Morgunblaðið - 12.03.2022, Síða 39
DÆGRADVÖL 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. MARS 2022
Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is
Opið virka daga 10-18, laugardaga 11-15
ítölsk hönnun – ítölsk framleiðsla
Casa býður upp á vaxtalausar raðgreiðslur (Visa / Euro) í allt að 6 mánuði.
L 206 cm Áklæði ct. 86 Verð 759.000,-
L 206 cm Leður ct. 25 Verð 899.000,-
STAN Model 3035 rafmagn
MJÓLK, SMJÖR, BRAUÐ – ALLT ÚTRUNNIÐ.
ANNAÐHVORT HAFÐI HANN EKKI TEKIÐ
EFTIR ÞVÍ ÁÐUR EÐA TÍMAVÉLIN VIRKAÐI.
„ÞÚ SAGÐIR AÐ VIÐ GÆTUM KEYPT
STÆRRI BÍL ÞEGAR ÞRÍBURARNIR
FÆDDUST.“
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að lesa nánast
hugsanir.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
ÁÐUR EN ÞÚ BYRJAR Í MEGRUN
ER MIKILVÆGT AÐ LOSA SIG
VIÐ ALLAN FITANDI MAT … ALLT ÞARF
AÐ FARA
ROOOP!
ERU ALLIR
KOMNIR ÚT?
HRÓLFUR ER
ENN ÞÁ INNI!
ÉG VISSI AÐ VIÐ HEFÐUM EKKI ÁTT AÐ
FARA ÚT Í GEGNUM ELDHÚSIÐ!
ELD
HÚS
Einarsson, f. 24.3. 1884, d. 10.3. 1951,
bóndi, búsett í Seljatungu í Flóa.
Börn Guðrúnar og Þorsteins eru 1)
Dóttir andvana fædd 4.3. 1942. 2)
Valdimar, f. 5.4. 1943, vélvirki, maki
Guðrún Arnhildur Sveinsdóttir, f. 17.4.
1947, ritari, búsett á Selfossi. Þau eiga
börnin Svein Kára, f. 12.4. 1967; Pétur
Hrafn, f. 24.5. 1970; Þorstein Braga, f.
2.7. 1974; Guðrúnu Tinnu, f. 31.3. 1980
og Ingu Hlín, f. 14.3. 1982. 3) Þor-
steinn Þorsteinsson, f. 9.9. 1944, d. 3.1.
1999, rafvirki, maki Sjöfn Halldóra
Jónsdóttir f. 20.3. 1939, símavörður.
Þau eiga Jón Loga, f. 3.11. 1965, d.
14.3.2020 og Þorstein Garðar, f. 14.10.
1968. 4) Erlingur Þorsteinsson, f. 15.9.
1946, húsasmiður, maki Guðlaug Hlín
Daníelsdóttir, f. 1.4. 1944, kennari, bú-
sett í Kópavogi. Börn þeirra eru
Hrannar, f. 1.3. 1968 og Unnar, f. 29.1.
1972. 5) Trausti Þorsteinsson, f. 26.12.
1949, kennari, fv. fræðslustjóri á
Norðurlandi eystra og fyrrum dósent
við HA, maki Anna Bára Hjaltadóttir,
f. 21.10. 1947, kennari, búsett á Ak-
ureyri. Börn þeirra eru Kristín, f. 8.5.
1972; Helga Rún, f. 28.5. 1975; Valur, f.
16.8. 1976 og Steinþór, f. 15.9. 1981. 6)
Guðfinna Þorsteinsdóttir, f. 7.4. 1951,
fv. stöðvarstjóri Póstsins á Selfossi,
maki Jens Uwe Friðriksson, f. 30.7.
1955, húsasmiður, búsett á Selfossi.
Þau eiga Önnu Guðrúnu, f. 16.2. 1977
og Friðrik Má, f. 17.8. 1989, áður átti
Guðfinna Þorstein Magnússon, f.
11.2.1970.
Systkini Guðrúnar voru 1) Þor-
steinn, f. 31.10. 1918, d. 7.8. 1977. 2)
Margrét, f. 26.4. 1921, d. 13.10. 1982,
3) Ásrún Erla, f. 14.1. 1923, d. 7.11.
2008, 4) Steindór Gunnar, f. 25.5.
1924, d. 10.12. 2011, 5) Rannveig, f.
4.1. 1926, d. 3.4. 1953, 6) Þorbjörg, f.
8.3. 1928, d. 26.2. 2010, 7) Hildigunn-
ur, f. 21.9. 1930, d. 2.6. 2017 og 8)
Hrafnkell, f. 24.10. 1935, d. 18.8. 2001.
Foreldrar Guðrúnar voru hjónin
Guðfinna Þorsteinsdóttir frá Krossa-
vík í Vopnafirði, f. 26.6. 1891, d.
23.11.1972, og Pétur Valdimar Jó-
hannesson, frá Syðri Vík í Vopnafirði,
f. 14.9. 1893, d. 19.10.1953, lengst af
búsett í Teigi í Vopnafirði.
Guðrún
Valdimarsdóttir
Guðfinna Egilsdóttir
húsfreyja Skjögrastöðum í Vallahr. og Langhúsum í Fljótsdal
Sigfús Sigfússon
bóndi Skjögrastöðum í Vallahr.
og Langhúsum í Fljótsdal
Rannveig Sigfúsdóttir
verkakona á Borgarfirði eystra
Þorsteinn Eiríksson
þurrabúðarmaður í Borgarfirði eystra
Guðfinna Þorsteinsdóttir
(Erla skáldkona) húsfreyja í
Teigi í Vopnafirði
Sigríður Jónsdóttir
húsfreyja í Gröf, Eiðasókn
Eiríkur Þorsteinsson
bóndi á Kleif, N.-Múl. og Gröf í Eiðasókn.
Þorbjörg Jónsdóttir
húsfreyja á Torfastöðum í Hlíð og í Fögruhlíð
Jón Sigurðsson
bóndi í Fögruhlíð N-Múlasýslu
Guðrún Jónsdóttir
húsfreyja Syðri-Vík í Vopnafirði
Jóhannes Jóhannesson
bóndi Syðri-Vík í Vopnafirði
Sesselja Jónsdóttir
húsfreyja Syðri-Vík, í Vopnafirði
Jóhannes Einarsson
bóndi Syðri-Vík, í Vopnafirði
Ætt Guðrúnar Valdimarsdóttur
Pétur Valdimar Jóhannesson
bóndi Teigi í Vopnafirði
Gátan er sem endranær eftir
Guðmund Arnfinnsson:
Hafður var á handlegg sá.
Hann er settur krókinn á.
Ver þig slysi, vinur minn.
Vænn tvíliti hrúturinn
Eysteinn Pétursson á þessa
lausn:
Hafður var smokkur handlegg á.
Hafa sem beitu smokkfisk má.
Frá getnaði smokkur ver þig víst.
Vel ég smokkótta hrútinn síst.
Sjálfur skýrir Guðmundur gát-
una þannig:
Hafa má á handlegg smokk.
Hér er átt við beitusmokk.
Í hvílubrögðum hafðu smokk.
Hrút svarthvítan nefnum Smokk.
Þá er limra:
Marteinn er meistarakokkur
og meiri finnst ekki nokkur,
hans albesta krás
er gullfiska glás
og grillaður beitusmokkur.
Síðan er ný gáta eftir Guðmund:
Geisar stríð um borg og bý,
brakar flestum stoðum í,
enginn getur gert að því,
en gátu samdi ég á ný:
Karlmannslimur leynist hér,
Lykkja af honum geðjast mér.
Landsins forni fjandi er.
Fákur þetta heiti ber.
Kristján Karlsson orti:
„Já, andartak ef ég hef tíma,“
sagði íslenskumaður í Líma.
Það falaði hann stúlka
sem lá breidd upp á búlka
eða bekk, ef þú kannt ekki að ríma.
Jóhann S. Hannesson orti:
Það er rétt gott að segja alltaf satt,
en satt best, þá finnst mér það pjatt
ef satt, rétt og gott
eru úr sitt hverjum pott
að setja þau undir einn hatt.
Björn Eggertsson frá Kolþernu-
mýri orti:
Heims ég sjaldan happa nýt,
hníg svo kaldur nás að börum.
Mínum aldri eyða hlýt
í veraldar svaðilförum.
Úr Heilræðarímu Jóns Bjarna-
sonar Presthólum:
Heimskra manna háttur er
að hæða konur í orðum,
út af þeim þó allir vér
erum komnir forðum.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Það er margur
smokkurinn