Morgunblaðið - 12.03.2022, Síða 40

Morgunblaðið - 12.03.2022, Síða 40
ÞJÓÐARLEIKVANGUR Víðir Sigurðsson vs@mbl.is „Tíminn er dýrmætur og miðað við hvernig staðan er í dag hjá ríkinu og Reykjavíkurborg varðandi bygg- ingu nýs þjóðarleikvangs teljum við að tími sé kominn til að reyna að leysa það mál á annan hátt. Við sjáum fyrir okkur að það væri hægt að reisa þjóðarleikvang í Kópavogi á næstu fimm ár- um og fjármagna hann á annan hátt en rætt hef- ur verið um til þessa,“ segir Gunnar Gylfa- son, fyrrverandi starfsmaður KSÍ til 20 ára og nú- verandi vett- vangsstjóri hjá UEFA, Knatt- spyrnusambandi Evrópu, í Meist- ara- og Evrópudeildunum. Gunnar fer fyrir verkefnishópi sem settur hefur verið á laggirnar til þess að þróa hugmyndir um að reisa nýjan þjóðarleikvang fyrir knatt- spyrnu á félagssvæði Breiðabliks í Kópavogi, og fjármagna hann með svokallaðri grænni innviðafjárfest- ingu þar sem fasteignafélag kæmi að fjármögnun og rekstri, með að- komu lífeyrissjóða. Völlurinn á að vera „umhverfisvænasti þjóð- arleikvangur veraldar“ eins og Gunnar orðaði það við Morgunblaðið þar sem sjálfbærni og endurnýting eru í forgrunni. Lausn fyrir aðrar íþróttir? „Það sjá allir þá kyrrstöðu sem er í gangi í þessum málum sem eru orðin að störukeppni milli ríkis og borgar. Flækjustigið er að það þarf ekki bara að byggja fótboltavöll. Það þarf líka að byggja þjóð- arleikvang fyrir handbolta og körfu- bolta, sem kostar sitt, og þjóð- arleikvang fyrir frjálsíþróttir, sem kostar sitt. Þessi mál eru öll í einum hnút. Hingað til hefur verið talað um að það séu bara tveir aðilar sem geti fjármagnað dæmið, ríkið og Reykja- víkurborg. Það er hins vegar ekkert lögmál að landsleikir fari fram í höfuðborgum og það væri gott fyrir alla aðila ef fót- boltaleikvangi væri kippt út fyrir sviga og hann fjármagnaður á annan hátt á öðrum stað. Þá yrði auðveld- ara fyrir borgina að koma að mann- virkjum fyrir aðrar íþróttir og ríki og borg gætu þá kannski komist að samkomulagi um þær framkvæmdir. Þessi nálgun sýnir að það eru aðrir möguleikar fyrir hendi, t.d. með þessari grænu hugsun þar sem sjálf- bærni væri í fyrirrúmi í hönnun vall- arins. Lífeyrissjóðirnir sitja á fullt af peningum sem þeir þurfa að ávaxta. Þá bráðvantar góðar fjárfesting- arleiðir. Fyrir þá er kjörið að koma að langtíma grænni innviðafjárfest- ingu á hagstæðum vöxtum, sem þá væri hægt að nota í að fjármagna svona verkefni. Fjárfestingafélag sem tæki þetta verkefni að sér tæki lán hjá lífeyr- issjóðnum til 25-40 ára. Við höfum viðrað þessar hugmyndir við reynda aðila í þessum geira og þeir eru spenntir fyrir því að taka þátt í verk- efninu. Við þekkjum til þannig rekstrarfyrirkomulags, eins og t.d. hjá Egilshöllinni,“ sagði Gunnar þeg- ar Morgunblaðið ræddi við hann um stöðu mála. Verkefnishópurinn tilbúinn Með honum í verkefnishópnum eru Hákon Gunnarsson, sérfræð- ingur í klasastjórnun og einn reynslumesti stefnumótunarsér- fræðingur landsins, Albert Jónsson, fyrrverandi forstöðumaður eign- astýringar Lífeyrissjóðs starfs- manna ríkisins, sem hefur skrifað greinar um innviðafjárfestingar, m.a. í Morgunblaðið á síðasta ári, og Björn Jónsson, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Kópavogs. Hákon og Björn léku knattspyrnu og handknattleik um árabil með Breiðabliki og Agla María, dóttir Al- berts og landsliðskona, lék með Breiðabliki til skamms tíma. Albert lék sjálfur með Fram og er varafor- maður félagsins í dag þar sem hann hefur m.a. komið að framkvæmdum í Úlfarsárdal. Formúlan er til hjá UEFA „Þetta hefur verið gert áður í mörgum löndum og formúlan er til hjá UEFA. Við þurfum ekki að finna upp hjólið. Það hafa verið byggðir fjölmargir leikvangar víðs vegar um Evrópu og það er auðvelt að leita í þann grunn. Nú þarf að finna út hvað þeir að- ilar sem kæmu að verkefninu þurfa að fá út úr því. Hvað þarf KSÍ, hvað þarf Breiðablik og hvað þarf Kópa- vogsbær? Við höfum þegar fengið jákvæð viðbrögð frá KSÍ, Vanda formaður hefur sagt að hún hafi þegar rætt við aðra aðila en Reykjavíkurborg og ég vænti þess að þar eigi hún við okkur. Við höfum kynnt hugmyndirnar fyrir forráðamönnum Breiðabliks en þurf- um í framhaldi af því að ræða við Kópavogsbæ, sem hefur skipulags- valdið í höndum sér og á landið sem um ræðir. En það hlýtur að vera mik- Grænn þjóð- arleikvangur í Kópavogi? Þjóðarleikvangur Stade de Luxembourg er hinn nýi þjóðarleikvangur Lúxemborgar sem var tekinn í notkun á síðasta ári og rúmar 9.400 áhorfendur. Verkefnishópurinn hefur talsvert horft til hans sem fyrirmyndar að mögulegum þjóðarleikvangi í Kópavogsdal. - Verkefnishópur stefnir að byggingu nýs leikvangs á næstu fimm árum Gunnar Gylfason 40 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. MARS 2022 Lengjubikar karla A-deild, 1. riðill: Víkingur R. – ÍBV .................................... 2:0 Staðan: Víkingur R. 5 5 0 0 15:2 15 Valur 5 3 1 1 12:4 10 ÍBV 5 3 1 1 14:7 10 HK 4 1 0 3 6:7 3 Grótta 4 0 1 3 5:14 1 Þróttur V. 5 0 1 4 2:20 1 A-deild, 2. riðill: Fjölnir – Þór ............................................. 1:2 Staðan: Stjarnan 4 3 1 0 13:3 10 ÍA 4 3 0 1 11:5 9 Breiðablik 4 3 0 1 10:8 9 Þór 5 1 2 2 8:10 5 KV 4 1 1 2 4:12 4 Fjölnir 5 0 0 5 5:13 0 A-deild, 3. riðill: KR – Kórdrengir ...................................... 3:0 Vestri – Keflavík....................................... 1:2 Staðan: KR 5 4 1 0 20:5 13 Leiknir R. 5 3 1 1 17:11 10 Keflavík 5 2 1 2 10:7 7 Kórdrengir 5 2 1 2 8:8 7 Vestri 4 0 1 3 4:13 1 Afturelding 4 0 1 3 1:16 1 Lengjubikar kvenna A-deild, 2. riðill: Fylkir – Afturelding................................. 0:4 Staðan: Valur 3 3 0 0 14:0 9 Afturelding 4 2 1 1 6:5 7 Þór/KA 3 2 0 1 6:3 6 Keflavík 4 1 1 2 5:7 4 Þróttur R. 4 1 0 3 4:10 3 Fylkir 4 1 0 3 2:12 3 Þýskaland Köln – Wolfsburg..................................... 1:5 - Sveindís Jane Jónsdóttir lék fyrri hálf- leikinn með Wolfsburg og skoraði 2 mörk. Staða efstu liða: Wolfsburg 15 12 2 1 45:11 38 Bayern München 15 12 1 2 54:8 37 Hoffenheim 15 9 4 2 40:20 31 Frankfurt 15 10 1 4 33:17 31 Turbine Potsdam 15 9 3 3 41:21 30 Belgía OH Leuven – Royal Union SG................ 1:4 - Rúnar Alex Rúnarsson varði mark Leu- ven. Holland B-deild: Dordrecht – Jong Ajax ........................... 3:3 - Kristian Nökkvi Hlynsson lék allan leik- inn með Ajax, skoraði og lagði upp. Danmörk Nordsjælland – SönderjyskE................. 1:1 - Kristófer Ingi Kristinsson lék fyrstu 70 mínúturnar með SönderjyskE og Atli Barkarson var ónotaður varamaður. B-deild: Lyngby – Nyköbing................................. 1:2 - Sævar Atli Magnússon lék allan leikinn með Lyngby. Frederik Schram var ekki í hópnum. Freyr Alexandersson þjálfar liðið. England B-deild: WBA – Huddersfield................................ 2:2 Staða efstu liða: Fulham 35 23 7 5 89:30 76 Huddersfield 37 17 12 8 51:38 63 Bournemouth 33 18 8 7 53:30 62 Blackburn 36 16 10 10 46:36 58 Sheffield Utd 35 16 9 10 49:36 57 Luton 35 16 9 10 48:39 57 QPR 35 16 8 11 50:41 56 50$99(/:+0$ Grill 66-deild kvenna Grótta – HK U ...................................... 24:27 Staðan: FH 17 12 3 2 456:376 27 ÍR 15 12 1 2 404:322 25 Selfoss 14 11 2 1 412:342 24 Grótta 15 8 1 6 383:348 17 Víkingur 16 8 0 8 394:413 16 HK U 15 6 1 8 390:399 13 Fram U 15 6 1 8 406:426 13 Stjarnan U 15 5 0 10 403:457 10 Valur U 14 4 1 9 353:412 9 ÍBV U 12 3 1 8 280:288 7 Fjölnir/Fylkir 16 1 1 14 339:437 3 Þýskaland B-deild: Gummersbach – Emsdetten............... 32:29 - Elliði Snær Viðarsson skoraði 2 mörk fyrir Gummersbach en Hákon Daði Styrm- isson er frá vegna meiðsla. Guðjón Valur Sigurðsson þjálfar liðið. - Örn Vésteinsson skoraði 2 mörk fyrir Emsdetten en Anton Rúnarsson komst ekki á blað. Frakkland Limoges – Aix ...................................... 27:33 - Kristján Örn Kristjánsson skoraði 7 mörk fyrir Aix. B-deild: Nice – Villeurbanne ............................ 34:26 - Grétar Ari Guðjónsson varði 15 skot í marki Nice. .$0-!)49, Keflavík hafði betur gegn KR, 110:106, eftir framlengdan spennu- leik í Subway-deild karla í körfu- bolta í Keflavík í gærkvöldi. KR var með 106:105 forskot þegar skammt var eftir af framlengingunni en Keflvíkingar voru sterkari í blálok- in og tryggðu sér sterkan sigur. Keflavík virtist ætla að stinga KR-inga af í upphafi og náðu heimamenn mest ellefu stiga for- skoti. KR-ingar neituðu hins vegar að gefast upp og úr varð æsipenn- andi leikur í seinni hálfleik, þar sem liðin skiptust á að vera með foryst- una. Að lokum var Keflavík með forskotið þegar lokaflautan gall. Eftir þrjú töp í röð í byrjun árs hefur Keflavík nú unnið þrjá leiki af síðustu fjórum. Keflvíkingar virðast vera að finna taktinn á nýjan leik eftir sterka byrjun á leiktíðinni. KR- ingar eru hins vegar í slæmum mál- um og óvíst hvort stórveldið úr Vest- urbænum komist í úrslitakeppnina. Litháinn Darius Tarvydas skoraði 27 stig fyrir Keflavík og tók 9 frá- köst. Hann var sérlega drjúgur á lokakaflanum. Dominykas Milka skoraði 24 stig og tók 13 fráköst. Hjá KR var hinn tvítugi Þorvald- ur Orri Árnason stigahæstur með 23 stig. Reynsluboltinn Brynjar Þór Björnsson gerði 21 stig. Breiðablik jafnaði KR að stigum með 116:109-útisigri á föllnum Þórs- urum frá Akureyri. Var aðeins um annan útisigur Breiðabliks á leiktíð- inni að ræða en liðið hefur verið sterkt á heimavelli sínum í Kópa- vogi. Liðið er ekki eins sterkt á úti- velli og áttu Blikar í meiri erf- iðleikum með Þórsliðið en flest önnur lið um þessar mundir. Eve- rage Richardson og Samuel Prescott gerðu 21 stig hvor fyrir Breiðablik. Ragnar Ágústsson skoraði 24 fyrir Þór. Keflvík fagnaði eftir mikla spennu Ljósmynd/Þórir Tryggvason Akureyri Hilmar Pétursson úr Breiðabliki sækir að körfu Þórs. _ Joel Matip, kamerúnski miðvörð- urinn hjá Liverpool, var í gær útnefndur besti leikmaður ensku úrvalsdeild- arinnar í knattspyrnu í febrúarmánuði. Liverpool fékk á sig eitt mark í fjórum sigurleikjum í deildinni í febrúar og Ma- tip lék þá alla frá upphafi til enda og skoraði eitt glæsilegt mark. Þá var Eddie Howe hjá Newcastle út- nefndur knattspyrnustjóri febr- úarmánaðar í deildinni. Newcastle hef- ur átt góðu gengi að fagna undir stjórn Howe undanfarnar í vikur og í febrúar fékk liðið tíu stig af tólf mögu- legum í úrvals- deildinni. _ Sara Björk Gunnarsdóttir landsliðsfyrirliði í knattspyrnu gæti í dag leikið sinn fyrsta leik í rúmlega eitt ár. Sara er í 18 manna hópi franska stórliðsins Lyon fyrir leik þess gegn St. Étienne á útivelli í frönsku 1. deildinni í dag. Hún hóf æfingar á ný í janúar eftir að hafa eignast soninn Ragnar Frank Árnason 16. nóvember. Síðasti leikur Söru fyrir barneignafríið var með Lyon gegn Bröndby í Kaupmannahöfn í 16-liða úr- slitum Meistaradeildar Evrópu 10. mars 2021. Með þessu aukast líkurnar á að Sara verði í næsta landsliðshópi Íslands fyrir leikina gegn Hvíta- Rússlandi og Tékklandi í undankeppni HM en þeir fara fram 7. og 12. apríl. _ Serbneski tennisleikarinn Novak Djokovic verður ekki með á tveimur tennismótum í Bandaríkjunum, þar sem hann var skráður til leiks, þar sem hann fær ekki inngöngu í landið. Allir erlendir ríkisborgarar sem koma til Bandaríkjanna þurfa að sýna fram á að þeir séu bólusettir fyrir kórónuveirunni en það er Djokovic ekki. Honum var vísað út úr Ástralíu fyrr í vetur eins og frægt varð á þeim tíma. _ Knattspyrnumaðurinn Kolbeinn Birgir Finnsson hefur framlengt samn- ing sinn við þýska stórliðið Borussia Dort- mund um eitt ár, eða til sum- arsins 2023. Kolbeinn, sem er 22 ára gam- all, er að ljúka sínu þriðja tímabili með Dortmund og hefur til þessa aðeins spilað með U23 ára liði félagsins í þýsku C-deildinni. Hann er frá keppni um þessar mundir eftir að hafa geng- ist undir aðgerð á liðþófa í hné og hef- ur ekki spilað síðustu sjö leiki liðsins. Kolbeinn hefur spilað tvo A-landsleiki og 18 leiki með 21-árs landsliði Ís- lands. Eitt ogannað

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.