Fréttablaðið


Fréttablaðið - 08.04.2022, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 08.04.2022, Qupperneq 4
borgarleikhus.is F Y R R V E R A N D I Frumsýning á morgun Dómsmálaráðherra segir markmið sameiningar sýslu- mannsembætta ekki að færa núverandi starfsemi undir eitt þak á höfuðborgarsvæðinu. Hann vill að sveitarstjórnar- fólki auðnist að sjá hin miklu tækifæri í málinu. Bæjarstjóri Vestmannaeyja segir fólk í Eyjum á móti breytingunni. gar@frettabladid.is STJÓRNSÝSLA „Nú reynir á íbúa og sveitarstjórnir um land allt, að sjá og hagnýta öll tækifærin sem felast í þeim óumflýjanlegu breytingum sem eru að verða á samfélaginu,“ segir Jón Gunnarsson dómsmála- ráðherra í bréfi til Sambands íslenskra sveitarfélaga um fyrir- hugaða sameiningu allra níu sýslu- mannsembætta í eitt. „Með þessu bréfi vil ég freista þess að vekja athygli ykkar sveitarstjórn- armanna um allt land á þessu mikil- væga verkefni til að tryggja að ykkur auðnist að sjá þau miklu tækifæri sem felast almennt í stafrænni veg- ferð hins opinbera og þá sérstaklega fyrirhuguðum breytingum á lands- byggðinni,“ segir Jón Gunnarsson. „Núverandi stofnanauppbygging með níu aðskildum umdæmum og sjálfstæðum forstöðumönnum er hamlandi í þeirri vegferð að bæta þjónustuna við almenning. Til að festa framsækna og öfluga þjónustu ríkisins í heimabyggð, þarf að ráðast í viðamiklar breytingar,“ segir Jón. Að því er segir í bréfi Jóns er markmiðið að efla núverandi starf- semi með öf lugum og nútíma- legum þjónustueiningum. „Óbreytt skipurit með níu umdæmum, sem afmörkuð eru með ósýnilegum múrum með níu stjórnendum í níu sjálfstæðum stofnunum fer illa saman við þessi markmið,“ ítrekar hann í bréfi sínu. „Til að eyða öllum vafa vil ég taka það skýrt fram að markmið þeirra aðgerða sem hér hafa verið boð- aðar eru ekki að færa núverandi starfsemi, sem sinnt er á 27 stöðum um land allt, undir eitt þak á höfuð- borgarsvæðinu. Þvert á móti er markmiðið að efla núverandi starf- semi og styrkja þær starfsstöðvar sem eru að þjónusta almenning um land allt. Kveður Jón breytingarnar „hvorki hraðsoðnar né byggja á lítt ígrund- uðum hugmyndum“ heldur á vönd- uðum greiningum og úttektum. Stafræn vegferð sé stærsta og mest spennandi byggðamál samtímans. Undanfarin ár hafi ríkið verið á fleygiferð í innleiðingu á stafrænni þjónustu. „Samfélagslegar aðstæð- ur og tækninýjungar gera auknar kröfur til hins opinbera og kalla á grundvallarbreytingar á skipulagi sýslumannsembættanna.“ Bréf dómsmálaráðherra var lagt fram í bæjarráði Vestmannaeyja í gær. „Bæjarráð ítrekar fyrri afstöðu sína til málsins og leggst alfarið gegn þessum breytingum. Bæjar- ráð mun fylgja þeirri afstöðu eftir á þessum fundi með ráðherra,“ undirstrikaði bæjarráðið í bókun. Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri muni eiga fund með dómsmálaráðherra 2. maí. „Við erum ósátt við þessar breyt- ingar. Þetta er þriðji ráðherra Sjálf- stæðisflokksins fer fram með þessar nánast sömu tillögur sem við teljum að veiki sýslumannsembættið hér í Eyjum,“ segir Íris bæjarstjóri sem væntir skýringa á fundi sínum með dómsmálaherra. n Sameinar ekki starfsemi sýslumanna á einum stað á höfuðborgarsvæðinu Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri segir breytingu myndu veikja sýslumannsembættið í Vestmannaeyjum. MYND/AÐSEND Jón Gunnars- son, dómsmála- ráðherra kristinnhaukur@frettabladid.is HEILBRIGÐISMÁL Ásmundur Frið- riksson, þingmaður Sjálfstæðis- f lokksins, hefur aftur lagt fram þingsályktunartillögu um lögleið- ingu kannabislyfja í lækningaskyni. Samkvæmt tillögunni eiga heil- brigðis-, menningar- og viðskipta- ráðherra að setja á fót starfshóp um frumvarp um málið. Sams konar tillaga Ásmundar í febrúar í fyrra vakti nokkra athygli, einkum hjá þingflokki Pírata sem töldu Ásmund óvæntan banda- mann í málinu. Hann hefur til þessa verið talinn með íhaldssamari þing- mönnum. Ásmundur er ekki einn með til- löguna heldur styðja hann fjórir þingmenn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins. n Ásmundur leggur aftur fram tillögu um kannabislyf Ásmundur Frið- riksson, þing- maður Sjálf- stæðisflokksins bth@frettabladid.is ALÞINGI „Mér finnst mestu skipta að við byggjum upp traust á banka- sölu, svona ferli verður að vera hafið yfir tortryggni. Ég hef meiri áhyggjur af því heldur en erfiðleik- um innan ríkisstjórnarinnar,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. Eigi að síður segir hún blasa við að ríkisstjórnin sé í meiri erfiðleikum á skömmum tíma en samanlagt allt síðasta kjörtímabil. Hún hafi klúðr- að furðu mörgu á skömmum tíma. Ráðherrar VG hljóti að sitja og horfa í forundran á samstarfsfólk sitt. Hvað varði Íslandsbankasöluna segir Þorgerður Katrín óendanlega sárt að horfa upp á tortryggni sem nú hafi skapast. „Það væri best upp á traustið að þingið gerði rannsókn á þess- ari sölu, enda er Alþingi með víð- tækari heimildir til rannsóknar en Ríkisendurskoðun,“ segir Þorgerður Katrín. n Klúðrað mörgu á skömmum tíma gar@frettabladid.is DÓM SM ÁL Lögmenn tónlistar- fyrirtækjanna Warner og Universal sendu engin gögn til Hæstaréttar Bandaríkjanna vegna lagastuldar- máls Jóhanns Helgasonar. Um þetta tilkynntu lögmennirnir daginn áður en frestur til þess rann út um mán- aðamótin. Mun það ekki óalgengt í slíkum málum á því stigi sem mál Jóhanns er nú. Eftir að dómstóll í Los Angeles vísaði frá máli Jóhanns vegna meints stuldar á laginu Söknuði og áfrýj- unardómstóll staðfesti þá frávísun, skaut lögmaður Jóhanns málinu til Hæstaréttar. Telur lögmaðurinn málið eiga þangað erindi því áfrýj- unardómstólar í landinu notist nú við ólíkar aðferðir við mat í laga- stuldarmálum. Hæstiréttur þurfi að skera úr um hvaða aðferð skuli beitt. Eins og áður hefur komið fram er alls óvíst að Hæstiréttur fallist á að taka mál Jóhanns til efnismeð- ferðar. Gefið hefur verið út að málið verði skoðað 22. apríl næstkomandi. Þá gæti rétturinn til dæmis ákveðið að hafna því að taka málið fyrir eða gefið út að það verði athugað nánar og þá hugsanlega óskað eftir við- brögðum frá lögmönnum Universal og Warner. Norski tónlistarmaðurinn Rolf Løvland sem sendi frá sér lagið You Raise Me Up árið 2001 sem Jóhann heldur fram að sé stæling á lagi hans Söknuði frá 1977 hefur ekki gripið til varna í dómsmálinu vestan hafs þótt honum hafi verið stefnt ásamt tón- listarfyrirtækjunum. n Andstæðingar Jóhanns skila auðu til Hæstaréttar Jóhann Helgason tónlistarmaður. 4 Fréttir 8. apríl 2022 FÖSTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.