Ægir - 2021, Blaðsíða 6
6
Umhverfis- og loftslagsmál eru eitt allra stærsta mál samtím-
ans. Þegar litið er um öxl við áramót kemur sá málaflokkur
upp í hugann sem einn af þeim stóru á árinu, sér í lagi út frá
mikilli alþjóðlegri umræðu sem skapaðist í aðdraganda lofts-
lagsráðstefnunnar í Skotlandi nú á haustdögum og á meðan
á henni stóð. Um það er og verður deilt hvort þessi ráðstefna
hafi ein og sér skilað nægjanlegum árangri en framhjá því
verður ekki litið að svona heimssögulegur viðburður er
varða á langri leið sem fær þjóðir, stofnanir, fyrirtæki og all-
an almenning til að staldra við. Orð eru jú til alls fyrst, líkt og
segir einhvers staðar.
Sjávarútvegur á mikið undir bættri umgengi við hafið. Í
nútímanum hugnast engum ofveiði og slæm umgengni við
fiskistofna. Við gerum okkur líka grein fyrir því í dag að við
mannfólkið skjótum okkur sjálf í fæturna með því að líta á
sjóinn sem viðtaka rusls og mengandi efna. Mikil breyting
hefur á fáum árum orðið í viðhorfum og kröfum. Því betur.
En það eru líka ótæmandi verkefni framundan á heimsvísu.
Þegar heimurinn er orðinn einn samfelldur suðupottur upp-
lýsinga þá felst í því aðhald fyrir allar þjóðir að standa sína
vakt, hver á sínu svæði. Það eitt og sér er mikil breyting frá
því sem áður var og mun hafa áhrif.
Sjávarútvegsþjóðin Ísland er þekkt víða um heim. Þekkt
fyrir hreinleika, afurðagæði og ekki síst erum við þekkt fyrir
mikla þekkingu á sjávarútvegssviðinu. Enda hafa margar
þjóðir leitað hingað til lands eftir ráðgjöf og þekkingu í fram-
þróun síns sjávarútvegs heima fyrir. Nægir þar að nefna
stórþjóðina Rússland í þessu sambandi. Staða okkar er því
fjöregg sem við þurfum alltaf að hlúa að og varðveita.
Þegar talað er um markmið til framtíðar í umhverfis- og
loftslagsmálum er sjávarútvegur oft nefndur til sögunnar.
Eðlilega í ljósi þess hversu stór atvinnugreinin er hér á landi.
Stundum vill samt brenna við að farið sé mjög frjálslega með
staðreyndir í þessu samhengi. Til að mynda hafa flest
stærstu sjávarútvegsfyrirtæki landsins tekið höndum saman
um að marka sér stefnu í samfélagsábyrgð, byggt á heims-
markmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Í því
felast markmið sem snerta þætti á borð við sjálfbærni fiski-
stofna, lágmörkun sótspors, samdrátt í notkun jarðefnaelds-
neytis og marga aðra mikilvæga þætti. Eitt fyrsta atriðið sem
nefnt er þegar nýtt fiskiskip bætist í flotann og leysir gamalt
af hólmi er orkunýting og grynnra sótspor. Sjávarútvegur á
Íslandi er því fyrir löngu byrjaður að axla sína ábyrgð á
þessum sviðum og mun vafalítið gera það á komandi árum.
Þannig mun greinin leggja sín lóð á vogarskálar heimsins til
árangurs í umhverfis- og loftslagsmálum. Það verður áfram
verk að vinna.
Við áramót er alltaf full ástæða til bjartsýni. Ritstjórn
tímaritsins Ægis óskar lesendum og viðskiptavinum gleði-
ríkrar jólahátíðar og farsældar á árinu 2022.
Jóhann Ólafur Halldórsson skrifar
Sjávarútvegurinn axlar ábyrgð
Út gef andi:
Ritform ehf. ISSN 0001-9038
Rit stjórn:
Ritform ehf. Brekkutröð 4, 605 Ak ur eyri.
Rit stjór i:
Jóhann Ólafur Hall dórs son (ábm.)
GSM 899-9865.
Net fang: johann@ritform.is
Aug lýs ing ar:
Inga Ágústsdóttir.
Net fang: inga@ritform.is
Hönnun & umbrot:
Ritform ehf.
Vatnagörðum 14, 104 Reykjavík.
Forsíðumynd: Þorgeir Baldursson
Á skrift:
Hálfsársáskrift að Ægi kostar 7500 kr.
Áskrift: 694 2693, ingunn@ritform.is
Af Ægi koma út 10 tölublöð á ári.
Eft ir prent un og ívitn un er heim il,
sé heim ild ar get ið.
Leiðari
Frystigámar / Sala og leiga 10 / 20 og 40 ft.
Seljum einnig og leigjum gámahús, geymslugáma og salernishús í
ýmsum stærðum og gerðum. Fjöldi sérlausna í boði, sniðnar að
þörfum hvers og eins viðskiptavinar.
www.stolpigamar.is
Hafðu
samband
568 0100 Óseyrarbraut 12 | 220 Hafnarfirði | Klettagörðum 5 | 104 Reykjavík