Morgunblaðið - 12.03.2022, Blaðsíða 45
MENNING 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. MARS 2022
Ragnheiður Birgisdóttir
ragnheidurb@mbl.is
Hugmyndin að barnasýningunni
Manndýr, sem frumsýnd verður í
Tjarnarbíói á morgun, 13. mars,
varð til þegar sviðslistakonan Aude
Busson las franska barnabók sem á
íslensku nefnist Barnið og er eftir
Colas Gutman og Delphine Perret.
„Bókin er um lítinn strák sem fer í
sveit með mömmu sinni og finnst allt
ömurlegt. Það endar á að hann týn-
ist og hittir kind sem spyr hann hvað
hann sé. Og hann segist heita Leon-
ard. Þá svarar kindin: „En til hvers
ert þú?“ og þá fer barnið bara í al-
gjöra tilvistarkreppu. Þetta er eitt-
hvað sem allir eru að spyrja sig að
alla daga,“ segir Aude.
Henni datt í hug að það gæti verið
gaman að heyra hvernig börn
myndu svara tilvistarspurningum á
borð við þessa og vinna sviðsverk
fyrir börn úr frá því. „Mig langaði
fyrst að heyra í krökkum og spyrja
þá þessarar spurningar og búa svo
til einhvers konar rými eða stað til
þess að hlusta á svörin.“
Aude fór í Landakotsskóla þar
sem Marion Herrera kennir heims-
speki, las söguna með ólíkum hópum
af börnum og fékk að heyra þeirra
viðbrögð við þeim heimspekilegu
spurningum sem bókin hefur að
geyma. Umræðurnar voru teknar
upp og úr þeim varð til hljóðmynd
fyrir sviðsverkið.
„Svo fórum við að vinna í því hvað
við ætluðum að gera á sviðinu.“
Aude vann með sviðsmyndahönn-
uðinum Sigríði Sunnu Reynisdóttur,
hún er hluti af hönnunarhópnum
Tyggjó sem sérhæfir sig í hönnun
fyrir börn. „Við höfum áhuga á því
hvernig börn leika og hvað þeim
finnst skemmtilegt. Og við vorum að
velta því fyrir okkur hvað börn geta
gert á meðan þau hlusta á önnur
börn tala.“
Aðrir aðstandendur sýning-
arinnar eru Björn Kristjánsson tón-
listarmaður og Steinunn Marta
Önnudóttir myndlistarkona.
„Á sviðinu er smá leikur í gangi.
Börnin eru til dæmis mikið að velta
fyrir sér hvort við séum manneskjur
eða dýr, og hver munurinn sé, svo ég
er mikið að leika mér með það. Svo
tala þau um þróun mannsins svo við
förum að vinna með alls konar efni
sem maðurinn hefur notað. Svo er
helmingur verksins í höndum
barnanna. Þannig að þegar ég er bú-
in að kynna fyrir þeim þennan heim
og þessa hljóðmynd, þá fá þau alls
konar dót til þess að búa til skúlp-
túra og þá er þetta algjörlega frjáls
leikur.“
Börnin fá að ráða för
„Þetta er svolítil innsetning. Við
vorum lengi að velta því fyrir okkur
hvar þetta ætti heima, hvort þetta
ætti að vera í leikhúsi eða frekar í
galleríi eða eitthvað. En okkur
fannst gaman að hafa þetta sem
svona ritúal.“ Verkið sé afmarkað,
hafi þannig upphaf og endi eins og
leikverk, þrátt fyrir að minna á inn-
setningu.
„Mig langar að setja raddir og
hugmyndir barna svolítið í forgrunn,
hugmyndir þeirra um ákveðin mál-
efni sem okkur sjálfum finnst erfitt
að ræða og erfitt að útskýra. Mér
finnst mjög mikil vitneskja falin í því
að hlusta á börn og það er mér mjög
kært að við tökum alvarlega það sem
þau hafa að segja. Þannig að þetta
verk er ekki síður fyrir fullorðna.
Það er margt þarna sem mér
finnst mikilvægt að fullorðnir heyri.
Mér finnst líka mikilvægt að þetta sé
verk þar sem börnin fái algjörlega
að ráða för og þetta sé algjörlega
unnið úr þeirra hugmyndum og
hvernig þau sjá heiminn og að þeim
sé gefið pláss til þess að yfirtaka
þetta rými, leika sér og pæla.“
Bókin Barnið, sem verkið byggir
á, var gefin út á íslensku í tilefni af
þessari uppsetningu. Laugardaginn
19. mars verður boðið upp á upp-
lestur á íslensku útgáfu bókarinnar
eftir sýningu og sunnudaginn 27.
mars verður sýnd frönsk útgáfa af
verkinu, í samstarfi við Alliance
Française.
Manndýr „Þetta verk er ekki síður fyrir fullorðna. Það er margt þarna sem
mér finnst mikilvægt að fullorðnir heyri,“ segir sviðslistakonan Aude.
Heimspekilegar hug-
myndir barna á sviði
- Barnasviðsverkið Manndýr frumsýnt í Tjarnarbíói
WindWorks-tónlistarhátíð, sem
helguð er blásturshljóðfærum,
hefst á morgun og stendur til 20.
mars í Byggðasafni Hafnarfjarðar.
Listrænn stjórnandi er flautuleik-
arinn Pamela De Sensi og hjarta
hátíðarinnar er Aulos Flute En-
semble. Tvennir tónleikar verða í
Pakkhúsinu á morgun, sunnudag.
Klukkan 14 leika Ármann Helgason
og Helga Björg Arnardóttir á klar-
inett og kl. 15 leika Hrefna Vala
Kristjánsdóttir og Alma Bergrós
Hugadóttir á flautu. Tónleikarnir
eru um 30 mínútur að lengd.
Laugardaginn 19. mars verður
boðið upp á tvenna tónleika í
Bungalow. Klukkan 14 er yfir-
skriftin „A deux – Franskt flæði“
og kl. 15 „Sóló“. Sunnudaginn 20.
mars verða lokatónleikar kl. 14 í
Pakkhúsinu. Aðgangur að öllum
tónleikunum er ókeypis.
WindWorks-tónlistarhátið í Hafnarfirði
Listrænn stjórnandi Pamela De Sensi.
Boðið verður upp
á tvo menningar-
viðburði í
Alþýðuhúsinu á
Siglufirði um
helgina.
Í dag, laugar-
dag, kl. 15 opnar
Anna Júlía Frið-
björnsdóttir sýn-
inguna Endi-
mörk í
Kompunni. Á sýningunni eru ný tví-
víð verk. Heitið vísar til bókarinnar
Endimörk vaxtarins frá 1972 þar
sem reynt var að greina hvert
stefndi í heimi sem einkenndist af
takmörkuðum gæðum en sæktist
eftir takmarkalausum hagvexti. Í
myndlist sinni notar Anna Júlía (f.
1973) ýmsa miðla og aðferðir, með-
al annars teikningar, skúlptúr, víd-
eó og fundið efni. Hún nam mynd-
list í Manchester og við MHÍ. Hún
hefur tekið þátt í fjölda samsýninga
og haldið fjórar einkasýningar á Ís-
landi. Hún var tilnefnd til Íslensku
myndlistarverðlaunanna 2018 fyrir
Erindi í Hafnarborg.
Á morgun, sunnudag, kl. 14.30
flytur Ida Semey erindi sem er á
dagskrá Sunnudagskaffis með
skapandi fólki. Erindið ber yfir-
skriftina „Sjáðu mig eða sjáðu til“
og veður boðið upp á kaffi og veit-
ingar á meðan.
Anna Júlía sýnir í Alþýðuhúsinu
Anna Júlía
Friðbjörnsdóttir
Listamaðurinn Snorri Ásmundsson
opnar í dag, laugardag, klukkan 16
sýningu í Portfolio galleríi að
Hverfisgötu 71. Sýninguna kallar
hann Gaman.
Snorri (f. 1966) hefur starfað sem
listamaður í um þrjá áratugi og
reynir í verkum sínum iðulega að
hafa áhrif á samfélagið með opin-
berum viðburðum. Í tilkynningu
segir að hann hafi „truflað sam-
félagið sem hann býr í í nokkur ár
með viðamiklum og merkilegum
sýningum þar sem hann vinnur með
félagsleg bannorð eins og stjórnmál
og trúarbrögð. Hann hefur fylgst
með viðbrögðum samfélagsins, það
er viðbrögð fólks þegar viðteknum
gildum er snúið á hvolf, til dæmis
þegar vanmáttugur einstaklingur
tekur í sínar hendur vald sem
venjulega er úthlutað með fyrir-
framákveðnum reglum.“
Snorri Ásmundsson í Portfolio galleríi
Gaman Listamaðurinn Snorri Ásmundsson
reynir að hafa áhrif á samfélagið.
Myndlistarmaðurinn Ómar Stef-
ánsson (f. 1960) opnar í dag sýningu
í galleríinu ForA í Berlín. Yfirskrift
hennar er Flatleikhús fyrir ójafna
byltingu en Ómar sýnir þar 30 mál-
verk og skissubækur, allt verk frá
síðustu fimm árum.
Í tilkynningu segir að í verkun-
um fjalli Ómar meðal annars um
eigin dauða en hann hafi dáið í
Berlín í nóvember en verið endur-
lífgaður á sjúkrahúsi.
Ómar byrjaði að halda dagbók á
þýsku þegar hann fór til Berlínar
árið 2017 og á sýningunni eru 30
bækur sem hann hefue síðan fyllt. Í
þeim greinir listammaðurinn frá
daglegum atburðum, hugleiðing-
um, hugmyndum og afdrifum sín-
um á stormasömum árum í Berlín
sem enda með „líkamsdauða og
endurlífgun með endurfæðingu í
stjörnumerki Sporðdrekans.“
Endurlífgun í verkum Ómars í Berlín
Hermaður Eitt nýrra málverka Ómars Stef-
ánssonar sem eru á sýningu hans í Berlín.
Svampur er
sagður flæða yfir
gólf og upp um
veggi á sýningu
myndlistarkon-
unnar Söru
Bjargar sem
verður opnuð í
Ásmundarsal við
Freyjugötu í dag,
laugardag, kl.
15. Sýning Söru Bjargar er kölluð
Mjúk lending. Er hún afrakstur
vinnustofu sem Sara Björg hefur
undanfarnar vikur haft í Gryfju
hússins en þar hefur hún endur-
unnið og endurmótað svampaaf-
skorninga. „Svampurinn hefur
fengið að flæða yfir gólf og upp um
alla veggi Gryfjunnar og öllum
gestum er boðið að henda sér inn í
innsetninguna og leyfa svampinum
að leiða sig áfram í leik. Sara Björg
hefur oft áður unnið með svampa í
verkum sínum og hrífst hún af því
hvernig eiginleikar svampsins leiða
sköpunarferlið, og hvernig svamp-
urinn mótast af umhverfi og gest-
um hverju sinni.
Því er öllum boðið að taka þátt,
demba sér út í gryfjuna og leyfa
svömpunum að taka mjúklega á
móti þér,“ segir í tilkynningu frá
Ásmundarsal.
Svampur á sýningu Söru Bjargar
Sara Björg
Viðarhöfða 1, 110 Reykjavík | Sími 566 7878 | rein.is
Dekton þolir mikinn hita. Það má setja heita potta og pönnur
beint á steininn án þess að eiga það á hættu að skemma hann.
Dekton er algjörlega öruggt gagnvart blettum.
Blettaþolið SýruþoliðHögg- og
rispuþolið
HÁTT
HITAÞOL