Morgunblaðið - 12.03.2022, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. MARS 2022
Þegar efnahagskreppan reið
yfir heiminn árið 2008 og ís-
lensku bankarnir hrundu með
braki og brestum sá Samfylk-
ingin sér leik á borði og reyndi
að nýta áfallið til að þröngva
þjóðinni inn í Evr-
ópusambandið.
Flokknum tókst að
draga VG með sér
í þá ömurlegu veg-
ferð og fóru báðir
illa út úr því í
næstu kosningum.
Samfylkingin sér-
staklega situr enn
uppi með afleiðingar þessa, hefur
ekki borið sitt barr síðan.
- - -
Nú virðist systurflokkurinn
ætla að nýta annað áfall,
innrásina í Úkraínu, til að hræða
þjóðina inn í Evrópusambandið.
- - -
Formaður Viðreisnar heldur
hástemmdar ræður á Alþingi
þessa dagana um nauðsyn auk-
inna varna, en lætur ekki þar við
sitja og reynir eftir undarlegum
krókaleiðum að halda því einnig
fram að vegna innrásarinnar
verði Ísland að endurskoða af-
stöðu sína til ESB og sækjast eft-
ir aðild!
- - -
Málstaður Evrópusambands-
sinna er slæmur og hefur
ekki fengið mikinn stuðning hér
á landi eins og sést meðal annars
á fylgisleysi systurflokkanna.
Þess vegna er reynt að beita
þessum aðferðum, nýta stór áföll
til að reyna að sannfæra almenn-
ing um að með aðild að ESB væri
Ísland í betra skjóli.
- - -
Þetta er ömurlegur málflutn-
ingur og flokkunum tveimur
til lítils sóma. Lýðskrum er aldrei
til þess fallið að bæta mál-
efnalega umræðu en á stríðs-
tímum er það sérstaklega óvið-
eigandi.
Þorgerður Katrín
Gunnarsdóttir
Nú á að nýta áfallið
STAKSTEINAR
Landsréttur hef-
ur staðfest dóm
Héraðsdóms
Reykjavíkur um
að Seðlabankinn
greiði Þorsteini
Má Baldvinssyni
forstjóra Sam-
herja skaða- og
miskabætur fyrir
að hafa sætt ólög-
mætri meingerð
sem fólst í því að Seðlabankinn lagði
stjórnvaldssekt á Þorstein.
Voru Þorsteini dæmdar 2.480.000
krónur í skaðabætur vegna útlagðs
lögfræðikostnaðar og 200 þúsund
krónur í miskabætur. Að auki var
Seðlabankinn dæmdur til að greiða
Þorsteini 3 milljónir króna í máls-
kostnað í héraði og fyrir Landsrétti.
Seðlabankinn lagði 1,3 milljóna
króna stjórnvaldssekt á Þorstein í
september 2016 vegna meintra
brota gegn reglum um gjaldeyris-
mál. Héraðsdómur og Landsréttur
komust hins vegar að þeirri niður-
stöðu, að afgreiðsla og málsmeðferð
bankans hefðu ekki verið í samræmi
við lög.
Bætur til
Þorsteins
staðfestar
Þorsteinn Már
Baldvinsson
- Sætti ólögmætri
meingerð
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Umhverfis- og framkvæmdasviði
Vestmannaeyja hefur verið falið að
skrifa minnisblað um hvernig standa
skuli að því að útbúa lóðir í svokallaðri
FES-brekku á Nýja hrauni. Þar er
skilgreint þróunarsvæði í aðal-
skipulagi sem tilheyrir miðbænum.
Hugmyndir eru um að efna til íbúa-
kosningar um þetta mál.
Skortur er á fjölbreyttum lóðum í
Vestmannaeyjum og þörf fyrir ný
byggingasvæði. Það á meðal annars
við um miðbæinn en þar er ásókn í
lóðir. Þróunarsvæðið sem nú er verið
að hugsa um að taka undir nýbygg-
ingar liggur austan við miðbæ, á mót-
um Kirkjuvegar og Skansvegar. Þar
var byggð fyrir gos, aðallega íbúða-
byggð en einnig gamla rafstöðin og
Heimatorg.
Fulltrúar meirihlutans í umhverfis-
og skipulagsráði lögðu til þegar málið
var til umfjöllunar í ráðinu að starfs-
fólk umhverfis- og skipulagssviðs
myndi safna gögnum um málið og
skrifa minnisblað um næstu skref.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins féllust
á að það yrði gert. Þeir lögðu jafn-
framt til að tillaga um að grafa inn í
hraunið verði sett í íbúakosningu og
tóku fulltrúar meirihlutans undir þá
hugmynd.
Ólafur Þór Snorrason, fram-
kvæmdastjóri umhverfis- og fram-
kvæmdasviðs, sagði að málið væri
ekki komið lengra en þetta. Hann vildi
ekki fullyrða hvers konar lóðir þarna
yrðu en unnið yrði út frá landnotk-
unarskilmálum í aðalskipulagi sem
gerðu ráð fyrir miðbæjarbyggð. Það
fæli í sér verslun, þjónustu og íbúðir.
Ný hraun eru friðuð en umrætt
svæði er raskað að hluta og áform um
uppbyggingu komu fram í að-
alskipulagi sem var staðfest áður en
friðunarákvæðin tóku gildi. Ekki er
vitað hvort gera þarf umhverfismat
fyrir framkvæmdina.
Í umfjöllun á fundi ráðsins kom
fram að möguleikar til landmótunar
eru opnir en í þeim getur falist að
landið verði stallað á einhvern hátt og
að eitthvað af efninu nýtt þar. Jafn-
framt að áður en uppbygging hefjist
þurfi að gera deiliskipulag fyrir allt
svæðið og samhliða því unninn
rammahluti aðalskipulags fyrir þenn-
an reit þar sem fram komi áform um
uppbyggingu.
Miðbærinn stækkaður út í hraun
- Hugað að uppbyggingu á svæði í Vestmannaeyjum sem fór undir hraun 1973
Skansvegur
K
irkjuvegur
Miðbærinn stækkaður
út í Nýja hraun
Vestmannaeyjabær
Grunnkort/Loftmyndir ehf.
Sama svæði fyrir
gosið árið 1973
Örn sækist eftir 4.
eða 5. sæti í prófkjöri
Sjálfstæðisflokksins
í Reykjavík
Örn Þórðarson
Borgarfulltrúi og fyrrverandi sveitarstjóri
Agi og festa í rekstri og stjórnun
Örn þekkir vel til allra viðfangsefna
borgarstjórnar og hefur reynslu og
kjark til að breyta því sem breyta þarf.
Framlagning kjörskráa
Kjörskrár vegna kosningar um sameiningu
sveitarfélaganna Helgafellssveitar og
Stykkishólmsbæjar, sem haldnar verða
laugardaginn 26. mars 2022, skulu lagðar fram
eigi síðar en 16. mars 2022.
Kjörskrár skal leggja fram á skrifstofu
sveitarstjórna eða á öðrum hentugum stað
sem sveitarstjórn ákveður.
Þeim sem vilja koma að athugasemdum
er bent á að senda þær hlutaðeigandi
sveitarstjórn.
Dómsmálaráðuneytinu,
12. mars 2022.
Stjórnarráð Íslands
Dómsmálaráðuneytið
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/