Fréttablaðið - 08.04.2022, Qupperneq 38
AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Guðmundur Örn Jóhannsson gudmundur@torg.is, ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5050:
Andrés Bertelsen andres@frettabladid.is, Auður Húnfjörð audur@frettabladid.is, Reynir Elís Þorvaldsson reynir@frettabladid.is, Örn Geirsson orn@frettabladid.is FÓLK/
SÉRBLÖÐ SÍMI 550 5078: Arnar Magnússon arnarm@frettabladid.is, Jóhann Waage johannwaage@frettabladid.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@frettabladid.is, Ruth Bergsdóttir
ruth@frettabladid.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 550 5056: Hrannar Helgason hrannar@frettabladid.is,
TÍMAMÓTA- OG ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 550-5055: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@frettabladid.is
Hljómsveitirnar Boncyan og
Red Riot leiða saman hesta
sína á Gauknum annað kvöld,
á góðgerðartónleikum þar
sem ágóði miðasölu rennur
til UNICEF í þágu barna og
fjölskyldufólks í stríðshrjáðri
Úkraínu. Að sögn meðlima
Boncyan eru tónleikarnir
viðbrögð við vanmáttartil
finningu.
ninarichter@frettabladid.is
Tom Hannay, Sakaris Joensen og
Janus Rasmussen eru allir sjálfstætt
starfandi tónlistarmenn og fram
leiðendur. Þeir afréðu í samkomu
banni að stofna hljómsveit sem
flytur létta og dansvæna tónlist og
úr varð samstarfsverkefnið Bon
cyan.
Lög til að syngja með
„Við vildum gera feelgood band,
sem er gaman að djamma með,“
segir Tom Hannay, meðlimur sveit
arinnar. Aðspurður hvernig megi
lýsa tónlist Boncyan, svarar hann:
„Ég myndi segja að þetta sé glaðlegt
og nútímalegt popp með smávegis
Post Malonestíl tvisti. Trommur
og þungur taktur á bak við gítar og
grípandi laglínur á bakið. Þetta eru
svona grípandi lög sem fólk getur
sungið með.“
Viðbrögð við vanmætti
Tom segir að meðlimir bandsins
hafi fundið knýjandi þörf til að
bregðast við þeim hörmungum sem
dynja á íbúum Úkraínu um þessar
mundir. „Okkur langaði að gera eitt
hvað. Þessir hræðilegu hlutir eru að
gerast og maður fyllist vanmætti.
Tónlistin er eitthvað sem við viss
um að við gætum lagt af mörkum,
að setja upp fína tónleika þar sem
allir gætu notið sín og við gætum í
leiðinni reynt að safna eins miklum
peningum og við gætum fyrir fólk í
Úkraínu, sem þjáist núna í þessari
skelfilegu deilu,“ segir hann. „Það
er mjög gott að geta notað listina á
þennan hátt.“
Dansvænir tónleikar
Að sögn Toms er hér um að ræða
gríðarlega dansvæna tónleika.
„Fólk getur búist við því að langa
að dansa. Á hverjum einustu tón
leikum okkar hafa allir farið að
dansa, meira að segja þegar við spil
uðum í Húsi Máls og menningar. Ég
man eftir eldri manni sem gat ekki
setið á sér, það kvöld, og dansaði
eins og óður. Hann hefur verið á
sjötugsaldri,“ segir Tom og hlær.
„En ég held að þetta sé eitthvað sem
allir geta notið sín við. Tónlistin er
skemmtileg og það er eitthvað sem
við vildum gera.“
Heimildarmynd á leiðinni
Tónlistin er þó ekki það eina sem
sveitin fæst við um þessar mundir.
„Við erum þessa dagana að ljúka við
að setja saman heimildarmynd, sem
fjallar um bráðnun jökla á Íslandi
vegna hamfarahlýnunar, í sam
starfi við Donal Boyd,“ segir Tom.
Stefnt er að frumsýningu í sumar.
„Núna erum við búnir að koma því
verkefni frá og getum farið að ein
beita okkur að tónleikahaldi,“ segir
hann og bætir við að þetta séu einn
ig fyrstu Red Riottónleikar ársins.
Red Riot er nýlegt samstarfs
verkefni rapparans Rögnu Kjart
ansdóttur sem kallar sig Cell 7, og
Hildar Kristínar Stefánsdóttur
tónlistarkonu. Að Boncyantón
leikunum loknum munu þær stíga
á svið og loka kvöldinu.
Dyrnar verða opnaðar klukkan
20.30 og tónleikarnir hefjast klukk
an 21.30. Miðar kosta 1.500 krónur,
ágóði rennur beint til góðgerðar
mála og miðana má kaupa á Tix.is
og við dyrnar. ■
Rauðar óeirðir og dansvænt
gleðipopp á Gauknum
Hinn fær-
eyski Janus
Rasmussen
og hinn enski
Tom Hannay
skipa þríeykið
Boncyan með
Færeyingnum
Sakaris Joensen.
FRÉTTABLAÐIÐ/
VALLI
Hljómsveitin Red Riot, Ragna
Kjartansdóttir og Hildur Kristín
Stefánsdóttir. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Fjarðargata 11 · Dalvegur 32b
spadinn.is
PIZZUR
ALLA
L Í K A
KALLA
KONUR
&
ninarichter@frettabladid.is
Þær fregnir bárust frá höfuðstöðv
um samfélagsmiðilsins Twitter
í vikunni að svokallaður Edit
hnappur, eða breytihnappur, væri
væntanlegur á næstu mánuðum.
Hnappurinn gerir notandanum
kleift að breyta tísti eftir að því
hefur verið deilt á tímalínu.
Það var þó ekki eina fréttin sem
barst frá Twitter í vikunni en auð
kýfingurinn Elon Musk varð á dög
unum stærsti hluthafi í fyrirtæk
inu, þegar hann sölsaði undir sig
níu prósenta hlut í Twitter. Þá hafa
margir leitt að því líkur að kaupin
tengist tilkomu breytihnappsins.
Uppsetning og notkun Twitter
er nokkuð einföld. Því má lýsa sem
eins konar míkróbloggsíðu sem
gerir notendum kleift að deila hug
myndum eða stöðuuppfærslum
eftir sjálfa sig eða aðra, í svoköll
uðum tístum. Reiknað er með að
217 milljónir manna noti miðilinn
daglega en þar á meðal má finna
stærstu stjörnur skemmtanabrans
ans, íþróttafólk og stjórnmálafólk.
Í tísti fyrirtækisins síðan á þriðju
dag kemur fram að unnið hafi verið
að þróun hnappsins síðan í fyrra.
Varan verður fyrst um sinn aðeins
í boði fyrir notendur með Twitter
blueáskriftarleið. Áskriftarleiðin,
sem veitir notandanum aðgang að
ýmsu aukaefni og f leiri stillingum,
er í boði í Bandaríkjunum og Kan
ada, í Ástralíu og á NýjaSjálandi.
Twitter var stofnað árið 2006.
Notendur miðilsins hafa margir
beðið lengi eftir breytihnappin
um, en það getur verið óheppilegt
að missa frá sér tíst sem, sökum
stafsetningar eða innsláttarvillu,
hefur aðra merkingu en það sem
notandi leggur upp með. Þannig
hefur ýmislegt fengið að standa
í nafni læka sem stingur í augu
notandans. En nú skal stungið ei
meir. ■
Misrituð tíst heyra sögunni til með
byltingarkenndum breytihnappi
Elon Musk á núna 9 prósenta hlut í
Twitter-fyrirtækinu. FRÉTTABLAÐIÐ/NR
26 Lífið 8. apríl 2022 FÖSTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ