Morgunblaðið - 12.03.2022, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.03.2022, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. MARS 2022 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Gísli Freyr Valdórsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Winkel Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. EL PLANTIO GOLF RESORT ÚRVAL ÚTSÝN HLÍÐASMÁRI 19, 201 KÓPAVOGUR SÍMI 585-4000 GOLF@UU.IS ÆFÐU SVEIFLUNA Í SÓL Komdu með til Alicante, hitaðu upp fyrir sumarið á Spáni. Í þessum ferðum til El Plantio Golf Resort getur þú ráðið lengdinni á þinni ferð. DÆMI UM DAGSETNINGAR Í BOÐI: 17. - 24. MARS 24. – 31. MARS 31. MARS - 07. APRÍL 07. - 13. APRÍL 19. - 25. APRÍL 20. - 25. APRÍL 20. - 28. APRÍL 24. APRÍL - 03 MAÍ 28. APRÍL - 03. MAÍ 03. - 10. MAÍ 10. - 17. MAÍ 17. - 24. MAÍ INNIFALIÐ Í VERÐI: ÓTAKMARKAÐ GOLF INNRITUÐ TASKA 20 KG OG HANDFARANGUR GOLFBÍLL INNIFALINN FLUTNINGUR Á GOLFSETTI VAL UM MORGUNVERÐ EÐA HÁLFT FÆÐI ÍSLENSK FARARSTJÓRN AKSTUR TIL OG FRÁ FLUGVELLI BÓKAÐU GOLF Í VOR - FJÖLDI BROTTFARA ÞÚ VELUR LENGDINA Á ÞINNI FERÐ Á EL PLANTIO VERÐDÆMI FRÁ 174.500 KR. Á MANN M.V. 2 FULLORÐNA Í 5 DAGA FERÐ ÖRFÁ SÆTILAUS Í MARSMÁNUÐI ÖRFÁSÆTI LAUS ÖRFÁSÆTI LAUS ÖRFÁSÆTI LAUS Eftir kaldan febrúar bregður svo við að fyrstu 10 dagar marsmán- aðar hafa verið fremur hlýir. Þetta kemur fram á Hungurdiskum, bloggsíðu Trausta Jóns- sonar veðurfræð- ings á Mogga- blogginu. Meðalhiti fyrstu 10 daga mars í Reykjavík er +1,5 stig, +1,2 stigum ofan meðallags ár- anna 1991 til 2020, og +0,8 stigum ofan með- allags sömu daga síðustu tíu árin. Dagarnir tíu eru í 8. hlýjasta sæti (af 22) á þessari öld. Hlýjastir voru dagarnir tíu árið 2004, meðalhiti þá +6,3 stig, en kaldastir voru þeir 2009, meðalhiti -2,1 stig. Á langa listanum er hiti nú í 45. hlýjasta sæti (af 150). Á því tímabili var hlýj- ast 2004, en kaldast 1919, meðalhiti var þá -9,9 stig. Á Akureyri er meðalhiti fyrstu tíu daga marsmánaðar +2,4 stig, +3,4 stigum ofan meðallags 1991 til 2020, og einnig +3,4 stigum ofan meðallags síðustu tíu ára. Að tiltölu hefur verið hlýjast á Austurlandi að Glettingi og Aust- fjörðum. Þetta er næsthlýjasta marsbyrjun aldarinnar á þeim slóð- um, en kaldast hefur verið við Faxaflóa, á Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra og á Suður- landi. Á þessum slóðum eru dag- arnir þeir sjöttu hlýjustu á öldinni. Hiti er ofan meðallags síðustu tíu ára á öllum veðurstöðvum, mest við Mývatn, þar sem hitavikið er +4,2 stig. Að tiltölu hefur verið kaldast á Skagatá, þar er hitavikið +0,4 stig, segir Trausti. Mikið rignt í byrjun mánaðar Úrkoma hefur mælst 95,3 milli- metrar í Reykjavík það sem af er mánuði, er það meira er þreföld meðalúrkoma sömu daga. Er þetta mesta úrkoma á öldinni þessa daga og hefur aðeins einu sinni mælst meiri sömu almanaksdaga. Það var 1931 (101,3 mm). Á Akureyri hefur úrkoma hins vegar aðeins mælst 4,3 millimetrar en er þó ekki met. Sólskinsstundir hafa mælst 24,5 í Reykjavík í marsbyrjun og er það lítillega undir meðallagi. Á Akur- eyri hafa sólskinsstundirnar mælst 21,3. sisi@mbl.is Hlýr mars tók við af ísköldum febrúar - Mesta úrkoma á öldinni í Reykjavík Trausti Jónsson María Margrét Jóhannsdóttir mariamargret@mbl.is Hreinsunarstarf á Suðureyri hefur gengið vel að sögn Þorleifs Sigur- vinssonar hafnarstjóra en um níu þúsund lítrar af olíu láku úr tanki við kyndistöð Orkubús Vestfjarða fyrir viku. „Það er búið að ganga mjög vel síðustu daga. Nú er verið að klára að háþrýstiþvo alla fjöruna með að- stoð slökkviliðsbíls. Svo verður sú vinna endurtekin um næstu helgi þegar hagstæðari straumar verða en það fellur ekki nógu mikið af þeg- ar það kemur flóð þannig að það nær ekki að hreinsa sig sjálft. Svo verður þetta bara vaktað,“ segir Þorleifur. Farið yfir verkferla Elías Jónatansson, orkubústjóri Orkubús Vestfjarða, segir að farið verði í ítarlegt áhættumat og yfir alla verkferla í kjölfar lekans. „Um leið og við uppgötvuðum lek- ann lögðum við allt kapp á að bregð- ast hratt við, kalla til viðbragðsaðil- um og koma í veg fyrir frekara tjón. Fyrstu vísbendingar benda til þess að jarðvegsmengun sé mjög lítil. Við höfum nú þegar fjarlægt þann jarð- veg sem talinn er hafa mengast og verður hann meðhöndlaður eins og lög gera ráð fyrir. Versta mengunin var í þessari tjörn og það sem fór í sjóinn. Þá höfum við sett af stað áhættumat þar sem farið verður yfir alla verkferla. Eins höfum við kallað eftir gögnum um alla olíugeyma orkubúsins á Vestfjörðum. Okkar menn hafa verið á fullu í hreins- unarstörfum en síðan munum við fara í rótargreiningu á þessu atviki til þess að kanna hvað það er sem við getum gert betur,“ segir Elías. Talið er að um 200 fuglar hafi lent í olíunni, helst æðarfuglar, bæði blikar og kollur. Hluti þeirra drapst en hluti var tekinn í fóstur af heima- mönnum. Dýralæknir var væntan- legur á svæðið í gær til þess að meta ástand fuglanna. Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson Spúlað Guðmundur Geir Einarsson, starfsmaður hjá Orkubúi Vestfjarða, háþrýstiþvær ströndina. Hreinsunarstarf hefur gengið vel eftir olíuleka - Ströndin við Suðureyri hreinsuð með háþrýstidælum Gunnhildur Sif Oddsdóttir gunnhildursif@mbl.is „Við erum með öll spjót úti og tökum við öllum ábendingum sem berast fegins hendi,“ segir Gylfi Þór Þor- steinsson, aðgerðastjóri teymis um móttöku flóttafólks frá Úkraínu. Opnað hefur verið fyrir vefgátt á island.is þar sem fólk getur boðið fram hús- næði og sett inn upplýsingar um þær eignir sem hægt er að nýta í verkefnið. „Það hefur gengið nokkuð vel. Hátt í 300 ábendingar hafa borist,“ segir Gylfi en bætir við að síðan eigi eftir að fara yfir ábend- ingarnar og meta hvaða húsnæði geti nýst. Gylfi segir ábendingarnar sem hafa borist vera allt frá herbergjum upp í íbúðir, einbýlishús og sum- arbústaði. Þá hafa stéttarfélög boðið fram orlofshús sín. „Við verðum að halda áfram að hvetja fólk til að setja inn eignir sem hægt væri að nota bæði til skemmri og lengri tíma. Sérstaklega ef von er á fjölskyldum, sem er mjög líklegt,“ segir Gylfi. Aðspurður segir Gylfi ekkert frá- gengið varðandi það að taka á leigu hótel fyrir flóttafólk frá Úkraínu. Vita ekki hve margir koma Gylfi segir verkefnið ganga ágæt- lega. Vandamálið sé helst það að ekki er vitað hversu margir eru að koma og ómögulegt sé að segja til um það, fólk bara kemur og ekkert tilkynningarferli fer í gang áður. „Við vinnum út frá þessu fyrsta plani, 1.500-2.000 flóttamenn, en hvort það verði mikið færri eða mikið fleiri vitum við ekki enn þá,“ bætir hann við. Samkvæmt stöðuskýrslu landa- mærasviðs ríkislögreglustjóra hafa 143 einstaklingar með úkraínskt rík- isfang sótt um vernd á Íslandi frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst 24. febrúar. Hópurinn skiptist þannig að konur eru 77 talsins, börn 38 og karlar 28. Tveir þriðju hlutar þessa hóps hafa fengið húsaskjól hjá vinum og ætt- ingjum. Liggur á að fá húsnæði Að sögn Gylfa byrja flóttamenn alltaf á því að nýta sér Útlendinga- stofnun og eru þeir alltaf þar til að byrja með og geta hugsanlega verið þar í allt að tvær vikur áður en kerfið tekur við þeim. „En það er einmitt sú vinna sem við erum í, að stytta það ferli til mik- illa muna, og þess vegna liggur okk- ur svo á því að fá þessi húsnæði,“ segir Gylfi. Hann segir að verkefnið sé stórt og ef eitthvað er, stækkar það með hverri mínútunni. Leita húsnæðis fyrir flóttafólk - Hátt í 300 ábendingar hafa borist AFP/Odd Andersen Börn á flótta Fjöldi Úkraínumanna hefur þurft að yfirgefa heimili sín. Gylfi Þór Þorsteinsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.