Morgunblaðið - 12.03.2022, Side 20

Morgunblaðið - 12.03.2022, Side 20
ÚR BÆJARLÍFINU Björn Björnsson Sauðárkróki Þótt veðurguðir hafi leikið all- stóran hluta landsmanna heldur grátt að undanförnu, með mikilli fannkomu og jafnvel stórviðrum, hefur Skagafjörðurinn sloppið mun betur en aðrir landshlutar. Vissulega hefur verið vindasamt og kalt en ekkert sem ástæða er til að fjarg- viðrast yfir enda bæði þorri og góa oft á fyrri tíð bæði illviðrasöm með kulda og fannfergi. - - - Nú nýverið urðu þau ánægjulegu tíðindi í niðurstöðum kosninga, að samþykkt var að allt það landssvæði sem tilheyrir Skagafjarðarsýslu mundi eftirleiðis vera eitt sveitarfé- lag, og mun varla vera algengt að heil sýsla sé eitt sveitarfélag. - - - Að sögn sviðsstjóra stjórn- sýslu og fjármálasviðs sveitarfé- lagsins, Margeirs Friðrikssonar, er nú unnið að breytingum á sam- þykktum beggja aðila svo unnt verði að ganga til sveitarstjórnakosninga í vor og í framhaldi af því að samræma samþykktir nýs sveitarfélags. Mar- geir segir fjárhagsstöðu sveitarfé- lagsins vel viðunandi miðað við að- stæður í þjóðfélaginu. Vissulega væru margir þættir í rekstrinum þungir, og ekki fyrirsjáanlegt að muni verða á breyting á næstunni og má þar nefna fræðslu- og skólamál svo og málefni fatlaðra, en Skaga- fjörður fer með þann málaflokk á öllu Norðvesturlandi, en þar var halli síðasta árs upp á 273 milljónir og hlutur Skagafjarðar rúm 151 milljón. - - - Fyrir sl. áramót keypti sveitar- félagið sorphirðingarstöðina Flokku af Ómari Kjartanssyni stofnanda fyrirtækisins og í vor mun farið í út- boð á sorphirðu alls svæðisins, en nú er unnið að skipulagningu, vegna út- boðsins, og hvernig framkvæmd þessa verður háttað. Sömuleiðis keypti sveitarfélagið húsnæði fyrrum Búnaðar- eða Ar- ionbanka og mun leigja ýmsum fyr- irtækjum og stofnunum aðstöðu í því húsnæði. Sagði Margeir að báðar hæðir hússins væru nánast full- nýttar, en um væri að ræða bæði ný fyrirtæki svo og önnur sem vildu stækka við sig. - - - Á vegum Skagafjarðarveitna er unnið að hönnun nýrrar hitaveitu- lagnar frá Langhúsum í Fljótum, en þar er gert ráð fyrir samtengingu við Hrollleifsdalsvirkjun, en þar hefur verið skipt um dælur í borholu, bæði til að auka öryggi og vatnsmagn. Er lagnaleiðin úr Fljótum talin kosta um 200 milljónir, en fengist hafa frá ríkinu til þessa verks 72 milljónir hvort árið, 2022 og 2́3. - - - Um áramót var tekinn í notkun nýr leikskóli á Hofsósi sem byggður er í tengslum við grunnskólann þar og að öllu frágenginn nema hluti lóð- ar, sem bíða mun vors. Þá er unnið að stækkun leikskólans Ársala sem nemur tveim deildum, en um er að ræða einingahús sem tengt er fyrri byggingum. Einnig er í hönn- unarferli nýr leikskóli í Varmahlíð sem verður innan veggja endurhann- aðrar byggingar grunnskólans. Það kom fram hjá Margeiri að nú eru yfirstandandi miklar bygg- ingarframkvæmdir, 68 íbúðir eru í smíðum á mismunandi bygging- arstigi, 47 á Sauðárkróki, 4 í Varmahlíð og 17 utan þéttbýlis. Þá eru að hefjast framkvæmdir við síð- ari áfanga viðbyggingar sundlaug- arinnar, og er það fyrirtækið Uppsteypa ehf. sem annast það verk. - - - Sigurður Hauksson er fram- kvæmdastjóri skíðasvæðis ung- mennafélagsins í Tindastóli, ungur maður og athafnasamur og hikar ekki við að fullyrða að Tindastóls- svæðið sé eitt besta skíðasvæði landsins um þessar mundir. „Við náðum að opna fyrstir í vetur, í nóvember, og þá þegar var mikil og góð aðsókn, bæði æfinga- og skólahópar og gestir fyrir hátíðir voru um 3.000, í fyrra var ekki opnað fyrr en í janúar enda voru komur í fjallið þá ekki nema 12.700.“ Sigurður segir að janúar og febrúar í ár hafi verið úrtakasamir vegna endalausra óveðursviðvarana, en þó séu gestir alls orðnir um 7.000, en nú sé farið að birta og ekki svo langt í páska og þess vegna bjart fram undan. - - - Um þessar mundir er verið að taka í notkun nýjan skíðaskála sem hýst getur 60 gesti, sem Sigurður segir vera fyrsta skrefið í að gera Tindastólinn að úrvalsskíðamiðstöð, en í skálanum er rúmgóður matsal- ur, fundarherbergi og fullbúið sjúkraherbergi. Í framhaldinu vill Sigurður sjá heita potta og gufuböð til þess að að- staðan verði verulega góð. Fyrir um tveimur árum var efri lyftan tekin í notkun og flytur hún skíðamenn í 940 m hæð en þaðan er lengsta troðna brekka landsins, um þrír kílómetrar, og segir Sigurður að allir ættu að finna svæði við getu og hæfi, hér sé eina löglega risa- stórsvigsbraut landsins, 12 km löng troðin göngubraut með mikið og fal- legt landslag, þá njóti Lambárbotnar vaxandi vinsælda meðal fjalla- og ut- anbrautarskíðamanna. Um aðra helgi segir Sigurður stefnt að stórum viðburði, en þá verða kvöldskíði, þar sem tónlist og skemmtiatriði verða í öllum brekk- um, og þá kemur líka Annika Mala- cinski beint úr heimsbikarkeppni í norrænni tvíkeppni og verður með námskeið fyrir skíðagöngufólk. - - - Svo sem sjá má er mannlíf frekar gott í Skagafirði, þrátt fyrir að veiran herji enn og mörgum virð- ist lítt friðvænlegt um heimsbyggð- ina lengist enn þá dagur og sól hækkar á lofti, og einhvern tíma hljóta allir slæmir hlutir að taka enda. Ljósmynd/Sigurður Hauksson Skíðasvæði Tindastóls Um 7.000 manns hafa rennt sér á skíðasvæðinu í vetur þrátt fyrir rysjótt veður. Eitt besta skíðasvæði á Íslandi 20 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. MARS 2022 Skipulags- og samgönguráð Reykjavíkur hefur samþykkt að lækka hámarkshraða á Bústaða- vegi, frá Kapellutorgi gegnt Veð- urstofunni að Snorrabraut, úr 60 í 50 km á klst. Lækkun hámarkshraða á þessum vegakafla er að tillögu Vegagerð- arinnar, en samkvæmt umferð- arlögum skal hámarkshraði á þjóð- vegum í þéttbýli ákveðinn af Vegagerðinni, að fengnu samþykki viðkomandi sveitarstjórnar og lögreglu. Helstu rök Vegagerðarinnar eru þau að frá Kapellutorgi að Snorra- braut liggi Bústaðavegur um íbúða- svæði og íþróttasvæði á Hlíð- arenda. Vestan Bústaðavegar séu göngu- og hjólastígar og útivist- arsvæði við Öskjuhlíð. „Töluverð umferð óvarinna veg- farenda er í grennd við við veginn, sér í lagi barna við íþróttasvæði á Hlíðarenda. Við Litluhlíð er ein þverun í plani fyrir óvarða vegfar- endur, á ljósum yfir Bústaðaveg,“ segir meðal annars í greinargerð Vegagerðarinnar. Það teljist því nauðsynleg umferðarörygg- isráðstöfun að lækka hámarkshraða á þesum kafla úr 60 km/klst. í 50 km/klst. sisi@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Hraðalækkun Kaflinn sem um ræðir liggur frá Veðurstofu að Snorrabraut. Lækka hámarks- hraða á Bústaðavegi Ráðstefna CLT sem byggingarefni og frágangur Strúktúr í samstarfi við Binderholz verður með ráðstefnu 24. mars frá kl. 14.00-15.30 í tengslum við Verk og Vit Frummælendur verða. Alessandro Muhllechner Sölustjóri Binderholz Framleiðsla, CLT, límtré og fl Gunnar Kristjánsson Bygginga- og brunaverkfræðingur Brunahönnun ehf Brunahönnun CLT og límtré Jón Þór Jónsson Byggingafræðingur Project Manager Selhóll ehf Af hverju að byggja úr CLT Ingólfur Á Sigþórsson Framkvæmdastjóri Strúktúr ehf Hvernig Strúktúr ráðleggur að byggja úr CLT Sjá nánar og skráningu á struktur.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.