningar gætu borist um leið og hreyfing yrði á málinu. Þannig eykst hagræði fyrir íbúa og stjórnsýslu. Á sama stað væru allar upplýsingar aðgengilegar hvort sem það snýr að fjármálum sveitarfélagsins, ákvarðanatöku, al- menningssamgöngum eða tímasetn- ingu sorphirðu. Með Fjarðabyggðarappinu skap- ast hagræði fyrir alla aðila á betri þjónustu, auknu upplýsingaflæði, meiri lýðræðisvitund og skilvirkari samskipti við íbúana. Eigum við ekki að stíga það skref inn í framtíðina? Aukin upplýsingatækni mun styrkja Fjarðabyggð Eftir Ragnar Sigurðsson » Betri þjónusta, aukið upplýsingaflæði, meiri lýðræðisvitund og skilvirkari samskipti við íbúana. Eigum við ekki að stíga það skref inn í framtíðina? Ragnar Sigurðsson Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð og varaþingmaður. Þessi veira sem enginn ætti að nefna upphátt, þetta óféti, fer ekki í ald- urs- eða manngreinarálit. Fólk á skólaaldri segist tapa sín- um bestu árum í fjarkennslu- heimahangsi og félagslífi í frost- marki. Eftirlaunaþegar halda sig til hlés en skjótast í búðir utan álags- tíma. Enginn kemur í heimsókn og dagarnir líða undir svefnmiðlinum Rás 1. Jafnvel djammfólkið nær ekki að njóta sín. Það er ekki tímarúm fyrir fljótakynni eða lengri fyrir níu á kvöldin. Engin hressileg slagsmál í slabb- inu fyrir utan, slíkt gera menn ekki fyrir miðnætti og enginn að horfa á. Og hinar vinnandi stéttir sem allt veltur á og fara af stað í svarta- myrkri meðan sólin er enn langt fyr- ir neðan hafsauga og sveljandinn stendur að úr öllum áttum, hvernig höndla þær ástandið? Eru þær ekki að kikna með þetta allt á bakinu? Er ekki þeirra lausn orðin að dæmast í sóttkví eða ein- angrun, nokkrir (hvíldar)dagar án Guðnýjar, eins konar Mallorka í skammdeginu? Það skyldi ekki vera. Sunnlendingur Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12. Allir tapa

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.