Morgunblaðið - 19.02.2022, Blaðsíða 24
24 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. FEBRÚAR 2022
Vallarbraut 6, 260 Reykjanesbæ
Nánari upplýsingar á skrifstofu s. 420 6070 eða eignasala@eignasala.is
3ja herbergja endaíbúð á þriðju hæð í húsi
fyrir 55 ára og eldri í Njarðvík Reykjanesbæ,
í göngufæri við þjónustumiðstöð Nesvalla.
Nánari upplýsingar á skrifstofu eða á eignasala@eignsala.is
Jóhannes Ellertsson
Löggiltur fasteignasali – s. 864 9677
Júlíus M Steinþórsson
Löggiltur fasteignasali – s. 899 0555
Verð 41.500.000 Birt stærð eignar 85,7 m2
N
ú eru margar spurningakeppnir í boði í útvarpi, sjónvarpi,
barsvari og víðar. Ein spurninganna gæti verið: Hvað er
sameiginlegt með orðunum tveimur í fyrirsögninni, annað
en að þau enda bæði á –stur? Svarið er að finna hér á eftir.
Orðaforði vex á ýmsa
vegu og er stundum farið
býsna grannt eftir fyrir-
myndum úr öðrum málum
án þess að orðin beri er-
lendan svip eða flokkist
sem tökuorð.
Þegar erlent hugtak er
þýtt lið fyrir lið er talað um
tökuþýðingar. Dæmi er
orðið fegurðarblundur, sbr.
á ensku beauty sleep. Ann-
að dæmi er heilaþvo.
Enska sagnorðið er brain
wash. Þá má nefna orðið
flugpóstur sem end-
urspeglar enska orðið air
mail en á frönsku heitir þetta courrier par avion. Móðurborð (í tölvu-
máli) samsvarar á ensku motherboard; skuldabyrði er á ensku debt
burden; endurgreiðsluáætlun endurómar fyrirmyndina (e.) repay-
ment schedule; gróðurhúsaáhrif samsvarar greenhouse effect á
ensku og växthuseffekt á
sænsku; loftpúði er bein
þýðing á enska hugtakinu
air bag. Svona má lengi
telja. Efniviður úr sömu
uppsprettu tekur á sig
breytilegt form í tungumál-
unum en í grunninn er sama hugmynd á ferðinni, enda hrærast þau
samfélög sem nota þessi orð meira og minna í sama hugmyndaheimi.
Orðið flóðhestur er áhugavert enda varla hægt að segja að dýrið sé
sérlega líkt íslenska hestinum. Á ensku er sagt hippopotamus eins og
í latínu. Orðið er sótt til grísku þar sem híppos er hestur en potamós
flóð eða fljót. Á íslensku er sem sé um að ræða tökuþýðingu sem
samsvarar á dönsku flodhest, sænsku flodhäst, þýsku Flusspferd
(Nilpferd) og finnsku virtahepo – virta þýðir flóð, straumur, en hepo
merkir hestur (algengara orð er þó hevonen). Mjög mörg Evrópumál
sleppa hins vegar að þýða fyrirmyndina en taka við formi hennar og
aðlaga það, sbr. pólska tökuorðið hipopotam.
Þegar koma þarf orðum að nýrri hugsun er stundum farin sú leið
að grípa til eldra orðs og gefa því nýja eða víðtækari merkingu.
Þekkt dæmi er orðið skjár sem gekk í endurnýjun lífdaga með nýrri
merkingu í nútímamáli. En hér geta líka komið til skjalanna svo-
nefndar tökumerkingar eins og í orðinu vefur. Í ensku fékk orðið
web víðari merkingu með tilkomu netsins. Fyrir áhrif þaðan víkkaði
merkingin líka í íslensku. Nú merkir vefur meðal annars vefsetur eða
veraldarvefur, auk þess að tákna það sem verið er að vefa, köngu-
lóarvef eða líkamsvef. Nýja merkingin í orðinu skyggir ekkert á hin-
ar eldri enda er alvanalegt að orð hafi fleiri en eina og fleiri en tvær
merkingar.
Hreintunguhneigð er meginþáttur í íslenskri málstefnu en snýst í
reynd fyrst og fremst um form og útlit orða fremur en inntakið. Því
falla tökuþýðingar, t.d. flugpóstur eða flóðhestur, eða tökumerkingar
á borð við vefur (vefsetur), vel að útbreiddri hugmynd um hreina ís-
lensku enda þótt þær séu myndaðar eftir erlendum fyrirmyndum.
Flugpóstur
og flóðhestur
Tungutak
Ari Páll Kristinsson
ari.pall.kristinsson@arnastofnun.is
Ljósmynd/Unsplash, Gene Taylor
Tökuþýðing Orðið flóðhestur er áhugavert.
U
msátri Rússa um Úkraínu er ekki lokið. Þegar
vikan hófst létu Rússar eins og þeir ætluðu að
minnka spennuna. Henni lauk án þess að það
gerðist. Fimmtudaginn 17. febrúar bárust
fregnir um að fjölgað hefði um 7.000 í rússneska umsát-
ursliðinu. Lögð hefði verið flotbrú skammt fyrir norðan
landamæri Úkraínu í Hvíta-Rússlandi. Hún kynni að vera
hluti af æfingum 30.000 manna herliðs Rússa á þessum
slóðum eða henni væri ætlað að auðvelda bryndrekum að
sækja suður til Kíev í um það bil 100 km fjarlægð, það er
eins og frá Reykjavík til Hvolsvallar. Rússar sendu blóð-
birgðir til landamærahersins sem þótti ekki friðarboði
frekar neyðarköll aðskilnaðarsinna, túlkuð sem árásar-
átylla fyrir Rússa.
Varnarmálaráðherrar NATO-ríkjanna komu saman í
Brussel 16. og 17. febrúar. Að fyrri fundardeginum lokn-
um sagði Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, að
ráðherrarnir hefðu rætt efnislega um „alvarlegustu
öryggiskrísu í Evrópu í marga áratugi“.
Stoltenberg sagði að NATO-
ríkin fögnuðu öllu sem gert væri til
að greiða úr málum með viðræðum
og frá Moskvu kæmu boð um að
því yrði haldið áfram. Á hinn bóg-
inn kæmi í ljós að ekki væru nein
merki um minnkandi spennu á
vettvangi. Rússar hefðu hvorki
kallað heim herafla né búnað.
Þetta kynni auðvitað að breytast
en nú væri rússneski herinn grár
fyrir járnum og tilbúinn til árásar.
Aldrei fyrr hefði svo miklum her
verið stefnt saman í Evrópu frá lokum kalda stríðsins.
NATO hefði frá fyrsta degi gert Rússum ljóst að frekari
árásir þeirra á Úkraínu yrðu þeim dýrkeyptar. Jafnframt
væri NATO tilbúið til viðræðna. Það væri ekki of seint
fyrir Rússa að stíga til baka og velja leið friðar.
NATO er ekki til viðræðu um málamiðlanir varðandi
grundvallarþætti. Rétt hverrar þjóðar til að velja sér eigin
framtíð. Svigrúm bandalagsins til að ákveða hvað þurfi til
að vernda og verja aðildarríki þess. Það verði gert án þess
að ógna Rússum.
Stoltenberg sagði NATO ekki vita hvað kynni að gerast
í Úkraínu. Ráðamenn í Moskvu hefðu sýnt að þeir væru
tilbúnir til að fara á svig við grundvallarsjónarmiðin sem í
marga áratugi hefðu verið að baki öryggi okkar. Og þeir
beittu til þess valdi.
„Mér þykir miður að þurfa að segja að þetta er nýi veru-
leikinn [e. new normal] í Evrópu,“ sagði Jens Stolenberg
að loknum fundi NATO-varnarmálaráðherranna 16. febr-
úar 2022.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráð-
herra sat þennan fund fyrir Íslands hönd og átti einkafund
með Stoltenberg 15. febrúar. Hún sagði við fréttastofu
ríkisútvarpsins eftir ráðherrafundinn 16. febrúar að allir
fundarmenn hefðu haft „mjög þungar áhyggjur af stöð-
unni“, hvað sem liði „beinni innrás“ sæjum „við í raun
fram á nýtt norm eða nýjan veruleika“.
Þessi nýi veruleiki er að mati varnarmálaráðherra
NATO, að Rússar hiki ekki við að sýna klærnar til að
knýja fram breytingar sér í vil á öryggiskerfi Evrópu.
Eftir að Rússar beittu klónum gegn Úkraínumönnum
árið 2014 varð gjörbreyting á evrópskum öryggismálum.
Á Norðurlöndunum birtist hún skýrast í náinni samvinnu
Svía og Finna við NATO og tvíhliða samningum þeirra við
Bandaríkjamenn. Varnarviðbúnaður jókst í Eystrasalts-
löndunum og Póllandi undir fána NATO. Nú er boðað að
NATO ætli enn að efla herstyrk í mið-, austur- og suðaust-
urhluta Evrópu.
Í sjö ár samfellt hafa evrópsk NATO-ríki og Kanada
aukið útgjöld sín til varnarmála. Hafa þau vaxið samtals
um 270 milljarða dollara frá árinu 2014.
Litháar vilja að Bandaríkjamenn opni herstöð í landi
sínu. Danir hafa samþykkt ósk
Bandaríkjastjórnar um aðstöðu
fyrir herafla í Danmörku. Þeir
telja óhjákvæmilegt að hverfa frá
stefnunni um bann við erlendum
herstöðvum á dönsku landi á frið-
artímum. Danir gera ekkert með
kröfu Rússa um að bandarískir
hermenn verði ekki á Borgundar-
hólmi. Norðmenn hafa þegar horf-
ið frá banni við herstöðvum í landi
sínu og Svíar heimila viðveru
bandarískra hermanna og þátt-
töku í heræfingum í Svíþjóð. Finnar hafa nýlega skrifað
undir samning um kaup á 64 hátækni-orrustuþotum frá
Bandaríkjunum.
Þetta er nýi veruleikinn í norrænum öryggismálum.
Hann birtist á komandi árum í skarpari mynd hér á
Norður-Atlantshafi þegar hrundið verður í framkvæmd
nýrri varnarstefnu Dana fyrir norðurslóðir – Færeyjar og
Grænland.
Árið 2009 treystu norrænu ríkin samstarf sitt í varnar-
málum undir skammstöfuninni NORDEFCO. Þau hafa
einnig öll tengst 10 ríkja svæðisbundnu varnarsamstarfi í
Norður-Evrópu, sameiginlegu viðbragðssveitinni (Joint
Expeditionary Force (JEF) með Eistlandi, Lettlandi,
Litháen, Hollandi og Bretum sem stjórna samstarfinu.
Eins og enskt heiti þessa liðsafla ber með sér er honum
ætlað að láta að sér kveða erlendis. Bregðast við steðji ógn
að einhverju aðildarríkjanna.
Íslendingar gengu til JEF-samstarfsins í apríl 2021.
Þátttaka í NATO, NORDEFCO og JEF felur í sér rétt-
indi og skyldur. Íslensk stjórnvöld skilgreina þátttöku
sína á borgaralegum forsendum í þessu samstarfi hern-
aðaryfirvalda hvers lands. Íslensku þátttökuna verður að
laga að nýja veruleikanum með þjóðaröryggið að leiðar-
ljósi.
Í lok júní 2022 verður ný grunnstefna NATO samþykkt
á leiðtogafundi bandalagsins í Madrid. Fyrir liggur ítarleg
greinargerð sem þar er lögð til grundvallar. Hana ber að
kynna á íslensku og ræða hér eins og gert er í öðrum
NATO-ríkjum.
Rússar sýna Úkraínu enn klærnar
Þessi nýi veruleiki er að mati
varnarmálaráðherra NATO,
að Rússar hiki ekki við að
sýna klærnar til að knýja
fram breytingar sér í vil á
öryggiskerfi Evrópu.
Björn Bjarnason
bjorn@bjorn.is
Svo vill til, að ég á afmæli í dag, er
orðinn 69 ára. Á slíkum dögum
er tilefni til að staldra við og hug-
leiða lífið, tímabilið milli fæðingar og
dauða, enda munum við ekki eftir
fæðingunni og þurfum að þola dauð-
ann. Hvað er eftirsóknarverðast í líf-
inu? Þegar ég hef rætt um þessa
spurningu við nemendur mína í
stjórnmálaheimspeki, hef ég raðað
verðmætum lífsins svo, að efst og
fremst væri góð heilsa, andleg ekki
síður en líkamleg, þá traustir fjöl-
skylduhagir og síðan blómlegur fjár-
hagur. Þeir, sem búa við góða and-
lega heilsu, eru öðrum líklegri til að
mynda sterk fjölskyldubönd, eignast
vini og ástvini, og þeir, sem búa við
góða líkamlega heilsu, geta oftast
aflað sér efnislegra gæða, að
minnsta kosti í vestrænum velsæld-
arríkjum.
Stjórnmálaskörungurinn íslenski
mælti viturlega, þegar hann gaf
barnabarni sínu það ráð að eyða
ævinni ekki í að sjá eftir eða kvíða
fyrir. Hitt er annað mál, að við ætt-
um að leitast við að læra af mistök-
um okkar og miðla öðrum af þeirri
reynslu. Við ættum líka jafnan að
búa okkur undir hið versta, þótt við
leyfðum okkur um leið að vona hið
besta. Þegar ég horfi um öxl, sé ég
til dæmis, að ég hefði átt að nýta
tímann í háskóla betur, fara strax í
það nám, sem ég hafði áhuga á, og
læra fleiri tungumál. Nýtt tungumál
er eins og lykill að stórum sal með
ótal fjársjóðum. Ég hefði líka átt að
sneiða hjá ýmsum tilgangslausum
erjum, þótt auðvitað væri rétt að
berjast gegn alræðisöflunum, sem
enn eru á kreiki, þótt þau væru
vissulega öflugri fyrir 1990.
Ég kvíði ekki fyrir framtíðinni, en
við Vesturlandabúar verðum að
skilja, að hættur steðja að. Tímabil
frjálsra alþjóðaviðskipta í skjóli
Bandaríkjahers hefur verið einstakt
framfaraskeið. Lífskjör hafa batnað
stórkostlega. En einræðisherrarnir í
Moskvu og Peking hrista um þessar
mundir vopn sín, svo að brakar í. Á
þá duga engin vettlingatök. Og á
Vesturlöndum vilja sumir neyða eig-
in þröngsýni, ofstæki og umburðar-
leysi upp á okkur, um leið og þeir
reyna að seilast með aðstoð ríkis-
valdsins í vasa okkar eftir fjár-
munum.
Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar
Hannes H. Gissurarson
hannesgi@hi.is
Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð
Hugleiðingar
á afmælisdegi