Fréttablaðið - 08.04.2022, Qupperneq 19
Það virðist ekkert
lát vera á auknum
vinsældum rafíþrótta.
Fleiri og fleiri íþrótta-
félög hafa tekið upp á því
að bjóða upp á faglegt
rafíþróttastarf.
Rafíþróttir njóta sívaxandi
vinsælda og ELKO hefur
sýnt uppbyggingu raf-
íþróttasenunnar á Íslandi
ötulan stuðning. Þá hefur
ELKO gefið út nýjan fræðslu-
bækling til að efla heil-
brigðan lífsstíl samhliða
rafíþróttaiðkun.
ELKO hefur lagt ríka áherslu á
að bjóða upp á breitt vöruúrval
af leikjatölvum og jaðarbúnaði
til að geta mætt þörfum bæði
byrjenda og þeirra sem eru lengra
komnir, segir Arinbjörn Hauksson,
markaðsstjóri ELKO. Hann segir
ELKO hafa komið að uppbyggingu
rafíþróttasenunnar í gegnum sam-
starfssamninga sem stuðla að fag-
legu rafíþróttastarfi og umfjöllun.
Einnig hefur ELKO unnið mikið
með rafíþróttafélögum þar sem
þau geta bæði keypt eða leigt þann
búnað sem þarf til þess að koma
upp faglegu rafíþróttastarfi. „Hjá
ELKO er hægt að fá allan nauðsyn-
legan búnað til að spila tölvuleiki,
sama á hvaða tölvu fólk vill spila
og hvort það er til afþreyingar eða
rafíþróttaiðkunar.“
Ekkert lát á vinsældum
Arinbjörn segir það hafa verið
virkilega gaman að fylgjast með
því hversu faglega hafi verið
staðið að uppbyggingu rafíþrótta á
Íslandi undanfarin ár. „Það virðist
ekkert lát vera á auknum vin-
sældum rafíþrótta. Fleiri og fleiri
íþróttafélög hafa tekið upp á því að
bjóða upp á faglegt rafíþróttastarf
og sjáum við ekki annað en að vin-
sældir rafíþrótta fari vaxandi með
hverju árinu, hvort sem horft er til
fjölda iðkenda, áhorf á rafíþrótta-
eða tölvuleikjatengt efni eða sölu á
vörum í tengslum við rafíþróttir.“
ELKO stuðlar að faglegri
uppbyggingu rafíþrótta
Aðkoma ELKO að rafíþróttum
liggur ekki eingöngu í vöruúr-
vali og sölu heldur hefur ELKO
lagt ríka áherslu á að styðja við
uppbyggingu rafíþrótta með sam-
starfssamningum í tengslum við
mótahald, fræðslu og skemmtiefni.
„ELKO hefur verið stoltur bakhjarl
Vodafone deildarinnar frá upp-
hafi, nú Ljósleiðaradeildin, ásamt
því að við höfum styrkt afþrey-
ingar- og skemmtiþætti á borð við
Gametíví og hlaðvarpsþætti hjá
tölvuleikjaspjallinu svo eitthvað
sé nefnt. ELKO kom einnig að því
að setja á laggirnar firmamót í
rafíþróttum síðastliðið haust sem
heppnaðist virkilega vel og skilaði
sér í skemmtilegu hópefli fyrir
tölvuleikjaspilara innan fjölda
fyrirtækja,“ segir Arinbjörn.
ELKO og Samfés gerðu með sér
spennandi samstarfssamning
til tveggja ára á síðasta ári sem
snýr að faglegri uppbyggingu á
rafíþróttastarfi Samfés. „Þetta er
mjög spennandi samstarfssamn-
ingur sem ýtir undir frekari upp-
byggingu á rafíþróttastarfi Samfés.
Samstarfið er kannski fyrst að
fara á flug núna um helgina eftir
Covid með stóru og veglegu raf-
íþróttamóti á vegum Samfés.
Sama hvað þú spilar – við spilum með þér
Arinbjörn
Hauksson,
markaðsstjóri
ELKO.
MYND/AÐSEND
Viðskiptavinum gefst kostur á að prófa rafíþróttabúnað í ELKO í LIndum. MYND/AÐSEND
ELKO býður upp
á ótrúlegt úrval
af rafíþrótta-
vörum.
Bæklingurinn
er unninn í
samstarfi við
Samfés og
Rafíþrótta-
samtökin en
Arnar Einarsson,
fræðslustjóri
Rafíþróttasam-
takanna og raf-
íþróttaþjálfari
hjá XY, var
fenginn til þess
að vinna efni
bæklingsins.
Nútímaorðabók Tölvuleikjaspilara
inniheldur mörg skemmtileg orð.
Skannaðu QR-kóða til að finna
fræðslubækling ELKO.
Samhliða mótinu mun ELKO
gefa út veglegan fræðslubækling í
tengslum við heilbrigða nálgun á
rafíþróttum.“
Fræðslubæklingur fyrir
foreldra og iðkendur
Fræðslubæklingur ELKO, Raf-
íþróttir og heilbrigður lífsstíll,
inniheldur fróðleik fyrir bæði
tölvuleikjaspilara og foreldra með
áherslu á heilbrigða nálgun við
rafíþróttir. „Við leggjum mikið
upp úr því að vera samfélagslega
ábyrgt fyrirtæki og viljum leggja
okkar af mörkum til að styðja við
faglega uppbyggingu rafíþrótta-
starfs. Í gegnum samstarf okkar
við fagaðila innan senunnar sáum
við tækifæri á að nýta okkar miðla
til að koma áfram fróðleik og upp-
lýsingum í tengslum við heilbrigða
nálgun við rafíþróttir og tölvu-
leikjaspilun.“
Með því að auka skilning á
efninu má stuðla að jákvæðum
samskiptum foreldra og iðkenda
en í bæklingunum má finna
fróðleik um áhrif og styrkleika
rafíþróttafólks ásamt drögum að
rafíþróttasáttmála fjölskyldunnar
og nútímaorðabók tölvuleikja-
spilara, svo eitthvað sé nefnt,
segir Arinbjörn. „Bæklingurinn er
aðgengilegur með því að skanna
QR-kóða sem fylgir greininni en
bæklingurinn fer einnig í fría
dreifingu í verslunum ELKO á
næstu dögum.“ ■
Nútímaorðabók
Tölvuleikjaspilara
Hér má sjá nokkur orð úr orða-
bókinni (sjá meðfylgjandi
mynd af orðabókinni):
■ BRB: Be Right Back
■ GG: Goog Game
■ BM: Bad Manners
■ Noob: Nýliði
■ ROFL: Rolling on the Floor
Laughing
Sjá fleiri dæmi í Fræðslubækl-
ing ELKO á elko.is/bladid
10% afsláttur af
alienware vörum
KAUPUAKI: 2 klst. tölvuleikjaspilun í Arena
kynningarblað 3FÖSTUDAGUR 8. apríl 2022 R AFÍÞRÓTTIR