Morgunblaðið - 12.03.2022, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 12.03.2022, Blaðsíða 17
17 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. MARS 2022 i á Austurlandi V E R K V I T • H U G V I T • E I N I N G Fjarðabyggð Staðsetning, helstu staðreyndir og kosningaúrslit Úrslit í síðustu sveitarstjórnarkosningum Kosið var 26. maí 2018 ■ D Sjálfstæðisflokkur ■ B Framsóknarflokkur ■M Miðflokkur ■ L Fjarðalistinn 25,5% 23,6% 16,8% 34,1% 2 2 1 4 Kjörskrá: Atkvæði: Kjörsókn: 3.315 2.373 71,6% L ÍBÚAR 5.079 AFGANGUR* 113 m.kr. HEILDARSKULDIR* 9.748 m.kr. SKULDAHLUTFALL* 2021: 143,6% 2025: 150,5% KYNJASKIPTING ALDURSSKIPTING ÍBÚAR 18 ÁRA & ELDRI 3.885 FLATARMÁL 1.615 km² 53% Karlar Konur 47% Fjarðabyggð varð til árið 1998 með sameiningu Eskifjarðar, Neskaupstaðar og Reyðarfjarðar, en Austurbyggð, Fáskrúðsfjarðarhreppur og Mjóafjarðarhreppur bættust við 2006 og Breiðdalshreppur 2018. Byggðakjarnar eru sjö og sjávarútvegur og þjónusta helstu atvinnugreinar auk stóriðju, en ferðaþjónusta hefur bæst við. Fjarðalisti og Framsókn mynda meirihluta. Forseti bæjarstjórnar: Eydís Ásbjörnsdóttir (L) Bæjarstjóri: Jón Björn Hákonarson (B) *Áætlanir um A-hluta 2021 0 250 500 750 1000 1250 1500 > 7051-7031-5018-30< 18 Neskaupstaður● Reyðarfjörður● Eskifjörður● Fáskrúðsfjörður● Stöðvarfjörður● Breiðdalsvík● Reyðarfjörður No rð fjö rð ur Berufjörður Breiðdalsvík Fáskrúðsfjörður Seyðisfjö rður Mjóifjör ður Stöðvarfjörður Vinstri hreyfingin – grænt framboð býður í fyrsta sinn fram lista undir eigin merkjum í Fjarðabyggð fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í ár. Vinstri græn hafa hingað til tekið þátt í samvinnu við Fjarðalistann, sameiginlegt framboð félagshyggju- fólks. Fengu ekki pláss Anna Margrét Arnarsdótti, nýr oddviti Vinstri grænna, segir að ákvörðunin sé ekki tekin vegna mik- ils skoðanaágreinings. Hún segir ekki óeðlilegt að stór flokkur á borð við Vinsti græn bjóði fram í Fjarða- byggð undir eigin merkum en hún hafi sjálf tengt Fjarðalistann við Samfylkingarfólk í gegnum tíðina. Þá segir hún að fulltrúar Vinstri grænna hafi jafnvel átt erfitt upp- dráttar innan samstarfs Fjarðalist- ans. Þetta kemur fram í kosn- ingaumfjöllun Dagmála þar sem Stefán Einar Stefánsson og Karítas Ríkharðsdóttir sóttu Fjarðabyggð heim og ræddu við oddvita allra fram kominna framboða. Hlaðvarpsþáttinn má nálgast á öll- um helstu hlaðvarpsveitum og á mbl.is. Óvissa með Miðflokkinn Fjögur framboð hafa kynnt lista í Fjarðabyggð, áðurnefndur Fjarða- listi og Vinstri græn ásamt Fram- sókn og Sjálfstæðisflokki. Ásamt Önnu Margréti eru oddvitarnir Jón Björn Hákonarson, bæjarstjóri og oddviti Framsóknar, Ragnar Sig- urðsson oddviti Sjálfstæðisflokksins og Stefán Þór Eysteinsson oddviti Fjarðalistans. Miðflokkurinn á einn fulltrúa í sveitarstjórn á þessu kjörtímabili en ekki liggur fyrir hvort flokkurinn bjóði fram að nýju í Fjarðabyggð. Stefán Þór segir að samhjómur sé á milli áherslna þeirra og Vinstri grænna. Að vissu leyti hafi það komið á óvart að Vinstri græn hafi ákveðið að kljúfa sig úr samstarfinu miðað við málefnin sem náðst hafi fram á kjörtímabilinu, í meirihlutasamstarfi með Framsókn. Varlega í fiskeldi Anna Margrét segir að Vinstri græn muni beita sér fyrir að varlega verði farið í uppbygginu fiskeldis inn- an Fjarðabyggðar. Þá segir hún að greinilegt sé að ekki hafi verið farið nægilega varlega hingað til. Vill greiða skuldir hraðar Ragnar Sigurðsson segir að Sjálf- stæðisflokkurinn hafi verið gagnrýn- inn á rekstur sveitarfélagsins á kjör- tímabilinu og að hægt sé að greiða niður skuldir hraðar en verið hefur. Tekjur sveitarfélagsins hafa verið að aukast en útgjöldin aukist meira. Spurður hvaða hagræðingartillögur Sjálfstæðisflokkurinn hefur boðið fram segist Ragnar meðal annars hafa lagt til að fallið yrði frá nið- urgreiðslu skólamáltíða barna að fullu, það er fríum skólamáltíðum. „Það er dæmi um gæluverkefni að okkar mati á sama tíma og við erum að kvarta undan því við ríkið að tekjustofnar sveitarfélaganna séu ekki nægir til að standa undir lög- bundnu hlutverki,“ segir Ragnar. Hjúkrunarheimili í nærsamfélag Fjarðabyggð var á meðal þeirra sveitarfélaga sem gáfu frá sér rekst- ur hjúkrunarheimila á síðasta ári. Spurður hvort rétt sé að sveitarfé- lagið reki hjúkrunarheimili segir Ragnar að til bóta væri að reksturinn væri í nærsamfélaginu og að mála- flokkurinn ætti heima hjá sveit- arfélögunum. Húsnæðismál eru fólki ofarlega í huga í Fjarðabyggð líkt og í Múla- þingi og eru frambjóðendurnir sam- mála um að það sé á meðal stærstu kosningamála. Jón Björn segir skipulag í sveitar- félaginu standa vel og skrifað hafi verið undir nýtt aðalskipulag fyrir sveitarfélagið allt í síðustu viku. „Engu að síður eru það ákveðin von- brigði hve fátt er komið af stað,“ seg- ir Jón Björn og útskýrir að þensla sé í atvinnulífinu og framkvæmdir á vegum þess svo iðnaðarmannamark- aðurinn sé umsetinn. Ragnar segir að hann telji að hægt sé að vinna að uppbyggingu hraðar en nú er gert. Ágreiningur um fiskeldi og skólamáltíðir barna - Oddvitar allra framboða í Fjarðabyggð í Dagmálum Morgunblaðið/Stefán Einar Stefánsson Fjarðabyggð Fjögur framboð eru komin fram: Vinstri græn, Framsókn, Fjarðalistinn og Sjálfstæðisflokkurinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.