Fréttablaðið - 08.04.2022, Síða 14

Fréttablaðið - 08.04.2022, Síða 14
14 Íþróttir 8. apríl 2022 FÖSTUDAGURÍÞRÓTTIR FRÉTTABLAÐIÐ 8. apríl 2022 FÖSTUDAGUR Það er ekki eins og Kristinn Freyr sé að komast á síðasta söludag. Valur losaði sig við Kristin vitandi að keppinaut- ar myndu klófesta hann. n Lykilmaðurinn n Vörn n Miðja n Fylgstu með ▲ Komnir/farnir ▼ n Albert segir n Sókn n Þjálfari FH hafnar í 3. sæti n Spá Fréttablaðsins 1. sæti ? 2. sæti ? 3. sæti FH 4. sæti Breiðablik 5. sæti KR 6. sæti Stjarnan 7. sæti ÍA 8. sæti Leiknir R 9. sæti KA 10. sæti ÍBV 11. sæti Keflavík 12. sæti Fram Undir stjórn Ólafs Jóhannes- sonar eru FH-ingar til alls líkleg- ir. Hafa spilað vel í vetur og hafa bætt spilamennsku sína frá leik til leiks. Engin Evrópukeppni mun trufla FH í ár sem gæti reynst liðinu vel en hópurinn er nokkuð þunnskipaður. Ef allt smellur og lykilmenn hrökkva í gang gæti FH unnið titilinn. Kristinn Freyr og Steven Lennon þurfa að tengja saman. Kristinn Freyr Sigurðsson Kristinn Freyr Sigurðsson er mættur í Kaplakrika en Valur tók þá ákvörðun að framlengja ekki samning hans síðasta haust. Margir velta því nú fyrir sér hvern- ig Valur gat tekið þá ákvörðun að leyfa Kristni að fara vitandi það að keppinautar liðsins myndu klófesta hann. Kristinn blómstraði í Val undir stjórn Ólafs Jóhannessonar og þeir leiða nú saman hesta sína í Hafnarfirði. Ólafur er með meist- aragráðu í að ná því besta fram í leikmönnum og allt bendir til þess að Kristinn muni blómstra hjá FH í sumar. Hann hefur verið frábær í vetur, sér völlinn vel og sendingar hans eru iðulega fullkomlega tíma- settar. Kristinn er í þeim gæða- flokki að hann ætti að keppa að því að verða besti leikmaður Bestu deildarinnar í ár. Albert Brynjar Ingason Gengi síðustu sex tímabil 2016 1. sæti | 2017 3. sæti | 2018 5. sæti | 2019 3. sæti | 2020 2. sæti | 2021 6. sæti n Íslandsmeistarar 2004, 2005, 2006, 2008, 2009, 2012, 2015, 2016 n Bikarmeistarar 2007, 2010 ▲ Kristinn Freyr Sigurðsson ▲ Máni Austmann Hilmarsson ▲ Finnur Orri Margeirsson ▲ Ástbjörn Þórðarson ▲ Haraldur Einar Ásgrímsson ▼ Jónatan Ingi Jónsson ▼ Hörður Ingi Gunnarsson ▼ Guðmann Þórisson ▼ Pétur Viðarsson ▼ Hjörtur Logi Valgarðsson ▼ Morten Beck Andersen Það er eins gott fyrir knattspyrnu- áhugafólk að fylgjast vel með Loga Hrafni Róbertssyni í sumar því tækifærin verða ekkert mikið fleiri eftir þetta tímabil. Miðjumaðurinn öflugi sló í gegn á síðustu leiktíð og verður í lykil- hlutverki á miðsvæði FH, hefur gríðarlega hlaupagetu en er einnig góður á boltann. Erlend lið hafa sýnt þessum 17 ára gamla leik- manni mikinn áhuga og skal engan undra. FH-ingar vonast til þess að geta haldið Loga í sínum herbúðum út tímabilið en það er viðbúið að erlend félög láti til skarar skríða í júlí þegar félagaskiptaglugginn opnast. Þrátt fyrir ungan aldur er Logi einn af lykilmönnum FH. Smiðurinn geðþekki, Ólafur Jóhannesson, er að smíða spennandi lið í Kaplakrika. Enginn skal efast um að Ólafur er í hefndarhug eftir að Valur rak hann úr starfi haustið 2019 og hann ætlar sér að landa þeim stóra með FH til að sýna þeim hvar Davíð keypti ölið. Ólafur er klókur þjálfari og með Sigurbjörn Hreiðarsson sem aðstoðarmann eru þeir öflugt teymi. Ólafur nær vel til leikmanna og flækir fræðin ekki um of, þrátt fyrir að vita meira um fótbolta en flestir. Lið Ólafs spila skemmtilegan fótbolta. Með alla þá gæðaleikmenn sem FH hefur úr að spila ætti FH að geta barist um dolluna. Gunnar Nielsen stendur vaktina í markinu en upprisa hans hefur verið áhugaverð. Markvörður- inn missti stöðu sína undir stjórn Ólafs Kristjánssonar en hefur nú gengið í endurnýjun lífdaganna. Ljóst er að Ólafur Jóhannes- son vill bæta miðverði í hópinn en eins og staðan er í dag verða það Finnur Orri Margeirsson og Guðmundur Kristjánsson sem standa munu vaktina í hjartanu. FH keypti hægri bakvörðinn Ástbjörn Þórðarson frá Keflavík á dögunum og hefur hann smollið eins og flís við rass hjá FH. Vinstra megin er svo Ólafur Guðmundsson sem keyptur var frá Breiðabliki í fyrra. Ólafur hefur sýnt miklar framfarir og gert vel í Hafnarfirði. Á miðsvæði FH er nokkur breidd og ef mark má taka á undirbúningstímabilinu verður einn launahæsti leikmaður liðsins, Björn Daníel Sverrisson, á meðal varamanna í upphafi móts. Logi Hrafn Róbertsson kom sterkur inn í liðið á síðustu leiktíð og hefur vaxið sem leik- maður í vetur. Með Loga á miðjunni verður að öllum líkindum Eggert Gunnþór Jónsson en hann hefur spilað stærstan hluta af mínútum FH á undirbúnings- tímabilinu. Kristinn Freyr Sigurðsson hefur svo komið frábærlega inn í liðið og matað sóknarmenn félagsins af stakri snilld. Krist- inn gæti verið lykill að því að FH berjist um sigur í deildinni. FH-ingar urðu fyrir blóðtöku á dögunum þegar Jónatan Ingi Jónsson var seldur til Noregs. Ólafur Jóhannesson vill bæta við kantmanni áður en mótið fer af stað vegna þess. Matthías Vilhjálmsson fær það hlutverk að leiða línuna, framherjinn öflugi þarf þó að sýna betri frammistöðu en á síðasta ári. Steven Lennon virkar svo í fínu formi komandi inn í mótið, Skotinn hefur í áraraðir verið einn skemmtilegast og besti leikmaður deildarinnar. Á hinum kantinum verður það svo Oliver Heiðarsson sem fær traustið til að byrja með. Oliver er kröftug- ur leikmaður sem gæti kallað það besta fram í Kristni ef Oliver ógnar inn fyrir línu andstæðing- anna. Staðan gæti breyst ef FH bætir við sóknarmanni. Í fyrstu leikjum undirbúningstíma- bilsins fannst mér þetta ekki sann- færandi hjá FH. Þeir voru hægir en þeir eru það lið sem hefur vaxið hvað mest á undirbúningstíma- bilinu. Í hverjum leik hefur maður séð bætingu, það er meiri hraði í leik þeirra. Eftir að Kristinn Freyr komst inn í þetta hefur það breytt miklu, hann gefur liðinu rosalega mikið. Rætt hefur verið um að þá vanti miðverði í hóp sinn en í vetur hafa þeir lítið fengið á sig af mörkum. Það er í raun alveg ótrúlegt að Valur hafi ekki einu sinni boðið Kristni Frey nýjan samning. Það er ekki eins og hann sé að komast á síðasta söludag, Kiddi er á besta aldri. Hann gefur mikið af sér, hann er leiðtogi þarna í FH. Kannski var það samt farsæl lausn fyrir hann að skipta um umhverfi og fá nýja áskorun. Ég held að koma hans muni líka gera mikið fyrir Matthías Vilhjálmsson í fremstu línu. Matti var á síðasta ári að koma djúpt á völlinn til að komast í boltann en Kristinn á að sjá um það að mata Matta í sumar. Ég held að Matti muni skora meira en í fyrra þar sem hann skoraði sjö deildarmörk. Þeir þurfa að bæta við sig mið- Koma Kristins mun verða til þess að Matthías skorar meira verði og hægri kantmanni. Það er blóðtaka fyrir þá að missa Jón- atan Inga Jónsson svona skömmu fyrir mót. Þrátt fyrir að vera oft í krummafót upp við markið þá var mikil ógn af Jónatani og hann skap- aði mikinn usla í vörn andstæð- inganna. Þá vantar svo miðvörð en miðjumennirnir Guðmundur Kristjánsson og Finnur Orri hafa spilað þarna í vetur. Helsti sty rk leik i FH er svo Ólafur Jóhannsson og hans hund- tryggi aðstoðarmaður, Sigurbjörn Hreiðarsson. Þeir tveir færa liðinu mikið, Óli er þarna til að berjast um þá titla sem í boði eru. Þeir hafa komið með stemmingu í kringum FH sem hefur vantað síðustu ár. Þeir eru það sem þessi hópur þurfti. Það er stígandi í liðinu og góð liðs- heild. Breiddin er ekki sú mesta og því gætu meiðsli komið sér illa fyrir FH í sumar. n Ólafur Jóhannesson er refur sem kann að vinna titla. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.