Morgunblaðið - 19.02.2022, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 19.02.2022, Blaðsíða 37
ÍÞRÓTTIR 37 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. FEBRÚAR 2022 Þegar Valsmenn töpuðu öllum fjórum Evrópuleikjum sínum í fót- boltanum síðasta sumar þótti það ekkert sérstök frammistaða. Þeir biðu lægri hlut fyrir Di- namo Zagreb frá Króatíu, 2:3 og 0:2, og töpuðu síðan tvisvar 0:3 fyrir Bodö/Glimt frá Noregi. Þessir leikir fóru allir fram í júlí en núna í febrúar eru bæði þessi lið, Dinamo Zagreb og Bodö/Glimt enn með í Evr- ópumótunum, í útsláttarkeppni Evrópudeildar og Sam- bandsdeildar. Dinamo-menn eiga reyndar á brattann að sækja eftir 3:1 ósigur gegn Sevilla á Spáni en Alfons Sampsted og samherjar hans í norska meistaraliðinu Bodö/ Glimt skelltu skoska stórliðinu Celtic í Glasgow í fyrrakvöld, 3:1. Dinamo hefur í vetur m.a. unnið West Ham á útivelli og Alf- ons og félagar unnu ótrúlegan sigur á José Mourinho og hans mönnum í Roma frá Ítalíu, 6:1, í riðlakeppninni fyrir jól. Ævintýri Bodö/Glimt er magnað. Liðið er frá 50 þúsund manna bæ í norðanverðum Nor- egi, skammt norðan við heim- skautsbauginn, og er því með heimavöll norðar en Grímsey. Félagið varð árið 2020 fyrsta fótboltalið norðan heimskauts- baugs sem verður meistari í Evr- ópulandi. Bodö/Glimt hefur nú orðið norskur meistari tvö ár í röð, sem eru fyrstu meistaratitlar félagsins í sögunni. Nú blasir sæti í 16 liða úrslit- um í Evrópukeppni við liðinu. Þegar Norðmennirnir og íslenski bakvörðurinn þeirra unnu Val á Hlíðarenda í júlí var slík staða ekki í kortunum. En þetta er hægt og árangur Bodö/Glimt ætti að vera öðrum félögum á norðlægum slóðum góð fyrirmynd. BAKVÖRÐUR Víðir Sigurðsson vs@mbl.is KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild kvenna, Subway-deildin: Dalhús: Fjölnir – Keflavík................. S18.15 Ásvellir: Haukar – Njarðvík ............. S18.30 1. deild kvenna: Akranes: Aþena/UMFK – KR .............. L17 Dalhús: Fjölnir b – ÍR............................ L18 Ísafjörður: Vestri – Stjarnan................. L18 HANDKNATTLEIKUR Coca Cola-bikar karla, 8-liða úrslit: Hlíðarendi: Valur – Víkingur................. L16 KA-heimilið: KA – Haukar..................... S16 Selfoss: Selfoss – ÍBV............................. S16 Coca Cola-bikar kvenna, 8-liða úrslit: KA-heimilið: KA/Þór – HK .................... S14 Austurberg: ÍR – Fram.......................... S16 1. deild karla, Grill 66-deildin: Dalhús: Vængir J. – Haukar U ......... S13.30 ÍSHOKKÍ Íslandsmót karla, Hertz-deildin: Akureyri: SA – SR............................. L16.45 KNATTSPYRNA Deildabikar karla, Lengjubikarinn: Seltjarnarnes: Grótta – Þróttur V ........ L11 Árbær: Fylkir – Grindavík .................... L11 Víkingsvöllur: Víkingur R. – HK ..... L11.30 Akraneshöll: ÍA – KV............................. L12 Framvöllur: Fram – Selfoss .................. L12 Leiknisv.: Kórdrengir – Afturelding .... L14 Boginn: Þór – Stjarnan .......................... L15 Boginn: KA – FH.................................... L17 Egilshöll: KR – Vestri ....................... S11.45 Deildabikar kvenna, Lengjubikarinn: Egilshöll: KR – ÍBV ............................... L18 GLÍMA Bikarglíma Íslands í flokkum barna og full- orðinna fer fram í íþróttamiðstöð Hvols- vallar í dag frá kl. 11 til 17. UM HELGINA! Sandra Erlingsdóttir, landsliðskona í handknattleik, hefur samið við eitt sterkasta lið Þýskalands, Metzingen, um að leika með því næstu tvö tíma- bil en hún kemur þangað í sumar. Sandra leikur nú sitt annað tímabil með EH Aalborg í dönsku B- deildinni. Hún gekk til liðs við félag- ið frá Val árið 2020 en hún hefur einnig leikið með ÍBV og Füchse Berlín í Þýskalandi á ferlinum. Sandra, sem er 23 ára, varð Íslands- og bikarmeistari með Val árið 2019 og þá hefur hún verið fastamaður í íslenska landsliðinu frá árinu 2018. Sandra á leið til Þýskalands Morgunblaðið/Óttar Geirsson Þýskaland Sandra Erlingsdóttir fer til Metzingen í sumar. Bjarki Már Elísson, landsliðsmaður í handknattleik, mun á næsta keppnis- tímabili leika með ungverska stórlið- inu Veszprém. Tilkynnt var í gær að Bjarki hefði gert tveggja ára samn- ing við Veszprém og flytur hann til Ungverjalands næsta sumar en er nú hjá Lemgo. Varð hann bikarmeistari með Lemgo. „Mig langaði að taka skref í lík- ingu við þetta og það gekk eftir,“ sagði Bjarki Már þegar Morgun- blaðið ræddi við hann í gær en viðtal við Bjarka er að finna á mbl.is/ sport/handbolti. Langaði að taka skref sem þetta Ljósmynd/Szilvia Micheller Hornamaður Bjarki Már mun flytj- ast til Ungverjalands í sumar. ÓL 2022 Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Skíðakonan Hólmfríður Dóra Frið- geirsdóttir stóð sig mjög vel á sín- um fyrstu Vetrarólympíuleikum í Peking á dögunum þar sem hún keppti í stórsvigi, risasvigi og svigi. Hún féll úr keppni í fyrri ferð sinni í stórsvigi en hafnaði í 38. sæti í svigi og loks í 32. sæti í risa- svigi sem verður að teljast afar góður árangur hjá Hólmfríði sem er í 322. sæti heimslistans í grein- inni. Hólmfríður, sem er 24 ára göm- ul, tók þá ákvörðun árið 2018 að flytja til Åre í Svíþjóð til þess að einbeita sér alfarið að skíða- mennskunni eftir að hafa æft og búið í Reykjavík alla sína tíð. „Að taka þátt í sínum fyrstu Vetrarólympíuleikum var bæði ólýsanleg upplifun og ótrúlega skemmtilegt á sama tíma,“ sagði Hólmfríður Dóra í samtali við Morgunblaðið. „Leikarnir stóðust allar mínar væntingar og rúmlega það. Á sama tíma setti kórónuveiran risa- stórt strik í reikninginn og sinn svip á leikana. Ég átti til að mynda ekki von á því að þetta yrði jafn mikil „búbbla“ og raun bar vitni en það var mikið lagt upp úr því að það væri gott bil á milli fólks á þessum fjölförnu stöðum eins og í ólympíuþorpinu og í mat- salnum. Við deildum hæð með Bretunum í þorpinu og hittum þau á hverjum einasta degi en máttum í raun ekki eyða neinum tíma með þeim utan þess. Matsalurinn var stúkaður af og það borðuðu allir á sínu eigin borði. Þetta voru í raun bara mat- arbásar eins og lesbásarnir á Þjóð- arbókhlöðunni en í matsalnum var gler sem stúkaði hvern einn og einasta bás af. Ég borðaði alltaf með þjálfaranum mínum en allan tímann var gler sem aðskildi okk- ur. Það var svo fullt af starfsfólki og sjálfboðaliðum þarna sem sáu um að þrífa borðin eftir hvern og einn. Fólk þurfti að vera með bæði grímur og hanska allan tímann þannig að það var mikil lagt upp úr öllum sóttvörnum á leikunum. Við vorum líka algjörlega bund- in við ólympíuþorpið og svo æf- inga- og keppnissvæðið í Yanqing. Þetta voru einu staðirnir sem við, sem kepptum í alpagreinunum, máttum heimsækja. Við gátum gengið beint út úr ólympíuþorpinu inn í kláfinn sem flutti okkur á æf- inga- og keppnissvæðið sem var mjög þægilegt og við þurftum því ekki að ferðast langar vegalengdir. Við fengum leyfi til þess að fara og horfa á sleðakeppnirnar sem voru einnig í Yanqing en annars vorum við ekkert á ferðinni, að undanskilinni setningarathöfninni sem fram fór í Peking,“ sagði Hólmfríður Dóra. Sátt með frammistöðuna Þrátt fyrir að hafa fallið úr leik í fyrstu keppnisgrein sinn á leik- unum fann Hólmfríður Dóra ekki fyrir neinu stressi, þegar hún fór inn í svig- og risasvigkeppnina. „Ég ætlaði mér stóra hluti í stórsviginu og gerði mestar kröfur til sjálfrar mín í þeirri grein. Mér tókst að standa hverja einustu keppni í stórsvigi á síðasta keppn- istímabili en ég lenti í því að detta í einni æfingaferðinni í Peking og það sat aðeins í mér. Ég flaug svo á hausinn í sjálfri keppninni og lenti frekar illa. Ég óttaðist um tíma að ég gæti ekki keppt í svig- inu og risasviginu en lækna- og sjúkraþjálfarateymið stóð þétt við bakið á mér og þeim tókst að tjasla mér saman aftur. Gengið mitt í sviginu fór fram úr mínum björtustu vonum og ég átti satt best að segja engan veg- inn von á því að hafna í 38. sæti í greininni. Ég var staðráðin í að skíða brautina af fullum krafti eft- ir vonbrigðin í stórsviginu og það gekk eftir. Ég var því full sjálfs- trausts þegar ég fór inn í keppni í risasviginu og þótt ég hafi gert smá mistök sem kostuðu mig ein- hvern tíma þá er ég mjög sátt með mína frammistöðu heilt yfir.“ Sá þetta ekki fyrir Hólmfríður Dóra velti því vel og lengi fyrir sér að flytja til Svíþjóð- ar á sínum tíma en sér alls ekki eftir þeirri ákvörðun í dag. „Það er alveg klárt mál að ég hefði ekki farið á leikana í ár ef ég hefði ekki flutt út til Svíþjóðar á sínum tíma. Þessir Ólympíuleikar gáfu mér þvílíkan kraft og hvatn- ingu um að halda áfram á sömu braut og reyna að gera enn þá betur í komandi framtíð. Núna geri ég mér líka betur grein fyrir því hvar ég stend gagnvart þeim bestu í heiminum í dag. Ég sá það svart á hvítu í Peking að ég er ekki það langt á eftir þeim og stefnan er sett á keppni í Evrópu- bikarnum á næsta keppnistímabili þar sem ég mun vonandi öðlast enn þá meiri reynslu sem mun nýtast mér á komandi stórmótum. Þessir leikar sýndu mér líka að það er allt hægt, líka fyrir ein- hvern sem kemur frá litla Íslandi og hefur æft og búið þar allt sitt líf. Ég byrjaði að æfa skíði seinna en margir af þessum stærstu keppendum á leikunum í ár, en það er klárlega allt hægt ef viljinn og metnaðurinn er fyrir hendi. Ég hefði aldrei getað ímyndað mér það að ég væri að fara keppa á Vetrarólympíuleikunum fyrir nokkrum árum síðan og ég vona innilega að minn árangur veiti öðr- um á Íslandi hvatningu og kraft um að þeim séu allir vegir færir með rétta hugarfarinu.“ Stór framtíðarmarkmið Hólmfríður Dóra ætlar sér stóra hluti í framtíðinni og hefur sett stefnuna á stærstu skíðamót heims á komandi árum. „Stefnan er að eyða meiri tíma í hraðagreinarnar það sem eftir lifir vetrar, það er að segja brunið og risasvigið. Ég hef einbeitt mér að tæknigreinunum [svigi og stór- svigi] í langan tíma en ég sé líka mikla möguleika í hraðagreinunum og það er vel hægt að stunda og keppa í öllum fjórum greinunum. Ísland hefur aldrei átt keppanda í hraðagreinum í þessum stærstu mótum eins og Evrópu- og heims- bikar og það væri frábært að öðl- ast keppnisrétt í þessum greinum í náinni framtíð. Vissulega er þetta mikið hark og allt það en þetta er klárlega allt þess virði enda er skíðamennskan skemmtilegasta íþrótt í heimi. Ég æfði margar íþróttir á mínum yngri árum en mér hefur alla tíð liðið best með skíðin við fæturna. Ég vakna glöð á hverjum einasta degi og þakklát fyrir það að fá að gera það sem mér finnst skemmti- legast að gera. Ég öfunda sjálfa mig meira að segja oft og tíðum yfir að fá að gera þetta alla daga og þarf reglulega að klípa mig ef ske kynni að mig sé að dreyma. Ég ætla mér stóra hluti í framtíð- inni og ég er hvergi nærri hætt,“ bætti Hólmfríður Dóra við í sam- tali við Morgunblaðið. Allir vegir færir þótt mað- ur komi frá litla Íslandi - Hólmfríður Dóra horfir þakklát til baka eftir sína fyrstu Vetrarólympíuleika Ljósmynd/Erla Ásgeirsdóttir Kína Hólmfríður Dóra ásamt þjálfara sínum Erlu Ásgeirsdóttur á Vetrar- ólympíuleikunum í Peking eftir að hún hafði lokið leik í svigkeppninni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.