Fréttablaðið - 08.04.2022, Page 15
KYNN INGARBLAÐ
ALLT
FÖSTUDAGUR 8. apríl 2022
Svana er ekki einungis að hjálpa öðrum í OsteoStrong heldur hefur tæknin hjálpað henni sjálfri mikið. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
OsteoStrong gjörbylti lífi mínu
Svanlaug Jóhannsdóttir hefur rekið OsteoStrong í þrjú ár. OsteoStrong er byltingarkennt
kerfi sem hjálpar fólki að styrkja vöðva, minnka verki í liðum og stoðkerfi, styrkja bein og
auka jafnvægi með góðum árangri. Ástundun tekur aðeins um 20 mínútur á viku. 2
Ætli einstaklingslífið sé í tísku eða
hefur fólk ekki tíma til að finna sér
maka? FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
elin@frettabladid.is
Stór hluti fólks á aldrinum 25-45
ára í Danmörku kýs að vera án
maka og búa eitt. Kjarnafjölskyld-
an virðist á undanhaldi. Það sama
virðist vera að gerast um allan
heim. Vaxandi hluti fullorðinna
í Bandaríkjunum býr án maka,
eftir því sem segir í skýrslu frá
Pew Research Center. Samkvæmt
henni hafa 50% einhleypra ekki
áhuga á rómantísku sambandi og
varla einu sinni á stefnumóti. Fyrir
marga er einstaklingslífið betri
valkostur en fast samband.
Danir hafa miklar áhyggjur af
þessari fjölgun einhleypra en sam-
kvæmt nýrri danskri rannsókn
eru karlmenn sem búa einir í 36%
meiri hættu en aðrir á að deyja úr
hjartasjúkdómum. Þeim er bent
á að forðast að búa í háhýsi með
lyftu þar sem fólk hittist lítið. Bent
er á að einstaklingslífið geti ógnað
heilsunni.
Um allan heim
Í rannsókninni, sem birt er í Euro-
pean Heart Journal – Quality of
Care and Cardiovascular Out-
comes, fylgdust danskir fræði-
menn með 3.300 körlum í Kaup-
mannahöfn frá miðjum níunda
áratugnum og skoðuðu tengslin
milli þess að búa einir og áhætt-
unnar á því að fá hjartaáfall og
deyja. Í Bandaríkjum og Bretlandi
hefur þeim sem kjósa að búa einir
fjölgað gríðarlega. Í Tókýó búa allt
að 42% af þjóðinni án maka. ■
Fleiri búa einir
ALOE VERA
MELTING & BÓLGUR
85%VIRKTCURCUMIN
www.celsus.is