Morgunblaðið - 12.03.2022, Side 6

Morgunblaðið - 12.03.2022, Side 6
6 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. MARS 2022 Andri Steinn Hilmarsson 2.-3. sæti Þekking, reynsla og kraftur Alls hafa 33 sveitarfélög landsins sett sér stefnu eða viðmið um að inn- rita börn á leikskóla við 12 mánaða aldur eða yngri. Í þessum sveit- arfélögum býr þriðjungur lands- manna. Þetta kemur fram í nið- urstöðum könnunar um mönnunarviðmið og innritunaraldur í leikskólum sem Samband íslenskra sveitarfélaga sendi í janúar á öll sveitarfélög sem reka leikskóla. Fram kemur að fjögur sveitarélög setja sér það viðmið að innritunar- aldur sé um 18 mánaða. Í þeim býr tæplega helmingur landsmanna og munar þar talsverðu um að Reykja- víkurborg er í þeim hópi, að því er fram kemur í umfjöllun. Í könnuninni var einnig spurt um fjölda barna eftir aldri þeirra sem voru á biðlista 1. nóvember sl. Alls svöruðu 27 sveitarfélög þessari spurningu en þar búa um 87% lands- manna. Ekki kemur fram hversu mörg börn voru á biðlistum en í ljós kemur að aldurssamsetning barna á biðlistum hefur breyst töluvert frá könnun sem gerð var á árinu 2018. Haustið 2018 var t.d. ríflega þriðj- ungur barna á biðlista yngri en tólf mánaða en þremur árum síðar hefur yngstu börnunum á biðlistum fjölg- að mikið hlutfallslega og voru börn yngri en tólf mánaða orðin tæplega 60% af öllum þeim börnum sem voru á biðlista eftir leikskólaplássi í sveit- arfélögunum í nóvember sl. Bent er á í könnuninni að ein skýring á þess- ari fjölgun sé sú að aukinn þrýst- ingur sé nú á að börn komist fyrr inn á leikskóla en áður var. Af könnuninni má einnig ráða að nokkrar breytingar hafa átt sér stað á seinasta ári á aldri barna við inn- ritun í leikskóla samanborið við stöð- una á árinu 2018. Dreifingin eftir aldri barna sýnir m.a. að lægra hlut- fall barna sem eru 31 mánaðar eða eldri innrituðust í leikskóla í fyrra en fyrir þremur árum. Flest eru börnin á aldursbilinu 19-24 mánaða þegar þau eru innrituð í leikskóla eða ríf- lega þriðjungur allra barnanna. omfr@mbl.is Börn á biðlista eftir leikskólaplássi eftir aldri Hlutfallsleg skipting eftir aldurshópum 2018 og 2021* 60% 50% 40% 30% 20% 10% 0% Haust 2018 Haust 2021 Yngri en 12 mánaða 12-18 mánaða 19-24 mánaða 25-30 mánaða *Samkvæmt svörum frá 27 sveitarfélögum Heimild: Samband íslenskra sveitarfélaga 59% 38% 34% 49% 8% 13% 1%2% Yngstu börnum fjölgar á biðlistum - 33 miða leikskólavist við 12 mánaða Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Orkugerðin ehf. hefur sótt um að stækka starfsleyfi kjötmjölsverk- smiðjunnar austan við Selfoss. Sótt er um allt að tvöföldun, þannig að hægt verði að framleiða allt að 14 þúsund tonn á ári í stað 7 þúsund tonna. Hægt er að auka framleiðsl- una með því að lengja keyrslutíma verksmiðjunnar, án þess að fjárfesta í búnaði og húsnæði. Verksmiðjan tekur við sláturúr- gangi og framleiðir úr honum pró- teinmjöl og fitu. Hráefnið hefur mest komið frá sláturhúsum og kjöt- vinnslum á Suðurlandi og er mikil- vægt fyrir rekstur þeirra. Búið er herða kröfur um urðun líf- ræns úrgangs sem orðið hefur til þess að verksmiðjan fær meira hrá- efni. „Frá því í september höfum við fengið aukaafurðir sláturdýra frá höfuðborgarsvæðinu, til viðbótar því sem við höfum verið að vinna. Við höfum leyfi til að framleiða 7 þúsund tonn á ári en ef fer fram sem horfir þurfum við stærra starfsleyfi til þess að geta unnið allt hráefni sem berst á árinu. Við höfum leyst þetta með því að keyra verksmiðjuna lengur, en við þurfum að vera innan starfsleyfis,“ segir Ólafur Wernersson, fram- kvæmdastjóri Orkugerðarinnar. Verðmætar afurðir Hráefnið er soðið þannig að það sé bakteríufrítt og síðan pressað svo að þurrefni og fita skiljist að. Mjölið er nýtt í áburð. Fitan er notuð sem eldsneyti til að knýja verksmiðjuna og hluti þess er seldur úr landi þar sem fitan er notuð í lífdísilfram- leiðslu. Ólafur segir að gott verð fáist fyrir fituna en 40 til 80 tonn fara til Hollands í hverjum mánuði. Kjötmjölið fer aðallega til opin- berra stofnana, eins og Landgræðsl- unnar, Skógræktarinnar, Lands- virkjunar og Hekluskóga, og er notað til uppgræðslu lands. Miklar takmarkanir eru á notkun kjötmjöls sem áburðar á land sem skepnur ganga á, vegna sóttvarna. Ólafur segir að mjölið sé vel samkeppnis- fært í verði við innfluttan tilbúinn áburð en meira umstang sé við að dreifa því. „Núna verðum við vör við meiri áhuga hjá bændum. Þeir geta notað mjölið í flög og á annað land sem er friðað fyrir beit. Hins vegar er of stuttur gluggi sem heimilt er að nota kjötmjöl á afrétti og úthaga sem beittir eru á sumrin. Reglurnar eru mun stífari en í Evrópusambandinu. Kannski þrýsta bændur á stjórnvöld um að breyta þessu ef áburður hækkar enn frekar í verði?“ segir Ólafur. Hann segir að með frekari áburðarverðshækkunum verði kjöt- mjölið enn hagkvæmari kostur en áður og hægt að leggja meira í að dreifa honum. Sótt um leyfi til að tvö- falda framleiðsluna - Bann við urðun skapar tækifæri fyrir kjötmjölsverksmiðju Framleiðsla Ólafur Wernersson í kjötmjölsverksmiðjunni í Flóanum. Freyr Bjarnason freyr@mbl.is „Fljótt á litið er þetta ansi mikil einföldun á stöðunni, því það blas- ir við að það eru mjög mörg fyrir- tæki og félög sem hafa gert það ansi gott í kórónuveirufaraldrin- um,“ segir Ragnar Þór Ing- ólfsson, formað- ur VR, spurður út í ummæli for- manns Samtaka iðnaðarins í Morgunblaðinu í gær. Þar sagði hann að svig- rúmið sé enn minna til launa- hækkana þegar lífskjarasamningurinn rennur út í haust vegna viðskiptaþvingana gagnvart Rússum vegna innrásar þeirra í Úkraínu og kórónuveiru- faraldursins. Bónusar og arðgreiðslur Ragnar Þór nefnir að skráð fé- lög og stjórnendur þeirra séu að taka upp bónuskerfi og hækkunin sé langt umfram það sem vinnu- markaðurinn á almennum markaði hafi samið um. „Við vitum líka að áætlaðar arðgreiðslur og uppkaup eigin bréfa í ár geta numið og eru áætlaðar um 200 milljarðar, þann- ig að það skýtur svolítið skökku við að lýsa yfir litlu svigrúmi út af kórónuveirufaraldrinum, þó að við séum mjög meðvituð um að fyrir- tæki standa mjög misjafnlega.“ Ragnar Þór segir erfitt að segja til um hvar hlutirnir enda þegar kemur að áhrifum innrásar Rússa í Úkraínu. Hálfgert hrávörustríð sé í uppsiglingu, bæði vegna kór- ónuveirunnar og innrásarinnar. Vöruverð og verðbólga fari hækk- andi í heiminum. Frekar ætti að tala um að innrásin geri stöðuna mun flóknari en áður. „Ekki byrja á klisjum og söng um að svigrúm sé lítið sem ekkert og verði minna. Það stenst einfaldlega ekki þær tölur sem við erum með fyrir framan okkur.“ Þörf á átaki í húsnæðismálum Spurður hvort raunhæft sé að ná góðum kjarasamningi í haust játar hann því og kveðst hugsa í lausnum. Heilmikið verk er þó fyrir höndum, að hans mati. Þörf er á átaki í húsnæðismálum, vinna þarf gegn verðbólgunni og tryggja að húsaleigusamningar séu sem flestir vísitölutryggðir. Vaxtastig þarf einnig að lækka og bendir hann á að 1% hærra vaxta- stig á skuldir fyrirtækja á Íslandi, sem eru rúmir 5 þúsund millj- arðar, jafngildir 5% launahækkun á ári. „Þetta er það sem er í rauninni undir. Það eru margir þættir sem vega þyngra en bara launahækk- anir fyrir samfélagið, fyrirtækin og almenning.“ Raunhæft að ná góðum samningi - Ragnar Þór ósammála formanni SI Ragnar Þór Ingólfsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.