Morgunblaðið - 12.03.2022, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 12.03.2022, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. MARS 2022 Marta Guðjónsdóttir Ég gef kost á mér í annað sætið í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík, vegna borgarstjórnar- kosninganna í vor. Ég hef einlægan áhuga á því að fá að vinna áfram að stefnumálum Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn og taka þátt í því að snúa af vegferð núverandi meirihluta. Helstu markmið: • Aðhald í rekstri og virðing fyrir framlagi skattborgara • Heildstæð samgöngustefna fyrir alla ferðamáta • Raunhæfar lausnir í almenningssamgöngum • Skipulagsstefna í sátt við borgarbúa • Menntastefna sem mætir þörfum nútímans • Persónulegri og skilvirkari þjónusta við eldri borgara • Standa vörð um grænu svæðin í borginni 2. SÆTI Prófkjör sjálfstæðismanna í Reykjavík 18-19 mars Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Eðlilega hef ég áhyggjur af fólkinu mínu, sem reyndar segist vera öruggt. Staðan getur þó breyst hratt og stríðið tekið óvænta stefnu. Reynsla síðustu daga segir okkur að Rússar eru óútreiknanlegir,“ segir Alexander Kolesnyk, verslunarstjóri Krónunnar á Granda í Reykjavík. Hann er frá Úkraínu, það er borg- inni Khmelnytsky sem er um 350 kílómetra vestur af Kænugarði. Borgin er nokkuð frá þeim svæðum þar sem Rússar hafa harðast sótt fram síðustu daga, enda þótt sprengjum hafi verið varpað og eld- flaugum skotið á borgina og spell- virki unnin. „Fólk heima í borginni minni heyrir sprengjugnýinn alla daga og allt sem fyrir fáum vikum taldist eðlilegt líf, er nú breytt. Ástandið er hræðilegt,“ segir Alexander sem yf- irgaf Úkraínu fyrir sautján árum og flutti til Íslands. Skapaði sér og sín- um framtíð hér – og hefur lengst unnið við verslunarstöf. Rússum ekkert gefið um lýðræði og frjálsa umræðu Síðustu árin hefur Alexander farið reglulega til heimalands síns og greint þar framfarir og jákvæða þró- un, leidda af forsetanum Volodimír Selenskí. Megi þar nefna marg- víslega uppbyggingu innviða, úrbæt- ur á aðstæðum vinnandi fólks og heilbrigðari stjórnarhætti. „Þegar Úkraína fór að þróast til aukins sjálfstæðis og boðaði inn- göngu í Evrópusambandið árið 2014 kom andspyrna frá Rússum. Yfir- taka þeirra á Krímskaganum var hluti af þeim viðbrögðum við þróun mála. Rússum undir stjórn Pútín virðist einfaldlega ekkert gefið um lýðræðislega stjórn og frjálsa um- ræðu eins og verið hefur síðustu árin í Úkraínu. Áður var landið hluti af Sovétríkjunum og efalítið vill Pútín ná því aftur, nú undir stjórn Rússa. Sú er að minnsta kosti mín sýn á stríðið, ekki að Rússar séu að ásæl- ast auðlindir eða akrana miklu sem gera Úkraínu að matarkistu margra þjóða,“ segir Alexander. Strax nóttina sem Rússar réðust inn í Úkraínu fékk Alexander skila- boð frá fjölskyldu sinni þar eystra, sem lét hann vita hvernig komið væri. Fregnirnar voru óneitanlega áfall en þó ekki með öllu óvæntar, enda var einsýnt dagana áður að hverju fór. Plan Pútíns mistókst „Ég hef varla sleppt símanum síð- an innrásin var gerð. Heyri í fólkinu mínu oft á dag eða fæ frá þeim skila- boð á samfélagsmiðlum. Ég býst við að foreldrar mínir fari hvergi – að- stæður í fjölskyldunni leyfa einfald- lega ekki slíkt. Þá mega úkraínskir karlar milli tvítugs og sextugs ekki fara úr landi vegna herskyldu. Sjálf- ur á ég vini sem eru í hernum sem segja mér að rússneski herinn hafi ekki þann styrk sem búast hefði mátt við,“ segir Alexander: „Talað er um að plan Rússanna hafi verið að taka Kiev á tveimur sól- arhringum, sem þeim hafi mistekist. Kannski eðlilega; í herliði Rússa eru piltar á aldrinum 18-20 ára mjög áberandi og Úkraínumenn sem ég hef talað við segja þá rússnesku ein- faldlega ekki kunna að heyja stríð. Margir deyi því úti á vígvellinum, sennilega af streitu en ekki því að byssukúlur hæfi þá. Þannig er þessi styrjöld alveg hræðileg og lok henn- ar með samkomulagi eru ekki í aug- sýn. Ég skil ekki heldur hvað átt við þegar talað um uppgang nasisma í Úkraínu. Sú er ekki raunin, bull eins og fleira frá Pútín.“ Hugurinn á sveimi í undarlegu stríði Í síðustu viku og fram í þessa stóð Krónan fyrir neyðarsöfnun meðal viðskiptavina sinna vegna stríðsisns í Úkraínu. Þar átti fólk þess kost að leggja UNICEF lið, en samtökin standa fyrir umfangsmiklu hjálp- arstarfi í landinu. Alls söfnuðust 15 milljónir króna og hefur þeim pen- ingum nú verið komið til skila. „Ég er þakklátur fyrir stuðning við fólkið í heimalandi mínu. Vissi þó alltaf að Íslendingar hafa hjartað á réttum stað. Mér finnst líka dýr- mætt að finna þegar fólk kemur og spyr mig um stöðu mála, fjölskyldu mína heima og annað sem skiptir máli. Einnig hvað samstarfsfólk mitt og stjórnendur í Króninni standa þétt að baki mér þessa dagana þegar hugurinn er á sveimi í þessu undar- lega stríði,“ segir Alexander. Heyra sprengjugný alla daga - Fylgist grannt með þróun stríðsins heima í Úkraínu - Ég sleppi varla síman- um, segir Alexander Kolesnyk - Staðan getur breyst og Rússar ótúreiknanlegir Morgunblaðið/Sigurður Bogi Þakklátur Dýrmætt þegar fólk kemur og spyr mig um stöðu mála heima í Úkraínu, segir Alexander verslunarstjóri, búsettur á Íslandi frá árinu 2005. Kostnaður við flug hefur hækkað vegna gríðarlegra hækkana á olíu- verði, sem rekja má til stríðsins í Úkraínu. Því má búast við því að verð á fargjöldum flugfélaga hækki. Ferðaskrifstofur gætu jafnframt skoðað að hækka verð á ferðum sem þegar hefur verið greitt inn á. Tómas J. Gestsson, framkvæmda- stjóri Heimsferða, segir stöðuna vissulega erfiða en það eigi samt eft- ir að koma í ljós hvort verðhækkun á eldsneyti verði viðvarandi eða muni lækka aftur ef friður kemst á. „Við verðum að taka stöðuna á næstunni og sjá hver næstu skref verða, en ef engin breyting verður þá mun þessi hækkun fara inn í verðlag- ið á einhverjum tímapunkti.“ Hann segir að kostnaðurinn muni lenda á ferðaskrifstofunum þegar verið er með leiguflug og það sé spurning hvernig hægt sé að mæta því. Spurð- ur hvort það þyrfti að hækka verð hjá þeim sem væru búnir að greiða inn á ferð, sagði hann að það væri möguleiki, en vonandi myndi ekki koma til þess. „Samkvæmt skilmálum er það möguleiki, en það er fullsnemmt að tala um það núna.“ Þórunn Reynisdóttir, forstjóri Úr- vals-Útsýnar, segir að hækkun olíu- verðs muni leiða til hækkunar á verði á næstunni. „Pakkaferðirnar munu hækka í verði, því miður, þegar flug- fargjöldin hækka,“ segir hún og bæt- ir við að flest flugfélög um heiminn hafi tilkynnt hækkanir vegna olíu- verðsins. „En við eigum öll eftir að finna fyrir þessum olíuhækkunum, ekki bara ferðaþjónustan. Við finnum það bara í daglegum akstri.“ Upplýsingafulltrúi Play, Nadine Guðrún Yaghi, segir að fylgst sé grannt með stöðunni. „Það eru mikl- ar sveiflur í verðinu núna og við fylgjumst bara stanslaust með gangi mála. Það gæti orðið raunin ef ástandið breytist ekki að flugmiðar muni hækka, en of fljótt að segja til um það núna. Hins vegar er salan mjög góð þessa dagana og við finn- um að fólk er mjög ferðaþyrst eftir covid-árin. Svo hefur leiðinlegt veður á landinu líka mikil áhrif. doraosk@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn Farþegar Búast má við að flugfargjöld fari hækkandi á næstunni. Fargjöld kunna að hækka á næstunni - Grannt fylgst með eldsneytisverðinu „Það var strax tekið vel í verkefnið og því færum við út kvíarnar og tæklum allt landið næst. Strax frá byrjun verkefnisins í Reykjavík höfum við fundið fyrir miklum áhuga um allt land og því ákváðum við að slá til,“ sagði Haraldur Þor- leifsson athafnamaður um átakið Römpum upp Ísland sem var form- lega hleypt af stokkunum í gær. Markmiðið með verkefninu er að byggja 1.000 rampa um land allt á næstu fjórum árum. Áður hafði Haraldur ásamt fleirum staðið að því að byggja 100 rampa í miðborg Reykjavíkur. Kynning Haraldur kynnti verkefnið í Hveragerði ásamt ýmsum ráðamönnum. Byggja þúsund rampa um allt land Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að framlengja gæsluvarðhald yfir karlmanni til 1. september næst- komandi, eða á meðan mál hans eru til meðferðar hjá dómstólum. Maðurinn hefur setið í gæslu- varðhaldi frá því í október. Hann hefur verið ákærður fyrir fjölda brota, meðal annars sérstaklega hættulegar líkamsárásir, þjófnað, fíkniefnalagabrot og brot gegn valdstjórninni. Var hann dæmdur til fangelsisvistar þann 28. febrúar síðastliðinn fyrir hluta brotanna en fleiri mál eru til meðferðar í dóms- kerfinu. Gæsluvarðhald fram- lengt fram á haust

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.