Fréttablaðið - 08.04.2022, Page 32

Fréttablaðið - 08.04.2022, Page 32
Hann einbeitti sér að því að eiga verk eftir sem flesta listamenn, var ekki að fókusa á ákveðna stefnu eða ákveðið tímabil heldur á verk frá 1900 til dagsins í dag. Hjá Fold uppboðshúsi á Rauð- arárstíg stendur yfir vefupp- boð á verkum úr einkasafni breska listaverkasafnarans og fyrrverandi kjörræðismanns Íslands í Hong Kong, Anthony J. Hardy. Uppboðinu lýkur 11. apríl. Afar fágætt er að boðið sé upp safn eins manns, en Anthony Hardy hefur safnað íslenskri myndlist frá árinu 2006 og telur safn hans í heild meira en 250 verk. Sá hluti verkanna sem nú verður boðinn upp og er til sýnis var á lokaðri sýningu í Gallerí Fold sumarið 2019. „Anthony ákvað að hætta að safna listaverkum á áttræðisafmælisdegi sínum árið 2019. Þá fannst honum komið nóg, enda söfnunin búin að standa í áratugi,“ segir Jóhann Ágúst Hansen, framkvæmdastjóri Gall- erís Foldar. Spurður hvers vegna Anthony Hardy hafi byrjað að safna íslenskri myndlist segir Jóhann: „Hann var kjörræðismaður Íslands í Hong Kong og hefur alltaf haft mik- inn áhuga á að kynna Ísland fyrir íbúum Hong Kong. Við það bætist að hann er mikill listaverkasafnari og íslenska safnið er bara brotabrot af heildarsafni hans.“ Kynning á íslenskri list Hardy keypti um 90 prósent íslensku verkanna hjá Gallerí Fold. „Hann gekk hér inn og þannig kynntumst við honum. Árið 2006 byrjaði hann að safna íslenskum verkum fyrir alvöru því hann vildi setja upp stóra sýningu í Hong Kong til að kynna íslenska list. Hann einbeitti sér að því að eiga verk eftir sem flesta lista- menn, var ekki að fókusa á ákveðna stefnu eða ákveðið tímabil heldur á verk frá 1900 til dagsins í dag, svo íbúar í Hong Kong gætu séð sem fjöl- breyttasta mynd af íslenskri mynd- list. Anthony hefur gott auga fyrir myndlist og verandi útlendingur sem hefur ekki alist upp við verk íslenskra listamanna þá kemur hann fordómalaus að borðinu. Hann keypti stundum myndir sem við hefðum kannski ekki mælt með, en vegna þess hversu glöggt auga hann hefur fyrir myndlist þá eru verkin sem hann keypti mjög góð, þótt við- komandi listamenn séu ekki í hópi virtustu listamanna okkar.“ Haldnar hafa verið tvær stórar sýningar á verkum úr safneign Har- Glöggt auga Hardys Jóhann Ágúst Hansen segir Hardy hafa glöggt auga fyrir myndlist. FRÉTTABLAÐIÐ/ ERNIR Meðal mynda er verk Kristjáns Davíðssonar af Halldóri Lax- ness. Verkin á upp- boðinu eru helmingur af íslenskum verkum í eigu Hardys. Anthony Hardy er sagður ljúfur og blíður maður. MYND/AÐSEND kolbrunb@frettabladid.is Bubbi Morthens fær sextíu heldri bakraddasöngvara á laugardaginn þegar hann stígur á svið í Lang- holtskirkju með Senjórítukórnum. Tónleikunum hefur verið frestað þrisvar sinnum en allt er þegar þrennt er og nú er lag. Bubbi tekur nokkur lög með kórnum en einn- ig syngur kórinn lög eftir hann en án hans. Kórstjóri er Ágota Joó og eru útsetningarnar aðallega eftir hana og hljómsveitarstjórann, Vil- berg Viggósson. Með honum leika Róbert Þórhallsson á bassa og Einar Scheving á trommur. Tónleikarnir verða laugardaginn 9. apríl og hefjast klukkan 16. ■ Bubbi með Senjórítum Hinn eini sanni Bubbi. FRÉTTABLAÐIÐ/ SIGTRYGGUR ARI Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb @frettabladid.is dys. Sú fyrri var haldin í Hong Kong haustið 2013. Gefin var út vegleg bók með verkunum á sýningunni Straumar Íslands þar sem list- fræðingurinn Aðalsteinn Ingólfs- son skrifaði um safneign Hardys. Síðari sýningin var haldin í Gallerí Fold árið 2019 og þá stóð galleríið fyrir útgáfu á glæsilegri bók með myndum frá sýningunni Straumar Íslands II. Myndir í Hong Kong Myndirnar sem eru nú á uppboði í Gallerí Fold eru helmingurinn af safni Anthony Hardy. Hinn helming- urinn er í Hong Kong og er einnig til sölu. „Við erum að vandræðast með að koma þeim verkum til Íslands, þetta eru rúmlega hundrað verk sem þyrfti að borga virðisaukaskatt af og það er veruleg fjárhæð. Það stendur í vegi fyrir að við fáum verkin heim eins og er,“ segir Jóhann. „Þarna eru meðal annars þriggja metra breiðar sjómannamyndir eftir Scheving, f lott og verðmæt verk sem eiga heima á Íslandi.“ Spurður hvernig maður Hardy sé segir Jóhann: „Ljúfur er fyrsta orðið sem kemur upp í hugann. Hann er sterkefnaður og hefur setið til borðs með kóngafólki og frægu fólki en sem karakter er hann ljúfur og blíður maður sem ber hag fjölskyldu sinnar og Íslands fyrir brjósti.“ Þess má geta að ljósmyndir af öllum verkunum á uppboðinu má finna í bókinni Straumar Íslands II. Eintak af bókinni fylgir með hverri seldri mynd á uppboðinu. ■ kolbrunb@frettabladid.is Á morgun, laugardaginn 9. apríl, kl. 14.00 er opnun á einkasýningu Þorra Hringssonar í Gallerí Fold. Þorri er fæddur árið 1966. Hann býr og starfar bæði í Reykjavík og Aðal- dal. Hann stundaði nám í Myndlist- arskóla Reykjavíkur, Myndlista- og handíðaskóla Íslands og við Jan Van Eyck Akademíuna í Maastricht, Hol- landi. Hann hefur tekið þátt í fjölda einka- og samsýninga hér heima og erlendis undanfarin 30 ár. ■ Þorri í Gallerí Fold Eitt af verkum Þorra á sýningunni. 20 Menning 8. apríl 2022 FÖSTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐMENNING FRÉTTABLAÐIÐ 8. apríl 2022 FÖSTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.