Ægir

Árgangur

Ægir - 2021, Blaðsíða 12

Ægir - 2021, Blaðsíða 12
12 „Skipið reyndist algjörlega frábærlega á heimleiðinni. Við lentum strax í vondu veðri, þegar við komum út frá Vigo og vorum í vondu veðri í þrjá sólarhringa á leiðinni. Við tókum svona veðurrúnt sem kallað er. Sigld- um eftir veðurspánni. Við sigldum því í norðvestur til að byrja með í sólar- hring. Það var ægilegt veður í Norð- ursjónum og við vorum að spá í að fara Ermasundið, því það var svo vont veður báðum megin við Írland. Þegar komust loks norður af Írlandi fengum við fínasta veður og vorum rétt tæpa fimm sólarhringa að fara 1.400 sjómíl- ur. Þetta gekk mjög vel og skipið reyndist alveg frábærlega. Hreyfðist lítið og fór vel með okkur,“ segir Arn- ar Óskarsson, skipstjóri á nýjum Bald- vin Njálssyni GK 400 sem kom til landsins nú í byrjun desember. Frysti- togarinn er 65,6 að lengd og 16 metra breiður. Hann er 2.880 brúttótonn. Lestin er 1.720 rúmmetrar og aðalvél- in 3.000 kílówött sem gæti lagst út sem 4.400 hestöfl. Það er þó ekki vél- arstærðin sem skiptir öllu máli. Skipið er með risavaxna skrúfu og mikla nið- urgírun og snýst skrúfan ekki nema 60 til 80 snúninga á mínútu. Með þessu fæst mikil spyrna og mikil nýtni á hestöflum. Meiri möguleikar í veiðunum Skipið er með tæknivædda vinnslu um borð. Auk hausara og flökunarvélar á vinnsluþilfari er viðamikið vinnslukerfi, aðstaða til flakasnyrtingar, flokkunar- búnaður, frystitæki og pökkun og röðun á vörubretti áður en vara er send for- flokkuð á brettum niður í lest. Allt vinnsluferlið byggir á mikilli sjálfvirkni Glæsilegur Baldvin Njálsson GK 400 til Nesfisks

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.